Óðinn - 01.12.1918, Side 3

Óðinn - 01.12.1918, Side 3
ÓÐINN 67 Zahle forsætisráðherra. Carl Theodor Zahle, núverandi forsælisráðlierra Dana, verður án efa talinn meðal fremstu sljórn- málamanna Norðurlanda. Hann hefur haft á liendi formensku danska ráðaneylisins allan þann erliða tíma meðan heimsstyrjöldin stóð ylir, og svo vel hefur danska stjórnin slýrt þar milli skers og boða oft og tíðan, að sýnilegt er, að vitrir menn og athugulir hafa haldið um stýrisveifina. I’eir tímar liafa ekki verið óltalausir í Danmörk um framtíð ríkisins, og margs hefur verið að gæla í viðskifl- unum við hinar öflugu ófriðar- þjóðir á báða bóga, Þjóðverja öðru megin, en hinu megin Englendinga. Samt eru Danir að komast svo út úr þessu, að þeir hafa enga verulega hnekki haft af striðsástandinu. Heima fyrir hjá þeirn hefur dýrtiðarmálunum verið skyn- samlega og gætilega stjórnað, og á versluninni út á við bafa þeir grætt. Nú, í ófriðarlokin, er það afráðið að þeir eiga að fá drjúgan landauka í Suður-Jótlandi, með því að hin dönsku hjeruð þar, scm frá 1864 hafa lotið Þjóðverj- um, fá nú aflur að sameinast Danmörk, og er þar með full- nægt heiluslu óskum margra Dana. Því er jafnvel svo varið nú, að bandamenn vilja láta Dani fá þarna meira land en þeir sjálfir kæra sig um, vilja einnig leggja til Danmerkur hin þýsku lijeruð, sem Danakonungi lutu fyrir 1864. En Danir munu flestir líta svo á, að þetta sje ekki eftirsókn- arvert, en vilja láta þjóðernaskiftinguna ráða. Mál- inu er ekki ráðið til lykta enn. í íslandsmálum hefur Zahle-ráðaneylið sýnt meira frjálslyndi en nokkurt annað danskt ráða- neyti, og fer nú frá því tilkynning til annara ríkja um að ísland sje viðurkent sjálfslælt ríki i kon- ungssambandi við Danmörk og hafi sjerstakan ríkisfána. Jafnframt er titli konungs breytt, svo að á íslenskum skjölum nefnir hann sig konung íslands og Danmerkur, en á dönskum skjölum konung Danmerkur og íslands. Allmikilli mótspyrnu mætti öll þessi breyting meðal hægrimannaflokks- ins í Danmörk, en þeir flokkar, sem stjórnina studdu í málinu, Umbotaflokkurinn, með í. C. Christensen í broddi fylkingar, og Jafnaðarmanna- flokkurinn, undir stjórn Borgbjergs, auk stjórnar- flokksins sjálfs, náðu þó miklum meirihluta fyrir því í danska þinginu. Zahle-stjórnin styðst við tvo flokka í danska þinginu, stjórnarflokkinn, sem ber nafnið »Radi- kali«-f!okkurinn, og jafnaðarmannaflokkinn, og er sá siðarnefndi fjölmennari. Stjórnarflokkurinn er fámennastur af aðalflokkum þingsins, og hefur jafnan verið það. En góða hæfileikamenn á flokk- urinn marga. Einn áhrifa- mesti maðurinn í ráðaneytinu með Zahle er Edward Brandes, gamall og æfður stjórnmála- maður, vilmaður mikiil og einn af nafnkunnustu rithöf- undum Dana. Erik J. Chr. Seavenius hefur veitt utan- ríkismálunum forstöðu með dugtraði og sama má segja um Ove Rode, sem stýrt hef- ur innanríkismálunum. Chr. Hage, sem varformaður dansk- íslensku sambandslaganefnd- arinnar, á og sæti i Zahle- ráðaneytinu, merkur maður og mikils metinn. Zahle forsætisráðherra er fæddur 1866 og er skósmiðs- sonur frá Hróarskeldu, en varð stúdent 1884 og tók lög- fræðispróf 1890. Varð lrann eflir það fyrst rilstjóri yfir á Jóllandi, en síðan yfirrjettarmálaflutningsmaður og jafnframt starfs- maður við blaðið »Politiken«. 1895 kom hann fyrst inn í Ríkisþingið. Mikinn þált álti liann í því, að Vinslrimannaflokkurinn klofnaði nokkru eftir aldamótin, og varð Zalile þá foringi annars hlutans, en það er sá llokkur, sem nú er stjórnar- flokkur. Fyrst varð lrann forsætisráðherra 1909, en var þá stult við völd. Svo myndaði hann aftur ráðaneyti, og hefur það verið við völd, með nokkr- um mannaskiftum, síðan.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.