Reykjavík - 25.02.1908, Page 1
Spyrjið «ftir ensku-kenrara á afgr*iðalu „Reykjavíkur".
1R ey> k ] a \> t k.
IX, 8
/
Útbreiddasta blað landsins.
Upplag yfir 3000.
Þriðjudag 25. Febrúar 1908
Áskrifendur í b æ n u m
yfir IOOO.
IX, 8
II i ii blöðin.
ALT FÆST 1 THOMSEWS MAGASlNI. ~ai
Oília cldayélar selur Kristján Þorgrimsson.
„REYKJAYÍK“
Árg. [minnst 60 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; erlondi*
kr. 8,00—3 sh.— 1 áoll. Borgist fyrir 1. Júlí. Ella 3 kr.
Auglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,60;
S. og 4. bls. 1,26 — Útl. augl. 33m/»°/o h»rra. -
Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst.
Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“.
Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri
Magnúg B. Blöndal
Lækjargötu 4. Talsimi 61.
Ritstj. er áreiðanl. að hitta heima
kl. 12—1 og 5—6 síöd.
Verzlunarmannaskólinn.
Verzlunarmannaskólinn hér í Rvík
hefir nú starfað á þriðja ár, veitt mörg-
um nemendum fræðslu í ýmsum grein-
im, notið nokkurs styrks af almannafé
i. s. frv., en þó sézt hans varla nokkru
sinni getið í blöðum vorum.
Skólinn byrjaði 12. október 1905.
ifyi'sta árið sóttu skólann 54 nemend-
ur, annað árið voru nemendurnir 66
og nú þriðja árið eru þeir 70. Hefir
aðsóknin að skólanum þannig farið
stöðugt vaxandi, og sýnir það meðal
annars, að full nauðsyn hefir verið á
skólastofnun þessari.
Kennarar eru 9 við skólann. Ailir
ei’u þeir tímakennarar. Skólastjóri einn
fær sérstaka þóknun fyrir umsjón með
skólanum, en að öðru loyti fær hann
borgun fyrir hvern tíma er hann kennir,
eins og hinir kennararnir. Ólafur G.
Eyjólfsson verzlunarfræðingur hefir ver-
ið skólastjóri síðan skólinn hófst, auk
hans eru þessir kennarar nú við skólann:
Ag. Bjarnason cand. mag., Árni -Þor-
valdsson cand. mag., dr. Bj. Bjarnar-
son, Helgi Jónsson cand. mag., Jón Ól-
afsson ritstj., Kaaber verzlunarumb.m.,
Matth. Sept. Þórðarson cand. phil. og
frú Sigríður Bjarnason.
A skólanum eru þessar námsgreinar
kendar: íslenzka, Danska, Enska, Þýzka,
reikningur, bókfærsla, verzlunar-landa-
fræði, þjóðmegunarfræði og íslenzk
verzlunarlöggjöf. Fyrirlestra hefir skóla-
stjóri og haldið nokkrum sinnum á
vetri fyrir nemendurna, um ýms efni
er snerta verzlun og viðskiftalíf. —
Aukakenslu veitir skólinn og þeim
nemendum er þess óska, og fá þeir
til þess ókeypis húsnæði, Ijós og hita.
Skólinn er í þremur deildum. Kenslu-
stundir í deildunum eru í hverri viku
þessar, í efri deild 26 stundir, í neðri
deild 20 stundir og í undirbúningsdeild
12 stundir.
Þessi skóli á ekkert sérstakt hús.
Hefir hann þvi orðið að leigja sér hús-
uæði til þessa. Nú fær hann hús hjá
konsúl D. Thomsen og kostar það um
800 kr. á ári, en aðgætandi er, að það
varð að gera á því mikia breytingu
vegna skólahaldsins.
Skólagjald nemenda er 25 kr. á ári.
En þeir sem taka próf fá 5 kr. af því
aftur endurgoldið.
Eins og drepið er á í upphafi þess-
arar greinar, hefir skólinn dálítinn opin-
beran styrk. Veitti þingið honum fyrst
1500 kr. á ári, en nú síðast 3000 kr.
(sótt var um 5000 kr.). Auk þess fær
skólinn lítilfjörlegan styrk frá verzlunar-
mannafél. og kaupmannafél. Rvíkur.
Þá gaf og konsúll D. Thomsen skól-
anum 500 kr. í peningum síðastliðið
sumar, á 70 ára afmæli verzlunar hans,
og 5% vöxtu af öðrum 500 kr. meðan
verzlun hans stendur. Þá hafa og
nokkrir menn gefið verðlaun til nem-
enda á skólanum, svo sem þeir kaup-
menn Ásg. Sigurðsson og B. H. Bjarna-
son og bankastjóri E. Schou. Bóka-
gjafir nokkrar til verðlauna hefir skólinn
og fengið.
Því má nærri geta, að styrkur sá
sem skólinn fær er langt um of lítill.
Það virðist þó svo, að verzlunarstéttin
borgi svo mikið í landssjóð og í sveita-
og bæjasjóði, að hún eigi fyllztu sann-
gírniskröfu til þess, að sérskóli hennar
sé nægilega styrktur. Skólinn þarf að
eignast hús, bækur, ýms áhöld og söfn,
það verður, að minsta kosti fyrst um
sinn, að vera hægt að hjálpa mönn-
um, sem heima eiga langt frá Reykja-
vík, með styrkveitingum, til þess að
þeir geti notað skólann, því allr vita
hve afardýrt og erfitt það er fyrir fá-
tæka menn í fjarlægum héruðum, að
sækja skóla til Reykjavíkur.
Það er víst alstaðar viðurkent, að
verzlunarstéttin er ein af þýðingarmestu
lífæðum þjóðlíkamans, ein af aðal afl-
taugunum, sem mikið er undir komið,
að sé heilbrigð og í góðu lagi. En til
þess að hún geti verið það, þarf hún
að geta átt kost á að afla sér, án
altof mikilla erfiðleika, þeirrar sérfræðslu
í staríi sínu, sem henni er jafn lífs-
nauðsynleg eins og öðrum stéttum
landsins. Reynsla annara þjóða sýnir
það, hve afarmikla þýðingu það hefir,
að eiga vel mentaða verzlunarstétt, og
að því fé er ekki á glæ kastað, sem
varið er til sérfræðslu hennar.
Það er því von vor, að hin íslenzka
verzlunarstétt sjálf, Alþingi og lands-
stjórn sjái sóma sinn og skyldu í því,
að styrkja sérfræðslu verzlunarmanna
svo ríflega eftirleiðis, að veruleg not
geti orðið að því.
sNorðri‘ flytur í 5. tölubl. þessa
árg. fáeina kafla úr bréfi, sem Guð-
mundur læknir Hannesson hefir skrif-
að til kjósendaí Eyjafjarðarsýslu. Lækn-
irinn kvað ætla að bjóða sig þar fram
til þingmensku við næstu kosningar.
Eins og flest það, er þessi Landvarnar-
postuli á síðari tímum lætur frá sér
fara, mun bréf þetta vera svo fult af
öfgum og ósannindum um, stjórnina
og Heimastjórnarflokkinn, eftir þeim
köflum bréfsins að dæma, sem ,Norðri‘
flytur, að full þörf er á, að taka það
til rækilegrar meðferðar. Greinin í
,Norðra‘ gerir að vísu góð skil þeim
köflum, sem þar eru fluttir, en það
væri sjálfsagt réttara að birta bréfið í
heild sinni. — „Reykjavík" mun því
reyna, þó síðar verði, að komast yfir
það, og mun þá láta því fylgja þær
athugasemdir, sem hæfilegar þykja.
Til þess að gefa lesendum vorum
ofurlitla hugmynd um það, hvers konar
„agitation" hinn háttvirti höfundur telur
sér sæmilegt að beita, viljum vér að
eins geta þess, að hann reynir að telja
mönnum trú um, að á árum þeim,
sem liðin eru síðan þessi stjórn tók
við völdum, sé búið að eyða öllum
viðlagasjóðnum. Og þó má honum
vera fullkunnugt nm, að samkvæmt
síðustu reikningum, sem til eru yfir
fjárhag landsins, var viðlagasjóðurinn
hærri, en nokkurn tima áður, sem sé
um 1200000 krónur. Ætli Eytirðingar
girnist að fá svona sannsögulan full-
trúa á þing? Yér efumst um það, eftir
þekking vorri á þeirn,
Ritstj. „Ingólfs“ og helztu þjóð-
málagörpum hinna „sameinuðu" var
boðið á fund sem heimastjórnarfélagið
„Fram“ hélt 19. f. m. Sýslumaður
L. H. Bjarnason hóf umræður um
stjórnmálastefnu Þjóðræðisliðsins (Land-
varnarliðsins). Yar það einróma. skoð-
un fundarmanna, að málshefjanda hefði
sagst að sama skapi vel og Landvarnarm.
sem tóku til máls þar á fundinum hefði
vafist tunga um tönn. Gengu þeir
bezt fram í því, að afneita „ísafold"
og stjórnmálastefnu hennar, en báru
svo slælega fram Landvarnarmerkið,
að Heimastjórnarmenn urðu jafn ófróð-
ir eins og áður, hver væri stefnuskrá
þeirra.
„Reykjavik" kemur það því ekki á
óvart, að bróður hennar „Ingólfi" hefir
orðið óglatt af þessu erindi Lárusar
sýslumanns, né heldur að hann hefir
borið harm sinn í hljóði, þangað til
hann var viss um, að Lárus sýslum.
var kominn í annað land, og ætti því
ekki kost á að bera hönd fyrir höfuð
sér, nema á 4—6 vikna íresti.
Þessi „drengskapur" blaðsins sver sig
í ætt við aðrar „drengilegar" aðfarir
þeirra liða, svo sem „bakdyramakk
Landvarnarmanna", sem „Norðri" talar
um í 5. tbl. sínu, og vikið er að hér
að framan.
Vera má, að alþýðu manna gefist
síðar kostur á, að lesa erindi Lárusar
sýslumanns, og hefir „Ingólfur" þá
eitthvað fyrir snúð sinn — en spá
vor er, að ekki muni vegur hans né
Landvarnarmanna vaxa mikið við það
í augum skynbærra manna.
Aðdróttununum um launritstjórnar-
mensku Lárusar sýslumanns vísum vér
aftur heim til föðurhúsa „Ingólfs“ sem
alls kostar óheimilum.
Sjómenn!
Þið sem þurfið að fá ykkur sjó-
stígvól ættuð að koma á
Laugaveg1 27,
hvergi betri sjóstígvél til, og hvergi
eins ódýr. Sömuleiðis með alt sem
að skósmíði lítur frjáls og óbundin
viðskifti.
Árni Árnason.
Frægur landi.
„Rvík“ hefir áður getið um Mr. Hjört
Þórðarson, rafmagnsfræðing í Chicago,
bróður Þórðar læknis Þórðarsonar í
Minneota, Minn., ritstjóra „Yínlands".
„Reykjavík" gat um nýja uppfundning
hans, er mikla athygli vakti á alheims-
sýningunni í St. Louis um árið.
Hjörtur á nú stóra verksmiðju í Chi-
cago. í þeirri milíónaborg var í vetur
mikíl sýning haldin á alls konar raf-
magnsáhöldum og var hin skrautleg-
asta og mikilfenglegasta. í bréfi frá
Dr. Ó. J. Ó. í Chicago segir svo, að
þar hafi sýnismunir Hjartar Þórðar-
sonar vakið einna mesta athygli.
Þar á ísland son, sem því er sómi að.
„Fram“ heldur fund Fimtudag 27. þ. m.
Jón Þorláksson talar um stefnuskrá
Landvarnarmanna.
ynheims-íþráttamit.
Olympiskir leiliar*.
íjóðlireysti — Jjóðfrægð.
Mikilsverð tímamót.
XJ. M. F. f.
Stjórn vor og þjóð.
[Niðurlag].
Hvern veg íslenzka þjóðin lítur á
mál þetta, og hve mikils hún metur
sóma sinn, mun bezt sjást á því, hve
mikið hún vill styrkja 4 unga og
efnilega íþróttamenn til fararinnar.
Því það gefur að skilja, að styrk-
laust geta þeir eigi farið í þvílíka för.
Þurfa þeir að búa sig rækilega undir
hana í allan vetur, og síðustu 4—6
vikurnar verða þeir að æfa sig saman
daglega. Mun því eigi falla minni
kostnaður á hvern en alt að 1000 kr.
Dvöl í Lundúnum um þær mundir, er
íþróttamótið stendur, verður eflaust
geisidýr, því þangað streymir þá múg-
ur og margmenni úr öllum heimi. —
íþróttir og íþróttamót eru alstaðar höfð
í hávegum hjá menningarþjóðunum,
og eru talin sannur „spegill" þjóðanna,
er sýni bezt þroska þeirra og menning.
Nú má þann veg ætla, að 4000 kr.
sé engin stórupphæð, er um mikilsvert
þjóðfrægðaratriði er að ræða. Mundi
margur auðmaðurinn keppast við að
verða nógu fljótur til að veita aðra
eins upphæð einn saman. En því láni
er auðvitað eigi að fagna á íslandi,
þótt ýmsir auðmenn hafi stundum veitt
ríflegan styrk til fyrirtækja, er stefna
að sama takmarki.