Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 18.12.1903, Blaðsíða 4

Reykjavík - 18.12.1903, Blaðsíða 4
4 an (austan) á Panamaströndinni. Bandaríkin höfðu herskip þar og settu hermenn á land, til að vernda jámbrautina; heimtuðu þeir að fall- h-yssubáturinn hætti allri skothríð; varð svo að vera og sigldi bátur sá á brott. Fimtudaginn 5. Nóv. hóf Colom- bíu-stjórn mótmæli gegn aðferð Band- aríkjanna (N.-Am.); kvað þau hafa róið undir uppreisnina í Panama og komið henni á stað, en sett herlið á land undir þvi yflrskini að verja járnbrautina og hagsmuni þegna sinna, en í raun réttri til að aftra sér frá að kúga Panama til hlýðni. S. d. þáði herlið Colombíu í Colon boð uppreisnarmanna, að mega fara í friði burt úr landinu; sté liðið á skip og var flutt tíl Cartagena í Colombíu. Föstudag 6. Nóv. viðurkendi Roose- velt forseti með ráði utanríkismáía ráðherrans Panama sem frjálst og ó- háð ríki. Svona gekk hvað á fætur öðru. Ráðaneyti forsetans alt félst í einu hijóði á aðgerðir hans í Panama. Hann lýsti yfir því rétt á eftir, að hann Iíði engu útlendu ríki að setja her á land í Panama. Sama dag sem Roosevelt viður- kendi Panama-ríkið, stigu hlutabréf í franska Panamaskurðgraftarfélaginu um 10°/0 á Parísar-markaði. Rétt á eftir viðurkendi franska stjórnin Panama-ríkið. Eitt fyrsta verk nýju stjðrnarinn- ar í Panama var að lýsa yfir því, að hún vildi ganga að samningi við Bandar. N.-A. um að lúka við Pan- amaskurðinn. Auk sendiherra síns til B. N.-A. (Bandar. N.-A.) sendi hún sérstakan mann til Washington til að semja við stjórn B. N.-A. um skurðinn. Skömmu eftlr miðjan f. m. var samningurinn fullger og er á sömu leið sem samningurinn áður, sem Colombía hafnaði, nema hvað full umráð Bandar. vóru þar bundin við 99 ár, með rétti til framlenging- ar, en nú er Bandaríkjunum veitt um aldur og ævi full umboðsstjórn- ar og lögregiustjórnar umráð yfir landbeltinu á báðar hendur skurðin- um og- einkaleyfl til að grafa þar skipgengan skurð og leggja járn- brautir. Colombía mótmælti og mótmælti öllu, sem gerðist. Þegar forseti Bandar. N.-Am. tók ekki tillit til mótæla Colombía-forsetans, sendi hann (Col.-fors.) forseta öldungaráðs-- ins mótmæli, stýluð til þings og þjóðar, og birti þau jafnframt í N. Y. „Evening Post“, mikilsvirtasta blaði álfunaar. Það blað var frá öndverðu andvígt aðgerðum Roose- velts í þessu máli, og kvað landa sína fara að sem aðra stigamenn og níðast á lítilmagnunum (Colombíu). En bæði þjóð og þing fylgja hér^ Roosevelt forseta, og kom öll áfrý- jun Colombíu til þeirra fyrir ekki. Nú var og hljóðbært gert, hvert ræningjabæli Colombía væri í raun réttri. Rétt eftir að þingið þar neitaði að staðfesta skurðgraftar- samning þann, sem Colombíu-stjórn hafði gert við B. N.-A., tjáii Colom- bíu-forseti forseta B. N.-A., að ekki þyrfti að óttast að samningurinnkæm- ist ekki á, sem ríkin hefðu gert, ef B. N.-A. vildu að eins bíða tvö ár. Þá væri einkaleyfi franska Panama- félagsins útrunnið (en B. N.-A., höfðu heitið að greiða því fél. $40,000,000 fyrir rétt þess og unnin verk); þá kvaðst Colombía geta tekið undir sig fyrir ekkert réttindi og verk Panamafélagsins; Bandaríkin slyppu þá við að greiða því félagí $ 40,000,- 000, og gæti þá vel staðið sig við að borga Colombiu t. d. helming þeirrar upphæðar, auk þeirra $ 10,- 000,000, sem áður -var um samið. Þannig gæti bæði B. N.-A. og Col- ombía grætt sínar 20 milíónirnar hvort á kostnað Panama-félagsins við að bíða tvö ár. Þetta var í raun réttri ekki ann- að en tillaga um, að B. N.-A. og Coloinbía skyldu í sameiningu ræna hluteigendur í Panamafélaginu eign sinni. Svo leit og Roosevelt á það og tjáði Colombíu fyrirlitning sína á tillögunni. En nú loks þeger alt var um garð gengið og samningurinn við Panama- ríkið nýja fullger, þá komu loks sendimenn frá Colombíutil Washing- ton, og buðu nú B. N.-A. að ganga að Panamasamningnum gamla og taka enga borgun fyrir skurðleyfið — spara Bandaríkjunum tíu milíónir — ef þau vildu leyfa Colombíu að leggja undir sig aftur Panama-ríkið með hervaldi. Bauð Colombía að kalla saman auka-þing þegar í stað og fá þetta samþykt þar tafarlaust. Þetta var alveg nýorðið, er skipið fór frá Leith, en það þarf ekki að efa það, a'ó Bandaríkiu líta ekki við slíku mútuboði. Þó ekki væri það í samningnum til skilið við Panama, er þó mælt að Bandaríkin í N.-A. hafi áskilið það í tómi við Panama-ríkið, að það greiddi Colombíu af þeim 10 milíon- um, sem það fær frá Bandaríkjunum, hæfilegan hluta, sem svari þeim hluta af rikisskuldum Colombíu, er á Pan- ama ætti að koma að hlutfalli réttu eftir mannfjölda, og þykir það rétt- víslega ráðið. Tyrkland. í Makedóníu hefir uppreisnin legið niðri síðan hausta tók og verður henni ekki fram hald- ið fyrri en vorar. Austurríki og Rúsland hafa nú sent soldáni endur- bóta-frumvarp í 9 greinum um betri stjórn í Makedóníu framvegis og eftirlit þar af jstórveldanna hendi. Eftir langan drátt og vífilengjur hefir soldán lýst yfir því, að hann gangi að þessu „í aðalatriðum", en áskilur, að framkvædinni verði þann- ig hagað, að sér og sinni stjórn verði enginn vanzi af. Meðal ann ars kvað hann vilja, að eltirlitsfull- trúar stórveldanna verði klæddir tyrkneskum búningi, svo að fólkið hugsi, að þeir séu tyrkneskir emb- ættismenn. Ensk blöð telja þetta samþykki soldáns alveg þýðingarlaust, því að hann geti endalaust vafið það, hvað sé stjórn sinni til vanza, og geti talið til þess flest afskífti erindrek- anna, er til umbóta horfi. Hins vegai láta Austurriki og Rúsland sér þetta heitorð vel líka, — af því, segja ensk blöð, að riki þess eru ekki við því búin að senda herflota sína gegn Tyrkjum, þó þeir óhlýðnist. Þess má geta, að morð og mis- þyrmingar við vopnlaust fólk af Tyrkja hendi halda enn áfram í Makedóníu engu siður en áður. Hers- höfðingjar Tyrkja látast vera að heimta af landsfólkinu að það fram- selji vopn sín. Nú er fólkið flest vopnlaust í bygðinni (uppreistannenn hafast við á fjöllum uppi), og kaupa mgrgir byssur af hermönnunum tyrk- nesku, til að geta framselt vopn. Hafi einhver enga byssu fram að selja, þá verður hann að kaupa sig lausan með mútu til foringjanna, 7 til 10 sterlingspundum tyrkneskum (hvert um 14 kr.). Sé féð ekki heldur til, þá eru karlar pyndaðir, konur svívirtar, og fóllc drepið ungt og gamalt, börn, konur og karlar. Suður-Afríka. Kosningar til efri málstofu í Gzpe-Iýðlendu eru um garð gengnar, og fékk enski flokk- urinn („progressive&“) eins atkvæðis meiri hluta. Nú er í óða önn verið að keppa um kosningarnar til neðri fnálstofu, og mjög tvísýnt, hvorir þar sigra. Bandaríkin. Kosningar fóru þar fram í haust í ýmsum ríkjurn á senatorum og öðrum embættismönn- um, og var lítið sögulegt, þvi að flokkunum veitti nokkuð jafnt. —• Mestum. tíðindum þótti það sæta, að sérveldismenn í New-York („Tam- many“) unnu stórkostlegan sigur í öllum bæjarkosningunum. Aðalor- sökin mun hafa verið sú einfalda, að hávaði borgarmanna var óánægð- ur með hræsnisfult helgihald sunnu- dagsins, er þeir svo skölluðu og endurbótaflokks borgarstjórinn, Seth Low. neyddi menn til (lokun veit- ingahúsa o. s. frv.). Roosevelt forseti kvaddi til auka- þings í haust, til að hafa fram stað- festing á tollsamningi við Cúba, sem hann hefir gert og Cúba samþykt, efri deild bandaþingsins samþykti í fyrra, en neðri deild hafnaði. Nú hefir neðri deild samþykt samninginn, en efri deild ekki enn þá, en þó talið víst að hún samþykki hann líka. Það er talsvert réttlætisverk við Cuba, en sykuryrkjumenn í Banda- rílcjunum hafa barist á móti samn- ingnum með hnúum og hnjám. Bolgaría. Blaðið Oiziv birtir leyndarmál, er það hefir grafið upp, og þykjast allir sannfærðir um, að að það muni rétt vera, sem blaðið segir. í fyrra vetur var Zankow forsætisráðherra og hafði hann gert leynisamning við Rúsa, á bak við Ferdínand prins, um að „leigja“ þeim tvær hafnir, Varna og Burgas, sem Rúsar gætu svo haft fyrir flota- stöðvar, því að þaðan var létt að ráðast að Miklagarði. Til þess að Rúsar skyldu engri mótspyrnu mæta, er þeir tækju hafniinar á sitt vald, þá hafði Dr. Doueff í fyrra, er hann fór til Pétursborgar, heitið Lamsdorff' greifa þvf, að taka lúsneskan hers- höfðingja fyrir hermálaráðherra í Bolgaríu. Svo áttu Rúsar að skipa herliði, 70 þúsundum manna, í Bur- gas og Jamboli héruðin, undir þvi yfirskini, að það væri til að vernda Bolgara fyrir árás af Tyrkja hendi, Svo hét Rúsastjórn að þægjast Bol- garíu fyrir þetta með 10 miliónum franka til herútbúnaðar. Búist var við að Ferdinand prins yrði tregur til að ganga að þessu, en til að mýkja hann átti að hefja æsing í blöðunum gegn honum. Fyrst, hafðí jafnvel verið ráðið að myrða hann, til að láta Zankow-ráðaneytið hafa ríkisforráð meðan sonur hans væri’ ófulltíða. Ráðagerð þessi varð þó að engu' við það, að Feidinand vék Zankwo- ráðaneytinu frá völdum fyrri en það' varði í vor, sem leið, og tók sér' ráðaneyti af Stambulovista flokki. Prússland. Þar hafa farið fram- kosninsar til þings með þeim ein- kennilegu úrslitum, að fjölmennasti kjósendafiokkur ríklsins (sósíaiistar) kom ekki einum einasta fulltrúa á- þiug. Sú kosninga-aðferð er ein- kennileg mjög og merkilega óréttvís, Eftir því sem Tiines lýsir tilhögun- inni, er hún á þessa leið. Kosning' ar eru tvöfaldar: fyrst kosnir kjör- menn í hverju kjördætai og þeir kjósa svo þingmann kjördæmisins. Nú er kjósendum öllum skift í 3 flokka eftir því, hve mikla beina skatta þeir gjalda, og kýs hver af þessum fiokkum jafn-marga kjörmenn — hefir jöfn áhrif á kosning þingmanna. En nú er auðnum, og þar með gjaldþoi- inu, misskift mjög í kjördeildunum. Þannig hagar t. d. svo í einni kjör- deild, Unter den Linden, að einn einasti kjósandi, sem geldur í beinan rikisskatt 216, 274 mörk [1 mark= 88 au.], verður einr. í fyrsta flokki og kýs því einn jafnmarga kjörmenn eins og 2. og 3. flokkur til samans. í 2. fiokki í þessari kjördeild eru 6 — sex — kjósendur. í annari kjör- deild, Yilhelmsstrasze, eiga svo marg- ir auðmenn heima, að allir þeir sem ekki greiða yfir 12,250 mörk í beina

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.