Óðinn - 01.03.1919, Page 6
94
ÓÐINN
Þið elskið livort annað æ því mcir
og unið í kærleik hreinum,
því ástin í mannheimi aldrei dej’r,
hún eflisl við /mð, sem við reynum.
II.
Sveitin harmar, hún síst málli við
að sjá þjer á bak svo ungum.
Hún helgar þjer sætan svanaklið,
er samþýðist englatungum.
Sem »SIútnes« af öðrum eyjum ber
að alvisku töfrasmíði —
svo barst þú af unglingahópnum hjer
að hreysti og vaxtarprýði.
t*inn þroski og atgerfi vakti þá von,
sem við bárum flest i hjarta,
að eignaðist Mývatnssveit enn þann son,
sem ynni sjer frægðina bjarta.
III.
Vor ungi og ötuli vinur,
þú ættar- og sveitar-hlynur!
við syrgjum þig, kveðjum þig klökk í lund,
við krýnum með óskum þinn síðsta blund.
Við vitum þær rætast, þú verður með sóma
vafinn í gröf, sem í æskublóma.
Og minningin þín
hjá »Mývetning« ') skín
á meðan að vorfuglasöngvar hljóma.
St
A.n<lries Fielrtísiteíl heitinn á Ferjubakka kvað
einu sinni til sjera Einars Friðgeirssonar á Borg:
Pín hugsun er lipur og framsetning frjáls,
þú forðast það mas, sem öðrum er títt;
en öllum er skemtun að meðferð þíns máls,
sem mótar hið gamla, svo alt verður nýtt.
Pínar líkjast ljóðum
löngum fræðslugreinar;
enginn er á glóðum
um það, hvað þú meinar.
Fögur skín mjer hugsun oft í huga,
er heyri jeg þig tala, lítandi um bekki.
Tímans galla treysti’ eg þjer að buga,
ef táp og fjörið bíður ekki hnekki.
st
L.óan.
í grein um kveðskap Skagfirðinga í júníblaði »Óðins«
1917 voru nokkrar vísur eftir Rögnvald heitinn í Rjett-
arholti, en ekki rjett farið með sumar, og eru vísurnar
um lóuna, sem þar er vitnað til, svona rjettar:
Pú ert Iúin, lóan mín,
langt að komin ertu.
Heyri jeg sætan söng til þín,
sæl og blessuð vertu!
Ufna skapið mýkir milt,
megi’ jeg til þín heyra,
því að ljetta lagið þitt
lætur vel i eyra.
Bygðu í sumar móinn minn,
munlu vel þar una,
svo jeg heyri sönginn þinn
um sólaruppkomuna.
Gömlum veittu gleði mjer,
gott er liug að yngja.
Ungunum þínum öllum hjer
áttu’ að kenna’ að syngja.
Tvær visur.
Eflir P'njósk.
Vonlirigðin.
Blómið, sem skrautbúið brosir í dag,
bliknar á morgun og fellur í dá;
og alt, sem vjer vonum að eíli vorn hag,
það æsir oss fyrst, en svo hörfar það frá.
Vonbrigði sífeld um varanleg hnoss
valda oss sársauka, seigdrepa oss.
íslenskan.
Pekkist ekki þægra mál,
þegar tæpt skal stikla;
í aflraun ljær hún egghvasl stáJ,
í ástum töfra lykla.
Sl
1) Ungmennaíjftlag í Mývntnssveit.
Prenlsmiðjan (iulenberg.