Skeggi - 28.01.1920, Blaðsíða 1

Skeggi - 28.01.1920, Blaðsíða 1
 III. árg. Vesunannaoyjum, Miövikudainn 28. j'an. 1920. 4. tbl. Breyttar \ merkingar orða Tvö dæmi. Mörg tækifæri gefast athugul- um kennurum við barnaskóla, til að kynna sjer móðurmálið eins og það lifír og þróast á vörum þjóðarinnar, ótruflað af fræðisetningum „hinrta skrift- lærðu". Ekki er því að leyna að marga málleysuna fá þeir að hlýða á og glíma við, og mörg villihljóð að leiðrjettá.' Er vart annað kenslustarf raunalegra en að sitja við og þvo af málinu suma soralegustu blettina, sem á það hafa fallíð á síðustu ára- tugum. Margt er þar upp að telja ef reynt væri. Sumt afþví er orðið svo rótgróið, að íslensku- kennarar við .„æðri skólana" eru að komast í mát með marga nemendur sína. þar veður uppi útlent illgresi, og innlendar am- bögur og hljóðskrípi, og fer sí- versnandi þrátt fyrir allar kenslu- bækur, og marg-endurteknar umvandanir af hálfu margra á- gætra manna. það er orðið býsna algengt að börn eru orðin svo hljóðglapin, ýmist af skakkri stöfun eða röngum framburði heima, þrgar þau koma í skól- ann, að þeim verður ekki hjálpað á rjetta leið, með þeim náms- tíma, sem algengastur er hjer á landi. En mitt í öllum óskapn- aðinum bregður þó jafnan fyrir hreinum einkennum vors fagra og þróttmikla móðurmáls. Allmerkilegt atriði og lítt rann- sakað ennþá, er hin hraðstíga breyting, sem er að verða á uierkingu eldri orða. Minnist jeg ékkl að hafa sjeð neinsstaðar um það ritað, og ekki heldur' heyrt um það rætt af neinni alvöru. það er þó bert að það atriði er harla mikilvægt fyrir málfræðina er frá líður, og getur enda skift máli fyrir daglegt líf nú á dögum. Löggjafarnir eru ekki æfinlega grandvarir í orða- vali og slæðast þá með orð Símfrjettir. út. R.vík 28. jan. 1920. ínflúenzan gengur í Frakklandi og breiðist óðum Einnig komin til Kaupm-hafnar. Endanlegir friðarsamningar undirskrifaðir af öllum aðiljum, Solsjevikkar magnast í Rússlandi. Pólverjar safna liði á, móti þeim. Foch marskálkur er farinn þangað austur til að gera hernaðarráðstafanir. Harðindi og hagaleysur um alt land. Austanfjalls gengur menn kvefsótt á börnum og fullorðnum. Kíghósti fer versnandi hjer, (R.vík). Skarlats«ótt gengureinnig. Bæjarstjórnarkosning'á að fara fram í Reykjavík á laugardag. Undirbúningur ekki mikill. sem eru að skifta merkingu. Forboðið getur komið annars- staðar niður en því var ætlað. Fyrir fáum árum var dæmdur dómur í hjeraði, og honum síðan vísað til yfírrjettar, var málið risið út af misjöfnum skilningi á orðinu — „ú t v e g s m a ð u r". Getur svo verið um mörg fl^iri orð, að deilur rísi um merkingu þeirra. En þó svo færi nú að slíkt.yrði sjaldgæft, þá verður aldrei undan því stýrt að men'n misskilja mjög gömul orö, vall- gróin i málinu, eingöngu fyrir þá sök að þau hafa breytt merkingu, ott að óþörtu. Nýjungagirnin leitör allstaðar á, og eins þar sem gömul og föst merking er fyrir og úr nógn að velja til að bregða fyrir sig. Dæmin yrðu mörg ef talin væru öll. Hjer koma aðeins tvö dæmi, sem sýna ekki smáa breytingu. 1. Útgerðarmaður. Sá siður er gamall hjer á Suður- landi, að sjóróðramenn ýmist gera sig út sjálfir yfir vertiðina, og eiga þá hlut sinn sjálfir, eða þá að þeir róa öðrurh híut, gegn ákveðnu kaupgjaldi auk til- kostnaðar yfir vertíðina. það var algeng málvenja til skamms tíma, á Suðurlandi að minsta kosti, að sá var kallaður út- gerðarmaður er rjeri öðrum hlut gegri ákveðnu kaupgjaldi. Sá er skipið átti, eða gerði út, var kallaður útvegsmaður eða ú tvegsbóndi; hann var ekki kallaður útgerðarmaður. Aftur á móti var sagt að hann ætti \ útgerð, eða hefði útgerð, eða gerði út, eins og menn segja enn í dag. Sá var útgerðar- mað'ur, sem annar gerði út, sbr. „hver gerir þig út að hálfu ?". Nú er orðið al-títt að kalla þann útgerðarmann, ér skip á eða gerir út, og veldur glundroða miklum í merkingu orðsins. Hjer í Vestm.eyjum eru flestir hásetar útgerðarmenn eftir gömlu málvenjunni. Sambandinu milli skipseiganda og háseta er svo varið að miklu getiír varðað að orðið hafi eina ákveðna merk- ingu, sem lærðir og leikir eru ekki í vafa um. Hugsanleg eru lagafyrirmæli um það samband og má þá ekkert ský skyggja á hina rjettu 'merkingu orðsins, Annað mál er það að vafi getus risið um hver teljast skuli út- vegsmaður, þegar svo stendur á að hásetar eiga nokkuð í útgerð- inni, t. d veiðarfærin eða part í skipinu. þrætur milli háseta, og þeirra er skipið gera út fara í vöxt, og má búast við enn nákvæmari lagafyrirmælum um rjett þeirra hvers hagnvart öðrum. Getur lagafyrirmæli hitt skakkan aðila ef orðið útgerðarmaður hefur vafasama merkingu. 2. Hárband. það er annað orðið sem er á góðum vegi með að gjörbreyta merkingu. Jeghef reynt það í nokkur ár í barna- skólum, að komast eftir hvernig skólabörn við sjávarsíðuna skilja það orð, og er það mjög á annan veg en orðið var skilið til sveita í fyrri daga og líklega enn. Tækifærið gefst í skólanum þegar lesin er „Grasaferð" Jónasar. Hef látið nokkur hundruð skóla- börn skýra frá merkingu orðsins, og þeim flestum komið saman um að það væri borði eða band sem bundið er um hárið. Kaup- staðabörnin þekkja ekki sveita- venjuna gömlu, að gera band eða borða íir (hross)hári og kalla; það hárband eða hárborða En eftir því sern atvikið liggur í „Grasaferðinhi" þá er leiðinlegt að orðið sje skilið eftir yngri merkingunni. Óþarfi virðist að gefa orðinu þessa nýju merkingu, því til eru önnur orð gönnul í málinu, er hafa má fyrir heíti á borða þeim eða bandi, er bundið er um hárið. það eru orðin h 1 a ð og s k a r- band. Nokkur vafi leikur á um hversu slík bönd voru gerð í fornöld, og skiftir það ekki m áli, úr þvi það er óyggjandi að þetta voru bönd sem bundið var um hárið. Sig. Guðmundsson málari segir um kvenbúninga á Islandi í „N. Fjelagsr.": „Hlað er því án efa gullofið eða silki- ofið band, en ekki ræma sett gullplátum. ". . . En þegarhár- bandið var búið með tölum eða gullhnútum, sem segir í Njálu 13. kap., þý heitir það ekki h 1 a ð heldur skarband, en s k ö r er hár". Hjer er enn eitt dæmi þess að lengi má-sækja hentug heiti í fornmálið, jafnvel á þá hluti er nú þykja nýmóðins. Menningarlíf fornmanna var ótrú- Vefnaðarvöruúryalið mest, verðið lægst.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.