Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 26.11.1909, Síða 2

Reykjavík - 26.11.1909, Síða 2
220 REYKJAVIK Vinnustofur eru fluttar í Bankastræti 7, og fást þar margs- konar lu'iMgögn. Sömuleiðis eru myndir settar í ramma. úr því óáliti, sem landið alt, Lands- bankinn, landssjóður og verzlunarstétt landsins hlýtur að bíða við óráðs-fólsku ins vitskerta manns. Þetta mál á ekki og má ekki verða gert að flokksmáli. Það er allra skylda, hverjum flokki sem til heyra, að rísa upp til að verja velferð landsins. Ef andstæðinga-flokkur stjórnarinnar gerði þetta ötilneyddur að flokksmáli, þá mæti hann flokks-hagsmuni moira en velferð landsins. — Það viljum vór eltki gera. Yér viljum, að allir þrír flokkarnir rísi sem einn maður gegn þessari óhæfu. Meiri hlutinn er og verður þá meiri hluti eftir sem áður og getur sett fullvita mann úr sínum flokki í ráð- hen-asætið. Yér minnihlutamenn munum ekki ieggja þar strá í götu fyrir. Og það ætti meirihlutinn að sjá, að hann á líf sitt undir því, að liann taki hér í taumana og geri sitt til, að ekki verði lengur við völd sá vit- skerti maður, sem heflr sýnt sig þann háskagrip fyrir heill og velferð lands- ins sem Björn Jónsson hefir gert. Hver dagur, sem líður mótmæla- iaust, getur kostað landið meira fé, en auðið sé fyrir fram tölum að telja. Ekki minsta óvitið er það af ráð- herra, að síma út um allan heim síðari hlut tilkynningar sinnar, þar sem hann iýsir yfir því, að Lands- bankinn sé ekki einfær um að standa í skilum við alia menn. Þetta hljóta allir menn erlendis að skilja svo, sem bankinn sé gjaldþrota. Þegar hér var komið grein þessari, barst oss í hendur „ísafold", blað ráð- herrans, og er þar reynt að gera grein fyrir ástæðum hans. Þetta blað vonum vér að verði sú öflugasta hvöt öllum ísiendingum til að rísa upp móti fóls-verki hans. Því að róttmætar ástæður sýna sig þar að vera álls engar. Vór skulum nú skýra frá þeim og athuga þær. 8 „rök“ þykist blaðið hafa að færa fyrir þessari merkilegu gerð. Þau eru þó reyndar ekki nema 7, því að næst á eftir 5. tölulið kemur tölul. 7. — Auðsjáanlega hefir ráðherrann, sem ritað hetir greinina, upphaflega haft einhvern 6. tölulið, en síðan sóð að hann var ekki frambærilegur, strykað hann út, en gleymt að breyta tölun- um, svo að töluröðin hjá honum á röksemdunum er : 1, 2, 3, 4, 5, . . . 7, 8. Fyrsta sakargiftin til afsetningar bankastjöranna er sú, að fyrv. ráð- herra hafi öll sín embættis-ár „brotið" 29. gr. bankalaganna, sem mælir svo fyrir, að harm skuli „úrskurða" banka- reikningana og „kvitta" fyrir móttöku hvers árs reiknings. — Björn var með þetta á þingi síðast, og var honum þá bent á, að því að eins kæmi til . að „úrskurða" reikningana, að einhverjar útásetningar væru trá yfirskoðunar- mönnum. Öll þessi ár var ekkert út á% reikninyana sett af yfirskoðunar- mönnum, og því ekkert verkefni til neins úrskurðar. Þar sem enginn á- greiningur er, þar er ekkert að úr- skurða. Hvað „kvittunina" snertir fyrir móttöku reikninganna, þá eru þeir birtir af ráðherra í Stjórnartíðind- unum, og virðist þar með full-kvittað fyrir móttökuna. En þessi töluliður er alls óviðkom- andi bankast/jórninni, það er fyrv. stjórn, sem því máli á að svara. 2. tölul. er sú fuflyrðing, að spari- sjóður bankans hafl ekki verið „gerð- ur upp“ 8—9 ár samfleytt, „þ. e. ekki aðgætt, hvort reikningum spari- sjóðs-eigenda í höfuðbókum bankans ber heim við sparisjóðsbækurnar". Þetta segja allir bankastjórarnir, að sé tilhæfulaus ósannindi, að reikning- urinn hafl ekki verið „gerður upp“ árlega; þeir segja — meira að segja —, að reikningur hvers manns sé gerður upp daglega, þá er nokkur viðskifti eiga sér stað. — Hitt, að sparisjóðs- bækur sé ekki í árslok bornar saman við höfuðbók, er satt; það gerir víst enginn sparisjóður í heimi, af þeirri einföldu ástæðu, að það er ómögulegt. Sparisjóðsbækur eru i vörzlum eigenda sinna víðsvegar um land, en ekki bank- ans, og hann heflr enga heimild til að heimta þær af þeim við áramót eða endranær. — En þœr eru bornar saman við höfuðbök í hvert sinn, sem eitthvað er langt inn í bök eða tekið út úr henni. 3. töiul. er sú ásökun, að skriflega útgjaldaskipun vanti fyrir um 260 vixlum (mest endurnýjunum). Til þess er því að svara, að hvorki bankalögin né reglugerð bankans mælir fyrir um það, að útgjaldaskipanir skuli skrif- legar vera. Þó að bankinn sendi gjald- kera oftast nœr skriflegt skeyti um víxilkaup, þá er það engin föst regla, enda ekki tíðkað í bönkum utan lands né innan, nema í Landsb. — ísl.banki notar áldrei þá aðferð, og fáir, ef nokkrir, bankar annars. Munnleg heimild til gjaldkera hvervetna látin nægja. Framkvæmdarstjóri einráður um það fyriikomulag alveg. 4. Ásökun um, að framkvæmdar- stjóri hafl einn veitt sum ián. — Það þarf ekki annað en lesa bréf gæzlu- stjóranna til almennings hér í bl. í dag til að sjá, að þessi ásökun er sprottin af vanþekkingu á ákvæðum bankalaganna og reglugerðarinnar. Bankastjóri heflr rétt til að veita lán en gæzlustjórar hafa jafnan haft eftir- lit með lánunum. 5. Að skuldheimtu-lögsóknir sé oft „stórum misráðnar“. Um það getur hvorki rannsóknarnefndin né ráðherr- ann dæmt; skortir alla þekking á málavöxtum til þess. 6. töluflður (hefir fallið úij. 7. „Lántökuheimiidir vantar oft“. Gæzlustjórar segja, að ranns.nefnd hafl spurt sig um eitt tilfelli að eins. Þai- vóru mifli 10 og 20 nöfn undirskrif- uð, og sýslumaður hafði vottað, að „þessir menn væru í stjórn félagsins“. Að því fundið, að sýslumaður hefði ekki tekið berum orðum fram, að ekki væru fleiri menn í stjórninni!!! 8. Aðfinslur að bókfærslunni, sem bankastjórar segja á engum rökum bygðar. Sérstaklega er bankastjórnin LÁBUS^FJELDSTED, lyflrréttarniálnflntning'smaðQr Lækjargata tí. Heima kl. li—12 og 4-5. sjáifráð um, hverjar bækur hún held- ur og hvernig. Og þetta er alt upptalið — alt og sumt. Þegar menn hafa þannig séð, hver kæruatriðin eru, þá verður auðskiljan- legt, af hverju ráðh. hefir ekki viljað senda þau bankastjórunum til um- sagnar. Hann hefir hlotið að sjá, að þá gátu þeir hrundið þeim öllum með rökum, en þá var lika afsetningará- stæðan horfin. Því var um að gera að dæma þá óheyrða. Þó að öllu yrði hrundið á eftir, þá vóru þeir þó einu sinni af settir, og ekki meira um það. Svo endar ráðh.bl. á þessari dásam- samlegu setningu: „Sumt af því sem hér er ótalið, er eftir sínu eðli þann- ig vaxið, að það getur verið ábyrgð- arhluti(!) fyrir landsstjórnina að gera það eða láta gera heyrinkunnugt að svo stöddu". Abyrgðarhluti fyrir landsstjórnina!!! Sú er nú líka líkleg til að finna til ábyrgðar! Ekki getur það verið nein hlífð við bankastjórana, sem hér ræður. Þeir óska hennar víst ekki. Enda segir ráðh.-bl. sjálft í sömu grein um banka- stjórana: „Þjöðkunnir ráðvendnismenn eru þeir allir. Engin mannssál á landinu grunar þá um, að þeir dragi sér víssvitandi einn eyri af annara manna fé með neins konar óráðvendni". Svo að þessar svívirðilegu dylgjur, um það sem „ekki má gera heyrin- kunnugt að svo stöddu“ geta varla verið annað en venjuleg aðferð mann- orðs-þjófa, að gefa undir fót, að eitt- hvað stórhneykslanlegt hafi átt sér stað — eitthvað, sem hlífst sé við að segja. Ef landsstjórnin ekki tafarlaust, vefilengjulaust og ótvírætt skýrir frá, hvað hún eigi við, þá má telja víst, að þessi aðferð hermar (dyigjurnar) sé þess eins eðlis sem á var bent að hún líktist. M ál^liöídanir. Háyflrdómari Kristján Jónsson hefir þegar stefnt Birni Jónssyni fyrir af- setninguna og ósannar sakargiftir. — Tryggvi Gunnarsson hefir og gert ið sama í dag og séra Eiríkur Briem mun væntanlega gera ið sama. ^i/leiðingarnar i átlönðnm. Þáverandi fjármálaráðherra Dana hafði samið svo við Schou bankastjóra, að kaupa af honum 750,000 kr. virði af bankavaxtabréfum Landbankans, (sem ísl. banki hafði keypt). Af þessu voru afhent og borguð vaxtabréf upp á 300,000 kr., en bréf upp á 450,000 kr. átti nú að afhenda og borga. Á Þriðjudagsmorguninn (23. þ. m.) birtist „tilkynningin" alræmda um af- setning bankastjóranna í dönskum blöð- um, og þegar að kvöldi þess sama dags fékk íslands-banki símskeyti fráHöfn um það, að fjármálaráðherrann hafi í dag neitað að kaupa bankavaxtábréf þessi, og vilji lieldur ekki gefa neitt loforð uni það, að liann muni síðar taka við bréfunum Wlarkús Porsteinsson Frakkastig 9 — Reykjavík selur hljómfögur, vönduð og ódýr Orgel-Harmonla. ------- Lífsábyrgðar-stofnunin „Hafnía“ hafði samið um kaup á 2 milíöna virði af ha.nía-skuldabréfum. Þessi skuldabréf eru ekki veðtrygð eins og vaxtabréfin, heldur að eins ábyrgð landssjóðs fyrir vöxtunum. Þau eru því ekki eins girnileg kaups eins og vaxtabréfin. — Af þessum bréfurn hafði „Hafnía" veitt móttöku V* milíón, en hitt (fyrir Pfz milíón) átti að afhenda smám saman. Vátryggingarfélög eru allra stofnana varfærnust um kaup á verðbréfum, og má búast við að „Hafnía neiti mót- töku þeirri U/2 milíón, sem eftir er. Það ei sýnt, að traustið á bankan- um er horfið erlendis. Traustið á landssjóði og landsmönn- um yfir höfuð má telja víst að verði þar samferða. Símskeyti frá K.höfn lil »Ileykjaríkur« og »Lögréttu«. 24. Nóv. siðd. Bankafarganið velair sára at- hygli; blöðin irúa engri óráð- vendi á bankastjórnina; víkja að pólitískum ástœðum ráðlierrans, en segja þetta hafi veikjandi álirif á lánstraust íslands. »Landmands- bankena telur Landsbankann ör- uggan. 25. Nóv. Aferð ráðlierrans fordœmd. — y>I)annebrog(.< birtir viðtal við [Björn\ Sigurðsson; hann neitar því ekki, að pólitískar hvatir hafi ráðið. — Gliickstad [forstjóri Landmands- bankans] segir í y>Politiken<t að in harðorða tilkgnning ráðherrans um afsetninguna geti vakið allskonar grunsemdir. 25. Nóv. Einar Hjörleifsson símar til» Poli- tikena, að sakagiflirnar gegn Eiríki Briem og Kristjáni Jónssyni séu ákaftega alvarlegar. Þetta síðasta skeyti sýnir tvent, annað : að „Politiken" hefir ekki vilja& birta þetta símskeyti án nafns (ekki Viljað bera ábyrgð á sakargifta-dylgjum gegn alþektum heiðursmönnum); og hitt: að ráðherra hefir þó getað fundið „mann“ hér í bæ, sem fékst til að> „leggja nafn sitt við“ þetta skeyti. M olar. — Uppeidi barnanna er oftast bezta mannlýsing foreldranna. — „Aldrei er gott of launað, nema með iilu sé“. En ekkert er vísari vottur um ódrengskap, hvort heldur hjá körlum eða konurn, heldur en vanþakklæti við veigerða- menn sína — ekki að tala um illgerðir í þeirra garð. — Sumir þeir sem gera öðrum rangt, reyna að friða samvizku sína með því, að leggja óvild á þá á eftir. Það er eitthvað það hundslegasta, sem til er í mannlegu eðli. — Nei! Ég bið hundana fyrirgefningar! Þeim er rangt gert til með að kalla petlct „hundslegt11.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.