Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 22.01.1910, Side 1

Reykjavík - 22.01.1910, Side 1
IRe^fcjavíft. XI., 3 Útbreiddasta blafl landsins. tlpplafl 2,800. Lau^arda^ 22. Janúar 1910 Áskrifendor í bcnsm yflr IOOO. XI., 3 ser* ALT FJEST 1 THOHSENS MAGASlNI. ' Baihósii Tirka daga 8—8. 8i8kopa«krifstofa 8—2. Bsrgaretj*ra8krif8tsfa 10—8. Békasafn Alp.lestrarfél. Póstbv'isstr. 14, 5—8. Bréfboriur um bæinn 8 og 4. BdnaSarfélagii 12—2. Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7. Bæjargjaldkeraskrifetofa 11—3 og B—7. Bæjarsimínn v.d. 8—10, sunnud. 8—7. Forngripasafnii sd., þrd. timtud. kl. 12—2. Islandsbanki 10—2*/» °g 6'/e—7. Laga8kélinn ók. leiðbeining 1. og 3. Id. 7-8 e.m. tandakat88pítalinn 107s—12 og 4—5. Land8bankinn lO'/a—2'/e. Landsbókasafnii 12—3 og 5—8. Landskjalasafnii á þrd., fmd. og ld. 12—1. Landsjóðsgj.k. 10-2, 6-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 5-7. Land8siminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og 4—6. Læknaskólinn ók. lœkning þrd. og fsd. 12—1. Náttúrugripa8afnii sunnud. l*/e—2*/e. PÓ8thúsil 8—2 og 4—7. StjómarráBil 10—4. Sifnonarsjólar 1. md. í mán. kl. 5. Tanolækning ók. í P.str. 14, 1. og 8. md. 11—12. [ „REYKJAVÍK" Árganguriuu Uostar innanlands 1» kr,; erlendis ; Ur. 3„50 — 4 sh. — l dolí. Borgist í’yrir i. jálí. AaglQsiiigar innlendar: á 1. bls. Ur. 3, og 4. bls. Ur. 1,25. — Útl. augl. .%3*'o*/o hærra. — AfslAtlur að mun, of raihid er auglýst. autstj. og úbyrgðarra. Ht^ián Rtin6lf»*on, Hngholtsstr. 3. Talsimí 188. yi/greiBsla ,Reykjavíkur‘ er flutt í Skólas trie ti 3 (beint á móti verkfræðing Knud Zimscn). Afgreiðsla blaðsins er opin frá kl. 9 árd. til kl. 8 síðd. - Talsimi 199. Ritstjóri er til viðtals virka daga kl. 12—1. — Þingholtsstr. 3. Bindincli. Ja, þaB er svo margs konar bindindi til — t. a. m. vínbindindi, tóbaks- bindindi, kaflibindindi, kvennafarsbind- indi, sannleiks-bindindi (sem ónefnt en alræmt blað kvað vera í, og ekki brjóta það nema höppum og glöppum, og þá einatt „ósjálfrátt®). Já, bindindi geta vienn, og jafnvel málleysingjar, verið í um margvíslega hluti. Allir hrafnar eru t. d. í hval- kjöts-bindindi. En það var mi að eins eitt sérstakt bindindi, sem ég ætlaði að minnast á í dag. Það er áœtlana-bindindi „ísafoldar“ —- bindindi, sem hún heldur svo vel, að fádæmum sætir. 4. Sept. kom út í sumar, er leið, fyrsta tb). „ísafoldar" undir forstöðu ins núverandi „ritsljóra". Hann var þá ný-kominn heim með föður sínum, Birni ráðherra, eftir fuligerðan Thore- samninginn fræga. Karfugiinn var með samninginn „upp á fikkann“, og skrifaði þá faðir- inn í nafni sonarins hverja greinina á fætur annari tii að gylla þetta handa- j verk sitt, samninginn: nú áttu fram- | vegis að verða „ongar kássuferðir" * 1 heldur vikulegar ferðir milli Khafnar j j og íslands, skipin fara frá Höfn hvern j Sunnudag uíu mánuði ársins, en hálfs- mánaðar-ferðir 3 mánuði, burtför frá Höfn þá annanhvern Sunnuday. ‘Svo komu út ácdlanir bæði Sam.- íél. og Thore-fél. í haust, og þá kom í ljós, að kássuferðir haldast alveg j eins og áður, t. d. o siiip sömu rih- 1 una: stundum aftur 23—25 dagar, og j ált upp í 5 viimr milli ferða. Enginn fastur vikudagur fardagur né komudagur. Millilanda-ferðir fer j Thore-fél. að eins flórar umfrarn það eru Hamborgar-ferðirnar), í stað þess S að karlinn hafði í „ísaf.“ lofað 20 ferðum umfram („ísaf.“ 14. Ágúst s. I.). j ; Alt þetta sýndi „Kvík“ fram á 18. j j Des. f. á. og fleiri ágaila og loforða- i brigði. „Lögrétta" sýndi og síðar fram á önnur afbrigði frá fyrirmælum Al- þingis, raeð Ijósum og góðum rökum. Skotthenglar ráðherra pg ísu, sem aldrei hugsa sjálfir, en láta ísu gera það fyrir sig, stóðu ráðalausir og agn- dofa, en sögðu bara: „Bíðið þið, piltar, þangað til ísafold kemur út næst; hún mun sýna, að hér eru engar vanefndir — engin mótsögn milli loforðanna í ísafold og efndanna í áætlununum“. En Isafold hefir ekki reynt einu sinni að verja sig hér — ekki reynt að fóðra það, af hverju hún var að Jjúga svona í almenning. „Áætlun“ nefnir hún ekki á nafn; hún getur ekki þolað að heyra það orð nefnt, fremur en hýddur þjófur „vónd“. Hver maður, sem þetta les, á að sæta hverju færi sem hann fær við skotthengla ísafoldar, tii að núa þessu um nasir þeim, biðja þá að taka fram ísaf. 14. Ág. og 4. Sept. f. á. og bera | loforðin þar saman við áætlanirnar. Tröllatrú þeirra á ísaf. er þá ólækn- andþ ef þetta læknar þá ekki. Jón Olafsson alþm. Sonur Schillers. Flestir eða allir lesendur „Rvíkur" kannast við þýzka skáldið Johann Christoph Friedrich von Schiller, er var uppi frá 1759—1805, og hafa lesið eitthvað af þeim Ijóðum hans, sem til eru i ísl. þýðingum. En fæstir hafa líklega hugmynd um það, að hann átti son, sem enn er á lífi, og er nú ab verða næstum því eins frægur og faðir hans, þótt það sje nokkuð á aðra vísu. Þessi sonur Sehillers hefir nýskeð fundizt í bænum Oppenheim á Þýzka- landi. Hann heitir Carl von Schiller, og er orðinn æruverður öldungur, 110 ára að aldri. Hann er fæddur 1799. í síðastl. nóvember var 150 ára afmælisdagur skáldsins Schiller hald- inn hátíðlegur á Þýzkalandi, og í til- efni af því fóru blaðamenn auðvitað á fund sonar hans, til þess að spyrja hann frjetta. Hann sagði þeiro æfisögu sína, og er hún á þessa leið; — Móðir mín var yfirsetukona hjerna í Oppenheim. Hún kynntist föður mín- um 1798, og ef harra hefði ekki verið giftur áður, þá eru töluverð líkindi til þess, að jeg hefði ekki komið í heim- inn sem óskilgetið barn. Hann unni henni sem sje hugástum, og hjelt áfram brjefaviðskiftum við hana til dauða sins. Einstöku sinnum sendi hann henni líka nokkra dali rojer tii viðurværis. Árið 1812 laumaðist jeg að heiman, því að móðir mín hafði þá daginn áður strokið burt með frakkneskum undirforingja. Jcg komst til Magde- borgar, og gerðist þar trumbusveinn í hernum. Sem slíkur tók jeg þátt í orustunni við Leipzig. Jeg komst smám saman hærra í hernum og varð með tímanum flokksfyrirliði. Jeg var með í mörgum orustum, og var ætíð hinu fræga ættarnafni mínu til sóma. Á njósnarferð einni í grenndinni við Jena var jeg svo heppinn að handsama rússneska hershöfðingjann Skobeleff. Jeg Ijet skjóta hann. En svo mundi jeg fyrst eftir því á eftir, að Rússar voru einmitt. bandamenn okkar, svo að jeg hafði þarna gert töluvert a.xar- skaft. Nú, jeg var dæmdur til dauða, eins og eðlilegt, var. En með tilliti til verðleika minna og gagns þess, sem jeg hafði annars gert í hernum, var jog náðaður — hegningunni breytt i æfilangt fangelsi. Jeg var í 14 ár 1 hegningarhúsinu í Spandau, en svo lánaðist mjer að drepa einn íangavörð- inn og flýja. En upp frá þessu gekk allt í basli fyrir mjer. Jeg reyndi í nokkur ár að hafa ofan af fyrir mjer með smá- vægilegum svikum og saklitlum fje- glæfrum — nafnið Schiller iætur vel í eyrum á Pýzkalandi — en að lok- um varð jeg að ganga í flokk með stórgiæpamönnum, til þess að halda í mjer lífinu. Við rændum veitingakrá eina, er var langt frá mannabyggðum, drápum veitingamanninn, konu hans og vinnukonu og þrjú börn, og kveikt- um svo í kofanum. En það korast upp um okkur, og jeg var aftur dæmd- ur í æfilangt fangelsi. Á hundrað ára afmælisdegi minnm var jeg náðaður. Þá hafði jeg verið í samfleytt 59 ár í hegningarhúsinu, og sjeð 3—4 kynslóðir fangavarða deyja. Jeg fór þá þegar hingað til Oppenheim, fæðingarbæjar míns, er jeg hafði þá ekki sjeð í 88 ár, og senj einkasonur heimsfræga skáldsins Schil- ier, varð jeg braðlega eitthvað það allra merkiiegasta, sem bærinn gat haft til sýnis. Jeg orti afmæliskvæðí til borgarstjórans, og mjer var boðið í veizlur og samkvæmi. Fyrir fjórum árum giftist jeg ungri stúlku, og hefi þegar átt þrjú börn með henni, jafn- vel þótt jeg sje orðinn töluvert aldr- aður. Jeg hefi enn þá ósljóvað minni og aiiar nauðsynlegar sálargáfur. Jeg ! drekk mitt fyrirskipaða staup á hverjum degi, og geng tvær mílur a hverjum morgni á undan morgunverði, — Blaðamaður sá, sem þetta heíir ritað eftir honum, bætir því við, að sjer hafi geðjast mæta vel að syni Schillers, þrátt fyrir það, þótt æfi hans hafi verið nokkuð flekkótt. €intal silarinnar i í ,.fjósu». Auðvitað er ráðkerrann nmboðs- maður Alþingis. llmboðsmaður ekki að eins til að framkvœma vilja Alþingis, sem það leggur fyrir hann, heldur og til að brjóta á bak aftur vilja Alþingis, ef hann álítur að Alþingi hafi ekki haft vit á að vilja rétt, þ. e. a.s. eins og hann vill vera láta. Þetta er svo sem sjálfsagt. Þegar Alþingi því kýs einhverja raenn til einhvers starfa, þá er auð- vitað, að ráðherrann getur ónýtt þá kosningu, ef honum sýnist. Það er í rauninni vitleysa þetta, að Alþingi sé að kjósa menn: ráð- herran er umboðsmaður þingsins og getur ónýtt kosninnguna; það er því miklu beinna að fela honum alveg að skipa menn, í stað þess, að þingið sé að ómaka sig. Það þarf. að brejda stjórnarskrá, bankalögunum o. fl. lögum i þessa átt. Eg skal muna að koma með frv. um það á næsta þingi. Alþingi kýs endurskoðunarmenn landsreikninga (þeirra er ráðherra semur) ; hann getur tilnefnt þá menn sjálfur. Og svona er um gæzlustjóra Landsbankans, og svona er um annan endurskoðunarmann bank- ans, sem Alþingi nú kýs. Já, þetta er vert að athuga og muna vel: ég er kosinn af Alþingí endurskoðunarmaður í I.andsbank- anum. En ráðherrann er umboðsmaður minn og annara þingmanna — ég

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.