Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 18.08.1908, Side 3

Reykjavík - 18.08.1908, Side 3
REYKJAVIK 141 ;uiu PETTA ER HUNI Sunlight Sápa er sápan sem yÖur vantar í þvotta- húsið og á heimiiið. Með Sunlight þarf als ekkl að nugga, hún varðveitir hendurnar frá þvi að verða hrufóttar og sparar p e n i n g a yðar og föt. Hin leyðinlega’ stritvinna við þvottabalann verður yður til skemtunar. ef pér brúkið Suniight Sapu. Fai5 y&ur idag einn L pakka ti! prufu. Ö74 Æ Sambandsmálið. Svar til Gísla Sveinssonar frá Einari Arnórssyni. í 31. tölubl. »Ingólfs« (A og B) þ. á. hefir hr. Gísli Sveinsson, stud. jur. í Kaupmannahöfn ritað all- langa grein um sambandsmálið. Á grein þessi að vera svar gegn grein, er ég hafði skrifað í blaðið »Re}d<javík«, 25. tölubl. þ. a. um frv. sambandslaganefndarinnar. Ég ætla mér ekki að eltast við allar vitleysur þessarar greinar að þessu sinni, enda býst ég ekkivið, að rúmið leyfi það í blaðinu. Ég ætla að eins að taka aðalatriðin, sem máli skifta. Hnútur þær, er hr. G. Sv. kastar til mín, hirði ég ekki að senda honum aftur, enda er ég ómeiddur undir þeim. Gífur- yrðum hans hirði ég ekki heldur að svara. Þá er eftir alt það, er máli skiftir, og hr. G. Sv. vill að líkindum tala um með skynsemd og' stillingu, þótt honum hafi ekki tekizt það sem hezt, eins og jafnan vill verða, þegar menn fyllast öfga og ofstækis. Hr. G. Sv. fer oft i grein sinni óráðvandlega með orð mín, er ég hafði haft í áminstri »Reykja- víkur«-grein. 1 »Ingólfs«-grein sinni segir hann, að ég vilji sanna full- veldi íslands með því að orðið »Stats[orbindelse« sé haft í danska textanum1'). Ég tek það þó berum orðum fram í grein minni, að þetta orð sanni hvorki til né frá um það efni. Þá segir hr. G. Sv., að ég »virðist« telja »þýðinguna« »Veldi Danakon- ungs« fyllilega rétta á dönsku orð- unum: »Del samlede danske Rige«. Ég mintist ekki á þýðinguna í grein minni, og gat mér því ekkert »virzt« *) Ég skal taka þaö fram, að ég legg danska textann til grundvallar, svo aö engin deila geti orðið milli okkar um »þýðingarskekkju«. § Klukkur, úr og úrfestar, X S sömuleiðis gull og silfurskraut- Q Q flripi borgar sig bezt að kaupa á o R Laugavegi nr. 12. 2 V Jóhaun 1. Jónasson. Q um það. Veit ég því ekki, hvaðan hann hefir þessi ummæli. Sama er um konungsheitið að segja. Það gefur líkur, en er engan vegin fullnægjandi til þess að sanna fullveldi landsins, og í lrv. er ekk- ert, sem geymir líkur á móti. Það sjá allir, sem vita, hvað fullveldi er. Skal vikið að því síðar. Ekki veit ég, hvað hr. Gísli Sveins- son hefir séð sér í því að fara rangt með orð mín. Hann lilýtur þó að sjá það, að allir, sem greinar okkar lesa, hljóta að telja slíkt annaðhvort af óráðvendni geiteða misskilningi. Hr. G. Sv. vill linekkja fullveldi landsins með því, að bæði löndin, Danmörk og ísland, komi fram sem ein heild út á við, eins og ég liafði sagt, og hann sýnizt játa rétt vera. Iíoma ekki Austurríki og Ungverjaland fram sem ein heild út á við? Og hver neitar því þó, að bæði þau lönd séu »fullvalda« ? Var ekki slíkt hið sama um Svíþjóð og Noreg til 1905? Fóru ekki ut- anríkismálin um hendur sœnska utanríkisráðherrans í Stokkhólmi og þurfti nokkurn norskan ráðgjafa til þess að meðundirrita sænsk- norska utanríkis gjörninga? Þó neitar því víst enginn, nema ef til vill G.Sv.verðinútilþessað gera það, að bæði þessi ríki hafi verið »full- valda«; þar með er þessi »sönnun« hans oltin um koll, enda sjá allir nú, að hr. G. Sv. hefir gleymt því, sem fiestir aðrir eru vanir að gera, að hugsa ctður en þeir tala eða skrifa. Hr. G. Sv. segir enn fremur, að ég vilji sanna fullveldi íslands eftir uppkastinu með því, að það kallist »Uppkast til laga«. Allir, sem grein mína hafa lesið geta séð, að ekkert slíkt verður af henni dregið. Ég hefi að eins sýnt það, að það sannaði alls eigi, að landið væri eklci fullvalda fyrir það, þótt frv. kallaði sig »Uppkast til laga«. Það tel ég hvorki sanna til né frá. Hr. G. Sv. hefir því enn gert sér litið fyrir og vikið alveg við orð- um minum, gert mér upp orð, sem ég liefi aldrei sagt. Ég bygði fullveldi landsins ein- ungis á því eina, sem það verður bygt á og er nóg til að byggja það á, sem sé því, að fullveðja er hvert það ríki, sem ekki verður skuld- bundið, nema það sjálft vilji. Þar af leiðir ekki, sem allir geta séð, það, að slíkt land eða ríki sé eng- um böndum háð : það er bundið við sína eigin samninga og þjóða- réttinn. Á sama hátt er hver ein- staklingur, þótt fullveðja sé, bund- inn við sína eigin samninga og lög- gjöf þess þjóðfélags, er hann lifir i. Hr. G. Sv. segir, að í mesta lagi gæti svo kallast, að ísland hefði verið »fullvalda« í því bili, er það var að semja, en ekki eftir að samningum væri lokið. í fyrsta lagi getur enginn, hvorki einstak- lingur né ríki, afsalað sér fullveldi, »gert sig ómyndugan«. í öðru lagi verður því enginn ófullveðja þótt hann hindi sig með samningi. Þetta ætti hr. G. Sv. að vita, með því að hann mun kalla sig lög- fróðan mann. Hr. G. Sv. jafnar sambandi íslands og Danmerkur ettir frv. við próventusamning. Þetta á líklega að vera fyndni. En þótt samlíkingin væri góð, þá sannaði hún mitt mál en ekki mál hr. G. Sv., því að próventumaður- inn er einmitt fullveðja. Þetta lýsir sér meðal annars í því, að hann gerir sjálfur samninginn, ef hann er þá fullveðja, og fær sjálfur íjár- ráð sín aftur, ef hinn rýfur samn- inginn. Það er sem sé ekkert á- litamál »frá almennu sjónarmiði«, eins og hr. G. Sv. kemst að orði, að »próventukerlingin« (hví skyldi það endilega þurfa að vera »kerl- ing«?!) er fullveðja. Það er eins og hr. G. Sv. hafi órað fyrir því, að allar mótbárur hans gegn mér, að þvi er fullveldi landsins snertir, mundu verða léttar á metum, því að hann grípur sið- así til þess óyndisúrræðis, að neita því, að nokkurt samstæði (analogia) sé milli fullveldis hugtaks þjóða- réttar og fullveðjahugtaks einka- réttarins. Allir lögfróðir menn, nema herra Gísli Sveinsson, munu þó sjá, að hér er fullkomið samstæði. Einstaklingurinn er fullveðja alveg án tillits til þess, hversu mikið vald hann hefir, án tillits til þess, hvort hann er auð- ugur eða fátækur, hvort hann hefir bundið sig með samningum o. s. frv. Sama er um ríki. Yæri það merk- ing orðsins, að ríki væri því að eins fullvalda, að það mætti gera alt, sem það vildi, þá væri ekkert »full- valda« ríki til á þessum hnetti. Hr. G. Sv. álítur, að við höfum mist fullveldisrétt okkar með því að við getum ekki breytt samband- inu einir. Eftir sömu hugsun hafa þá Danir líka mist fullveldi sitt, því að þeir geta ekki heldur breytt því einir. Sambandið er þó lika þeirra mál, því að það snertir þá lika. Eítir því höfum við þá, eftir kenningu hr. G. Sv., svift Dani full- veldi þeirra, en þeir hafa hingað til verið taldir með fullvöldum ríkjum. Og mér þykir óvist, að þeir fallist á þessa skoðun hr. G. Sv. Hr. G. Sv. segir að ríkið sé eitt, og álítur því að orðið »Statsfor- bindelse« sé ekki rétt eða geti að minsta kosti ekki þýtt hér »rikja- samband«. Hér ber þeim þjóða- og ríkisréttaríræðingunum próf. Henning Matzen og stud. jur. Gísla Sveinssyni ekki saman. Próf. Mat- zen segir í Þjóðarétti sinum, bls. 51, að »Statsforbindelserne« séu gagnstæðar »Enhedsstat«. Þessi sami höf. hefir látið það standa ó- átalið í frv., skrifað undir athuga- semdir frv. við 1.—3. gr., og í blaði hans segir, að ríkin séu tvö. Aftur á móti segir hr. G. Sv., með til- vitnan til einhvers vísindalegs rits eftir sig sjálfan, er birzt hafi í »Ing- ólfi«, að »Statsforbindelse« geti ekki þýtt hér »ríkjasamband« í frv. Hvorum þessara hálærðu manna, próf. H. Matzen eða stud. jur. Gísla Sveinssyni, eigum við smælingjarnir nú að trúa? Hr. G. Sv. segir enn, að fyrirvari próf. Matzens, er hann undirritaði athugasemdir frv., muni hafa verið íólginn í því einu, að hann teldi að eins eða aðallega (það er nokk- uð rúmt. Hvað meinar hr. G. Sv. með því?) þurfa að breyta 51. gr. d. grvl. 1866. Hefir próf. Matzen skýrt vísindabróður sínum og keppi- naut, hr. G. Sv„ frá þvi, eða hefir hann rannsakað hjarta og nýru próf. Matzens? Enn segir hr. G. Sv., að það sé algerlega rangt, að uppk. sé tilboð. Litlu síðar segir hann þó, að það yrði fyrst jullnaðar-iilboð, er Danir hefðu samþykt það og senda okk- ur það því næst. Hver skilur Gísla nú? Það þarf karlmensku til að slá sjálfan sig svona á munninn. Það sem hr. G. Sv. hefir unnið víð það, að skrifa þenna fyrri hlnta »Ingólfs«-greinar sinnar, er það, að nú er það sýnt svart á hvítu, að hann veit ekki, lwað í hugtakinu »fullveldi« felst, og að liann getur ekki haft orð eða hugsun rétt eftir öðrum, hverjar sem orsakir þess eru. Skaplegra hefði hr. G. Sv. verið það, að játa að ísland væri fullvalda (suverænt) eftir frv. Þrátt fyrir það gat hann vel verið andstæður þvi, án þess að gera sig sekan í minstu ósamkvæmni, því að liann veit ef til vill, að fullveðja menn og »full- valda« þjóðfélög geta gert sér ó- heppilega samninga — og um það verður lengi deilt, hvað heppilegt sé eða óheppilegt hvorum aðilja málsins. Hr. Gísli Sveinsson talar um breytingar á frv. Það getur ekki verið svar til mín, því að ég hefi ekkert að því atriði vikið. Ég tek hér færið til þess að minn- ast á eitt ákvæði frv., sem ég hefði kosið að væri þar ekki, ákvæði sem Dönum ætti að minsta kosti ekki að vera neitt keppikefli að halda. Það er 5. gr. 2. setning um for- réttindi íslenzkra námsmanna til námsstyrks við Hatnarháskóla. Þessi styrkur getur blátt áfram orðið hengingaról á okkar innlendu æðri mentastofnanir. íslendingar liverfa til háskólans þótt við höf- um stofnað hér æðri mentastofn- anir í landinu sjálfu, og kandidötum frá háskólanum er gert hærra undir höfði en kandidötum frá okkar lækna- og prestaskóla, þegar til veitinga embætta kemur. Auk þess er það ölmusulegt af okkur að vera að þiggja þenna styrk iyrir ekki neitt. Danir hafa lengi núið olckur því um nasir, hversu vel þeir færu með okkur og hversu vanþakklátir við værum. Auk þess rekur okkur engin nauður til þessarar styrk- þágu, því að við höfum þegar þrjár mentastofnanir til undirbúnings í flest embætti á landinu og eigum lafhægt með að fjölga þeim, og það á næstu árum. — Danir geta að vísu boðið þenna styrk og við get- um ekki bannað einstökum mönn- um að þiggja hann, en við getum sagt Dönum, að okkur sé engin þægð í honum og að við viljum ekki þiggja hann sæmdar okkar vegna; sízt af öllu gera Dönum það að skgldu að láta hann í té. Auk þessa mættimargt segja um Hatnar- vistina og notasæld hennar íslenzk- um námsmönnum, íslenzkri tungu og íslenzku þjóðerni. Það má og hér benda á skoðun alþingis og þings- ályktunartillögu 1905 um þetta efni. [FramhaldJ. Eggert Claessen, yfirréttarmálallutnliigsiuaður. Fósthússtr. 17- Talsími 1«. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5.

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.