Reykjavík - 18.05.1907, Side 1
Ið
1R e y> kí a vík.
blað til stj órnarvalda-birtinga á Islandi.
VIII., 37
Útbreiddasta blað landsins.
Upplag yfir 3000.
Laugardag 18. Maí 1907.
Áskrifendur í b æ n u m
yfir 1000.
VIII, 37
ggT ALT FÆST í THOMSEWS MAGASÍNI.
Ofna Og eldayélar selur Kristján Þorgrímsson.
V erzlunin
Edinborg
í Reyhjavík
heíir alt er menn þarfnast til
Hvítasunnunnar
í ríkulegum mæli, bæði til fæðis og skýlis, skrauts
og ánægju.
Einkum má nefna mikið úrval af
ferming’argjöfum alls konar svo sem:
Skrifpúlt og saumakassar ótal tegundir. [Skrifmöppur
og Veski ýmis konar. “Album (mynda og korta).
Stólar. Blaðasliður. Sandowsböndin frægu. JSauma-
vélar. Myndir og rammar og ótal m. fl., sem
allir þurfa og vilja og eiga.
Þeir sem skoða munina og
kymia sér yerdið kanpa.
„REYKJAYÍZ"
Árg. [60—70 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; erlendis
kr. 3,00—3 sh.— 1 ioll. Borgist fyrir 1. Júli.
Auglýsingar innlendar: & 1. bls. kr. 1,60;
3. og 4. bls. 1,26 — Útl. augl. 33*/»•/• hœrra. —
Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst.
Útgef.: Hlutafélagið „Keykjavík“.
Bitstjöri, afgreiðslumaður og gjaldkeri
Jón Ólafsson.
Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum.
Kitstjórn: ---„ stofunni.
Telefónar:
29 ritstjóri og afgreiðsla.
71 prentsmiðjan.
Kaupendur i bænum,
sem haja jlntt sig
nú, verða að segja til heimilis-
breytingar á afgreiðslu blaðsins, eða
í telefón. Þeir sem senda
tilkynning, nefni líka gamla heim-
ilisfangið.
Það þýðir ekkert að tilkynna
þetta drengjunum, sem bera blað-
ið út.
Þeir sem ekki tilkynna oss flut-
ninginn, mega sjálfum sér um
kenna vanskil á bl.
„Y erzlunar-blaðið“IÍÍ
Hér á árunum setti „Fjósakonan"
(alias: „Fjallkonan“) nýtt snið á titil
sinn, svo að hann varð þannig:
„ Fjattlconan
Bændablað. Verzlunarblað*.
Þá stóð um þetta svolítil smásaga
í öðru blaði hér. Hún var svo:
Danskur kaupmaður, sem var hér á
ferð og sá blaðið með nýja titlinum,
en kannaðist ekki við blað þetta sem
„verzlunarblað" í venjulegum skilningi,
spurði Reykvíking kunnugan, hvað þetta
„bændablað — verzlunarblað* þýddi.
— Hinn lagði það svo út fyrir honum:
„Bondefangerorgan — Tilfals for hoist-
bydende".
Það var nú þá. En svo kom sú tíð,
að engum þótti þess vert að bjóða neitt
í málgagn þetta. Blaðið var orðið svo
útbreiðslulítið, að enginn vildi einu sinni
birta auglýsing í því, jafnvel ekki ó-
keypis eða því sem næst.
Þá snerist blaðið öðruvís við kaup-
mannastétt landsins. 3. þ. m. reit það
svo um hana: jf
„ Skyldi nokkurstaðar á guðs grœnni
jörð vera jafn fáfróð, greindarlaus,
áhugálaus og ]>rœllynd kaupmannastétt
sem á íslandi?“
Blaðið gleymdi þó að taka ofan titilinn
»verzlunarblað* — eða hefir það haldið
honum til aðj vekja athygli á, að það
væri enn „til kaups“, væri enn verzl-
unarvara?
Það var þó óþarfi, því að enginn
gefur eyrisvirði fyrir það lengur.
Hver veit þó?
Ef nokkur maður læsi blaðið, þá
gæti þó verið álitsmál, hvort ekki borg-
aði sig að sletta í það einhverri sleikju
fyrir að fá það til að skamma sig. Það
er það eina gagn eða sómi, sem það
getur unnið nokkrum manni.
Kaupmannastétt vor er þó skipuð
of mörgum þjóðlyndum og drenglynd-
um sæmdarmönnum og atorkumönn-
um, sem þjóðkunnir eru, til þess að
hún þurfi að halda á skömmum og
svívirðingum „Fj.konunnar" sér til
hróss.
Svo að varla er trúleg sú saga, að
neinir kaupmenn hafi borgað henni
neitt fyrir að skrifa þetta um sig.
Þeir þurfa þess ekki með.
ólriilog’ saga
er það sem flogið hefir hér fyrir, að
hr. Guðmundur læknir Hannesson vilji
helzt ekki suður hingað koma; hafi
sagt manni hér það í talsíma, að hann
hafi aldrei ætlað hingað, .að eins sótt
um héraðslæknisembættið í Reykjavík
í þeirri vísu von, að stjórnin hér sýndi
þá hlutdrægni eða ranglæti af sér, að
veita sér það ékki, og hefði svo mátt
hafa það fyrir brigzl á stjórnina og
æsingarefni gegn henni.
Auðvitað sýnist þetta styrkjast nokk-
uð við það, að „ísafold“ fann tilefni
til að skamma stjórnina fýrir það, að
hún veitti hr. G. H. embættið. Bar
henni á brýn, að hún hefði óefað sýnt
þá hlutdrægui að veita hr. G. H. ekki
embættið, ef hún hefði að eins þorað(l)
það.
Alt um það trúum vér ekki þessari
sögu um hr. G. H., og ráðum öðrum
til að leggja heldur ekki trúnað á hana
að óreyndu.
A. T. Meller og Tulinius,
Vér höfum meðtekið frá hr. Thor E.
Tulinius svolátandi „Leiðréttingu“ :
„Háttvirti herra ritstjóri. — Vegna
þess að ég hefl frótt, að símskeyti hafl
verið sent íslenzkum blöðum þess efnis,
að verzlunarhúsið A. T. Meller & Co.
hafi höfðað mál gegn mór („injurie-
proces“), leyfi ég mér, hr. ritstjóri, að
senda yður eintak af blaðinu „Dan-
nebrog“ með yfirlýsing minni dags.
13. Apríl, og verð að bæta því við, að
ekkert mál er enn þá höfðað af nefndu
verzlunarhúsi gegn mér, og að það mun
hugsa sig vel um áður en það höfðar
málið.
Kaupm.höfn, 3. Maí 1907.
Virðingarfylst.
Thor E. Tidinius“.
Vér skulum geta þess, að símskeyti
það sem hér er verið að leiðrétta, var
sent Landvarnar og Lögréttumanna
blöðunum og tekið upp í þau, en
„Reykjavík" og þau blöð, sem með
henni eru í Blaðskeytasamlaginu, fengu
það ekki sent frá fregnrita sínum og
vér höfum ekki hirt um fyrri að geta
þessa.
En úr því að málið nú er nefnt í
blaði voru, er eins rétt að skýra frá því.
Þess er þá fyrst að geta, að svo
kallaðir umboðsmenn („kommissio-
nærer“) íslenzkra kaupmanna í Kaup-
mannahöfn, hafa langflestir (ekki allir)
þann sið, að stela af kaupmönnum,
sem þeir eru umboðsmenn fyrir —
meira og minna, eftir því sem þeir
eru bíræfnir til.
Það er t. d. altízka, að verksmiðjur
senda út prentaða verðlista, en tíðka
að gefa meiri og minni afslátt frá því
verði, sem prentað er í verðlistanum,
ef borgað er út í hönd. — Hins vegar
er það siður umboðsmannanna, að
reikna sér umboðslaun fyrir að kaupa
og selja vörur kaupmanna; þar reikna
fiestir sér 21/2°/0, nokkrir 5°/0 eða jafn-
vel hærra. Fer það oft saman, að þeir
eru þjófóttastir, sem lægst reikna sér
umboðslaunin.
Nú er það altízka þjófóttra umboðs-
manna að draga sér afslátt þann re
þeir fá fyrir borgun út í hönd. Ef
kaupmaðurinn hér skuldar umboðs-
manninum, sem oft er títt, þá reiknar
umboðsmaður honum engu að síður
vöxtu af þeirri upphæð. Ef t. d. kaup-
maður hér lætur umboðsmann sinn í
K.höfn kaupa fyrir sig 50® af sjúkó-
láti, þá fær umboðsmaðurinn 15°/o af-
slátt frá verðlista-verði, og tekur 5%
í umboðslaun. Þessum 15°/0 stélur
umboðsmaður af kaupmanni og stingur
í sinn vasa.
Selji umboðsmaður fyrir kaupmann-
inn síld t. d. og fái 28 kr. fyrir tunn-
una, er hann vís til að senda kaup-
manni reikning, er sýni, að síldin hafi
að eins selst á 20 kr., og auk þess
gæti umboðsmaður vel fundið upp á,
þótt hann hefði selt síldina þegar í
stað, er hann fékk hana, að telja haua
selda 5—8 mánuðum síðar, og hafa
svo af kaupmanni vöxtu fyrir þann
tíma, og ef til vill reikna honum svo
og svo mikið í geymsluhúsleigu fyrir
þessa mánuði.
Þessu og því um líku eru kaupmenn
alvanir af umboðsmönnum sínum í
Höfn.
Og tízkan er orðin svo rík, að ná-
lega öll stéttin virðist stökkva upp á
nef sér, ef einhver kaupmaður vill á-
telja slíkt að lögum.
Færeyskur kaupmaður Petersen að
nafni þóttist hafa einhverja reynslu í
þessa átt af verzlunarhúsinu A. T.
Moller, og kærði hann því Meller fyrir
lögreglurétti fyrir sviksemi. Allmargir
af dönskum kaupmönnum, einkum þeir
sem sjálfir fást við umboðsmensku,