Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 09.06.1906, Blaðsíða 2

Reykjavík - 09.06.1906, Blaðsíða 2
98 REYKJAVÍK Enn einn snoppungui- á það geggjaða blað. Báðar „Ekstrablads“-gremarnar eru til sýnis hjá oss hverjum, sem sjá vill. Heimsendanna milli. Danmörk. Því höfðu menn al- ment við búist, að stjórnliðum mundi fækka nokkuð á þingi, svo að sá flokkur („Reformpartiet") yrði þar ekki í meirihluta lengur, enda var meirihluti hans af skornum skamti þegar fyrir kosningarnar — eitt atkvæði á þing- mannabekkjunum um helming fram. -— Þetta hefir og ræzt; þeim fækk- aði svo, að ekki urðu nema 55 kosnir af þeirra flokki; en víst er talið að Reventlov greifi, sem er hægri mað- ur, en hefir síðustu árin kallað sig vinstri mann, en þó staðið „á báðum áttum“ utan flokka, muni nú ganga í stjórnarflokkinn, og yrði þeir þá 56. Svo er ófrétt úr Færeyjum. Verði Jóanes Patursson kosinn þar, þá verða stjórnliðar 57, eða réttur helmingur þjóðþingismanna. Þá höfðu flestir búist við, að „rót- nemum* (Radikale, eða: Folketingets Venstre) mundi fjölga eitthvað; þeir vóru 13 (og 2 flokkleysingjar, er með greiddu þó jafnan atkvæði —• þeir Deuntzer og Trier); en þeim fækkaði um 4, svo að nú eru þeir að eins 9, eða 11, ef D. og Tr. eru taldir með. — Sósíaiistar höfðu áður 16 þing- menn, en hafa nú 24; mega þeir þakka þá aukningu nær eingöngu fylgi rótnema. — Hægri manna þing- mönnum hefir fjölgað um tvo, en hóglætismanna („Moderate," sem ekki eru „miðlunarmenn") fækkað um 3. — Hóglætismenn muúu styðja stjórn- ina (en ekki þiggja ráðgjafasæti) og eins hægri menn. Stjórnin verður því við vöid, óhreytt iíkl. að mestu, en veik og máttvana — lifir á náð hægri manna og hóglætismanna. Svíþjóð. Þar fóru svo kosning- ar síðast, að vinstri menn urðu í meiri hlut talsverðum í neðri mál- stofu. Staaff forsætisráðherra lagði fyrir þmgið frv. til rýmkunar á inum ófrjálslegu kosningarlögum (almennan kosningarrétt), sem n. d. samþykti með miklum atkvæðamun, en e. d. feildi. Staaff heimtaði þá að konung- ur ryfi þing, svo að þjóðin gæti skorið úr miili málstofanna (kosn. frv. hafði ekki verið það mál, er kosningarnar ultu á), og vænti hann að þjóðin sýnai vilja sinn með því að kjósa vinstri menn, er frumvarpinu fylgdu, í meiri hluta á ný. En konungur neitaði, og sagði þá ráðaneytið af sér völdum. Konungur gat enga fengið af meirihluta mönnum til að mynda ráðaneyti, og tók svo hægrimanna- ráðaneyti (Lindmann fors.ráðh.), og við það hafin barátta miili konungs- valds og aðalsmanna og annara hægri- manna á aðra hlið, og mikils meiri hluta þjóðarinnar á hina. Verður það varla Bernadotte-ættinni til farsældar né frama. Ilenrik Ibsen, einna víðfrægasta skáld heimsins, sem nú var uppi, dó 23. f. m. í Kristianíu. Hann var fæddur 20. Marz 1828 i Skien. Út- för hans var gerð á kostnað ríkisins, og fylgdi m. a. Hákon konungur honum tii moldar. N. J. Slmonsen, einn af frægustu söngmönnum Dana, er nýdáinn. (Meira næst). Landshornanna milli. —:o:— Grindawik, 6. Júní. — Hr. ritstj. — Nú eru lík þeirra 5 manna, sem ch-ukknuðu hér 14. Apríl, öll fundin; fundust tvö á þriðja í Páskum, og eitt á Eöstudagskvöldið fyrir Hvitasunnu, en ið síðasta í dag. Lfk formannsins rak upp þegar, eins og áður er frá skýrt. Þau tvö, sem rak á þriðja í Páskum, vóru Jóns sál á Hópi, og Sigur- björns sál frá Syðri-Gróf, ósködduð að öllu leyti. Yóru pau jarðsungin að Stað þann 22. f. m. Þessi tvö, sem ný-rekin eru, vóru, sem vænta má eftir svo langan tíma tíma, mjög sködduð, einkum ið síðara, (Guðlaugs sál.), þar sem þau eru búin að hrekjast innan um brim og boða í 7—8 vikur. Verða þessar leifar væntanlega jarðsettar næstk. Sunnudag. Litlu munaði, að hér yrði annað slysið til og það miklu stórkostlegra 14. f. m. Aðfaramóttina var suðaustan stormur, og sjógangur, en gekk með morgninum til út- suðurs með hroða-sjó og stormi; sléttlygndi svo um miðjan dag. Reru þá sex smá- bátar frá Þórkötlustöðum og Hrauni, 4 og 5 manna för. Þegar þeir vóru komnir í djúp-fiskileitir og vóru búnir að leggja lóð- irnar, gerði afspyrnu-rok á norðvestan, svo að sjórinn rauk eins Og lausa-mjöll upp i landsteinum, en það stóð þó ekki nema stutta stund; náðu svo 4 bátarnir landi um kvöldið, oftir mikla vosbúð og erfiðan barning, en tveir hröktust mikið af nótt- inni, en náðu þó heim undir morgun, ann- ar sóttur á skipi frá landi; sama var gert við einn af þeim sem um kvöldið náðu heim. Auðvitað vóru þeir taldir af, sem ekki náðu lendingu um kröldið. Það þarf engum getum um það að leiða, hvað orðið hefði ef veðrið hefði haldist eins og það byrjaði, þvi að þá er vafa- laust að engin smábátur hefði af borið, jafn- slæmur og sjórinn var; má því nærri geta um tilfinningar ástvinanna í landi þegar ofviðrið skall á, og engin hjálparvon sást, en ég leiði hjá mér að lýsa þeim hér. En hitt er víst, að á þeirri stundu hafa marg- víslegar tilfinningar gert vart við sig i brjóstum flestra hreppsbúa, eins þeirra sem engan nákominn ástvin áttu þar innan borðs, þvi að það var gefið, að hefðu allir þessir bátar farist með milli 20og30 manns, og þar á meðal milli 10 og 20 heimilisfeð- ur og dugandi bændur, og hitt upprenn- andi ungir dugnaðarmenn margir hverjir, þá hefði verið höggið svo stórt skarð i þetta fámenna sveitarfélag, að seint hefði íylt orðið, og þótt nú ekki hefði meira að oi-ðið en að þessir 2 bátar, sem vóru að hrekjast um nóttina, hefðu farist, þá hefði það þó ekki verið alllitill hluti af kröftum þessa fámenna bygðarlags, enda munu flestir hugsandi menn hér hafa haft órólega og svefnlitla nótt; en forsjóninni séu þakkir að þeir allir komust heilir uð landi, þótt með lúnat- hendur væri. Virðingarfylst Erl. Oddsson. Hf*. Jósef Jónsson á Melum í Hrúta- firði kom hér fyrir hátíðiua og sagði ís að eins vestan megin á Húnaflóa. Skip ný- komið á Blönduós. Gróður farinn að koma eftir öllum vonum, og fellir naum- ast neinstaðar þar um slóðir. I Borgarfirði er kominn gróður all- góður, og enginn fellir að kalla þar, utan vanhöld á lömbum um sauðburðinn. Reykjavík og grend. Fæðingardag konungs vors bar í ár upp á 1. dag Hvítasunnu, en það mun hafa þótt vanhelgun Hvíta- sunnudagsins að hafa þá opinbert samsæti til að minnast konungsaf- mælisins, og var því svo frestað til næsta dags, 2. í Hvítasunnu. Þá gengust ýmsir málsmetandi bæjar- búar fyrir samsæti í þess minningu. Yóru það fram undir 80 manns, er sátu þar miðdegisverð. Bæjarfógeti bauð gesti velkomna í nafni forstöðu- nefndarinnar. Ráðherrann mælti fyrir skál konungs vors. Mintist þess, að við fráfall Kristjáns 9. hefði ísland mist þann ástsælasta konung, er það hefði átt, og mundi flestir hafa hugs- að, að hans jafnoka, mættum vér lengi biða að velvild við þetta land og umönnun fyrir velfarnan þess. En hann kvað sig hafa stórum furðað, að heyra í viðræðum við Friðrik 8., hve kunnugur hann væri mönnum og málefnum á íslandi, og hefði auð- heyrt verið, að hann hefði kynt sér þetta áður en hann kom til ríkis. Og þess kvaðsthann hafa orðið áskynja, að konungur vor hefði mjög sterkan hug á að kynnast landi voru og koma hingað upp til lands, og það væri víst, að hann hugsaði til að vinna sér sömu ástsæld af oss, sínum íslenzku þegnum, eins og faðir hans. Því mættum vér treysta því, að vér mætt- um alls góðs af honum vænta. Heim- boð konungs til Alþingismanna, sem væri fyrst í hans huga upp runnið, væri vottur um þennan hug konungs. Óskaði hann, að Friðrik konungur 8. mætti ávinna sér með verðleikum sömu ástsæld sem faðir hans. Var skálin drukkinn eftir húrrahróp. — Séra Þórhallur mælti fyrir íslands minni, Havsteen amtmaður Danmerk- ur, yfirforinginn á „Heklu" Alþingis. Enginn var þar þeirra manna af um- skiftingaflokknum, sem vanir eru að hafa hátt um sig, nema séra Ólafur Ólafsson. Hefir svo jafnan verið síðan vér fengum heimastjórn. 10 af foringjum herskipanna „ls- lands Falk“ og „Hekla" vóru boðs- gestir ráðherrans í samsæti þessu. Hr. Jón J*órariiisson kennari í Flensborg fór vestur á land með> Skálholti í kennslumála-erindum. Brennivargur. Aðfaranótt Hvíta- sunnu var kveikt í húsi nr. 1 á Grett- isgötu. Hanson kaupmaður, sem nú er á ferð til útlanda, á hálft húsið og hefir rekið verzlun í vesturenda hússins, en nú var búðin læst í fjar- veru hans, og geymdi verzlunarum- boðsmaður Nielsen Jyklana. Þessa nótt svaf stúlka, sem annars sefur uppi, niðri í húsinu í herbergi nærri búðinni. Á 4. stund vaknaði hún við við megna reýkjarstibbu, og varð þess þá vart, að eldur var í búðinni; vóru þar einar 5—6 spónahrúgur, er að var komið, og heit steinolíu í, og steinolíu helt á alla veggi og á varn- ingsst.ranga í hillunum. Eldurinn var þó ekki mjög magnaður og varð slökt- ur áður en slökkviliðið kom að. Ef dregist hefði nokkuð að mun, að vart yrði við eldinn, er hætt við að fólkið í húsinu hefði brunnið inni, með því að það var alt uppi annað en stúlkan. Óskandi væri, að hefðist upp á brennivarginum, því að slíkt athæfi er farið að tíðkast hér of mjög. Vá- tryggingargjald hefir verið hækkað óhæfilega hér í bæ fyrir þær sakir. Hjúskapur. í fyrra dag gaf bæjar- fógeti ungfreyju Ellen Johannessen og spítalalækni Matthías Einarsson saman í borgaralegt hjónaband. — í gær gaf aðstoðarpr. dómkyrkju- prestsins ungfr. Jónu Björnsdóttur (kaupm. Kristjánssonar) og kaupm. Fanoe í hjónaband. — í dag gefur dómkyrkjupresturinn ungfr. Guðrúnu Kristjánsdóttur (kaupm. Þorgríms- sonaij og verzl.m. Hans Hoffmann í hjónaband. Skipakomur. „Kong Trygve" (Emil Nielsen) kom hingað frá út- löndum 6. þ. m. fullfermdur vörum og um 50 farþegar, þar á meðal: Sveinn Sigfússon kaupm. og frú hans. L. Fanö, daftskur verzl.umb.- maður (agent). Jón Hjaltalín Sigurðs- son læknir. Jón Jóhannesson Zoega snikkari. Stúdentarnir: Guðmundur Ólafsson. Gunnar Egilsson og Bogi Brynjólfsson. Frú Ragnh. EyjóJfsd. (Þorkelssonar). Ungfreyjurnar: Mar- grét Ólafsdóttir. Valgerður Þórðar- dóttir og Herdís Jóhannesd. (Péturs- sonar kaupm. á ísaf.). M. Jeppesen danskur skraddari með konu og 2 börn. Þá komu einnig 30 menn til Generalstaben og fyrir þeim Kapt. Hammershoj og 5 Danir aðrir. „Laura44 kom einnig hingað 6. þ.m. Aukaskipfrá „Samein. Eimsk.fél." kom næsta morgun („Esbjærg"). Von á aukaskipi (Clara") frá Thore-fél. á morgun eða svo. Var komið til Leith, er „Kong Trygve" fór þaðan, en á að koma við á Stokkseyri. Með ,,Laura“ komu yfir 40 farþegar, þar á meðal prentvélastjóri Em. B. H. Cortes til Gutenbergs-prentsmiðju. Slys hörmulegt vildi til á Þriðju- daginn hér. Barn Hjörl. Þórðarsonar snikkara og konu hans, 1 Ló árs gam- alt, datt út um loftsglugga og dó af. Trúlofun. CJngfreyja Etizabeth. Halldórsdóttir (bókbindara Þórðar- sonar) og Þórarinn (Þorsteinsson) Egilsson verzl.m. — Kristín Lárus- dóttir ungfr. og Bogi Þórðars. kaupm. -j- Guðríður Brynjólfsdóttir í Engey, ung efnismær, vel gefin og veí látin, aml- xjl L LIR viðurkenna, að engin verzlun hefir staðið verzl- uninni „GODTHAAB" jafnfætis í því að bæta verðlag og vöru- gæði í þeim vörutegundum, er hún hofir verzlað með, enda hefir engin verzlun jafn ung, hlotið eins mikla hylli fólks og hún. Nú sér verzl. sér fært að verða við ítrekuðum tilmælum margra viðskiftavina sinna að fjölga vörutegundum, og hefir hún i vetur látið stækka og prýða búð sína og hefir nú bætt . við þessum nýju vörutegundum: ÁlnaYÖru, — prjónlesi, — glerYarningi, — smærri járnYÖrum, — niöursoðnuin ávöxtuin, — matYæluni og m. m. fleira, sem oflangt yrði upp að telja. Allar vörurnar eru mjög vandaðar oð verðlagið ið alþekta lága Godthaabs-verð. Miklar birgðir eru þegar komnar og mikið á leiðinni og mun verzl. reyna að hafa ávalt nægar birgðir af þessum vörutegundum, svo ekki verði þrot þótt eftir- spurnin verði afarmikil, sem hún telur víst að verði, því Reyk- víkingar kunna að meta að fá jafn vandaðar vörur fyrir jafn- lágt verð eins og nú er á hoðstólum í verzl. „GodiliaahJ4

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.