Óðinn - 01.12.1918, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.12.1918, Blaðsíða 5
ÓÐINN 69 * »• Hvar er sá vondi? Sjónleikur í þrem þáttum Eftir Gutlorm J. Giitlormsson. ANNAR ÞÁTTUR. Stofa lijá ltonu fangans. Utidyr og gluggi til vinstri handar — dyr aö svefnlierbergi. á iniðju þili i aftursýn. FáUcklegur húsbúnaður. Seint um hveld. Lampaljós logar á borði, sem er til hægri liandar — lampaglasið er svart af reyk — ljósið ber daufa birlu. Sonur faugans og dóttir fangans sitja hlið við hlið til liægri handar. Sonur Myrta mannsins og Dóllir Myrta mannsins sitja andspænis þcim. Dóttír Myrta mannsins: Mamma er lengi. Dóttir Fanyans: Já, mamma er Iengi. Jeg hjelt hún ætlaði að verða lljót. Sonur Myrta mannsins: Stutl stund er lengi að liða pegar mamma er ekki heima. Sonur Fangans: Pað er eins og klukkan seinki sjer þegar mamma er ekki heima, en flýti sjer þegar hún kemur heim. Dóttir Myrla mannsins: Hvert fór hún? Mjer leiðist. Dóttir Fangans: Ilún ætlaði að finna pabba okkar í fangelsinu. Dóttir Myrta mannsins: Pabba ykkar? Dóltir Fangans: Já. Sonur Fangans: Pabbi okkar er í fangelsi síðan pabbi ykkar dó. — Tíminn verður að lengjast hjer til að stytt- asl i fangelsinu. Dóttir Fangans: Pabfii var góður við okkur. Sonur Myrla mannsins: Hann var við mig eins og jeg væri sonur hans. Dótlir Myrta mannsins: Hann var við mig eins og jeg væri dóttir hans. Sonnr Myrta mannsins: Hann kom i blómagarðinn á hverjum degi og strauk hárið á okkur öllum. Sonur Fangans: Hann varð aldrei vondur þar. Dóttir Fangans: Jeg sá hann hvergi nema þar. Jeg nian ckki eftír honum annarstaðar, Jeg sje hann altaf í blómgarðinum. — : xAvxA-:'.:

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.