Óðinn - 01.12.1918, Side 1

Óðinn - 01.12.1918, Side 1
ÓÐINN Jón Magnússon forsætisráðherra. Fyrsti dagur desembermánaðar 1918 er merkisdag- ur í sögu íslands. Á honum gengu í gildi hin nýju sambandslög, sem gera ísland að fullvalda ríki. Með þeim er endir feng- inn á langvarandi stjórn- málabaráttu, þeirri bar- áttu, sem hófst á fyrri hluta 19. aldar og Jón Sigurðsson forseti varð helsti leiðtogi íslensku þjóðarinnar í. Fyrsta þættinum lauk á þúsund ára afmælinu 1874, með stjórnarskránni, sem þá gekk í gildi. Eftir 1880 tók við endurskoðunar- baráttan, og var Bene- dikt Sveinsson sýslumað- ur aðalforsprakkinn í þeirri baráttu meðan hann lifði. Þá var það aðalkrafan að jarl, eða landstjóri, yrði skipaður af konungi hjer á landi, og megináherslan Iögð á það, að losa íslensk mál úr ríkisráðinu danska. En 1897 gerðist dr. Val- týr Guðmundsson há- skólakennari foringi nýrrar stefnu í málinu og lagði aðaláhersluna á, að fá sjerstakan ráðherra skip- aðan til þess að fara með mál íslands. Fyrst átti dr. Valtýr í höggi við gömlu endurskoðunarkenn- ingarnar, en síðar snerist deilan að því, hvort hinn fyrirhugaði lslandsráðherra skyldi vera búsettur í Khöfn eða Rvík og tók mótstöðuflokkur Valtýs sjer nafnið Heimastjórnarflokkur, af því að hann hjelt fram búsetunni í Rvík, en Valtýingar nefndu sig Framsóknarflokk. Eftir dauða Benedikts Sveins- sonar varð Magnús Stephensen landshöfðíngi fyrst aðalforingi Heimastjórnarflokksins, en síðan Hannes Hafstein, þá sýslumaður ísfirðinga. Rjett eftir alda- mólin komust vinstri menn til valda í Danmörk. Alberti varð þá dómsmálaráðherra Dana og jafn- framl Islandsráðherra. Kröfur íslendinga fengu nú miklu betri undir- tektir en áður hjá danska ráðaneytinu, og undir stjórn Albertis var al- þingi gefið að iniklu leyti frjálst val milli frumvarpa þeirra lil breytinga á stjórnar- skránni, sem þingflokk- arnir höfðu deilt um. Sigruðu þá kröfur Heiina- stjórnarflokksins, enþær voru í aðalatriðunum hinar upphaflegu kröfur Valtýs, að búsetuskil- yrðinu viðbættu. Hin endurbætta stjórnarskrá gekk í gildi 1. febrúar 1904, og Hannes Hafstein varð fyrsti sjerstaki ís- landsráðherrann, búsett- ur í Reykjavík. En þá reis upp flokkur, sem Björn Jónsson ritstjóri, er áður hafði verið helsta máttarstoð Valtýs í bar- áttu hans, varð aðalleiðtogi fyrir, og hjelt því fram að það, sem fengið væri með stjórnarskrárbreyting- unum frá 1904, væri bæði ónógt og gallað, og að gera yrði frekari sjálfstæðiskröfur. Þessi flokkur tók sjer nafnið Sjálfstæðisflokkur. Hannes Hafstein og Heimastjórnarflokkurinn tóku það þá á sína arma, að leitast fyrir um að fá sjálfstjórnarrjett íslands viðurkendan í sem fylstum mæli og fjekk Hafstein til þess eindregið fylgi Friðriks konungs

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.