Reykjavík - 20.08.1910, Blaðsíða 2
138
REYKJAVÍK
14 daga útsala
í Sápnhúsiim í Austurstr. 17
og i
Siípubúðiimi Laugáveg 40.
Frá laugardeginum 20. ágúst til laugardags 3. september,
verður mikil útsala. Þessa daga verða allar vörubirgðirnar seld-
ar langt undir venjulegu verði.
Alt verður selt.
Prima grænsápa 13 og 14 aura pd. Prima brún krystalssápa 18
a. pd. Prima Marseille-sápa 23 a. pd. Prima Salmiak-sápa 27 a. pd.
Prima Stangasápa 14 og 17 a.
3 pd. af soda fyrir 13 a.
3 Stk. ágæt Violsápa á . . 26 a. 3 St. „Vera“ Violsápa á . . 14 a.
3 — — Zeroform sápa á 26 — 3 St. grænir kranzar (ilm-
3 — — Mandelsápa á . 26 — andi) á 14 —
3 Dósir Juno Créme (til 1 St. Tannpúlver „Sana". . 25 —
Box Calf) á 27 -- Væfl hárgreiða að eins á 25 —
Egta lessive Lútarduft pd. á 18 — stór 50 aura höfuðkambur 35 —
Egta sápuspænir pr. pd. á. 33 — vænn höfuðkambur á . . 25 —
Prima Blegsoda pundið á . 7 — 25 a. höfuðkambur á . . 18 —
góðir fægiburstar st. á . . 17 — góður fatabursti að eins á 30 —
Stígvélareimar á ... 6 —7 — góður hárbusti að eins á 48 —
góðar gólískrúbbur á . . . 10 — 3 Flórians búðingsduft á . . 27 —
stórir kambar á 10 — 10 aura nýtt krydd á . . . 8 --
3 St. egta 25 a. Zeroform 100 þvottaklemmur á . . . 38 —
sápa á 50 — 25 Patentklemmur á . . . . 33 —
3 St. egta 25 a. Carbol- 3 góðir naglaburstar á . . . 26 —
sápa á 60 — 1 St. egta rakarasápa á . . 14 —
3 Champoningduft á ... . 26 — 1 St. egta gallsápa á . . . 14 —
Flaska Viol-ilmvatn á . . 23 — 1 St. egta silfursápa á . . . 14 —
Flaska’ franskt ilmvatn . . 10 — Flaska egta „Brillantine" 23 —
3 St. egta jurtasápa á ... . 27 — Flaska „Florida" vatn á 23 —
3 öskjur fægiduft á . . . . 15 — Flaska Eau de Quinine (í
3 Dósir ofnsverta á . . . • . 21 — höfuðböð) á 45 —
stórir gólfklútar á ... . 18 — 3 St. egta 25 a. Viol sápa á 60 —
stórar þurkur á 8 — 1. St. egta „Kinosol" sápa á 22 —
sterkir svampar á ... . 18 •— 1 St. egta Eggjasápa á . . 26 —
Hárspennur (með steini) á 08 — Cocos rykkústur á ... . 52 —
Fl. „eull“ fægi-crem . á . 22 — 3 St. úrgangs sápur á . . . 27 —
V2 pd. „Remy“ Stivelse 3 St. sama á 14 —
(ásætt) á 1 4 — 3 Dósir hlá.mi á 91
Miklar birgðir af ilmvötnum seljast með afar lágu verði.
Stór jurtasápa (vegur V» pd.) 13 a. stk.; stór Viol-sápa (ilmandi) 23
a. stk. Elefant Creme (25 a.) á Box Calf á 18 a.; Cacao, Vanille,
Sucat selt langt undir verði.
Alt verður selt.
Hárburstar, fataburstar, höfuðkambar og spennur.
Óheyrilega ódýrt.
Svampar, kúrstar, fiskiburstar,gólfskrúbbur, alt verður selt fyrir
sama sem ekki neitt.
Komið í tæka tíð!
SfPUHÚSIÐ SÁPUBÚÐIN
Austurstræti 17. Telefon 155. Laugaveg 40. Telefon 151.
Reykjavíkurfrjettir.
— Hin aðferðin væri sú, að taka
nokkur fá atriði fyrir í einu, helzt þau
er stæði í eðlilegu sambandi sín á
milli. Ég skal benda á, að spurningin
um fjölgun ráðgjafa, og hin um árlegt
þinghald, fast þingfararkaup o. s. frv.
standa í sambandi. Öll þau atriði er
snerta fjarveitingarvaldið, svo sem á-
kvæði gegn bráðabirgða-fjárlögum, á-
kvæði um frumkvæði að fjárveitingum,
og um yfirskoðunarmenn landsreikn-
inga, standa í sambandi sín á meðal.
Afnám konungkjörinna þingmanna
stendur í sambandi við óskift þing eða
tvískift.
Það er full ástæða til að íhuga, hvort
eigi mundi fullt eins affara-drjúgt að
endurskoða þannig stjórnarskrána í
köflum, taka fyrir í senn þau atriði,
er fyrst og fremst riði á að laga. Með
því móti mundi mest trygging fyrir,
að bæturnar gengju fram í þá átt, sem
sannarlegur meiri hluti væri fyrir hjá
þjóð og þingi. Eru þá líkindi til að
úrslitin yrðu staðbetri, þ. e. a. s. gætu
staðið óhögguð um lengri tíma, svo
að menn væru ánægðir með. Þá yrði
og með því móti miklu meiri líkur
fyrir, að hvert atriði yrði síður að
flokksmáli milli stjórnflokks og stjórnar-
andstæðinga, heldur skiftu þingmenn
sér með og móti hverju atriði eftir
eiginni sannfæringu.
Eftir að ég hefi nú kastað þessu
fram til íhugunar góðum mönnum af
öllum flokkum, skal ég nú fara nokkrum
orðum um nokkrar einstakar breyt-
ingar. [Meira].
Spyr sá sem ekki yeit.
VII.
Meðan ráðherrann eða blað hans
skýrir ekki frá öðru réttara, hefl ég
það fyrir satt, að Jarðabókasjóður
hafi 31. Júlí þ. á. átt í sjóði:
1. hjá stjórnarráðinu kr. 96,000, 00
2. „ Landsbankanum —320,000, 00
3. „ íslandsbanka . . — 63,381, 00
kr. 479,381, 00
4. „ Gj.kera landssjóðs
kr. 138,722, 90
-í- lagt út fyrir
prestlaunasjóð . .
(skuld hans) 57,035, 00 „ 81,687, 90
Alls kr. 561,068, 90
S. d. (31/7—’IO) búið að kaupa
bankavaxtábréf af Landsbankanum,
samkv. lántökulögunum, kr. 1,010,000,-
00. Þessi upphæð bankavaxtabréfa
(nafnverð 1 milíón og 10 þúsund kr.)
geymd („depóneruð") í íslandsbanka.
Eftir eru þá af lánsupphæðinni (alls
1,500,000 kr.1) um 490,000 kr.
Hvar éru þær?
Enginn efar, að þær sé einhverstaðar,
sjálfsagt vel geymdar á vísum stað.
En það væri eitthvað skemtiiegra og
fróðlegra að fá að vita hvar, og það
getur ekki verið neitt launþurfamál;
svo að ég vonast til að stjórnar-
málgagnið leiði mig og aðra forvitna
í allan sanDleika.
Skuld jarðabókasjóðs við ríkissjóð
var 31. Júní þ. á. talin um 700,000
króna.
Jón Olafsson.
1) Lánið var vitaskuld greitt með ofur-
litlum afföllum, en er talið hér fullu nafn-
verði; en bankavaxtabréfin eru líka seld
með ofurlitlum aff'illum, en talin hér ainnig
með nafnverði; þetta er hér látið jafna sig
upp. Munar svo litlu.
íslendingasundlð var háð síðast-
liðinn sunnudag eins og til stóð. Veður var
hið ákjósanlegasta, logn og sólskinshiti.
Flotpalli hafði verið lagt úti á Skerjafirði,
250 metra undan landi, og áttu sundmenn-
irnir að synda þann spöl fram og aptur, eða
alls 500 metra hvíldarlaust. 7 menn tóku
þátt í kappsundinu, og syntu þeir í þremur
deildum.
í fyrstu deild voru þeir Einar tíuðjóns-
son og Guðmundur Kr. Guðmundsson.
Synti sá fyrnefndi spölinn fram og aptur á
11 mínútum og 45 sekúndum, en sá síðar-
nefndi á 11 mín. 374/<; sek.
í annari deild voru þeir Sigurður Sig-
urðsson og Sigurjón Sigurðsson. Var sá
fyr taldi 11 mín. 54 sek.. en hinn síðar taldi
11 mín. 512/í sek. á sundinu.
í þriðju deild voru þeir Guðm. Kr. Sicj-
urðsson, Siglryggur Eiríksson og Slefan
Olafsson. Synti Guðmundur spölinn fram
og aptur á 11 ínfnútum og 212/<s sekúndu,
Siglrgggur á 10 mínúlum og 5 sekúndum,
en Stefan á 9 minútum og 54"/.- sekúndu.
Að því loknu lýsti formaður dómnefndar-
innar, Þorkell Þ. Clementz, því yfir, að
Stefán Ólafssoit vœri sundkonung-
ur íslands,
og bað Sigurjón Pjetursson, glímukonung
íslands, að afhenda honum verðlaunagrip-
inn, Sundbikar íslands.
Að kappsundinu loknu steyptu 15 ungling-
ar sjer í sjóinn, og syntu stundarkorn fram
og aptur um víkina. Seks þeirra syntu alla
leið út að flotpallinum og til lands aptur,
en hvildu sig á pallinum.
Af þeim 7 mönnum, sem tóku þáttíkapp-
sundinu. synti enginn jafn fallega, eins og
Einar Guðjónsson. Hann leið áfram jafn
stillt og rólega alla leið, eins og fugl á sundi,
og sundtök hans voru yndisleg. Allir aðrir
hossuðu sjer meira eða minna á sjónum, og
þykir það ljótur ávani.
Það er Ungmennafjelag Reykjavikur, sem
hefir gengizt fyrir því, að koma á pessusvo
nefnda nistcndingasund/«. Er ákveðið, að
það verði framvegis liáð einu sinni á ári, að
jafnaði um mánaðamótin júlí og ágúst, ann-
að hvort í Reykjavík, ísafirði, Akureyri eða
Seyðisfirði, og skal það auglýst með tveggja
mánaða fyrirvara í dagblöðum á öllum þess-
um stöðum. íslendingasundið er 600 metrar,
og fer fram í sjó. íslendingar einir hafa
rjett til að taka þátt í því, en sama, hvar á
landinu þeir eiga heima. íslendingar eru
þeir taldir, sem eiga heima á Islandi, þegar
lslendingasund fer fram, og hafa átt þar
heima þrjú ár samfleytt fyr eða síðar.
Sundbikar íalands er silfurbikar mikill
og vandaður, og skal hann ætíð vera „verð-
launagripur og heiðursmerki1* þess manns,
er sigur ber úr býtum í íslendingasundi.
Ungmennafjelagið keypti bikarinn í Lund-
únum, og er sagt, að hann muni hafa kost
að um 300 krónur, Hálfleiðinlegt er það,
að UngmeDualélagið skyldi ekki heldur láta
Nýprentað :
St. G. Stephánsson: And-
vökur III. Ljóðmæli.
Jón Trausti: Heiðarbýlið III.
Fylgsnið.
Fæst hjá bóksölum.
Aðalumboðssala í bókaverzlun
Arinbjarnar Sveinbjarnarsonar,
Laugaveg 41.
smiða hann hjer, svo að keppt væri um ís-
lenzkan grip, á íslendingasundi. Enginn
efi á því, að hann hefði getað orðið fullt
eins vandaður og smekklegur. Magnús Er-
lendsson gullsmiður hefir sagt, að hann
skyldi hafa smíðað fullt svo fallegan bikar,
og auk þess efnismeiri, fyrir sama verð og
þessi hefði kostað; ef það hefði að eins ver-
ið nefnt við sig, og er honum vel trúandi
til þess.
Hjúskapur. í fyrradag voru gefin
saman í hjónaband austur á Þingvöllum
Arni Eiríksson, verzlunarstjóri hjeðan úr
hænum og ungfrú Vilborg Runólfsdóttir
frá Vík.
13. þ. m. gaf bæjarfógeti saman í hjóna-
band ritsjóra Ivar Vennerström (frá Sví-
þjóð) og ungfrú Ólafiu Giiðmiuidsdóttur
frá ISfesi (á Seltj.nesi). Þau fóru með „Flora“
norður um land og út til heimkynna brúð-
gumans
Um ísland og Danmörku ætl-
ar dr. Norman-Hansen að halda fyrirlest-
ur í kvöld í Bárubúð. Aðgangur kostar 50 au.
Dr. Norman-Haii8en hefir verið að ferð-
ast hjer um land i sumar. Hjelt hann ný-
skeð fyrirlestur um þetta sama efni á Ak-
ureyri, og var gerður að honum góður rómur.
„FylgsniO", saga Jóns Trausta, er
komið út og fæst hjá bóksölum. Verð 2
kr. Þess verður getið nánar hjer í blaðinu
innan skamms.
í’i ngh úsgarOu riun er opinn frá kl. 1—3’/:> á
morgun (20. ágúst).
Bíó. Að sögn kunnugra verða sýnd-
ar óvenjulegar góðar myndir I Bíó um
þessa helgi. Meðal peirra er einkarfög-
ur og tilkomumikil landslagsmynd frá
Astralíu, er gefur mönnum ágæta hug-
mynd um landbúnað og kvikfjárrækt
Ástralíubúa, og endar á dýrasýningu í
höfuðborginni Sydney. »Saga skipstjór-
ans« heitir önnur mynd, sem sýnd verð-
ur. Hún er í ellefu deildum, og að sögn
mjög álirifamikil. »Skyrtuleysinginn« er
þriðja myndin, sjerlega skopleg mynd.
Heilsiuhælisfj el agsíleild
Reylíj avíkur. Eins og menn munu
hafa tekið eftir í auglýsingu í siðasta blaði,
kallaði yfirstjórn Heiisuhælisfjelagsins saman
fund í Reykjavíkurdeildinni 15. þ. m„ með
því að formaður deildarinnar, Þórður læknir
Thóroddsen hafði ekki boðaö til fundar í
liðug tvö ár, þrátt fyrir áskorun. Töluvert
ólag hafði verið á stjórn deildarinnar síðustu
árin, eins og sjá má á eftirfarandi útdrætti
úr fundargerðinni:
))Eftir reikningum þeim, sem fengist
höfðu, voru 1211 meðl. með 1766V2
tillagi árið 1908, en inn höfðu borg-
ast 1591 kr. í tillögum og 491 kr.
í gjöfum. 1909 voru 918 meðl.
með 13021/* tillags.
Á árinu 1909 höfðu eftir bréfi
formanns deildarinnar einnig greiðst
eldri gjöld, sem hann kvaðst mundi
gera grein fyrir í reikning fyrir 190S, en
sá reikningur hefur eigi enn komið
frá formanni, heldur að eins stutt
skýrsla; en reikningur fyrir 1909
var þá í reikningsformi, en fylgiskjala-
laus, og höfðu eigi fengist frekari
reikningsskil, þrátt fyrir margítrekað-
ar tilraunir til þess.
Ágúst Bjarnason kennari bar fram
svohljóðandi tillögu:
„Fuadurinn felur yfirstjórn Heilsu-
hælisfélagsins að sjá um á þann
hátt, er hún telur tiltækilegastan, að
full reikningsskil deildarinnar fáist".
Tillagan var samþ. í einu hljóði.
Samþykkt var að fresta kosning nýrrar
stjórnar, þar til búið væri að kippa reikn-
ingum deildarinnar í lag.
Að siðustu bar Ólafur Björnsson upp
svohljóðandi tillögu, er var samþ. í einu
hljóði:
„Fundurinn lýsir óánægju , sinni
yfir starfsemi formanns Reykjavíkur-
deildar Heilsuhælisfélagsins tvö síð-
ustu árin og felur því yfirstjórn fé-
lagsins að taka að sér forstöðu
deildarinnar fyrst um sinn, þangað til
ný stjórn verður kosin, og annast
innheimtu alla“.