Reykjavík - 07.06.1913, Page 2
92
REYKJAVlK
Reykjavilt Teater.
Fritz Boesens Teaterselskab
opförer
Söndag den 8. Jnni Kl. 8V« præcis
„jKíin egen Dreng“.
Folkekomedie med Sange i 5 Akter
af Erik Bögh.
Sidste Söndagsforestiliing.
Billetpriseme: 1. Parket 1,25.
2. Parket 1,00.
Staaplads 0,75.
Börn 0,50.
utan tekjur pær sem hann heflr haft
af lotteríinu og fyrirlestri Dr. Guðm.
Finnbogasonar, er síðar verður vikið að,
kr. 5913,37. Af skýrslu nefndarinnar
um gjöld sjóðsins er eigi hægt að sjá
að annað hafl verið lagt í kostnað til
þess að koma minnisvarðanum upp, en
kr. 5000,00, er Einari Jónssyni hafa
verið borgaðar. Að vísu er talinn
ýmislegur kostnaður kr. 530,60, sem
almenningur veit enn eigi hver er. En
gjörum ráð fyrir að sá kostnaður hafl
verið óhjákvæmilegur og miðað til að
koma varðanum upp, og verður þá
kostnaðurinn alls kr. 5530,60. Hefði
verið lagt í þennan kostnað með hinu
upphaflega samskotafé ætti nú að vera
í sjóði kr. 5913,37-f-5530,60—382,77.
Nú á samskotasjóðurinn, eftir uppgjöf
nefndarinnar, kr. 463,96, og er því
fyrir speculationir nefndarinnar kr. 81,19
hærri en hann væri ef numið hefði
verið staðar við samskotin 1907.
Ingólfssjóðurinn hefir því á árunum
1907—1912 grætt samtals kr. 81,19
— áttatíu og eina krónu og nítján aura —
Hvernig er sá gróði tilkominn ? Hann
er að þakka gróðafyrirtækjum nefndar-
innar. Þau eru tvö, lotteríið og útgáfa
á fyrirlestri Guðm. Finnbogasonar. Á
hinu síðarnefnda fyrirtæki heflr sjóðn-
um samt ekki áskotnast þessi upphæð.
Þvert á móti. Samkv. skýrslu nefnd-
arinnar hefir útgáfukostnaðurinn orðið
kr. 127,85, en ágóði af sölu fyrirlest-
ursins kr. 44,15. Þar heflr sjóðurinn
því tapað kr. 83,70, og hefir hann því
grætt á lotteríinu kr. 81,19—(-83,77=
164,89. En þar við er þó að athuga
að á Ingólfshúsinu hvílir veðskuld
kr. 4421,10, sem af þarf að leysa áður
en dregið verður um húsið. Og til
þess kveðst nefndin nú þurfa kr. 3957,14.
Nefndin ætlar sér því að eyða því sem
nú er í sjóði til þess að geta dregið
um húsið, og fari dráttur fram um
næsta nýjár, samkv. áætlun nefndar-
innar, verður því niðurstaðan sú, að
sjóðurinn verður tómur, og heflr hann
þá tapað kr. 382,77 á braski nefndar-
innar. Ingólfsmyndin á því jafn langt
í land og hún átti 1907, er byrjað var
á þessu húsbraski, og þó miklu lengra,
því það sem síðan hefir gerst í mál-
inu hefir mjög spilt framgangi þess,
og drepið niður áhuga almennings á
því.
Þessi er þá niðurstaðan. Hún verður
enn hlálegri þegar þess er gætt, að í
upphafl var gjört ráð fyrir að lotteríið
um húsið gœfi minnisvarðasjóðnum
10—15,000 kr. í aðra hönd. Mönn-
um er það enn í minni að það var
þá látið í veðri vaka að efni í og vinnu
við húsið ætti að gefa að mestu leyti.
Voru gefendurnir nafngreindir í blöð-
unum sumir hverjir og gumað mikið
af örlæti þeirra. Nú sér maður að
byggingarkostnaður hússins er talinn
kr. 11655,76, en gjaflr til hússins
hafa að eins numið kr. 3435,94. —
Annað hvort hafa því sumir, er lofað
hafa gjöfum til þess, svikið þau lof-
orð eða almenningi verið skýrt rangt
frá í upphafi. Um þetta er nefndinni
skylt að gefa ítarlegri skýrslu en hún
enn hefir gert, skýrslu, er sundurliði
byggingarkostnaðinn og sýni hvað af
efni og viunu geflð hefir verið til
hússins. Alt það fé, er komið hefir
inn fyrir selda seðla, heflr gengið til
byggingar hússins og sjóðurinn hefir
hleypt sér 1 skuld til að koma því
upp; og nú er ætlast til, að andvirði
seðla þeirra, er seljast kunna, gangi
til að leysa þá skuld af. En almenn-
ingur keypti seðlana til þess að auðga
Ingólfssjóðinn og flýta fyrir því, að
minnisvarðinn yrði reistur, en ekki til
þess að einu húsinu yrði fleira í
Reykjavík.
Um stjórn nefndarinnar á lotteríinu
og húsinu mætti segja margt. Þannig
telur nefndin kostnað við lotteríið kr.
843,41. Nú hafa að eins selst 2442
seðlar fyrir 4884 kr., og er því kostn-
aðurinn 17—18%. Það þarf ekki
annað en að líta á tölurnar til að sjá,
að hér er einhver klaufaskapur og ó-
hagsýni með í spilinu. Leigutekjur af
húsinu i öll þessi ár telur nefndin
einar kr. 1610,00. Húsið er virt
á kr. 13278,00, og hlýtur hér að
vera annar klaufaskapur, Viðhald
hússins,' skatta o. fl. telur nefndin kr.
523,28, og væri fróðlegt að fá þá upp-
hæð sundurliðaða.
Við reikningsyfirlit nefndarinnar er
það ennfremur athugavert, að hún
telur sig hafa borgað kr. 578,90 af
veðskuld hússins. Þessi upphæð sést
ooooooooooooooo
«1 _ r_ x_ _ o
0
. 0
0 alls konar er lang-ódýrastur í q
o Skóverzlun Jóns Stefánssonar o
0 Laugaveg 14. 0
$ Vatnsstígvél (hnéhá) ö
V seljast á Kr. 16,75. ▼
^ Allar viðgerðir fljótt og vel gerðar. ▲
ooooooooooooooo
hvergi í gjaldadálknum, og vantar því
eðlilega samsvarandi upphæð í tekju-
dálkinn. Þyrfti þetta því nánari skýr-
ingar við.
Það verður ekki annað sagt, en
að ráðsmenska íngólfsnefndarinnar á
sjóðnum hefl verið óheppileg, Hér að
framan heflr ekki verið minnst á það
atriði málsins, að eigendur seðlanna,
sem keyptu þá í þeirri von, að bráð-
lega yrði um húsið dregið, hafa verið
látnir bíða þess svo árum skiftir og
eiga máske enn eftir aðra eins bið
eða lengri. Þeir eru því eðlilega ó-
ánægðir, og fyrsta verk þeirra, er
fyrir lotteríinu standa, er að upp-
fylla skyldu sína við þá. Þetta hefir
nefndin líka séð. En að hún eftir alt,
sem á undan er gengið, skuli leyfa
sér að ætlast til þess, að almenningur
treysti henni til að ráða drættinum
um húsið til lykta, er næsta djarft.
Iðnaðarmannafélagið tók málið á sínar
hendur og fól nefndinni framkvæmd
þess. Það ber því siðferðislega, ef ekki
lagalega, ábyrgð á gerðum nefndar-
innar, og jafnframt er því skylt að
ráða malinu til iykta á heppilegan
hátt. Þess mun varla vera að vænta,
meðan þessi nefnd hefir það til með-
ferðar. Og enda þó að nefndinni sjálfri
eigi hafi þótt ástæða til að segja af
sér, þá ætti að vera full ástæða fyrir
Iðnaðarmannafélagið að fela málið öðr-
um mönnum. Þá mundi almenningur
fúsari til að styrkja framgang þess.
Eins ætti Iðnaðarmannafélagið að sjá
um, að almenningur fengi nákvæmari
skýrslu um hag sjóðsins en þá, er
nefndin nú hefir gefið. Þykist eg að
framan hafa bent á, að þess sé full
þörf.
Þetta Ingólfsmál er svo merkilegt,
að það má eigi lengur liggja í þagnar-
gildi. Ýms atriði í því hefi eg eigi
rakið eins vandlega og þörf hefði má-
ske verið. Geíst mér ef til vill tæki-
færi til þess seinna. Eg býst við að
einhver nefndarmannanna eða stjórn
Iðnaðarmannaíélagsins láti nú til sín
heyra um málið, og bíð eg fyrst um
sinn eftir þeim svörum. X.
Sveini Valdiiar Svemsson.
Sunnudagsmorguninn 1. þ. m. lézt
hér í bænum Sveinn V. Sveinsson stud.
med. úr heilablóðfalli. Hann hafðl
gengið til svefns föstudagskvöldið næst
á undan kl. 10 og ætlað að njóta
góðs svefns, því hann átti að ganga
undir próf daginn eftir. Yar það byrj-
un á embættisprófi í læknisfræði, er
hann skyldi ljúka í þessum mánuði.
En hann vaknaði ekki úr því, hafði
fengið heiiablóðfall um nóttina og lá
rænulaus þar til hann andaðist á
Sunnudagsmorgun.
Sveinn útskrifaðist úr Lærðaskólan-
um 1907 með 1. eink. Sigldi til Há-
skólans og tók þar heimspekispróf með
ágætiseinkunn ári síðar, kom svo og
las læknisfræði hér heima og átti að-
eins ólokið embættisprófi sem fyr var
sagt.
Sveinn Yaldimar — svo var hann
oftast nefndur — var talinn, af þeim
er þektu, með allra efnilegustu
mönnum, sem lagt hafa stund á lækn-
isfræði hér. Bar margt til þess. Hann
var óvenju skýr maður, fljótur að átta
sig á hvað um væri að tefla 1 hverju
máli, námsmaður með afbrigðum og
handlaginn. Mátti með sanni segja
að hann hefði flesta þá kosti, sem
góðan læknir má prýða. í viðmóti
var hann hýr og hlýr og hugljúfi sinna
vina, og ekki gat betri dreng. Er hann
harmdauði öllum, er hann þeklu, og
þeim mest, er hann þektu bezt.
Leikhúsið.
Hr. Boesen verður ekki fullþakkað
val hans á velflestum leikritum, er
hann sýnir hér.
Gjaldþrotið eftir Björnstjerne Björns-
son er svo úr garði gjört frá höfundar-
ins hendi, að nautn er að lesa það og
eins að sjá það, og því meir sem það
er betur leikið. Og um meðferð leik-
flokksins á því eru allir á eitt sáttir
að hafi verið ágæt. Leikfélagið okkar
sýndi þetta leikrit fyrir nokkrum ár-
um og þótti takast vel, og að einu
leyti var það sínu betur gjört en nú,
nfl. hlutverk frú Tjælde.
Hér er ekki rúm til að rekja efni
leikritsins eða skrifa ítarlegan dóm
um meðfeið leikenda á hlutverkunum.
Tjælde, gjaldþrotakaupmanninn, lék
hr. Boesen, mjög vel eins og við var
að búast. Leiksviðið er honum |það
sem vatnið er fiskunum. Sérstaklega
má þó viðbregða leik hans í síðasta
þætti.
Frú Tjælde (A. Krygell) var eins og
áður er sagt síður leikin en hér hjá
Leikfélaginu, samt slétt með hlut-
verkið farið.
Berend málfiutningsmann lék herra
0. Petersen og tókst honum þetta
hlutverk bezt af öllu því er hann hefir
leikið hér. Svipaði leik hans í mörgu
til leiks herra Jens B. Waage, sem
þótti prýðilega loika Berend hér á
árunum.
Dætur Tjælde voru báðar vel leikn-
ar, en þó sérstaklega Valborg (Carla
Muller). Leikur hennar mjög náttúr-
legur og viðfeldinn. Móti henni lék
herra Chr. Frier elskhugann Sandnæs,
sem réttir við hag Tjældefólksins eftir
gjaldþrotið. Leikur hans góður yfir-
leitt, en málfærið skemmir fyrir honum.
Um önnur hlutverk er það að segja,
að þau voru öll sæmilega leikin, svo
að hvergi spiltist ánægjan af að horfa
á leikinn.
Það á að leika Gjaldþrotið í síðasta
sinn á Miðvikudaginn kemur, og er
enginn svikinn af að fara þangað.
Prestssetur brunmð.
Á síðastl. Þriðjudag um 12 leitið
kom eldur upp í prestssetrinu á Stað í
Hrútafirði, og brunnu hús öll á tæp-
um 3 klukkustundum. Eigi vita menn
gjörla hvernig eldurinn hefir komið upp,
en að líkindum hefir eldsneyti fokið úr
ofni og þannig kveykt í húsinu. Hvass-
viðri var mikið, svo frágangssök var
að reyna að stöðva eldinn, reyndu
menn því að bjarga, eins og hægt var
af innanstokksmunum, og mun miklu
hafa verið bjargað af þeim. Prestur
að Stað er nú séra Eiríkur Gíslason,
sem var alþingismaður Snæfellinga
fyrir nokkrum árum. Hann hefir,
eins og menn geta ímyndað sér, orðið
fprir miklu tjóni og óhagræði af þess-
um bruna, þar sem alt var óvátrygt.
Hann og íólk hans býr nú í kirkjunni,
sem eldurinn náði ekki til. Einnig
standa öll peningshús, með þvi þau
voru nokkuð frá bæjarhúsunum og
vindurinn stóð ekki á þau.
Anglo-Scandinavian Society.
Svo heitir félag, sem stofnað var í
Edinborg fyrir fám árum, og eru í því
Norðurlandabúar margir, og Bretar, sem
hafa áhuga á málefnum Norðurlanda.
Félag þetta fór í fyrrasumar skemti-
ferð til Khafnar, og hlaut þar hinar
beztu viðtökur. Bæjarstjórnin þar hélt
ferðamönnnunum veizlu, og fleira var
þeim gjört til sóma.
Félag þetta hefir í hyggju að stofna
til skemtiferðar til íslands að sumri
komandi. Ætlar það í því skyni að
leigja skip, og vera mánuð í förinni.
Gjört er ráð fyrir að farþegar geti
ferðast landveg héðan og norður til
Akureyrar, þeir sem til þess treysta
sór, en aðrir fari styttri ferðir, til
Geysis eða Þingvalla.
Hr. Andrés Guðmundsson umboðs-
sali í Leith er meðlimur félagsins. Hér
á landi hefir það kjörið sér tvo heið-
ursfélaga, þá Hannes Hafstein ráðherra
og Jón Ólafsson alþm.