Reykjavík


Reykjavík - 29.03.1901, Side 2

Reykjavík - 29.03.1901, Side 2
2 sætt var, að majóinum mundi vera létt verk að leiða hann eins og lamb til slátrunar. (Framh.) Jíró úilöndunj. Ei’tib, Jón Olafson. (Frh.) Wilhelmína Hollands-drot- ning giftist 7. f. m. Hinriki hertoga af Mecklenburg-Schwerin. Hann verð- ur „maðurinn drotningarinnar" (Prince Consort), en ekki konungur. Wilhelm- ína er drotningin, en maður hennar verður þegn konu sinnar — alveg eins og Albert var, maður Viktoríu drot- ningar, á sinni tíð. Framferði útlendinganna í Sín- landi er nú slíkt, að.tvísýnt er, hvort spillvirki „boxaranna“ sínversku hafa verið verri. Yerstir eru Rúsar, en Þjóðverjar einnig slæmir. Af ensk- um blöðum er að sjá, sem Bretar séu „skástir“, og þó ekki góðir. Rús- arhafa verst örðaf nauðgunum kvenna, en þeir og Þjóðverjar ámóta af því að myrða konur og börn. En hver þjóðin sé verst með ránskap og stuldi, mun torvelt að segja, og kemur það ekki fram á Sinverjum einum, held- ur og á kaupmönnum frá Norðurálfu ! og Ameríku, og eru það orð kaup- mannanna í Tien-tsin, að enn sé óséð, hvort útiendinga-hersveitirnar verði sér ekki munum verri plága, en „box- ararnir". Japansmenn einir eru sagð- iralsaklausir af misþyrmingum kvenna og barna, en ekki aisýknir um rán- j skap á gulii og gripum frá sínversk- J um goðahofum. Rafmagnsskeyti án síma. Dr. J. A. Flening, prófessor í rafmagns- fræði við Lúndúnaháskóla, hélt í f. m. ræðu fyrir verzlunarráðinu í Liverpool, um Marconi og uppfundning hans. Farsagði hann meðal annars frá þessu: Nýlega hefir Marconi gert miklu erfiðari tilraun, en nokkt u sinni áður, og — tekist vel. Hann hefir lengi haft aðalstöð sína á St. Catherine’s, á eynni Wight. Nú setti hann upp aðra stöð í Lízard í Cornwali, og er fjarlægðin miili þessara stöðva 200 enskar mílur beina línu yfir hafið. Hann hafði nú ný og endurbætt tæki og vóru þau sett upp á 160 feta hárri stöng. Próf. Flenning kvaðst nú hafa heimiid Marconi’s til að skýra nú frá í fyrsta sinn árangrinum. Á fyrsta ríkisstjórnardegi Játvarðar konungs YII. tókst Marconi að senda skeyti | þráðlaust milli stöðva þessara. „Tveim dögum siðar var ég hálfan dag hjá honum og var sjónarvottur að þessu afreksverki. Bíðan hefir Marconi kom- ið á stöðugum rafmagnsskeyta-við- skiftum milli þessara stöðva og getur nú sent tvenn skeyti í einu eða fleiri, hvora leið, og mætast þau án þess að trufla hvert annað“. Þetta hefir vakið allmikla eftirtekt hvervetna. Uönsku Yestureyjarnar verða ekki seldar Bandaríkjunum í ár, og er líklega úti um að Danir vilji selja að sinni, þótt Bandaríkin bjóði 12 milíónir króna fyrir. Newfoundland. Þingið þar sam- þykti í lok f. m. að framlengja sam- ninginn um veiðiskap Frakka þar við land og bækistöðvar þeirra þar á landi um eitt ár að eins. En þingið og stjórnin lýsti yfir því, að þeir gerðu þetta að eins af þvi, að Bretland ætti nú við ófriði að snúast, og að engin von væri til, að þingið framlengdi samninginn framar, hvað sem gilti. Bretastjórn yrði þá að geia það með valdboði, ef hún þyrði. Cúba. Bandaríkjastjórn hafði kvatt Cúbamenn á þing til að semja sér stjórnarskrá, og bjuggust við, að þeir mundu af þakklátssemi verða auð- sveipir til að semja hana svo, sem Bandaríkjamenn óskuðu. En sú varð ekki raunin á, heldur sömdu Cuba- menn stjórnarskrána með hagsmun- um eyjarinnar einum fyrir augum. — Mc Kinley hefir nú fengið Bandaríkja- þingið til að samþykkja, að forseti megi eigi fá Cúba sjálfsforræði i hend- ur, nema þeir samþykki ýms skilyrði, og eru þessi in helstu: 1. Cúba má eigi gera neinu samning við útl. þjóð, er sjálfstæði hennar sé hætta af búin, og engri útl. þjóð veita nein ítök eða ráð yfir nokkrum landhletti. 2. Má Cúba eigi taka lán eða hleypa sér í skuld stærri en svo, að tekjur henn- ar umfram ársútgjöld nægi til að greiða vexti og afborgun af skuldinni. 3. Cúba skal viðurkenna rétt Banda- ríkjanna til að hlutast til um að varðveita sjálfstæði hennar og tll að vernda llf, elgnir og frelsi einstakllnga. — — — — 7. Cúba skal annaðhvort leigja eða selja Bandaríkjunum það lánd, sem Bandaríkja- forseti álítur uauðsynlegt til kolastöðva fyrir herskip, svo að Bandaríkiti geti gætt hagsmuna sinna þar í landi. Cúba menn hafa gengið að öHum kostunum, nema síðari hlut 3. gr. og 7. gr. En Bandaríkjastjórn hefir Játið þá vita, að þeir verði að öllu óskorað að ganga, hvort sem þeim þyki Jjiift, eða leitt, elia fái þeir ekki sjálfsforæði. Við þetta stendur. — Er það auðsætt, að Bandaþingið svíkur allar yfirlýsin'g- ar, er það gerði, þá er Bandaríkin hófu ófriðinn við Spán. Þýzkaland. Samkv. manntalinu, sem tekið var í Dcsember f. á., er nú fólksfjölcli ríkisins 56,345,014 (1895: 52,279,901). Af þessum fjölda eru 34,500,000 íbúar kon- ungsríkisins Prússlands. Yfir 16 % af fólkinu býr í þeim 33 borgum, sem hafa yfir 100,000 íbúa hver. — Berlín (með út- borgum) hefir nú 2,523,461 íbúa (1895: 2, 112,540). Svaptidauði. er sífelt að breiðast út í Höfða-borg (Cape Yown) i Afríku. Bólan gengur í (llasgow, og allskæð. Fleiri mannalát. Mr. W. M. Evarts, stjórnmálamaður merkur í Bandaríltjun- um, — (}. M. Dawson, formaður landmæl- inga og jarðfræðirannsókna í Canada, fræg- ur vísindamaður. — I Kmh.: Fritz Zeu- then, fyrrum læknir á Eskifirði, góður drengur og gáfumaður. Yar fyrirskömmu kvæntur á ný. ,Skuggasveinn í Hafnapfipði*. Út af grein rnoð þesaari fyrirsögn í síð- asta blaði hefir Cuðm. Magnússon ósk- að þess getið hér í blaðinu, „að hann hafi gert ráðstafanir til málshöfðunar út af meiðandi og móðgandi ummæl- um um sig i greininni". — Vegna nimleysis í síðasta biaði, gat útgef. ekki komið að leiðréttingu á því, sem ranghermt er í greininni, og bjóst enda við, að 6. M. mundi svara sjálf- ur. Hins vegar þótti útg. ósanngjarnt, að synja greininni um aðgang að bl., þar sem G. M. skrifaði nokkuð harð- an dóm í garð Hafnfirðinga, og áleit, að sanngirni ætt.i þar að sitja í fyrirrúmi fyrir kunningsskap eða vináttu. Eins og aliir skynberandi menn sjá, fer grein Hafnf. fyrir ofan garð og neðan, því það hnekkir ekki í neinu dómi um frammistöðu leikenda á leik- sviði, hvort sá sem dæmir er leikari eða ekki, hann getur haft vel vit á að dæma um frammistöðu annara leikenda, þó hann geti ekki leikið sjálfur. 8vo að öll rekistefna Hafn- firðinga út af því, hvernig G. M. hafi leikið, þýðir ekki neitt, tii að bera i bætifláka fyrir þá. Hafnfirðingar gota líka reitt sig á, að það eru þeim ekki nærri allir samdóma um frammistöðu G. M. á leiksveiði. Þjónninn í „Dreng- uiirm minn“ man ég eftir, að mörg- um þótti vel leikinn, enda var það opinberlega tekið fram t. d. i „Fjall- konunni". Að þvi er snertir Dave í „Esmeralda", þá voru deildar mein- ingar manna þar, þótt þeim, sem í biöð skrifuðu, féili sá leikur G. M. ekki í geð. En það hafa fleiri vit á sjón- leikum, en þeir sem skrifa um leik- ana í blöðin; ég man eftir manni, sem hefir fengist við að segja tii við sjónleikja-æfingar hér — og tekist það manna bezt — og auk þess hefir vel vit á leikjum; þessi maður sagði, að Guðm. Magnússon leki Dave í „Esmeralda" „alveg rétt“. Og það hygg ég hann mundi standa við, hve- nær sem væri. Að „Leikfél. Rvíkur“ hafi séð sóma síiium misboðið með því að láta G. M. sýna sig oftar á leiksviði, sannar ekki það, að honum hafa núí„Gull- dósunum" verið faldar á hendur þrjár „rollur“, og hefi ég heyrt menn segja, að hann sé mjög góður t. d. í vitn- inu (eineygða karlinuni). Að því er andlitsmáininguna snertir, þá er óhætt að fullyrða, að hún get- ur naumast verið í góðu lagi meðan einn maður á að mála kannske 10 —20 leikendur á 1 kl.tíma. Bezt væri, ef leikendur gætu gert það sjálf- ir, því það mun ekki of mikið til tekið, að það taki alt að kl.tima, að gjörbreyta andliti á manni svo vel sé. Þó munu menn verða að viðurkenna, að gervis-breyting á leikendum hefir tekið stórum framfðrum frá því áður. Fað sem G. M. hefir málað af leik- tjöldum, hefir líkað vel. T. d. hrör- lega kvistherbergið í „Dreng. minn“, það sögðu þau blöðin, sem mintust á það, að væri „prýðilega" málað. „Leikfél. í Hafnarf." spyr: „Hvaða hlutverk fær G. M. næst hjá leikfóh?" Svarið, sem „Leikféi. Hafnf." setur fram upp á þessa spurningu, álít ég ekki svaravert; en það get ég frætt Hafrif. og aðiaum, að nú í vetur hefir G. M. á hendi það starf hjá „Leikfól.

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.