Óðinn - 01.09.1919, Qupperneq 7
ÓÐINN
47
Ólafur Magnússon
frá Þórustöðum i Bitru.
en hraðfarin,
brá fyrir augu
blysmynduni.
Fæddur: 9. des. 1835.
Dáinn: 24. apríl 1919.
Ljúft er mjer
ljóðsveig binda
góðvini
gengnum lijeðan.
Ætíð hann
ást og virðing
lýða vann
ljósríkur.
Glatt í æsku
glóej' brosti
árla óreyndum
unglingi,
pegar heimboð
að Pórustöðum
sótti sveinn
siðbúinn.
Hugljúfur
húsráðandi
í máli reifur
og margviss
glaðværð í
gest lciddi,
innilegur
og örlátur.
Æskuvinir
sjer ekki rjeðu
fyrir fögnuði
á fundi þreyðura.
Kátt var löngum
um kveldstundir.
Margt var að sjá,
en meira að heyra
Fylgdi' þulur
fávísum
inn i álfheima
og æflntýra.
Hugljúf var för
Brunngils-Jón,
besti granni
orðvar maður
og athugull,
gleði jók
gestaboði,
margfróður
og málsnjall.
Jeg hef geymt
Jón og Ólaf
best í minni
frá bernskuárum;
grannar bæði
og góðvinir
fjörutíu ár
firðar voru.
Heyrði jeg rekka
ræða saman
að viti spaka
og víðsýna,
svo höfðu áður
engir prestar
opnað mjer
upphimna.
Mörg ein fögur
minning vaknar
eftir prjá
ára tugi,
pegar í anda
Þórustaði
get jeg að líta
og góðbúa.
Skeikar ei draumsýn;
fyrir skemstu sá jeg
norður yfir firnindi
að næturlagi:
Sindraði eitt
í sólarljóma
Pórustaðaland
sem Prúðvangur.
Breytt er hjá
Bitrungum,
enginn Ólafur
andríkur
heillar heim
hug gesta
nje ment ver
matstriti.
Átta og hálfur
áratugur
kappa margan
í kör lagði;
hjelt hann velli
að hinstu sókn,
ungur í anda
og áræðinn.
Sólsali
sá hann opna
álengdar
alla daga;
hugur par
hálfur dvaldi,
listnæmur
og ljóselskur.
Svcitungar pakka
samferðamanni
heilræði mörg
í lireðuferð;
fylgir honum
í fegri heima
ást peirra,
er öldung pektu.
Kona og börn
kveðju sína
í hugskeyti
honum senda,
ástúð pakka
og elskusemi;
bæu og ást
brúa fjarlægð.
Hallgr. Jónssun.
Ritdómur íun góðan slióldskap. Halldór
Hermannsson tilfærir (i riti sínu í ár, Islandica) stuttan
ritdóm úr »Lærdómslistafjelagsritinu gamla, pegar Ben.
Gröndal hinn eldri hafði pýtt »Musteri mannorðsins«
eftir stórskáld Englendinga Alexander Pope:
»Með sannri ánægju höfum vær móttekið pessari
hepnu útleggingu af einu alpecktu meistarastýcki; mæl-
ir það fram með henni að hún er auðskilin, nettorð, og
sýnir að þýðandi hefur vel varið styrkleika sínum i
móðurmálinu; þvervetna fram skina þær trúu hugmynd-
ir hins enska diglara, geymdar við orðfimi og meðfædda
skáldskapargáfu útleggjara vors, pó Hr. Gröndahl hafi
ei bundið sig til stuðla eða dýrs bragarhátts, at vær
pvert í'mót óskum at vor tilkomandi skáld vildu, í stað-
inn fyrir að kiæfa meining og andakraft i gautsku kling-
klangi af einshljóðandi itrekuðum aðkvæðum, slíta af
sjer öll dárleg eða óþarfleg bönd, er miðaldursins vísna-
smiðir hafa á sig lagt, svo að segja til uppbótar fyrir pað
að peir vildu hafa sig undan pví er náttúrliga heimtast má af
einuskáldi: atyrkiameðandagiptokorðheppni«. Matth.J.