Óðinn - 01.03.1919, Side 2
90
ÓÐINN
forstöðu og vöruútvegun fyrir ýmis pöntunarfjelög
(Borgfirðinga, Árnesinga, Vestur-Skaftfellinga og
síðar Dalamenn). Hafði hann þá mest viðskifti
við Þýskaland. Síðan hætti hann starfi fyrir þessi
fjelög, af því að honum geðjaðist ekki að vöru-
skiftalaginu og lánsversluninni, með falska verð-
inu. á öllu. — Fram af þessu tók liann mjög að
gefa sig við ólifrænni efnafræði, mest eftir þýsk-
um bókum, en þjfska lungu hafði hann lært að
mestu með sjálffræðslu. Síðan stundaði hann (árin
1902—1903) verklega efnafræði í efnafræðslustofn-
un ríkisins í Hamborg. Hefur hann sjerstaklega
lagt stund á að safna steinum víða hjer um land
til málmrannsókna. — I’essum málmrannsóknum
heldur hann enn áfram, enda á hann stór-merki-
legt steinasafn í efnafræðisstofu sinni hjer í Vest-
urgötu. Hvenær sem honum hefur gefist tómstund
frá daglegum skylduverkum, hefur honum ávalt
verið yndið mest að gefa sig við þessum efna-
rannsóknum.
Árið 1900 var Björn kosinn alþingismaður Gull-
bringunga og Kjósverja, og heldur hann enn þeirri
stöðu. Undir árslok 1909 varð liann bankastjóri
Landsbankans og hefur haldið því starfi (nema
um tíma 1917) þangað til nú í ágústlok 1918, að
hann sagði því af sjer. í janúarmánuði 1917 var
þriggja ráðherra stjórn leidd í lög hjer á landi,
og varð Björn þá fjármálaráðherra, en hjelt eigi
þeim starfa lengur en fram á mitt sumar það ár,
sagði þá stöðunni lausri og lók við bankastörfun-
um á ný.
Árið 1885 gekk Björn að eiga ekkjufrú Sigþrúði
Guðmundsdóttur frá Hól (ekkju Jóns kaupmanns
Steffensens), og eiga þau tvö börn, sem eru þessi:
Jón kaupmaður á Vesturgötu 4, sem tók við versl-
uninni þar, þegar faðir hans varð bankastjóri, og
Jóna Valgerður, gift L. Fanoe slórkaupmanni í
Kaupmannahöfn.
Þetta eru þá helstu æfiatriði Björns Kristjáns-
sonar, og er auðsætt af þessu stutta ágripi, að
hjer er um meira en svona rjett algengan meðal-
mann að ræða. Hann gengur út á lífsbrautina
sem ómentaður bóndadrengur, fjarlægur því að fá
nokkra skólafræðslu eða þá mentun, sem nú er
talið sjálfsagt að hverju barni sje veitt. En Björn
Ijet sjer ekki þelta lynda, heldur notaði sjerhverja
tómstund til að afla sjer margvíslegrar þekkingar
í ýmsum fræðigreinum og þeim allmjög sundur-
leitum, enda varð niðurstaðan sú, að hann er
einn af fjölhæfustu mönnum þessa lands. Hann
er ágætlega söngfróður, betur að sjer í efnafræði
en flestir menn hjerlendir, óvanalega vel að sjer í
þýskri tungu, auk þess sem hann kann dönsku
og nokkuð í ensku og hefur aflað sjer svo góðrar
kunnáttu í móðurmáli sínu, að þar stendur hann
jafnfætis öllum þorra lærðra manna. Ennfremur
er hann vel að sjer í liinni margþættu stjórnmála-
fræði og í fjármálafræði. Yfirleitt virðast hæfileikar
hans þannig lagaðir, að hann sje furðu fljótur að
komast niður í hvaða viðfangsefni sem vera vill,
og það samtímis í ýmsum óskyldum greinum.
I>á hafa verklegu störfin eigi farið honum ver
úr hendi. Fjársýslanin liefur jafnan látið honum
mjög vel. Hann byrjar með tvær hendur lómar,
en varð siðan góður cfnamaður, og það þrált
fyrir óhöpp, er honum vildu til, svo sem þegar
hann í Englandi tapaði stórfje við sauðasölu fyrir
pöntunarfjelögin. En Björn hóf sig íljótt upp úr
því fjártjónsfeni, greiddi hverjum sitt og jókst svo
á ný sjálfur að efnum. Þetta sauðfje seldi hann í
umboði Borgfirðinga og Árnesinga og hefði þvi
sjálfur engum eyri þurft að tapa, heldur eigendur
sauðanna. En hann liöfðaði skaðabólamálið í sinu
eigin nafni í staðinn fyrir í nafni fjelaganna, beint
til þess að láta þau fyrir engum skaða verða, ef
illa færi, eins og líka fór, því málinu tapaði hann.
En þótt Birni hafi vel tekist með efnahaginn, þá
er samt fjarri því, að hann hafi nískur maður
verið, heldur þvert á móti hjálpsamur við marga
í stórum stíl og gjafmildur við fátæklinga.
Sem stjórnmálamaður hefur Björn marga kosti.
Hann virðisl að vísu stundum nokkuð íhalds-
samur, en því fylgir sá kostur, að hann hefur
jafnan viljað vera gælinn í löggjöf og fjárframlög-
um. — Af mjög mikilvægum lögum, sem Björn
hefur gerst frumkvöðull að, má sjerstaklega nefna
lögin urn leynikosningarnar, sem eru feiknamikil
rjettarbót frá því, er áður var. Ennfremur má nefna
námulögin, sem algerlega geta talist Björns verk.
Hann fjekk og því með lögum framgengt, að lands-
sjóður styrkir nú Landsbankann með ríílegu fjártil-
lagi (100,0000 kr. á ári) um 20 ára tímabil.
Engum skyldi óvart koma, að Björn með efna-
rannsóknum sinum (sem hann nú gefur sig ó-
skiftan að) kunni enn að vinna þjóð sinni stór-
mikið gagn. Tíminn einn og tilraunirnar geta leitl
slíka hluti í Ijós, en óskanda er, að landið fái
sem lengst að njóta gáfna og framkvæmda þessa
merkilega manns.
Jóh. L. L. Jóharmsson.