Óðinn - 01.05.1917, Síða 4

Óðinn - 01.05.1917, Síða 4
12 ÓÐINN Þessi mynd er af minnismerki Malth. Jochumssonar skálds, sem Akureyrarbúar reistu á áttræöisafmæli hans liaustið 1915. Likneskið er gert af Ríkarði Jónssyni. til að rannsaka fornar hannyrðir. Með manni sín- um ferðaðist hún um Noreg og Svíþjóð, Þýskaland, Sviss og Frakkland, England og Skotland, og skoðaði þar í fjölda mörguin dómkirkjum og öðrum gömlum kirkjum kirkjuskrúða, og útsaum á söfnum í Berlín, Núrnberg, París og London. Hún safnaði allmiklu efni uin þella og hafði í huga að rita nákvæma bók um það, en af því varð ekki sökum veikinda. Vorið 1903 varð hún fyrir þeirri sorg að missa Sigríði dóttur sína 15 ára gamla, efnisbarn og meslu gæðastúlku. Pelta fjekk mikið á móðurina, og nokkru eftir það lók heilsa hennar smátt og smátt að bila. Annars hefur frú Þóra ritað margar blaðagreinir, bæði í íslensk blöð og dönsk. Þegar heilsan tók að bila, fór líka hið mikla fjör að minka. Fimm eða sex síðustu árin var frú Póra mjög sjaldan frisk og lá þá margar þungar legur. í september 1916 veiktisl hún hættu- lega af lungnabólgu, en batnaði þó aftur, en þá bæltust við aðrir sjúkdómar, og líkaminn, sem var veiklaður áður, þoldi þá ekki. Eflir hálfs árs þjáningar fjekk hún blítt andlát. Frú Póra Thoroddsen var grafin 28. mars frá syðri kapellunni í Fasankirkjugarði hjá dóttur sinni. Sjera Haukur Gíslason hjelt ræðu og vin- kona hennar ein, söngkonan Thora Keller, söng kveðju í kapellunni. Vinir og kunningjar, bæði íslenskir og danskir, fylgdu henni. Við gröfina voru sungin 3 vers af »Alt eins og blómslrið eina«. Kaupmannahöfn 29. mars 1917. Bogi Th. Melsled. Professor Harald Krabbe dó 25. apríl síðaslliðinn, 86 ára gamall. Oss ís- lendingum er skylt að minnast hans með þakk- látssemi fyrir margra hluta sakir. Hann lagði í fyrstu stund á læknisfræði, og á- vann sjer doktorsnafnbót í henni, en árið 1863 tókst hann á hendur rannsóknarferð til íslands í því skyni að ráða sullaveikisgáluna til fulls. Mönn- um var þá nýlega orðið kunnugt að sullaveiki í skepnum stafar af sullabandorminum (tænda cchinococcus) í hundum, en hitt var ósannað, hvort sama bandormstegundin væri veikinni vald- andi í mönnum. Af ferð hans varð góður árangur; Professor Harald Krabhe. hann sannaði þetta tvent, að sullaveiki manna og dýra er sama eðlis, og eins hitt, að fsullaveiki

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.