Skeggi - 31.03.1920, Blaðsíða 1

Skeggi - 31.03.1920, Blaðsíða 1
% III. árg. Vestmannaeyjum, Miðvikudaginn 31. marz 1920. 12. tbl. S i ó m e n n! Besta tryggingin fyrir heimili ykkar, ef slys ber að höndum, er líf’rygging í áreiðanlegu lífsábyrgðar- fjeíagi, það fáið þið með því að tryggja líf ykkar í lifsábyrgðarfjelaginu ,D A N M A R K’ Umboðsmaður fjelagsins hjer, er r Arni Sigfússon kaupmaður. „Þór*1 kominn. Síðastl. föstudag kom hingað björgunarskipið »þór“, fyrsta björgunarskip landsins. Fyrst var svo til ætlað að skipið kæmi fyrri part febrúarmán., en vegna einhverra ástæðna gat þó ekki orðið af því að það kæmi fyr en nú. Fór skipið frá K.höfn 13. þ. m., hrepti ill veður, fór inn til Bergen og tafðist þar 2 daga, hjelt síðan rakleitt hingað. Skip þetta er Eyjamönnum hinn mesti aufúsugestur, sem von- i legt er. þörfin á björgunarskipi er mönnum augljós fyrir löngu. Manntjónið og bátatjónið mörg undanfarin ár hafa opnað augu manna fyrir henni. Arið sem stríðið byrjaði var ráðagerð uppi um að kaupa björgunarskip, ög annarframbjóðandinn við alþingis- kosningarnar þá, lagði einna mesta áhersluna á það, af því sem gera þyrfti fyrir sjómanna- stjettina. Síðan hafa tímarnir breyst mikið, sem kunnugt er, útgerðin magnast, skipaverð margfaldast og landið orðið fullvalda ríki. Annað eins leysingarhlaúp við- burðanna leitar víða á, og eigi síst þar sem um það er að ræða að vernda og tryggja útveginn. Enda er nú svo komið að hlut- verk skipsins er orðið tvöfalt: björgunarstarfsemin og land- helgisgæslan, eins og stungið var upp á hjer í blaðinu, er málinu var aftur hreyft fyrir rúmum tveimur árum. Skilning Eyjamanna á fyrir- tæki þessu er auðveldast aö meta eftir því, að þeir hafa af fúsum vilja lagt í það of fjár, aö því er kalla má eftir mann- fjöldanum, og eiga þó ekki annars von í aðra hönd, en hins óbeina hagnaðar;en hann á líka að vera mikill. það mun óhætt að fullyrða að fá eða ekkert fyrirtæki hjer, hafa átt jafn almennum vinsældum að fagna, sem þetta fyrirtæki, og það segja þeir stjórnarmenn fjelagsins að öll aðstoð, sem þeir hafi óskað eftir, hafi þeim verið boðin og veitt hjá öllum stofnun- um í Reykjavík og K.höfn, sem þeir hafi leitað til, og telja þeir það sem vænta má mikilsverðan stuðning fyrir framkvæmd fyrir- tækisins. það þóttu gleðitíðindi er það spurðist að björgunarskipið var keypt og væntanlegt hingað. Ægir heimtar skattana vægðar- laust og tekur ýmist í fólki eða fjármunum. Mikið kvað að því á stríðsárunum meðan fæst var erlendra fiskiskipa hjer á mið- unum. En einmitt það ástand hvatti menn til að hefjast handa og halda áfram. En nú koma aftur hinir óboðnu gestir, útlendi stefnivargurinn til að gera spjöll í fiskigöngum og veiðarfærum. Yfirgang þeirra jötna verður að stöðva svo fremi sem auðið er, og verður það nú hlutverk „þórs“ að hefja hamarinn móti þeim eins og Ása-þór gamli, sá er hann er heitinn eftir. Hann á að sönnu ekki hina mögnuðu járnglófa, sem nafni hans hinn forni, en vera má að svipur hans veki* þeim nokkurn ótta, svo hinir útlendu jötnar „glúpni fyrir sjónum hans einum saman“, og væri þá vel ef þeim yrði nokkuð stökt á burt af því svæði sem þeir eru vanir að sparka um að ólögum. Reynslan mun sýna það, að hjer verður enginn friður fyrir heimabátana nema varið sje rösklega. — „þá urðu æsir þess varir, að Rán átti net það, er hún veiddi menn alla, þá er á sæ kornu*. það er annað hlutverk „þórs“ nýja að að vaða sjóinn í björtu og dimmu gegn hafróti og ofviðrum, spentur megingjörðnm mannúðar- innar, til að greiða sjófarendur úr neti Ránar og færa þá heila að landi. En þess mun hann þurfa, er fram líða stundir, ekki síður en í upphafi að styðjast við Gríðarvöl samheldninnar hjá þeim sem gera hann út. Gamli þór fóreina þá sjóferð, þá er, hann rjeri með Hymi jötni á nökkvanum, að nærri lá að hann myndi rota sjálfan Mið- garðsorminn, en misti hans fyrir það að Hymir hræddist aðgang* inn. Ófeiini útlendinganna er sá Miðgarðsormur, sem liggur í hafinu uth allar Eyjar „og heldur tönnum í sporð sjer“. þeim ban.væna ormi á „þór* að greiða rothöggið, og það mun honum takast með tímanum, ef enginn gerist til þess að leika hlutverk Hymis. Fylgi honum jafnan allar heillir. Kaupendur „Skeggja* geri svo vel að gera afgreiðslunni aðvart, ef vanskil verða á blaðinu. Simslitin —o— Heldur eru menn nú teknirað þreytast á að bíða eftir því að síminn verði bættur Mánuður liðinn síðan hann slitnaði og engin tilraun gerð enn þá til að bæta, ekki svo mikið að gefið sje neitt fyrirheit um tilraun til að bæta í bráð. Engin sýnileg ráðstöfun gerð um að bæta úr sambandsleysinu nema það að stöðin hjer tekur á móti skeyt- um til þess að senda þau í pósti eða loftleiðina. Póstgöngurnar til R.víkur þessa síðustu mánuði, eru bestar fyrir skeyti sem ekki ríður á að sjeu mjög fljót. Hin aðferðin, að senda skeyti í loftinu getur að sönnú gefist vel þegar svo ber undir að togarar' með loftskeytatækjum eru hjer staddir. Sá hængur er þó á því, að þeir liggja hjer ekki að stað- aldri nema í vonsku veðrum, þegar örðugast er að komast út í þá, en fara svo út til veiða þegar veðrið batnar. Menn vona að tíðin fari nú að skána, það að stærðar gufuskip þurfi ekki að liggja hjer i skjóli að öllum jafni, og þá fækka aumra skjól með skeyta-sendingarnar. þetta og margt annað gefur tilefni margvíslegrar íhugunar um hraðskeytasambandið. Á það hefur verið bent hjer í blaðinu hversu ófullnægjandi sambandið er þegar það er best. það vita allir, sem símann nota, að bráðra umbóta er þörf. En nú þegar sæsíminn bilar aftur eftir þrjú ár, og sambandslaust verður ef til vill mánuðum saman, þá er ástæða til að herða enn meir á kröfunni til umbóta. Staður sem Vestm.eyjar getur ekki verið sambandslaus hálfa stund, og þessa síst á vertíðinni, svo það valdi ekki fleiri og færrum baga og tjóni. Síminn er nú einu sinni viðurkendur kostagripur og ómissandi áhald fyrir við- skiftalífið, og þarf að vera í rjettu lagi. • það er ótalið hve miklu einstakir menn hjer í bænum, og þeir eru ekki fáir, Vefnaðarvöruiírvalið mest, verðið lægst. S. 3, Solvtv^en.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.