Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 07.04.1908, Blaðsíða 2

Reykjavík - 07.04.1908, Blaðsíða 2
58 REYKJAVIK frá New York til Reykjavíkur fyrir jafnvel alt niður í 30—35 shillings pr. tonn; allur tilheyrandi kostnaður þar með talinn. Og hann hefir fengið hveiti sendingu hingað frá New York, fyrir 29 cent fyrir hver 100 ensk pund, fyrir flutningsgjald, sjóábyrgð og allan kostnað tilheyrandi alla leið frá New York til Reykjavíkur. Með þetta fyrir augum, virðist mér það vera nokkuð ástæðulítið, að vera að ræða um lítt yfirvinnanlega örðug- leika á því að fá beinar samgöngur eða bein viðskiftasambönd milli Is- lands og Ameríku, því að þetta sem sagt er hér að framan, er enginn draumur um eitthvað óframkomið; heldur staðreynd, öldungis ómótmæl- anleg og sannanleg hvenær sem er. Vegna samtakaleysis eða féieysis eða viijaleysis, eða vegna einhvers annars, heflr fólk hér ekki sint þess- um tilboðum alment ennþá, upp á þessi iægstu flutningskjör, meðfram af því, að það hefir verið bundið skilyrði um nokkuð stórar pantanir í einu (nokkur tonn í einu, og í sumu, enda aðeins 2 tonn í einu). Eg er sannfærður um, að vér gæt- um haft mikinn hag af því að skifta meira beint við Ameríku, en vér höf- um gert til þessa, og þess vegna hefir S. B. J. iíklega byrjað á því að inn- leiða hér vörur frá Ameriku, og út- vegað sér þetta afar lága flutnings- gjald, sem allir landsmenn eiga kost á að verða aðnjótandi nú þegar, ef þeir aðeins vilja það. Hann kvað líka vera fús til að útvega viðskiftasam- bönd við verksmiðjur og verzlunarhús í Ameríku, í flestöllum framleiðslu- tegundum landsins. Og eg álít að oss sé heppilegra að byrja viðskifti vor við Ameríku í þeim tiltölulega smáa stíl nú strax, heldur en að gera eklcert í þá átt þangað til vér kynnum að fá sérstakt skip beina leið til þeirra flutninga, sem óvíst er um, hvenær geti orðið, og vafasamt er að mundi henta oss betur en þau kjör sem nú eru í boði, þó þess væri kost- ur nú strax í ár, meðan vér höfum enga reynzlu fyrir því, að hafa iag á að hagnýta oss alment tækifærið sem er tii þeirra viðskifta í smærri stíl; þó ég að öðru leyti sé samþykkur því, að það væri myndarlegt og skemtilegt að hafa reglulegar beinar skipaferðir milli íslands og Ameriku, og fuilfermi báðar leiðir í hverri ferð, og það á að geta orðið með tímanum. Eftir áætlun frá gufuskipafélagi í Ameríku, um leigu á gufuskipi til beinna flutninga milli Ameríku og ís- lands, með tilheyrandi kostnaði, mundi flutningsgjaldið verða um 1V4 eyrir á pund allra lægst, fyrir fulifermi aðra leiðina, auk sjó-ábyrgðar og annars aukakostnaðar, en það er heldur meira en það lægsta ílutningsgjald sem feng- ist hefir á 4 tonna sendingu þá sömu leið, að öllum kostnaði meðtöldum nema sjó-ábyrgð — sem var 29 cents pr. 100 Lbs. — í þessari áætlun var gert ráð fyrir 4 sólarhringa töf hér við afferming, en ef töfin yrði lengri en það, þá mundi kostnaðurinn auk- ast fyrir hvern sólarhring tiltölulega mikið; en svo var heldur ekki gert ráð íyrir neinum íarþegjaflutningi, né neinum vörufarmi nema að eins aðra leiðina. Það virðist nú reyndar talsvert að- gengiiegt þetta, að geta átt von á, eftir þessari áætlun, að fá flutning á almennum vörum fyrir segjum H/2 eyrir hvert danskt pund, að meðtöld- um öllum nauðsynlegum kostnaði þar tilheyrandi, alla leið frá New York til hafna hér við land, eða lítið meira en það, fyrir fullfermi skipsins að eins aðra leiðina; en þó yrði það enn glæsi- legra ef von væri um nokkra veru- lega hleðslu hina leiðina líka — og vel þolir það samanburð við það flutn- ingsgjald sem vér til þessa höfum átt að venjast miili íslands og annara landa. — Og það virðist því skyn- samlegra að fá á þann hátt hingað beinustu leið þær vörur, sem annars eru hingað fluttar árlega frá Ameríku fyrir milligöngu agenta í Norðurálfu- löndunum, með álögðum margskonar aukakostnaði, og miklu hærra flutn- ingsgjaldi, ef að eins væri unt að fá greiðlega selda heila skipshleðslu í einu hér; en til þess þarf mikið fé og dug- lega og formlega forstöðu og einhuga samtök um alt iand. En meðan þess er ekki kostur, þá virðist það iiggja beint fyrir að landsmenn reyni til, með smærri samtokum, að hagnýta sér þau góðu viðskiftakjör sem nú eru í boði, og hér er minnst á að framan, af því að þau geta fuilnægt fyrst um sinn, og sparað landsmönnum margra þúsunda króna óþarfa útgjöld árlega, og jafnframt gefið þá reynslu, sem mundi knýja menn til almennari og stærri samtaka í því efni í framtíðinni. Vestanfari. Kafli úr bréfi úr Stykkishólmi. — — — — Pólitík lœtur mjög lítið á sér bera nú um skeið. Menn biða að óg keld með kristilegri þolinmæði eftir úrslitum milli- landanefndarinnar. Framfarir eru hér fremur litlar. Samt á að gera hér stóra bryggju næsta sumar, og er farið að safna að grjóti til hennar. Það er ætlast til að leggja brú úr „Stykkinu11 (skerinu á höfninni, sem bærinn heitir eftir) í land. Yerður það mikið verk og óefað bænum til stórra framfara. „Framfarafélag Stykkishólms11, er stofnað var i fyrra, gerir lítið. Stjórn þess þykir yfrið gott að blunda. Síðan bærinn fór að búa á sjálfs sín eign þykir mörgum lítið hafa batnað lífið í Hólm- inum. Menn áttu von á meiri þægindum og greiðari úrlausn á ýmsu, en það hefir brugðist. Margir fremur óánægðir yfir út- gjöldunum, sem fara vaxandi, og hafa jafn- vel heyrst raddir um burtflutning. Kaupmenn tóku sig saman upp úr nýár- inu og ályktuðu að hætta að mestu útlán- um. Kemur það harðast niður á fátækling- um sem skulda. En óefað mun þetta verða. til góðs síðar meir. Margir menn eru svo gcrðir, að þeir kunna ekki að nota láns- verzlun. Lánsverzlunin hefir rúið þá inn að skyrtunni, og þá hefir Bakkus gamli ekki bætt fyrir sumum í þessu efni. Lánsverzlun- in hefir verið svo ótakmörkuð, að ungJing- um hefir óbeinlínis verið kent að taka til láns löngu fyr en þörf var á. Ég held að í lánsverzluninni liggi meiri rætur óskilsem- innnar en margir hyggja. Víst er um það, að fjöldinn allur lifði betra Hfi, ef varkárni væri brúkuð í tíma í þessu efni. Skemtanir hafa verið hér í vetur ekki svo litlar, en fram úr öllu lagi lélegar. Dans er hér aðalskemtun bæjarbúa. Söngur heyrist ekki nema í kirkjunni, þar er hann ekki slæmur og orgel-spilið ágætt. Leikfélag St.hólms hefir sýnt hér nokkra smáleiki í vetur. Það er mjög Jeitt að fólk skuli hvað eftir annað vera að sýna þessa smáu, vitlausu, útlendu leiki, sem ekkert gildi hafa fyrir okkar þjóðlíf, en draga til sín jafnmikla peninga og þó betri væri. Þetta spillir smekk fólksins. Hér vantar ÚrsmíðaYinnustofa Carl F. Bartels Langaregi 5. T'alsíini 137. hús til allra samkomna, og þar af leiðir að ekki er hægt að leika veigamikla leikí. Ný stúka var stofnuð hér í haust sem heitir „Viljinn11 nr. 134. Munu þeir Óskar verzlunarm. Clausen og Baldvin bókavörður Bergvinsson hafa verið forgöngumenn þess. Sagt er að stúka þessi hafi um 40 meðlimi og dafni vel. Eru nú tvær stúkur hér á staðnum, og vonandi að þær vinni sem mest gagn. Sýslumaður vor er í eldri stúkunni, og er það mikils um vert, að yfirmenn vorir séu bindindismenn. Því svo fremi sem yfirmenn- irnir hafa talsvert vín um hönd, þá þykir öðrum það máske frami, því alt af stendur þetta óhrakið: „Hvað höfðingjarnir hafast að hinir ætla sér Jeyfist það“. Sumir eru hér stranglega mótsnúnir að- flutningsbanni. Álita alla óhamingju vín- drykkjunnar ekki svo milda, að þörf sé á að útrýma víninu. Alíta víntollinn svo störa tekjugrein landssjóðs, að hann sé ómissandi og vanltvæði á að ná upphæð hans á annan hátt. Oánægja er hér mjög mikil yfir því hvernig gengið hefir í vetur með póstinn úr Borgarnesi hingað. Ur flestum ferðum vant- ar böggla. Veitir víst, ekki af að póststjórn- in rannsaki þetta, ef vel á að fara.------- Bæ j arnauðsyn. í öllum siðuðum löndum hafa verið leidd í lög ýmis ákvæði um eftirlit á matvælum, sem liætt er við að skemm- ast og allur almenningur kaupir mikið. Má þar einkum nefna kjöt, flsk og mjólk. Mundi nú ekki vera tími til kominn að bæjarstjórn vor gerði ráð- stafanir til, að þvílíkt eftirlit færi við og við fram hér í bæ, og það ekki að eins í orði kveðnu eins og raun heflr á orðið hingað til um flestar heilbrigðis- og hollustu-ráðstafanir hennar og lands- stjórnarinnar (sbr. reglurnar um hráka- ílát og gólfræstingu), heldur yrði það að vera ríkt og röggsamlegt. Sum af matvælum þeim, sem eru höfð hér á boðstólum, eru stundum þannig tilhöfð, að þau virðast betur failin tii skepnu- fóðurs en manneidis. Finna ekki kvennfulltrúarnir í bæjar- stjórninni hvöt hjá sér að bindast fyrir þetta mál. Matvandur útlendingur. Yið grein í síðasta tölubl. »Reykja- víkur« með yfirskriftinni »Fátt af mörgu« vil ég biðja um sinn fyrir örstuttar athugasemdir: 1. Það er tilliæfulaus hviksaga að trésmið einum haíi verið neitað um framlenging í íslandsbanka á 800 kr. af 3000 kr. víxilláni. Bankastjórnin hefir haít það fyrir fasta reglu að neita eigi um fram- lengingu á víxlum eða lánum þeg- ar eitthvað er borgað af og trygg- ing eigi er rýrð að mun. 2. Seðlaútgáfuréttur bankans nemur 2 milj. kr. en eigi 3 milj., eins og í greininni segir. — En þetta er raunar ekkert aðalatriði, eins og nú stendur. Hitt skiftir meiru, að bankinn getur eigi haft nema tiltölulega lítinn hluta af seðlum sínum í fastri umferð, við- skiftaþörfin innanlands er eigi meiri en svo. — Meðan bankalán eru aðallega notuð til þess að borga mismuninn á aðfluttum og útflutt- um vörum verður seðlaútgáfurétt- ur bankans aldrei mjög mikils virði. Seðlarnir koma strax inn í bankann aftur, annaðhvort fyrir ávísanir á útlönd, fyrir guil eða þá að þeir eru sendir til útlanda til innlausnar þar fyrir reikning bankans. 3. Að bankinn hefir neyðst til þess, að kippa að sér hendinni, máske nokkuð snögglega, að því er nýjar lánveitingar snertir, kemur aðallega til af því, að bankanum hefir hingað til brugðist hlutafjár- aukning sú, sem hann átti von á, og valda þvi einkum hin alkunnu peningavandræði í útlöndum. Með- an svona stendur verður bankinn að gæta þess, að stofna eigi sjálf- um sér í voða með ofmiklum skuldum við útlönd. 4. Það er ástæðulaust að gera upp á milli okkar bankastjóranna að Jjví er aðfinslur við stjórn bankans snertir. — Eg ber að sjálf- sögðu, ásamt hinum bankastjóran- um, ábyrgð á stjórn bankans og allri ráðsmensku, meðan ég sit í stjórn hans. Reykjavík, 4. apríl 1908. Sighvatur Bjarnason. íþróttir. Iíappglíma var háð hér í Iðnaðar- mannahúsinu 1. þ. m. Yar glímt um silfurskjöld þann, sem glímufélagið' „Armann“ heflr látið smíða handa bezta glímumanni Reykjavíkur. Eftirleiðis á að glíma um skjöld þennan 1. febrúar ár hvert. Fari svo, að sami maður sigri i kappglímum þessum þrjú ár í röð, verður skjöldur- inn hans eign. Skjöldinn vann Hallgrímur verzlun- armaður Benediktsson. Sá hinn sami er sigurinn vann í konungs-glímunni á Þingvöllum í sumar. Þeir voru 12 er um skjöldinn glímdu, allir í fólaginu „Armann“. Hallgrím- ur vann 11 glímur. Næstur honum var Sigurjón verzlunarm. Pétursson. Hann vann 10 glímur, en féll í einni fyrir Hallgrími. Glíman fór yfirleitt mjög vel fram þó kappglíma væri. Eru „Ármenn- ingar" margir hinir efnilegustu glímu- menn, bæði að afli og fimleik, og bragðkænni en skollinn sjálfur. Leitt var það, að tveir af glímu- mönnunum meiddu sig. Fóru báðir úr liði, annar um öxl, hinn um oln- boga, en „slíkt skeður oft á sæ“ og tjáir ekki að sakast um það. Glímurnar voru svo vei sóttar þetta kvöld, að margir urðu frá að hverfa. Troðningur var svo mikill í fordyri hússins að lá við meiðslum. Innan bæjar og utan. „Cercs" fór til útlanda á laugar- dagskvöldið var. Með skipinu fór Sig- hvatur bankastjóri Bjarnason til Seyðis- fjarðar. Fer hann þaðan til Akur- eyrar og ísafjarðar að heimsækja útbú bankans. Páll Bergsson frá Ameríku, sem hér hefir dvalið í vetur, fór og með „Ceres“ til Seyðisfjarðar á leið noröur í land. Til útlanda fór Ari ritstjóri Jónsson 0. fl., þar á meðal vesturheimski agentinn, sem liér heflr verið að flækjast í vetur. Hafði hann veitt 7 sálir, er fóru nú með hon- um til fyrirheitna landsins. Er ekki ósennilegt að Cauadastjórninni þyki veiðin heldur rýr hjá þessum smalan- um, og væri vel farið, ef það gæti orðið til þess, að bið yrði á komu hins næsta- *

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.