Óðinn - 01.03.1919, Page 1

Óðinn - 01.03.1919, Page 1
ÓÐINN 1«. BLAD { MARTS ÍOIO { XIV. ÁR Björn Kristjánsson alþingismaður. Á öllum öldum hafa íslendingar eignast dugn- aðarmenn, sem hafist hafa til vegs og velmegunar af eigin ramleik, án þess að undir þá hafi lyft verið af auðugum aðstand- endum. Einn meðal slíkra sjálfgervinga er Björn alþingis- maður Kristjánsson. Frá örfátækum, um- komulausuin og ó- mentuðum sveita- pilti hefur hann með eigin dugnaði, útsjón og viljaþreki liafist sífell liærra í mannfjelagsstigan- um og hvervetna s^mt sig vera stór- nýtan inann. Björn er fæddur 26. febrúar 1858 á Hreiðurborg í Sand- vikurhreppi. — For- eldrar hans voru hjónin KristjánVern- harðsson og Pórunn Halldórsdóttir, sem bjuggu á Hreiður- borg, og ólst hann upp hjá þeim lil 6 ára aldurs. Þá fór hann til föðurmóður sinnar, Sigríðar í Garðbæ á Eyrarbakka, og dvaldist með henni uns hann var fermdur og 14 ára gamall. Síðan var hann 3 ár vinnumaður í Búrfellskoti í Grímsnesi. F*aðan fór hann að Eiði í Seltjarnar- nesshreppi og svo til Reykjavíkur. Þar Iærði hann skóaraiðn hjá Jóhanni Árnasyni og fluttist með honum til ísafjarðar. Vann hann fyrst hjá læri- meistara sínum, en setti síðan upp verkstæði sjálfur. Mjög snemma lýsti það sjer, að Björn var sönghneigður maður, og því sigldi hann lil Kaup- mannahafnar 1878, þá tvítugur að aldri, til að læra tónfræði og hljóðfæraslátt, og svo, er heim kom, gaf hann sig við söngkenslu, sam- hliða handiðn sinni. Árið 1881 flutlist hann til Akureyrar og gerðist organ- leikari við kirkjuna þar og kendi jafn- framt sönglist. Árið 1882 fór hann aftur til Kaupmannahafn- ar til þess að full- komnast í söngfræði og hljóðfæralist. Um vorið 1883 fluttist Björn Krist- jánsson til Reykja- víkur og gerðist verslunarmaður hjá Sig. heitnum Magn- ússyni frá Bráð- ræði og lijelt því starfi til 1886, að hann varð skrifari hjá bæjarfógetanum í Reykjavík og því næsl bæjargjaldkeri Reykjavíkur. Á þessum árum lagði hann sig mikið eftir söngmentun og þá samdi hann og gaf út (1888) góða söngfræði fyrir byrjendur, er heitir »Stafrof söngfræðinnar«. Þetta ár, 1888, stofnaði Björn verslun þá á Vesturgötu 4 hjer í bæ, sem enn ber nafn hans (sem firma), og jafnframt hafði hann á hendi Björn Kristjánsson alþingismnður.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.