Svipan - 01.06.1912, Blaðsíða 1

Svipan - 01.06.1912, Blaðsíða 1
SVIPAN 1. blað. Reykjavík, Júní 1013. I. ár. Svipan! Jafnframt því sem eg birti fyrir lesend- um mínum blaðið Svipuna, leyfi eg mér að láta í ljósi stefnu og tilgang þess. Stefna blaðsins verður aðallega sú, að rétta hag einstaklingsins, sem fyrir óréttlæti embættis- manna verður að Iúta í lægra haldi, sum- part fyrir eigið ósjálfstæði og sumpart fyrir rangsleitni ofbeldisfullra og tillitslausra em- bæltismanna. Það er l}Tðum Ijóst, að þó sýslumenn og dómarar séu leigðir undirmenn stjórnar- innar og einn liður hennar til þess að dæma lög og rétt, sem og að vaka yflr velferð ein- staklingsins og vernda mannréttindi hans, þá veljast því miður svo opt þeir menn í þá stöðu, sem án tillits til skyldurækni sýna þá ósvífnustu bíræfni gegn þeim sakborn- ingum, sem lítilsmáttar eru, og beita þá oft ofbeldi og lagabrotum, til þess að geta vernd- að skjólstæðinga sína og vini undan ákvæð- um laganna, þó sekir séu. Sem betur fer eru slík yfirvöld ekki mörg, sem haga sér þannig, að slíkt sé sannanlegt um þau; en þó eru þeir til, sem hægt er að benda á, sem bre)dt hafa sem hér er frá sagt. Auðvitað veit stjórn landsins máske ekki oft af þessum afbrotum, en þess munu þó mörg dæmi, að hún lokar augunum fyrir þess háttar yfirsjónum undirboðara sinna, þó hún verði vör við þau. Enda munu flestir til valda settir lögræningjar bóka þannig, að þeii ekki að eins svipta sak- borninginn sönnunargögnum eða þá, sem þeir vilja láta tapa málinu, með því að bóka alls ekki það sem þeim ber, eða þá að bóka þannig, að ekkert græðist málinu til upp- lýsingar, þó fyrir aðra samvizkusamari rétti , og dómara komi. Mér virðist að þjóðin megi ekki hafa mínna fyrir að gjalda þess- um þjónum, sem hún frá byrjun náms þeirra hefur kostað stórfé til að reyna að gera þá hæfa til þess að starfa í þarfir þjóðfélagsins, en að þeir gæti þess, að standa vel í stöðu sinni. En reynslan hefir tilfmnanlega sýnt oss, að margir af þessum kandidötum hafa mishepnast og nota að eins stöðu sína og mentun til þess að eyðileggja einstaklinginn, ef svo ber undir, og eru á þann hátt þjóð- félagi voru til stórrar bölvunar. Blaðið mun gera sér alt far um, að flytja að eins sannanleg hneyxli embættis- manna. Að bera sakir á saklausa vill það ekki hafa um hönd. Mér virðist full þörf á þvi, að þjóðin fari nú að sjá svart á hvítu, hvernig em- bættismenn og stjórn fara með almennings mál og réttindi einstaklingsins. Dugi það ekki, sem opinberlega er ákært, til þess að stjórnin vilji láta sér ant um að taka til greina kveinstafi undirkúgaðra gjaldþegna og sakborninga og láta rannsaka málefni þeirra sem bezt og réttast, mun blaðið engu til spara, sem það hefir ráð á, að alt það sem sannanlegt er um afbrot í embættis- færslu, verði birt i útlendum blöðum, svo að stjórnarvaldakeppendur verði ekki einir um að I5rsa frelsisbaráttu okkar, heldur al- þýðan, sem hefir að sönnu verið undirokuð um margar aldir, hverja götu sem sam- ábyrgðarhöfðingjarnir hafa leitt þá hingað til. En það virðist nú sem menn séu farnir að verða leiðir á loforðunum, sem aldrei eru efnd, og geislabrot sjálfstæðrar sólar eru nú farin að sjást í dagrenningu hjá alþýð- unni, og er því vonandi að hún láti ekki offra sér hér eftir sem hingað til fyrir valda- gráðuga og samvizkulitla embættismenn. Fáist ekki nóg elni um þetta mál til að fylla blaðið, þá mun það taka fyrír bæj- armál og almennar fréttir, og auk auglýs- inga mun eg taka á móti öllum velsömd- um ritgerðum og flytja útlendar og inn- lendar fréttir. Skemtilegar sögur mun og blaðið flytja ettír ástæðum. Allir þeir, sem á einhvern hátt geta gefið mér sannanlegar upplýsingar um •hneyxlanleg afbrot embættismanna, eru vin- samlegast beðnir að senda þær til min, hvaðan af landinu sem eru og um hvern sem er, — og ef það reynist rétt og á full- um lagalegum ástæðum bygt, þá fær hann sér útborgaðar hjá mér 10 kr. — tíu krónur — fyrir upplýsingarnar, og meira, ef málinu er svo varið, að fleiri verði að sökum sannir við það. . Virðingarfylst Samson Eyjólfsson. Stóra hneyxlið. Á síðastliðnu sumri ferðaðist eg vestur á Breiðafjörð. Tilgangur terðar minnar var sá, að fá upplýsingar hjá fyrverandi sýslu- manni, Marínó Hafstein, um hvort innköll- unarumboð mitt, sem eg hafði á skuld fyrir Ólaf Thorarensen á Ármúla fyrir inn- köllun á skuld hjá föður hans, kaupm. .1. Thorarensen á Reykjarfirði, lægi hjá honum (Hafstein) eða með skjölum sýslubókanna. Þegar til Flateyjar kom, þá slóst eg í för með þeim kaupm. Guðmundi Jónassyni í Skarðstöð og Ingimundi Magnússyni póst- afgreiðslumanni í Bæ til Skarðstaðar. Þegar þangað kom brást mér flutningur á landr af þeirri ástæðu, að sumir höfðu ekki neina hesta á járnum. Og þrótt fyrir nokkurra daga bið gat eg hvergi fengið hest léðan. Að ganga norður að óspakseyri trejrsti eg mér eklti. Loksins fékk eg þó hest og hélt af stað norður að Kleyfum í Gilsfirði. Þar frétti eg að sýslumaður M. H. væri kominn norður á Reykjarfjörð og hans væri ekki von fyr en eftir 19 daga. Sneri eg þar aftur sökum áður tekinnar ákvörðunar að ferð- ast heim með e/s »SterIing«, sem von var á til Stykkishólms og átti að fara til Rejkja- víkur eptir nokkra daga. Aðra ferð gat eg ekki fengið suður. Varð því töf mín þess valdandi, að eg gat ekki náð í fyrv. sýslu- mann M. H. og þar af leiðandi ekki fengið sannanir fyrir skuldakröfu, er eg átti á ólaf Thorarensen fyrir ofar um getna skulda- kröfuferð á hendur föður hans. Það út af fyrir sig, að eg hafði ekkert gagn af ferð- inni, en að eins þreytu og peningaútlát, er þolanlegt. En ekki er ein báran stök. Sama dag og eg fór um Skarðsstöð brunnu verzl- unai’- og íbúðarhús þar m. m. Meðal annara sem teknir voru undir rannsókn, var eg. Þvi miður get eg ekki gefið nánari upplýsing; en að öllum líkindum hefur rannsóknar- dómarinn verið á annari skoðun, ef satt er það sem eftir honum er haft, að hann hafi spurt að því fyrir rétti (eða slegið því fram), hve mörg hús eg muni hafa brent um æfina. Nóg vitni eru að þessari óskammfeilnu stað- hæfingu eða getgátu. Þó munu þeir bera sem heyrðu, að af hans tilhlutun mun það og hata sprottið, að eg varð að mæta hér tvisvar fyrir rétti, sem og íkveikjusaga i Skarðsstaðarhúsunum barst með honum sjálfuin um land alt og það áður en rann- sókn byrjaði. Hann gaf sér tíma til að láta í ljósi undrun sína á því, að hús gæti brunnið af óþektum ástæðum. En satt að segja þykir mér og öllum, sern til þekkja, talsvert ein- kennilegra tilfelli, hafi bæði skiptabók og tollbók sýslunnar brunnið hjá honum sjálf- um um líkt leyti á aflæstum kontor, ein- mitt á meðan hann var að rannsaka Skarðs- staðarbrennumálið, og ekki er sagt að eld- urinn hafi hreyft við öðru en þessum bók- um. Sé það nú satt, að þessar tvær bækur hafi brunnið, þá er ekki ólíklegt að stjórn-

x

Svipan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svipan
https://timarit.is/publication/212

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.