Alþýðublaðið - 10.10.1963, Side 7

Alþýðublaðið - 10.10.1963, Side 7
.. .. | ^oiMiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiuiit r^v Foringjar Berbauppreisnar TVEIR MENN koma mjög við sögu í sambandi við uppreisn Berba í Kabýlíu-héraðinu í Alsír, þeir Mohand Ou E1 Hadj ofursti og Hocine Ait Ahmed. Hocine Ait Ahmed er pólitískur leiðtogi kabýlsku uppreisnarmann- anna. Á sínum tíma sat hann í fangelsi í Frakklandi ásamt Ah- med Ben Bella forseta. Hann er fæddur 1929 og var kominn af efnuðu fólki í Michelet. Á unga aldri gekk. hann í lið með alsírska Þjóðarflokknum og seinna tók hann þátt í stofnun sérstakra samtaka, sem skipulögðu hvernig ná mætti sjálfstæði. Hann átti sæti í nefnd þeirri, sem kom af stað uppreisninni 1954 og skaut upp kollinum í Kairo á- samt Ben Bella og Mohamed Khider, fyrrverandi aðalritara Þjóðfrelsisfylkingarinnar (FLN). Mohamed Khider er mágur Ah- meds. Ait Ahmed var fulltrúi FLN á vettvangi SÞ og á Bandung-ráð- stefnunni. í október 1956 var hann tekinn íil fanga ásamt Ben Bella. Seinna var þeim sleppt úr haldi samtím- is, en Ait Ahmed hélt til Parísar og seinna til Sviss eftir að kastazt hafði í kekki með honum og Ben Bella og bráðabirgðastjórn Serkja sumarið 1962. í septemher sama ár sneri hann aftur sem fulltrúi á þjóðþinginu. þar sem hann varð foringi and- stæðinga Ben Bella. Þessi stjórn- arandstaða varð æ öflugri og í sam bandi við kosningu Ben Bella til forseta var flokkurinn „Fylking hinna sósíalísku afla” stofnaður. Mohand Ou E1 Hadj ofursti, sem kallaður er „Chibani” — garrili —. í Kabýlaf jöllum, en Berbarnir þar telja hann hersnilling, er 52 ára að aldri. Haim er gamall maður samanborið við ungu mennina, sem nú fara með völdin í Alsir. Erfið ævi og skæruhernaður um árabil fyrir sjálfstæði Alsír hefur gert það að verkum, að liann sýn- ist eldri og uppgefnari en hann ■er í raun og veru. í rauninni lítur hann frekar út fyrir að vera þolinmóður og skap-, góður afi en harðsnúinn skæru- liði, sem barizt hefur í hörðum bar dögum. Að því er bezt er vitað hefur hann enga reynslu að baki í Uppreisnarforing-jarnir Mohand Ou E1 Hadj ofursti og Gocine Ait Ahmed. venjulegum hernaði. Fyrir 1954, þegar uppreisnin gegn Frökkum. hófst í Alsír, rak Ou E1 Hadj litla verzlun í, litlu þorpi í fjöllunum um það hil 120 kílómetra frá Algeirsborg og við útjaðar hins stóra Yakouren-skóg- ar. Hann seldi Berbakonum gervi- skartgripi og karlmönnunum ódýr úr, sem þeir höfðu oft sparað fyr- ir árum saman. Þegar uppreisn þjóðernissinna gegn Frökkum hófst gegndi Ou E1 Hadj fyrst starfi sambandsmanns og hélt áfram verzlunarstörfum sínum. Hann hækkaði í tign og á- hrif hans jukust og að lokum varð hann majór í Þjóðfrelsishernum. í marz 1959 skutu hermenn út Útlendingahersveitinni hinn harð- skeytta Berbaofursta Ait Hamou- da Amirouche, yfirmann skæru- liðasveitar nr. 3. í Kabýlíu, í orr- ustunni við Bordj de Lagha. i.Chibani” Ou E1 Hadj var þá skipaður ofursti og fékk það verk- efni að stjórna haráttu Berba gegn Frökkum. Alsírska útlagastjórnin skipaði hann ofursta. í dag státar hann sig af því, að hann er eini ofurstinn í Alsír, sem hlaut ofurstatign sína í orrustu. Ou E1 Hadj hélt sig ásamt her- sveitutn sínum í fjöllunum og tók þátt í þjáningum þeirra og harð- rétti allt það sem eftir var upp- reisnarinnar. Fjórum mánuðum eftir að hann tók við stjórn skæruliðasveitarinn- ar sendi franski hershöfðinginn Maurice Challa 35 þúsund menn úr varaliðinu og 22.000 menn úr Alpa sveitunum gegn skæruliðasveitum Ou E1 Hadjs. Rúmlega eitt þúsund uppreisnar menn voru felldir, en aðrir komu í staðinn fyrir þá og földu sig í hellum og skógarrjóðrum. Þrátt fyrir ægilegt mannfall og þreki-aunir héldu Katibarnir (her- flokkarnir) í héraðinu áfram bar- áttunni allt þar til lýst var yfir vopnahléi. Þegar fyrsta deilan eftir að sjálf stæði vár náð stóð sem hæst var Ou E1 Hadj í hópi andstæðinga Ben Bella. í fyrstu lét liann and- stæðingum Ben Bella hersveitir sín ar í' té, en þegar hlóði var úthellt Framh. á 10. síðu Það er á allra vitorði, að víða um heiminn gera þeir sjúkdómar vart við sig í rikum mæli, sem rekja má til dulinnar angistar, kvíða og áhyggju. Ég hefi heyrt menn Segja frá því, að með þeim sjálfum hafi graf- ið um sig dulinn ótti eða hræðsla við gjöreyðingu mannkynsins, og stöðugar áhyggjur af framtíð ver- aldarinnar verki lamandi þegar til Iengdar lætur. Vandamál heims- ins á örlagastundu er þannig orð- ið að persónulegu vandamáli, sem orkar á hugann frá degi til dags. Þeir, sem þannig eru settir, hefðu gott af að lesa fjallræðuna. Þar segir, að enginn geti með á- hyggjum aukið við hæð sína eða líf sitt. Sé alvarleg hætta á ferð- um, þá er áð minnsta kosti eitt víst, að áhyggjurnar. kvíðinn, ótt- inn, bjarga engum. Það vita þeir raunar bezt, sem búa við slíkt á- stand. Spurningin er hins vegár, hvernig hægt sé að sigra þessa hræðslu. Meistarinn minnir á tvennt í fjallræðunni. í fyrsta lagi, að maðurinn standi tiltölulega vel að vígi í lífsbaráttunni. Hann hefir mikla möguleika, ef hann aðeins kemur auga á þá. í öðru lagi er óhætt að láta hverjum degi nægja sína þjáningu alveg ástæðulaust að óttast. Loks — í þriðja lagl lilýtur nægilega sterk trú á gæzku Guðs að hjálpa hinum áhyggju- fulla, því að sjálft sköpunarverkið, grös vallarins og fuglar himins- íns, bera forsjóninni vitni. Það er ekki nema í sjálfu sér virðingarvert, að láta sér annt um hag mannkynsins í heild, líf þess og dauða. En enginn þolir til lengdar, að sama vandamálið hvíli stöðugt á honum, bæði nótt og nýtan dag. Ég þekki stjórnmála- menn, fleiri en einn, sem gera sér að fastri venju, að ræða sem minnst um verkefni stjórnmálanna, þegar hvíldarstundir gefast. Þetta er góð regla þeim til handa, sem sýknt og heilagt láta „kalda stríð- ið“ hvíla á sér. Setjum svo að þegar ærnir möguleikar eru til góðs? Þegar síminn var lagður um land ið, voru til menn, sem lýstu sig honum andstæða. Gamall bóndi heyrði nágranna sína segja írá stórbruna, sem orðið hafði í fjar- lægu héraði. Fréttin hafði borlzt með símanum. „Og gátuð þið nokk uð hjálpað?“, spurði karl. Honum fannst þaS óþarft tæki, sem ekki gerði annað en í þyngja huganum, þegar ekkert var hægt að gerá til hjálpar. Flestir mundu nú halda heimurinn standi einn eða tvo mannsaldra ennþá, — kannske lengur. Þá verður áreiðanlega full þörf á starfsorku þessarra manna, meðan þeim sjálfum er lif auðið. Meðal þeirra verkefna, sem bíða mannkynsins er að seðja hungraða, lækna sjúka og gera sitt til að efla frið á jörðinni. Því má sízt gleyma, að jafnvel uppgþtvun at- óm-orkunnar getur haft óumræði- lega blessun í för með sér fyrir alla jarðar-byggja. Og því á endi- lega að ganga út. frá því versta, því fram, að þessi gamli bóndi hefði verið haldinn óþarflegri- þröngsýni. Og þó er sannleiks- kjarni í orðum hans. Kalda stríðið og allar hinar ægilegu „'hótanir11 um eyðingu heimsins eru oft og tíðum ekki annað en tilraunir til að lama mennina, með því að sarga stöðugt á þeim með vandamál, sem þeir sjálfir ráða ekki við persóriu- lega. Við, sem ekki erum kvaddir til að ráða yfir. herafla störþjóð- anna, getum rauverulega ekki ann- að gert en að taka því sem að höndum ber, eins og æðrulaus lcarlmenni jafnvel þótt einhverj- um vitfirringi heppnaðist að kveikja það tundur, sem eyddi jörðinni. Eigi það fyrir mann- kyninu að liggja að deyja allt í einu, þá er það ekki annað, en það sem alltaf hlýtur að gerast smám saman, meðan mannfólkið er dauð- legt. Og þó að svona fari, yrði það frá mínu sjónarmiði líkast því, þegar báturinn sekkur en skips- höfninni er bjargað íil næsta lands.. Með þessu er ég ekki að hvetja menn til aðgerðaleysis, held ur til hins, að snúa sér æðrulaust að þeim verkefnum, seni hver um sig fær tækifæri til að inna af hendi. Fyrir austan töluðu sjó- mennirnir stundum um að „horfa < í hann“, þegar illa viðraði á móti. Það merkir að líta ekki .undan hættunni horfa beint í rokið, en | gera þó hvorttveggja, að trúa á | Guð, og róa sem fastast. — ! Serri sagt, — verið ekki alltaf að staglast á, að hætta sér á ferðum, en gerið ykkur grein fyrir, að það eina . sem þið getið gert, er að hugsa um aðra, starfa fyrir aðra, en vera ekki alltaf að liugsa um Kennedy, Krústjov og 'aðra slíka herramenn, sem ekki spyrja ykkur ráða hvort sem er. — Maður verð- ur einhverntíma að fá að vera í friði fyrir þessum fuglum. Jakob Jónsson. * Bandarí'skir hef.'menjn hafa nýlega íengið allmikla kauphækkun, en um leið var tekin af þeim, em dvelj- ast utan heimalands síns. sérstök harðbýlisuppbót.. Nokkrar undantakningar voru þó gerðar -.. meðal þeirra landa, þar sem ástæða þykir enn til að greiða slíka uppbót, er ísland. ★ Það er mikið sönglíf l meðal Vestur-íslendinga í | Seattle á Kyrrahafsströnd. I .. Á norrænni tónlistarhá- \ tíð þar í haust söng íslenzk- | ur karlakór (16 raddir) | undir stjórn Tana Björns- I son, sem einnig söng ein- | söng. .. Tani er meðal § fremstu barytonsöngvara | þar í horg. .. Annar ein- 1 söngvari var dr. Edward P. : Páimason. ★ Niðursuðuvarksmiðjan, 1 sem rísa á í Hafnarfirði, átti | fyrst að vera á efstu hæð í | stórhýsi Júpiters og Marz f á Kirkjusandi, en það slitn- 1 aði upp úr samkomulagi | milli Tryggva Ófeigssonar I og hinna — og því verður | reist nýtt hús. ★ Kanadamenn taka upp | 12 milna landhelgi í mai- | mánuði 1964... Rússar | hafa síðustu 10 ár tekið 854 | japönsk fiskiskip með 7000 I fiskimönnum úti fyrir Kyrra g hafsströnd sinni. '± ★ Brezk blöð eru þegar H farin að skrifa um ísland í tilefni af fyrirhugaðri heim- 'ú sókn Ásgeirs Ásgeirssonar = •þangað í nóvember .. .For- :1 setinn mun fljúga til Eng- 5 lands, lenda nokkru frá jí | London og fara síðasta spöl- !? inn í sérstakri járnbrautar- if = lest... Munu Macmillan og y aðrir tignarmenn íaka þar | á móti honum. - 4r íslenzku flugfélögin g ætla sýnilega ekki að gefast L[ upp fyrir hinni auknu sam- i| keppni frá Pan American f Airways ... Enn þarf enginn f að óttast neitt, því allar § flugvélar eru fullar á milli f íslands og Evrópu þótt kom f ið sé fram í október. i ★ Menn spyrja hvað | verði í nýja liúsinu Silla og S Vaida við hiið Útvegsbank- g ans .. . Einhverjir bankanna ; 3 eru sagðir líta húsið hýrir | auga, en verði þar ekki verz | lanir fer að halla undan fæti ■§' fyrir Austurstræti sem verzl p unargötu. jf 1 llllllllllll11111111111111111IIIllllllllllllllllllllllllllllllll ALÞÝÐUBLAÐIfi 10. okt. 1963 7

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.