Svipan - 01.06.1912, Blaðsíða 4

Svipan - 01.06.1912, Blaðsíða 4
4 S V I P A N svo alt í uppnámi, stólar og bekkirogborð voru brotin; loks sáu þingmennirnir sitt ó- vænna og ritu sig lausa af konunum og flýðu. Voru svo konurnar einráðandi í þingsalnum, og þær gerðu nú allan þann usla, sem þeim gat til hugar komið: rifu skjöl þingmannanna í smátætlur, brutu glugga og annað, sem hönd á festi. Að þessu loknu héldu þær sigri hrósandi á burt úr þinghúsinu. En er út á götuna kom, haíði lögreglan og nokkrir hermenn saínast þar saman og réðist sá skari nú að konunum og ætlaði að handsama þær i nafni réttvísinnar. Hófst þá bardagi að nýju, og urðu nú konurnar að lúta í lægra haldi. Tókst þó all-mörgum þeirra að ftýja, en margar voru handsamaðar og dregnar fyrir lög og dóm. Dómarinn, sem var af hinum gamta skóla og andvígur lcvenréttindum, dæmdi tuttugu af torsprökk- unum til hýðingar og að setjast í gapa- stokkinn. Hinar sluppu með það að missa 1—2 fingur eður með sektir. — Þannig endaði hið fyrsta kvennfrelsisstríð í Kína. Dr. Leonard Wilson, merkur enskur læknir, kvaðst hafa verið að rannsaka or- sakirnar, sem knúð hafa kvenréttarkonur á Englandi til þess að hefjast handa eins og þær hafi gert með steinkasti og öðrum ill- um látum, — og hann segist hafa komist að þeirri niðurstöðu, að þær þjáist af sjúk- dómi, er hann nefnir »upphlaups brjáloísa«. Hann segir enníremur, að mikill fjöldi kven- skólakennara í landinu þjáist af þessari sýki, og telur það hina mestu hættu fyrir fram- tíð landsins, að láta börn stunda nám hjá slíkum konum, — með því að áhrif þau, sem þessir kennarar hafi á nemendur sína, séu hin skaðlegustu, og muni, er börnin stækka, olla mótþróa gegn allri stjórn i landinu. Hann ræður brezku þjóðinni til þess, að senda ekki börn sín á neina þá skóla, er hafi þenn kvenkennara, sem vit- anlegt sé að haldi fram jafnréttiskenning- unni. Með öðrum orðum: Hann ræður skólanefndum landsins til þess að banna þeim konum kensluatvinnu, sem skoða sig hafa i’étt til að njóta almennra mannréttinda í landinu. Hroðalegt glæpamál stendur fyrír íétti í bænum Lafaytte í Lousiana í Bandaríkj- unum. Hefur svertingjastúlka nokkur með- gengið að hafa myrt 17 manns af kynílokki sínum, og að það liafi verið trúarbrögðin, sem leiddu hana til þess. Segist hún til- heyra ktrkjufélagi einu, sem »Fórnarkirkj- an« kallast, og sé það kenning þeirrar kirkju, að mannablót séu eini vegui’inn til sálu- hjálpar. í félagi með sér segir hún að hafi verið tvær konur og tveir karlmenn, og hafx þau leigt hús eitt í útjaðri bæjarins fyrir fórnai’hof, og einnig hafi »kii’kjufélagið« haft hof á öðrum stöðurn. Játning stúlku þess- ai'ar hefur vai’pað ljósi yfir, hvað muni hafa orðið af hinum mörgu svertingjum, sem horfxð hafa í Louisiana og Texas núna á síðustu mánuðum, því vafalaust telur lög- reglan að hinum hoi'fnu hafi oífrað verið á blótstalli . þessa þokkalega trúarfélags. Læknar segja stúlkuna með fullu viti, og hefur nú veiið hafin leit eftir hinum og öðrum meðlimum þessa fórnaikixkjufélags, því flúið höfðu þeir undir eins og stúlkan var handtekin. Álitið er að nálægt 60 svert- ingjar í Louisiana og Texas haíi verið í’áðnir af dögum á þennan hátt. 15 miljóna þjófnaður. , í október 1908 var framinn óvanaleg- ur þjófnaður í Páls-kapellunni í Egenstochau við Krakau í Austurríld, þar var stolið um nótt dýrlingamyndum og skrautgripum, sem námu 15 rniljón krónurn. Þjófai-nir hafa rifið niður silfurfortjald er breitt var fyrir standmynd af Maríu mey, og lék orð á að hún gæti læknað sjúka menn. Ennfremur stálu þeir Brillantkór ónu af höfði Mai’íusyttunnar. Clemens páfi 10. hafði gefið kórónuna árið 1719 og var hún talin 100,000 rúbla virði. Ennfremur stálu þeír perluklæði, er var gjöf frá Heð- vig Póllands di-otningu; en tvo aðra dúka skildu þeir eftir, voru þeir gullofnir og settir demöntum, og er annar þeiira talinn 10 miljón króna virðí. Aftur á móti tóku þjófarnir 50 brillant hringa, margra miljóna króna virði. Allur skaðinn er — bui’tséð frá .sögu- legu gildi — 15 miljón krónur. Þjófarnir hafa bi’otist inn um glugga inn í kirkjuna. Klukkan 6 um morguninn tóku vaiðmenn fasta tvo menn, er komu með bögla mikla út úr klaustri áföstu við kirkjuna. filn þjófarnir skýrðu frá því skjálfandi, að þeir væru fátækir pílagrímar og væru i böglunum pjönkur þeirra, og með það voru þeir látnir lausir. Þegar þjófnaðurinn var heyrum kunn- ur, báru pílagi'ímarnii', er um þessar mund- ir höfðu vitjað kirkjunnar í þúsundatali, sig mjög aumlega, og fóru um með ópum og kveinstöfum. Til bæjarins var þegar sent herlið er ransakaði fjölda húsa, og símskeyti voru send til allra járnbrautastöðva; en alt var árangurslaust; þjófarnir eru ófundnir enn, og engar vonir hafa menn um það, að gripir þessir fáist aftur nokkurntíma. Salernahreinsunin í bænum. Hér með auglýsist, að bærinn frá 1. júli að telja heíir tekið að sér salernahreinsun bæjarins og falið framkvæmd á þvi lierra Sveini Jóni Einarssyni í Bráðræði. Hreinsunin fer fram vikulega, og skulu húseigendur fyrir hreinsunina greiða í bæj- arsjóð: Fyrir hvert venjulegt salerni, sem not- að er af 4 mönnum, kr. 5.00. Fyrir hvert salerni, sem 3 eða færri menn nota, kr. 3.50. Fyrir stærri salerni, sem 11—15 manns nota, kr. 7.50. Gjaldið greiðist til bæjargjaldkera, og er gjalddagi sami og á lóðargjöldum. Húseigendur eru skyldir að sjá um að salernin séu opin á þeim tíma, sem hreins- unarmaður ákveður að hreinsun fari fram. Borgarstjóri Reykjavíkur, 10. júlí 1912. Páll Einarsson. *• * * Þannig hljóðar þessi borgarstjóralega Resolution og eftir henni skulu allir bæjar- búar sér þegnsamlega hegða!! Það er næsta einkennilegt og furðan- legt, að borgarstjóri skuli hér setja einokun á húseigendur og þá, sem húsum hafa að ráða hér i bænum, til þess að favauriera þenna nýuppdubbaða skítkeyrslumann, sem eftir resolutioninni hefir enga abyrgð með að leysa verk sitt sómasamlega af hendi, og það er allareiðu farið að sína sig, að hann er ekki því starfi vaxinn, að gera það svo viðunandi sé, menn hafa rakið slóðina alla leið at Lindargötu og langt vestur fyrir Landakot. og hefir það verið að mestu ó- slitinn ræpingur af mannasaur. Vér ætlum að heilbrigðisnefnd bæjar- ins hljóti nú að hafa eftirlit með þvi, að allir saurvagnar séu svo þéttir að ekkert fari niður á göturnar, og við sem ýmissa erinda vegna verðum að ferðast um göt- urnar séum lausir við þau óþægindi að vaða í slíkum óþverra. Hingað til hefir öllum verið frjálst að hreinsa hjá sjálfum sér, en hér eftir fæst það ekki, þótt mörg- um kæmi það betur að gera það sjálfum, heldur enn að borga hátt ársgjald fyrir það, sem verður mjög tilfinnanlegt mörg- um þeim efnaminni og verða auk þess sviftir eignarrétli á góðum áburði á tún sín og akra. En ekkert þýðir að deila við dómarann. Hann hefir úrskurðarvaldið og beitir því þangað til að honum verður hrundið af stóli, og þess ætti ekki að verða langt að bíða. Bœjarbúi. Ritstjóri og ábyrgðarm.: ðamson Ev jóllwson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Svipan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svipan
https://timarit.is/publication/212

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.