Svipan - 01.06.1912, Blaðsíða 3
S V I P A N
Bæjarbragur.
Fyrir nokkru varð eg samferða einn
dag, á skipi hér við land, manni nokkrum
og átti tal við hann, sem mér er dálítið
minnisstætt, og get jeg vel hugsað, að öðr-
um mönnum þætti ekki alls ómarkvert.
Maður þessi var útlendingur og mér
alls ókunnur, en af atviki kyntnmst við
þarna og tókum tal saman. Töluðum við
fyrst um skipaferðir og þótti honum þeim
ekki haganlega fyrirkomið, sérstaklega þeg-
ar landið styrkti þær þó svo mikið sem
það gerði, og kvað hann séx-staklega illa séð
fyi’ir haghvæmum ferðamannaflutningi miili
landanna. Bar hann það saman við Nor-
eg og voru orð hans þar fi’óðleg og eftir-
tökuvei'ð, og vel til fallið að minnast á
þsu einhvern tíma, þótt það verði ekki
gert nú.
Við mintumst og á frainleiðslu og fxam-
tíðarvonir landsins, og var hann þar var-
orður, en mér fanst sem hann væri fremur
vongóður um hvorttveggja, ef skynsamlega
væri á haldið og við íslendingar sleptum
þar ekki öllum yfirráðum í hendur út-
lendinga.
Af þessu samtali okkar komst eg að
þvi, að maðurinn var æði kunnugur i
Reykjavík, að vísu líklega ekki svo mörg-
um mönnum, en bænum og bæjarbragnum
ótrúlega vel, enda hafði hann dvalið þar
nokkuð og vist oftar en einu sinni.
Af fólkinu lét hann vel og bænum í
heild sinni ekki illa. Útsýnið þótti honum
skinandi fagurt og bæjarstæðið fallegt, sér-
staklega væri bærinn fagur til að sjá þegar
af haíi væri komið, strandlengjan öll, hæð-
irnar tvær og lautin á milli og túnin græn
og hlýleg eða vingjarnleg þegar inn væri
komið. Reyndar nefndi hann ýmislegt, sem
frumbýlingsbragur væri á, svo sem hótelin
flutningurinn í land og úr landi og fleira.
Einna óvistlegast þótti honum mold-
rokið gera Reykjavík, því þó forin væri ill
þegar blautt væri um, þá væri það þó ekki
beinn háski, en moldrykið væri útlending-
um viðbjóður og stæði stuggur af, að fá
þar visaða og hálfþurra berklahráka inn í
vitin, auk alls annars sem þar fylgdi með,
sitt at hverju taginu, eftir þvi sem rann-
sóknir hefðu sýnt erlendis á göturyki.
í þessu efni fanst mér þó, sem hann
tæki ekki svo hart á okkur, að hann teldi
ekki við okkur unandi og bæinn okkar,
því í þess háttar ýmsu mun víða vera pott-
ur brottinn, og á eftir fór hann að tala um
ýmislegt sem hér væri nýstárlegt fyrir flesta
útlendinga, svo sem búning kvenna, sem
hann taldi eina fegurstu bæjarprýði, og svo
mintist hann á sveitafólkið, baggaflutninginn
á hestunum og svo hestana okkara sjálfa
og fleira smávegis.
Eg heyrði það og, að fleira mundi hann
en moldarykið héðan, því hann dáðist á-
kaflega að sumarkvöldunum, og skildist
mér, sem hann teldi þau ein hin fegurstu,
sem hann hefði séð og notið á æfi sinni,
en einmitt þar i sambandi við umtal hans
um eitt sumarkvöld hér í Vík, sagði hann
mér dálítið einkennilega sögu, sem mér
varð minnistæðusl af öllu samtali okkar.
Og þótt hún væri sögð brosandi eða svo
sem í kýmni, þá getur hún þó orðið okk-
ur háskalegri en sjálft moldrykið.
Því sagan er ansi Kámug, en þá vor-
um við komnir út af fyrir okkur við ofur-
litið Whisky-tár, og yrði heldur mikið at
svo góðu í einu, jafnvel fyrir svipuna.
Rað geymum við því, og setjum sem
spotta i næstn svipólina. (Framh.).
Hrollaiigur.
Allir jafnir fyrir lögunum.
Landritari hefir verið að ferðast und-
anfarið og er nú heim kominn. Hann fór
til Blönduóss að hitta Gísla ísleifsson sýslu-
mann, og er sagt að það hafi verið rann-
sóknarferð sökum vanskila hans til Jands-
sjóðs og fleira.
í heimleiðinni brá hann sér vestur í
Dali að Sauðafelli, til sýslumannsins þar,
að rannsaka bókabrunamálið frá í fyrra, en
ekkert sannaðist, — en talið er vist að
landritari sleppi ekki málinu, heldur sendi,
þangað strangan setudómara, til þess að
rannsaka það fullítarlega, og gleðiefni má
það vera fyrir þjóðina ef háyfirvöldin hætta
að gera sér mannamun.
Mott: Helviti er að heita Breim
og hafa ekki til þess unnið.
Herra Eggert Briem skrifstofustjóri hef-
ir haft mjög mikinn starfa á hendi undan-
farið, og sérstaklega nú á meðan landritari
var í rannsóknarferðinni Norðan og Vestan
— Fyrst er það skrifstofuembættið, sem ætti
að vera all-nóg fyrir meðalmann, og þegar
þarvið bætast ráðherra og landritara skrif-
stofurnar, sýnist að maðurinn hafi meira
en nóg að starfa, þótt hann sé 2. manna
maki. En hann færist meira i fang! Hann
er þar fyrir utan yfirdómari, málfærslu-
maður, ser.sor við Háskóla íslands, revisor
við Landsbankann og m. fl.?
Hvernig lýst þjóðinni á það þegar slíku
er telft, að láta einn mann hafa svo mörg
og mikilvæg embætti á hendi, sem geta
jafnaðarlega verið hvert öðru gagnstríðandi.
Er það ekki svívirðilegt fyrirkomulag,
og getur Stjórnarráðið forsvarað slikt gegn
þjóð og þingi.
3
Kolaeinokunin.
Á öllum þeim Þingmálafundum sem
frést hefir af hingað til, hafa komið fram
eindregin mótmæli gegn kolaeinokunarfrum-
varpinu, og óskandi væri að slik lög næðu
aldrei gildi. Vér þekkjum alt of vel einok-
unarverzlun Dana frá fyrri öldum, til þess,
að vér viljum selja sjálfstæði vort að nokkru
leyti undir aðrar þjóðir, og það verður
fyrst þjóðin og svo þingið, sem hlýtur að
svara því neitandi, og það er fjármálanetnd-
in sem á skammir skilið fyrir það, að hafa
hugsað sér einokunarsölu á annari eins
nauðsynjavöru eins og kolum.
Það eru margir vegir til þess að bæta
úr fjárkröggum þjóðar vorrar, og skal eg
benda á það i næsta blaði.
Plautus.
Útlendar fréttir.
(Eltir Heimskringlu).
Kinverskar konur hafa ekki um dag-
ana átt að fagna þvi láni, að vera réttháar;
— verið ambáttir manna sinna og feðra frá
ómunatíð, og virðast hata borið okið með
jafnaðargeði og hvergi möglað, enda hefði
það verið þýðingarlaust. En nú er annað
uppi á teningnum. Hin langa styrjöld í
Kina hefur vakið kvenfólkið upp af dval-
anum, og nú er svo komið, að þvi nær
allar konur i Kína eru orðnar að kven-
frelsiskonum, sem heimta fúlt jafnrétti við
karlmenn i öllum málum; þær vilja ráða
sér sjálfar, vilja hafa kosningarrétt, rétt til
embætta, jafm étti til skólagöngu og þingsetu.
Þessarkröfur kvenfólksins komu leiðtogum
Kínverja svo á óvart, að þeir vissu fyrst
ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. Alt um það
kom þjóðfundur lýðveldismanna i Nanking
sér saman um, að bæta úr réttleysi kven-
fólksins; og i grundvallarlögunum, sem ný-
verið voru samþykt, eru konunum veitt
ýmiskonar mikilvæg rjettindi. En kosning-
arrétt og kjörgengi fá þær ekki. — Þessu
undu leiðtogar kvennfrelsiskvenna illa og
hugðu á ofbeldi eins og hálfsystur þeirra á
Englandi. Ruddist stór hópur þeirra inn i
þinghúsið i Nanking, og fyr en menn fengu
áttað sig, vorii þær komnar inn í þingsal-
inn, þar sem fulltrúar þjóðarinnar sátu með
afstýfðar tléttur og sveitta skallana, ræðandi
framtíðarhorfur landsins. Konurnar tóku
ótilkvaddar til máls og heimtuðu, að þjóð-
fundurinn veitti þeim kosningarrétt og kjör-
gengi. Forseti fundarins, sem er hugrakk-
ur maður, hringdi bjöllunni og skipaði kon-
unum að hypja sig á burtu, því ella skyldu
þær hafa verra af þvi. En í stað þess að
hlýða, réðust konurnar á þingmennina og
hárreittu þá, rifu, bitu og hörðu, og lenti