Óðinn - 01.09.1919, Síða 3

Óðinn - 01.09.1919, Síða 3
ÓÐINN 43 Til síra Matth. Jockumssonar. 30. ágúst 1919. Heill sloltum greppi útheimsbygða og ættar. Heill andans víking, með vorn guð í hjarta. Sjá krónu lífs um kristnihvarminn bjarta. Heyr klerk með trú og ást til fornrar vættar, sem einn og hár1) með stökur þúsund þættar gekk þurrum fótum aldahafið svarta. Jeg bar til þín um óraleiðir allar mörg óorkt stef og gigju, er fáum hljómar; oft til míns hugar kemur þú og kallar, þá kný og þagga jeg streng, sem falinn ómar. Nú sje jeg ísland enn og hve það Ijómar, stend undir skrauti þinna söngva hátta. Hve rikt og hátt er heimili þíns anda. Hvert himnadjúp og vídd til ytstu þilja. Jeg finn að hjer varð harpa þín að standa, sem hylur aldrei neitt og börnin skilja, þú mikli gumi stórra sæva og stranda, sem stillir sál til bænar, þreks og vilja. Þitt haust er ljóst og hreint sem jökulmjöllin. Þín heiðnivje er eins og krossinn verji. Til þin kaus bragaþjóð í kyn sig sverja, til þín, sem einn og hinstur geymir völlinn. Heill, forna guðamálsins meginherji. Vor meistari! Jeg kveð þig yfir fjöllin. Einar Benediktsson. Til Jóh. Jósefssonar og frúarhans. í samsæti á Akureyri 4. júní 1919. Enn er andinn saini Ingólfs kalda lands, hugur, frægð og frami forðum sjerhvers manns sett var drengja mark og mið; svo sem Egill söng og kvað sina móðir við. Velkominn því verlu, vaski Jósefsson! Afreksmaður ertu, unga lýðsins von með þjer vex og sýnir sig, þar sem verstu voðamenn vilja ei fást við þig. Eftir tíu árin erlu kominn heim, gróin svöðusárin segja af ferðum þeim og hvar þú háðir hjörvadans; hlíft hefur þinni hrauslu sál heilladís vors lands. Þrátt fyrir ýmsar öfgar um vorn kappalýð, hetjur glæsigöfgar geyma ljóðin fríð, Gunnar, Hjeðinn, Gretti, Hörð, þó að deyfði vol og vil vora fóslurjörð. Glíman ein varð eftir alla tíð oss hjá frá því frækinn Gretlir forðum hætti að »sjá« Bárðardals þá fjekst við flagð og því með »sveiflu« fleygði í foss, frækið skessubragð. Ungu glímugarpar! — Garðars- mælir drós — látið lotur snarpar lífga gamalt hrós! ykkar jarl er Jósefs sveinn, hann sem vopnlaus vinnur tröll þótt verjist þremur einn! — Heill með börn og brúði! Beri lands vors nafn hann, sem hvergi flúði, heims um víðan stafn! Vek hið forna víkings blóð! Okkar vaskleik, vit og hug votti sjerhver þjóð! Matth. Joch. 4 ) hdr a hteröur, ganiaJI.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.