Suðurland - 29.08.1914, Síða 2
32
SUÐURLAND
Saðurland
kemur út einu sinni i viku, á
laugardögum. Argangurinu kost-
ar 3 krónur, erlendis 4 kr.
Hitstj. Jón Jónatansson
á Asgautsstöðum.
Innheimtumaður Suðurlands er
hér á Byrarbakka: Maríus
Oiafsson, verzlunarmaður
é við kaupfélagið „INGrÓ LFUH“
• á Háeyri. — í Reykjavík:
Oiafur Gíslason versl-
unarmaður í Liverpool.
Auglýsingar sendist í prent-
smiðju Suðurlands, og kosta:
kr. 1,50 fyrir þuml. á fyrstu síðu,
= en 1,25 á hinum.
•fHMMMNtH
CiríRur Cinarsson
yflrdómslðgmaðar
Laugaveg 18 A (uppi) Reykjavík.
Talsíml 4BB.
Fiytur mál fyrir undirrétti og yfirdómi.
Annast kaup og sölu fasteigna. Yenju
lega heima kl. 12—1 og 4—5 e. h.
til að semja um kaup á Rorlákshöfn
og kaupa hana, en ef ekki tækjust
samningar um kaupin, skyldi landstj.
heimilt að láta taka jörðina eignar-
námi eða svo mikinn hluta hennar
sem þörf þætti vera á vegna hafnar-
gerðarinnar. Landið sem tekið yrði
skyldi þá borga eigendum eftir mati.
Nefndin taldi best fara á því að
Þorlákshöfn væri eign landsins, mundi
þá hag sjómanna best borgið. Engin
hætta á að þeir yrðu látnir sæta af
ar kostum í hafnargjöldum o. s. frv.
og er það alveg rétt. Mál þetta vai
því á þinginu komið í það horf, að
ætla mátti að það næði fram að
ganga, en ekki varð nú samt af því
En það er Suðurl. hulinn leyndar-
dómur hvað valdið hefir. En svo
mikið er víst að skynsamleg rök, eða
þekking á málinu hafa ekki ráðið úr-
slitunum, enda verður svo oft.
Væntanlega verður þó ekki löng
biðin héðan af. fingið næsta ræður
þessu máli væntanlega til heppilegra
lykta.
Strandferðirnar.
Til athugunar.
Þingið í sumar hafði strandferða-
málið til meðferðar, — hver vera
skyldi tilhögun strandferða þeirra er
Eimskipafólaginu er ætlað að halda
uppi.
Samgöngumálaráðunauturinn hafði
búið málið undir allrækilega. Gerði
hann 3 uppástungur um tilhögun
ferðanna. Og hefir þingið fallist á
eina af uppástungum hans með litl-
um breytingum.
Samkvæmt henni eiga tvö nýbygð
skip að fara þessar ferðir. Eíga skip-
in að vera 400 smál. netto, gang-
hraði 9 míiur á vöku með fullfermi
Farrými 3 er rúmi 40 manns áfyrsta,
50 á öðru og um 100 á þriðja.
Kælirúm að minnsta kösti 1200
teningsfet.
Ferðum skipanna á að haga þann-
ig að bæði sigla 12 hringferðir 24
ferðir alls umhverfis landið á 8 mán-
uðum. Af þessum 12 hringferðum
eru 7 langar — viðkoma á mörgum
höfnum, ferðin tekur 20—23 daga —
og 5 stuttar, sem s^anda yfir í 10—
11 daga.
Skipin fara frá Reykjavík með 3ja
daga millibili. —
Þetta nýja strandferðafyrirkomulag
sýnist miklu hentugra en það sem
vorið hefir. En nú á stjórn og þing
eftir að koma einhverju lagi á báta'
föTÖir á flóum og fjörðum. Það er
búist við að sparast muni fé til þeirra
þegar þessar fyrirhuguðu strandferðir
befjast, en halda þarf þeim þó uppi
all víða. —
I hinum nýju strandferðaáætlunum
fa hafnirnar hér austanfjalls viðkomur
sem svarar í annari hverri ferð.
Þorlákshöfn.
Hafnargerðin í Þorláksköfn átti tals-
verðum byr að fagna í þinginu. Svo
að þó ekki gengi málið fram í þetta
sinn má gera sér vonir um framgang
þess á næsta þingi í einhverri mynd.
Nefndin sem kosin var í neðri deild
í þetta mál, flutti frumvarp þes-i efn
is að landstjórginni veittist heiimld
Fyrir nokkru síðan var almenningi
hér á landi veittur réttur til að velja
sjálfir sína andlegu leiðtoga, prestana.
Mun hafa verið litið svo á að rétt
væri að söfnuðirnir fengju að ráða
því sjálfir hverjum þeir helst vildu
fela andlega velferð sína. Petta var
rétt gert, en hefir að vísu oft verið
illa notað og óskynsamlega, en oftar
þó af viti. Og þessi regla er í sjálfu
sér réttmæt og heilbrigð.
En sé það heilbrigt og réttmætt að
fólkið velji sjálft sína andlegu leiðtoga
Hversvegna má það þá engu ráða
um það hverjir settir eru til þess að
vermda heilsu þess og líf? Varðar t.
d. íbúa læknishéraðs ekkert um það
hver skipaður er læknir í héraðinu?
Er almenningur skyldugur til þessað
treysta í blindni föðurlegri forsjá
veitingarvaldsins? Fetta mættu menn
gjarnan gera sér Ijóst. Og nefna má
það, hvort ekki muni rétt að gera
meira jafnrétti milli sálar og líkama,
með því að veita almenningi sama
rétt í vali lækna, sem hann hefir nú
í því að velja sér prest.
Umhugsunarvert er það að minsta
kosti.
----------------
Að veita Ijósi yfir landið,
Hversu bjart sem okkur virðist
kringum okkur; þótt okkur sýnist
bœði himin, jörð og haf í einu geisla-
baði, þá eru þó altaf einhverstaðar
umhverfis stærri og smærri blettir,
þar sem sólin nær ekki til.
Ekkert er eins dýrmætt né eins
nauðsynlegt, eins og sólskinið, það
er aflgjafi lífsins. Það er yndi lífsins
— það er áhrifamesti læknirinn, sem
að náttúran hefir veitt okkur. Allir
hljóta að elska það; ef svo er ekki,
hlýtur að valda því einhver andleg
veiklun.
Vér finnurn til Þess, þegar okkur
líður ekki vol líkainlega, hversu mikil
læknandi áhrif Ijósið og sólskinið get-
ur á oss hafl. Þrautirnar mýkjast,
andinn yngist, lundin verður lóttari.
Rorkell máni fói sig deyjandi þeim
á vald, er sólina hafði skapað — það
þýðir hinni eilífu, óendanlegu ljósa-
dýrð. Það er yndislegt að lifa í Ijósi
sjálíur, en það dýrmætasta aí öllu
dýrmætu er þó það að geta orðið Ijós
á vegum annara, geta varpað þó ekki
sé nema einstöku geislum inn i sál
þeirra, sem í rökkrinu dvelja, örvænt-
ingarfullir og máske sjá enga fram-
tíðarvon.
Kjör manna eru ákaflega misskift.
Sumir eru bornir og barnfæddir við
Ijós og lífsgleði, og framtiðin birtist
þeim eins og hugljúfur töfrandi draum-
ur; heimurinn sýnist rennisléttur leik
völlur, aðeins fyrir þá. — En hins
vegar eru einstaklingar, konur og
menn, sem hafa alút upp í rökkri,
við eymd og örbirgð — hafa farið á
mis við sólskinið — og þessvegna
tapað traustinu á lífinu, Þessir menn
eru olbogabörn heimsins, oftast nær
eins góðir og mikilhæfir menn í eðli
sínu, eins og hinir, en njóta sín al-
drei, vinna aldrei sín tilætluðu hlut-
verk, vegna þess hve litlar tilraunir
hafa verið gerðar til þess að örva þá
upp, gera þá bjartsýna, veita meira
af sólarljósi inn í sálarlif þeirra, og
taka dýpri og innilegri hlutdeild í
kjörum þeirra. Þessir menn, þessir
hlekkjir í þroskakeðju kynslóðanna,
hafa glatast sjálfum sér, glatast þjóð-
fólaginu fyrir vanrækslu, fyrir kulda
og kæruleysi meðborgaranna.
Nærgætni við sjúklinga er óumflýj-
anleg og sjálfsögð. En nærgætni og
ástundun við olbogabörn þjóðfélagsins
er ekki síður nauðsynleg. Enginn
veit að hverju barninu mest gagn
verður. Kræklóttur frjóangi getur eí
til vill orðið hátt og laufþrungið tré,
ef sólskinið nær að lauga hann.
Harðréttisbarnið getur orðið þegar
fram í sækir, öflug stoð undir þjóð-
fólagsbyggingunni, svo framarlega, sem
sólskininu er ekki bannað að skína
á það.
Sá er vansæll, þótt hann haldi sig
sæian, sem aldrei hefir glatt aðra
menn; aldrei varpað Ijósi inn í sál
olbogabarnanna, sem í rökkrinu sit.ja
fátæk og fáklædd með vonleysið í
augunum.
Verkefnin eru nóg fyrir hendi, hver-
vetna er fólk, sem býr í rökkri, á
við skort og áhyggjur að stríða, bæði
efnalega og andlega. Þessu fólki þarf
að liðsinna.
Engin sæla á jarðríki er eins dýr-
mæt og sú, að geta orðið öðrum að
liði, geta stutt þann sem veikur er,
leiðbeint þeim sem viltur er, og lýst
upp í kringum þann sem er umkringd-
ur af skuggum. Og skuggablettirnir
eru alt of margir.
Það þarf að veita sólskini inn í
hreysi fátæklinganna, inn að hvílu
hinna sjúku, inn á hvert einasta
heimili. — Það þarf að veita Ijósi
yfir landið!
Ofanprentuð smágrein er tekin eftir
blaðinu Lögbergi, og er ritstjórnar-
grein. Suðurland prentar upp greiri-
ina, ekki af því að í henni séu nein-
ar nýjar kenningar boðaðar, heldur
af því að hún reynir að greiða veg-
inn fyrir þeim umbótahugsjónum sem
einna öiðugast hafa átt með að kom-
ast útí lífið.
Þessi keuning um hluttekning í
annara kjörum, er svo sem ekki ný.
Fjöldi frægra rithöfunda hafa barist
fyrir henni, hún hefir verið þeim
hjartans mál. Ótölulegur grúi blað-
rara og lýðskrumara hefir etið hana
eftir, og haft hana á vörum sér til
að ginna fjöldann. Þessi kenning
hefir komist langt í orði en skamt á
boiði. Svo skamt að mörgum finst
það ekki annað en hræsnisglamur
eit.t ef þeir heyra á hana minnfet. —•
Hún er meinleg reynslan hún kast-
ar kaldri vatnsgusu framan í postula
þessarar kenningar, af miklum meiri
hluta þeirra skolar hún gyllinguna,
hina kælir hún flesta. —
Stúdentar í Kristjaníu efndu til
blysfarar mikillar heim til Björnstjerne
Björnssons einu sinni seinasta árið
sem hann lifði. Ræðu sína til stú-
dentanna byrjaði Björnsson með því
að sogja þeim að sér fyndist að þeirn
hlyti öllum að vera kalt þessum blys-
berum, og að svo mundi oftast fara
að þeim yrði kalt sem bcra vildu
Ijós yfir landið. — Þetta var sann-
mæli, það hefir reynslan sýnt, en
væntanlega verða þó altaf til með
öllum þjóðum einhverjir menn sem
ekki fleygja blysinu þó þeim verði
kalt. Og þá hlýtur eitthvað að vinn-
ast á smásaman.
--------------
Vinnubrögð þingsins.
Séra Sig. Stefánsson flytur venju-
lega eina refsiræðu á hverju þingi,
þar sem hann átelur sitt hvað er
gerst hefir á þingi. Fær þingið á
þennan hátt sinn eldhúsdag hjá Sig-
urði, eins og stjórnin hjá þinginu.
Eru þessar ádeiluræður Viguiklerks
Oft allmergjaðar.
Nú fyrir þinglokin hafðl Sig. St.ef.
flutt eina slíka ræðu um vinnubrögð
þingsins, er kafli úr henni prentaður
í Lögióttu, vítir Sig. Stef. þar sérstak-
lega drátt neðri deildar á málunum,
og er sú aðfinnsla víst ekki um skör
fram. Að þessu er orðin svo mikil
brögð að ekki er viÖunandi lengur.
Stærstu og merkustu þingmálin kom-
ast ekki til efri deildar oft fyr en
komið er að þingslitum, og verður
deildin þá að gera eitt af tvennu —
afgreiða þau í flýti ihugunarlítið, eins
og hún tók við þeim, eða hefta fram-
gang þeirra.
Annars er þessi ræða Sig. Stef. urn
vinnubrögðin góð, og þarft að taka
þetta til alhugunar. Það er ekki
um skör fram að hann vítir kæru-
leysi þingmanna með þingtímann og
það er talsvert satt í því að miklum
tíma hefir þingið í sumar eytt að ó-
þörfu.
En réttara hefði verið af Sig. Stef.
að flyt-ja áminningaræðu sína í þing-
byrjun en í Þinglok. — Það verður
eitthvað svo máttlaust þetta, að láta
alt ráðast eins og verkast vill, bara
fárast yfir því í vertíðarlokin og —
byrja svo sama leikinn aftur næst,
og enda með sama útgöngu sálmin-
um. Tómur leikaraskapur alt saman.
---—o*<x>-----
Stefnuskrár.
Suðurland birti i síðasta blaði
stefnuskránæðu ráðherra. A henni
er reyndar ekki mikið að græða.
Þar sóst ekki annáð en það sem
maður vissi um áður, — góður vilji
og eindregiun framfarahugur. — ^