Reykjavík - 16.02.1902, Síða 3
3
sagði: „Svo þú ert þá fastráðin í að
taka honum?"
»Eg er fastráðin i — ja, bíddu nú
við — jú — ég er fastráðin í að
fastráða ekki neitt fyrri en ég sé
hann'.
„En það væri þó skylda þín að
hafna honum ef þú værir ekki viss
um, að þú elskaðir hann.“
„Auðvitað“.
„En nú, þegar þú h«fir sóð svo
margt af fólkinu hans, hlýtur þú líka
að óska að hann vissi sem mest um
þitt ættfólk líka — ef þú ætlar að
taka honum“.
„En ég á ekkert ættfóik nema þig,
frænka'.
„En við ættum þó líklega að segja
Mr. Bloomingdale alt, sem við vitum,
— um móðurætt þína.“
„Auðvitað. Það er ekki, svo ég
viti, neitt hneykslaniegt við móður-
fóik mitt, nema hvernig það hefir
komið fram gagnvart móður minni“.
„Nei“, sagði Mrs. Meredith og dró
Við sig orðið.
„Þú segir þetta, systir, eins og það
vœri eitthvað athugavert við móður-
fólk mitt. Hvað er það, sem þú ert
að leyna mig?“
Um leið og Rhoda sagði þetta,
settist hún upp í stólnum og starði
ákaft framan í frændkonu sína: „Hvað
er það, sem þú átt við? Það hefir þó
aldrei verið neitt ósæmilegt-----?“
Nú var svo langt komið að Mrs.
Meredith gat ekki hætt i miðju kaíi.
Annaðhvort varð hún nú að halda á-
fram og segja sannleikann eða stranda
enn einu sinni á nýrri lýgi; en til
þessa skort hana nú bæði vilja og
hugvit; svo'að hún hélt áfram alveg
ósjálfrátt:
„Sú vansæmd, sem við móðurfólk
þitt var, var ekki því sjálfu að kenna;
það var mótlæti þeirra, kross, sem á
það var lagður--------Hvað ætli þú
segðir um föður þinn, ef þú vissir,
að honuro var fullkunnugt um þetta,
áður en hann gekk að eiga móður
þína? “
„Ég mundi segja, að hann hefði
breytt göfuglega og drengilega. En
hér er ekki um það að ræða. Hvaða
ósómi er þetta, sem á ættfólki mínu
hvílir? Hvað hafði það gert fyrir
sér? Hví þurfti það að líða óvirðingu
úr því það var saklaust? Þú þarft
ekki að vera hrædd við að segja mér
alt af létta. Mér er svo hjartanlega
sama um, hvernig það fellur Mr.
Bloomingdale eða hverjum öðrum.
Mér þykir sæmd að móðurfólkinu rnínu
fyrir það. Mér þykir vænt um það“.
Nú greip ótti Mrs. Meredith, því að
hún sá að Rhoda lét ímyndunaraflið
þjóta með sig og hugsaði sér sjálfsagt
eitthvert skáldlegt ástaræfintýri. Henni
varð orðfall.
„Hvaða maður var afl minn?“
„Ég veit svo lítið um hann, Rhoda.
Faðir þinn hefir aldrei sagt mér ann-
að um hann en að hann var maður
af frakkneskri ætt og fæddur í Suð-
urríkjunum, hann var stórauðugur
maður og mikilsmetinn þai' í sínu hér-
aði“.
„Yar hann þá gamall þræla-eigandi,
eins og þeir sem Mr. Cable segir frá
í skáldsögunum sínum? Ekkí gæti
ég tekið mér það nærri; það hefði
líka v«rið honum sjálfrátt, enda var
það ekki talin nein minkun á þeini
tíð-----En hvor var þá amma mín?“
„Ilún var — ekki kona hans.“
Rhoda stundi fyrst við, eins og hún
hefði verið stungin í hjartað. „Það —
það var vanvirðan —“ Hún sat stein-
þegjandi og starði a frændkonu sína,
en Mr. Meredith þagði líka og b*ið
þess, að hún jafnaði sig eftir þetta;
því þetta var þó langt frá því að vera
það versta. En af því Rhoda sat svo,
að hún sneri hnakkanum að glugg-
anum, þá sá Mrs. Meredith ekki, hversu
hún stokkroðnaði af bligðun ofan frá
hársrótum og niður á háls.
Hvaða manneskja var þessi amma
mín?“
„Iíún var ambátt hans.“
Rhoda sat grafkyrr og hreifingar-
laus. Mrs. Meredith ætlaði að standa
upp og ganga til hennar, en fanst
hún vera of magnlaus og hætti við
það, en beið bara eftir að Rhoda segði
eitthvað. Loksins rak Rhoda upp lit-
inn, lágan kuldahlátur; en í þeim
hlát.ri lá svo voðaleg dauðans angist,
og jaínframt eins og auðmjúk bæn
um, að þetta væri spaug eða draum-
ur. Éetta gekk eins og kalt stál í
gegn um hjartað á Mrs. Meredith.
Loks sagði Rhoda:
„Ertu að tala í óráði, systir ? “
„Óráði" — Ja, guð gæfi ég væri
orðin vitskert!"
„Svo að — það er þá — hjart.ans
alvara þín — að segja mér, að — að —
ég sé svört.“ (Frh.)
í(r ííöfuðsfaðnum.
— Eins og augl. er hér í bl., ætl-
ar St. B. Jónsson að tala um ísland
og Ameriku á þriðjudaginn. Stefán
ann ísl. vel, og að hlýða á hann er
góð inntaka gegn Vesturheims-sýki.
„Hlili" 5 ára. Síðastl. Sunnud. var
afmæli „Hlínar" haldið hátíðlegt i G.-
T.-húsinu með ræðuhöldum, söng (solo
ogkórkarlaog kvenna), „Graphófón"-
söng, Fiolin og Harmoníum (Þorst. og
Brynj.) og myndasýning (Bojesen). Þar
töluðu Ástv., Bjami Magnússon, Ein-
ar Finnsson, Sveinn Sveinsson, Halid.
Jónsson. Solo söng Gísli Guðmunds-
son, en kórsöngnum stýrði Halldór
Lárusson. Skemtun var hinn bezta.
Concert héldu í „Iðnó“, 6. þ. m.,
þeir Brynj. Éorláksson og Éórður Páls-
son, fröken Elisabeth Steffensen og
fröken Kristrún Hallgrímsson. Var
látið hið bezta yíir þessum Consert.
I. O. G. T.
Starfsmenn G.-T.-stúknanna í Rvík
ársfj. 1. Febrúar:
Verðandi: Æ. T. Halld. Jónsson.
V. T. Kristjana Pétursdóttir. Rit. Pét-
ur Zóphóníasson.
Einingin: Æ. T. Jón Jónsson.
V. T. Þóra Sigurðardóttir. Rit. Björn
Pálsson.
Hlín: Æ. T. Einar Finnsson. V.
T. Guðrún Lárusdóttir. Rit. Grímólfur
Ólafsson.
Bifröst: Æ. T. Pétur Zophónías-
son. V. T. Jónina Jónatansdóttir. Rit.
Friðf. Guðjónsson.
Dröfn: Æ. T. Jón Rósinkranz.
V. T. Karólína Hindriksdóttir. Rit.
Ilelgi Björnsson.
Botnrcrping handsamaði varð-
skip Færeyinga enn fram undan Gr.-
vík og kom með hann hingað 11. þ.
mán.; var hann sektaður um £ 23
(414 kr.), en fékk að halda afla og
veiðarfærum. Voru sannanir fyrir
brotinu eigi nógu glöggar.
„Laura* fór til útlanda á Miðv.d.
Með fóru kaupmennirnir D. Thomsen
konsúll, Ásgeir Sigurðsson með frú
sinni og syni, B. H. Bjarnason, Magn-
ús Benjaminsson úrsmiður, Ólafur
Árnason (Stokkseyri), P. J. Thorstein-
son (Bíldudal) með frú sinni og dóttur
(Borghildi), Skúli Thoroddsen. Ung-
frú Hanna Sveinsdóttir, Einar J. Páls-
son trésmiður, Jón Brynjólfsson skó-
smiður, Pórður Pálsson cand. med. o.fl.
Fiskiskip J. P. T. Bryde eru nú
öil (fimm) komin hér á höfnina. Þau
eru keypt í Stavangri. ísl. skipstj.
og hásetar sóttu skipin. Éau heita:
„Niels Vagn* (56 _smál.), skipstj. St.
Kr. Bjarnason. „Ástríður" (67), skip-
stj. Pétur Sigurðsson. „Kjartan" (67),
skipstj. Halld. Friðriksson. „Gunnvör*
(66), skipstj. Sig. Jónsson. „Pollux"
(49), skipstj. V. Gíslason.
Járnsmiðafélagift hélt afmælis-
hát.ið sína í „Iðnó“ á Fimtudaginn.
BltAUÐTEGrUNDlB
af ýmsum sortum
fást í verzlun
STUltLA JÓNSSONAR.
Vel þurkaður
SALTFISKUR
fæst með góðu verði í verzlun
^Sj. cTiscfiars.
ijómandi falleg fást í
°T4* (’ingholtsstrseti 4
Ingibjörg Guðbrandsdóttir