Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 05.01.1907, Blaðsíða 3

Reykjavík - 05.01.1907, Blaðsíða 3
R E Y K J A V í K 3 Einar Hjörleifsson er að öllu sam- töldu bezta söguskáldið, sem vér ís- lendingar höfum enn eignast, og það hefir verið honum sjálfum og þjóð vorri mein, að hann hefir ekki getað gefið sig allan og óskiftan að þvi starfi, sem lætur honum bezt og hiýtur að vera honum kærast. Raunalegasta aðalógæfa lífs hans var það, að hann lenti í blaðamensku, einkum fyrir það, að hann varð, til að halda lífinu, að ganga í þjónustu annara vestan hafs, og varð að láta aðra ráða að mestu stefnu sinni og starfl. Hann hafði til brunns að bera sem ritstjóri frá öndverðu óvenju-lipran rithátt, en mikinn skort á þekking almennra máia og gersamlega van- þekking á stjórnfræði og mannfélags- fræði — og heflr jafnan eimt nokkuð eftir af því. En það sem einkum heflr einkent blöð þau er hann hefir verið við rið- inn, er skortur á virðing fyrir sann- leikanum, þar sem flokksfylgi hefir riðið í bág annars vegar, og ótrúleg oftrú á hugsunarieysi alþýðu, sem hann hefir álitið ait bjóðandi. Þe.tta heflr hefnt sin svo, að „Fjall- konan“ var orðin áhrifalaust blað, og það sem verra var og verst liggur eftir Einar á blaðamensku-ferli hans, var það, h'versu hann sýkti frá sér útgefanda ísafoldar, sem var nýtur blaðamaður ait þangað til Einar varð aðstoðarmaður hans, svo að ísafold er nú eigi að eins orðin minst metna blað höfuðstaðarins, heldur og lang- skaðvænasta blað þeim flokki, sem hún fylgir, svo að það er að orðtaki orðið um alt land, að þjóðræðisflokk- urinn og iandvarnarflokkurinn hafl ekki nú um nokkur ár átt neinn mótstöðumann eða mótstöðublað, er jafnmikið hafl stuðlað að ósigri flokks- ins eins og þetta flokksblað. Bezta blaðamenskuskeið Einars var óefað fyrst eftir að hann byrjaði „Norðurland", meðan Páll Briem var aðal-húsbóndi hans. En nú er E. H. úr sögunni að sinni sem blaðamaður, og „sofr hann nú hér í friði“ sem lengst. Það er það bezta, sem auðið er að óska honum og þjóðinni. Að hann fari að gefa út andatrúar- tímarit viljum vér ekki trúa að ó- reyndu. Það væri sjálfum honum fyrir verstu. Þjóðin er væntanlega nokkurnveginn „bólusett" gegn því fai'gani. En hins viljum vér einlæglega óska, að auðið verði á einhvern hátt að gera honum lífvænlegt að fást við sagnaskáldskap. Með því móti gæti hann enn látið þjóð sína njóta þess sem honum er bezt gefið, og friðþægt á efri árum fyrir 19 ára blaðamensku syndaferil sinn. Væri kostur að stuðla að því á einhvern hátt, teljum vér víst að margur pólitiskur mótstöðumaður vildi til þess styðja eins vel og vinir hans. Símskeyti til Blaðskeytasamlagsins („Dagbiaðið," „Frækorn," ,Reykjavík(). Eftirprentun bönnud. Kaiipmannahöfn 31. Des., 8,24 árd. (Meðt. í Rvík kl. 6,25 síðd. 1. Jan.). — Heilbrigðisráðið („Sundhedskolle- giet“) hefir kært Alberti ráðgjafa fyrir konungi fyrir einræði hans í embætta- veitingum. Gamall betrunarhússlimur heflr skotið með marghleypu á Koch dómstjóra og særðist hann, en er þó eigi í neinni iífshættu. Stormar og snjókyngi megn á Bret- landi; hafa eimlestir víða tepst á járn- brautum og símar bilað mjög víða. r Islands-banki ávaxtar fé með innlánskjörum og gefur fyrst um sinn, frá 1. Janúar 1907 að reikna, allt að 4L/2°/o (fjórar krón- ur fimmtíu aura af hundraði) í ársvexti. Dagbók. ORGEL. 31. Des. (flcðilegt Nýjár! Þökk fyrir gamla árið öllum vorum skiftavinum og öll- um, sem gagn hafa unnið landi og lýð á iiðnu ári! Verði 'þetta frambúðarríkt farsceld- arár fyrir þjóð vora! „Vesta“ fer kl. 9 í fyrramálið til útlanda. Frá Sauðárkrókl kom símskeyti sem oss heflr góðfúslega verið leyfður birtingarréttur á, og skýrði frá, að séra Björn Bl'óndal (Lárusson) hefði orðið bráðkvaddur á 2. Jóladag við annexíu sína. Víða er pottur brotinn — viðar en á íslandi. Nú í fyrra kvöld kom talsvert af skeytum frá útlöndum hingað, er seinkað hafði, daglangt eða meir, í Englandi eða Skotlandi, sakir landsímaslita þar, svo að um tíma tók fyrir alt símasamband milli New- castle (yfir Aberdeen) til Hjaltlands. 3. Jan. Ráðherranum fagnað. Á gaml- árskvöld komu um 2 þúsundir manna saman úti fyrir bústað ráðherrans, þá er klukkan sló tólf um miðnætti og nýja árið gekk í garð. Var þar sungin þessi vísa (eftir ó- nefndan höfund): „Þér hefir þjóðin falið . og þingið íslands mál; þig hefir vísir valið að vera landsins sál. Drag hátt vort helga, merki, í hraustum arm það ber! í góðu’ og göfgu verki vér gjarnan fylgjum þérl“ Þar næst flutti Jbn ritstjóri Ólafs- son ráðherranum nýársheillaósk í fám orðurn í nafni mannfjöldans; en með því að hann stóð mitt í mannþröng- inni og aðþrýstingur á allar hliðar, heyrðu' fáir til hans, nema þeir sem allranæst stöðu, enda byrjaði „Vesta“ að blása og skjóta í sömu andránni. Ráðherrann kom út á gluggsval- irnar rétt áður en byrjað var að syngja, a og glumdu þá við húrra- hrópin undir eins. J. Ó. endaði á: „Lengi lifi ráð- herra Hannes Hafstein! “ og tók ailur mannfjöldinn undir með margföldu húrra. Ráðhérrann talaði þá fyrir fóstur- jörðinni, og vonum vér að flytja inn- tak þeirrar ræðu á Laugardaginn. — Var nífalt húrra hrópað á eftir. Þá var sungið „Eldgamla ísafold!‘. Loks bað ráðherrann menn hrópa húrra fyrir höfuðstað landsins ogvar það gert. Síðan var sungið: „Ó, fögur er vor fósturjöpð" og skildust menn við það og fóru heim. Víða kváðu við samþykkisóp meðan ráðherrann talaði, og var auðheyrt að öllum fanst mikið til um ræðu hans. »Sæsímiim slitinn!« kvað við á gamlárskvöld, því að menn vóru hræddir urn að svo væri, þar sem samband náðist ekki milli Hjaltlands og Færeyja frá þvi laust eftir hádegi þann dag og fram til kl. 4 síðd. á Nýársdag. En þá kom í Ijós, sem betur fór, að víst var sicsíminn helll. En landsíminn í Hjaltlandi var bilaður þennan tírna. Fjórar klukkustundir streymdu útl. skeytin svo að hér, kl. 4—8 á Ný- ársdag. Símaslit á Skotlandi eru mikil um þessar mundir. I gær náðist ekkert samband lengra en tii Hjaltlands. — Snjókyngin og stormarnir, sem sím- Ef menn geta fengið sér bet.ri, vandaðri og ódýrari OrgeMIar* tiioiiium annarstaðar en hjá Kiuari Brynjólfíssyni við Þjórsár- brú, ættu menn að kaupa þau þar. [ah.—10. skeyti vort getur um (31. f. m.), virðast því halda þar áfram enn. Víðar biæs en hér á íslandi. Veður hér í Rvík hefir verið ið ljúfasta síðustu daga. Einkaskeyti til „Ragblaðsins". Seyðisflrði, 3. Jan. Trésmíðaverkstofa Ingvars ísdals brann í gærkvöldi til kaldra kola á tæpum kl.tíma. Tjónið 13 pús. kr. Vátrygging að eins 8 þús. kr. 4. Jan. Leikfélagið hélt hr. konsúi Krist- jáni Þorgrímssyni fagnað, þá er hann hafði leikið í síðasta sinn í fólaginu, eftir 25 ára leikstarf. í því samsæti afhenti formaður félagsins honum í félagsins nafni menjagrip dýran, gullhring, „þann er stóð mörk“ mundu söguritarar hafa sagt. Var það in virðulegasta gjöf og inn bezti gripur. 5. Jan. Ólafui’ Þórðarson í Hlíðarhúsum, verzlunarmaður, sonur Þórðar í Vigfúsarkoti, en bróðir Þorgríms læknis, andaðist hér í fyrra kvöld úr botnlangahólgu. Hafði legið síðan á Jóladag. Hann mun liafa verið á íimtugs-aldri. E/s »Perwie« kom í gærmorgun til Akureyrar með farþegana af »Kong Inge«. »Kong Inge« er gersamlega ónýtur. E/s »Vesta« kom í gærmorgun til Seyðisfjarðar og fór aftur þaðan kl. 3,20 síðd. »i Sll láSlBí b Bæjarbúar, sem liafa í liyggju að gerast meðlimir félagsins, en eigi hafa skrifað niifn sín á lista þá, sem sendir liafa verið út um bæinn, geta gefið sig fram við oss undirritaða stjórnarmenn í Reykjavíkurdeild félagsins. Steingrímur Matthíasson, Miðstræti 8. Hannes Haíliðason, Einar Árnason, Smiðjustíg 6. Vesturgötu 45 eða Aðalstræti 14. Frá 14. Maí, eða lielzt frá míðj- um Marz, óskast til leigu 4-5 herbergja hnsnxði; má vel vera utarlega í bænum. O. Forberg. Kennslu veitir í ýmsum nýjum hannyrðum, og hóklegu, og selur áteiknað Margrét itefáiisdóttir, —2] Þinglioltsstræti 17. Annaðhvort fínasta rjómabússmjör eða ÁLFA Margarine’. kaupir til sumarsins 60 vandaða hnakka, albúna til nota, með 2 gjörðum, alíslenzka að smíði. Sýnishorns verður krafist af þeim er semst við, og því haldið til samanburðai'. Tilboð söðlasmiða séu komin fyrir 15. Jan. til Pórhalls lektors Bjarnarsonar. Whater white steinolía er viðurkond bezt. Whater vvliite steinolía fæst í Thomsens Magaslni. S k i p s t j i r a vantar mig á' mjög gott skip. Þorsteinn Þorsteinsson í Rakkabúð. Hitamikil, sótlítil, brenna vel út og mynda litla ösku. Þetta eru skilyrðin fyrir þvi, að kol séu góð, en hvaða kol eru betur þess- um kosturn búin, en kolin í Thomsens jáagasíni? Jörðin Hnausar í Húnavatnssýslu fæst til ábúðar í næstu fardögum, með tilheyrandi hús- um og hálfum Sauðadal. Jörðin er ein af beztu jörðum í sýslunni, túnið fóðrar um 20 kýr, slægjur mjög miklar og hagaganga góð; silungsveiði tals- verð skamt frá túninu. Skilmálar mjög aðgengileglr. Semja má við sýslumann Gísla Isleifsson, Blönduósi. Stærsta framtíðareign nálægt Reyk- javík er Eiigey og fást 2/s partar hennar til kaups og ábúðar 14. Maí 1907. Öllum hefir liðið vel sem þar hafa búið. Semja ber um kaupin við Bjarna snikkara Jónsson, Laugaveg nr. 18, fyrir Febrúar 1907, því um það leyti hefi ég hugsað mér að ferðast til út- landa. Allar nauðsynlegar upplýsing- ar gef ég lysthafendum um jörðina og lýsingu dómkvaddra virðingar- manna. [—2. Tveir sérlega fallegir grínui* daiisliúiiiii£>'ar fást keyptir mjög góðu verði. Ritstj. vísar á seljanda.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.