Alþýðublaðið - 10.10.1963, Side 15

Alþýðublaðið - 10.10.1963, Side 15
drew. Hann svaraði ekki strax, en sagði svo: — Hún talar mikið, eins og þú veizt. Þú mannst kannske eftir, að ég sagði þér að ég kannaðist við mann, sem þekkir liana mjög vel? Hann hefur sagt mér margt um hana og heimili hennar. í>að lítur út fyrir að heimili hennar sé eitt af þeim, sem allir þrá að eignast, en fáum hlotnast. Ég fann til óþæginda. Þó að orð hans hljómuðu sakleysislega, fannst mér að annað lægi að baki þeim. — Það væri gaman að sjá það, sagði ég kæruleysislega. Hann beit strax á agnið. — Það er auðvelt fyrir þig að fá þá ósk uppfyllta, er það ekki Shirley? — Svo að hún hefpr þá sagt þér það. Þetta grunaði mig, sagði ég gröm. Hugmyndin er f^rá leit. Mér mundi aldrei detta f liug að yfirgefa Rcdstones, að minnsta kosti ekki vegna vinnu eins og þeirrar. er frú Merridrew býður mér. Ég elska vinnu mína á sjúkrahúsinu, og ef liún held- ur að hún geti „lceypt“ mig með þessum andstyggilegu peningum sinum, þá er það misskilningur. Ég mundi ekki taka þessa vinnu, þó að hún væri eina vinnan í heiminum, og ef þú heldur — Hann greip fram í fyrir mér, og horfði undarlega á mig. — Fyrirgefðu, ef ég hef rangt fyrir mér, en segir ekki Shake- speare einhvers staðar: Mér virðist, að konan staðhæfi of mikið? Er það ekki mergurinn málsins? Ég var bálreið. í fyrsta skipti eftir að ég kynntist Colin Mast- ers var ég reið við hann, og ég óskaði einungis að hann færi. Hann hefur sennilega fundið það, því að hann greip smjúklega um handlegg minn. — Ég ætlaði ekki að æsa þig, sagði hann rólega. Ég virðist hafa sérstaka liæfileika til að gera þig reiða, er það ekki? Þó vildi ég það sízt af öilu. Gleymdu þessu. — Ég er ekkert r%ið við þig, sagði ég gröm, og hristi af mér liönd hans. Ég vildi bara óska, að þú kæmir mér ekki til að finn ast ég vera kjánaleg. Það geðj- ast engum að því að vera álit- inn barnalegur, Colin. — Hef- urðu llugsað nokkuð meira, um litlu þurfamannabýlin þfn á Chantleyford? Ég var að reyna að skipta um umræðuefni, og ég hefði ekki getað kosið neitt áhrifarikara. — Hvort ég hef hugsað um þau, sagði hann hneykslaður. Kona góð, síðan ég rakst á þessi hús, hef ég yfirleitt ekki hugs- að um annað! Ég eyði öllum frí stundum mínum til að skoða þau. Vel á minnst, þú hefur enn þá ekki séð þau. Við verðum að bæta úr því. Eigum við að segja á laugardaginn? — Ekki hægt. Ég hló. En livers vegna ertu alltaf að at- huga þau, ef þú hefur enga möguleika á að kaupa þau? — Ég cr svo þrjózkur, að ég tek aldrei neitun fyrir svar, sagði hann léttilega. Og það gild ir ekki einungis um húseignir, vinan. Ég þágði, dauðhrædd um að hann rnundi hefja upp bónorð að nýju. Hann brosti, og liélt á- fram: , —- Ég fer til Chantleyford í þeirri von, að gæfan eigi eftir að snúast mér í vil, og gefa mér tækifæri til að láta þennan eft irlætisdraum minn rætast. Þér mundi geðjast að húsunum, Shir ley — ég sé þau fyrir mér, ný- uppgerð að utan og innan — orð in að litlum, óháðum heimilum -fyrir þessa vesalinga, sem eru löngu búnar að gleyma þvf að til er nokkuð, sem heitir einvera, og halda að ró og friður tilheyri paradís, sem er þeim forboðin. Verðið er líka sanngjarnt, og það gerir það enn meira freistandi. Ef þau væru mjög dýr, hefði ég frekar getað sætt mig við að þetta væri óframkvæmanleg vitleysa. En það erú þau ekki. — Þekkir þú engan, sem gæti hjálpað? — Nei, sagði hann dauflega. En ég ætla samt ekki að gefa upp alla von. Shirley, komdu með mér — mig langar svo til að þú sjáir þau. Mig langar til að vita hvernig þér lízt á þau, jafnvel þótt ég eignist þau aldrei. Ef til vill sérð þú einhverja galla, sem mér hafa yfirsézt og það gæti ef til vill fengið mig ofan af þessu. Áður en við skildum, hafði ég lofað að fara með honum til Chantleyford á næsta frídegi, sem var á laugardaginn. Ég átti að vísu erfitt með að taka mér frí, en að undanförnu hafði ég haft tíðan höfuðverk og sofið illa, svo að mér fannst skynsam legra að taka mér ofurlitla hvíld. Þó að vinnan { The Grange væri skemmtileg, þá var hún erfið, og krafðist mikillar einbeiting ar og þolinmæði, og þolinmæði hefur aldrei verið mín sterkasta hlið. Eftir að ég var háttuð, hugs aði ég mikið um hinar undar- legu samræður okkar Coslin Hvað hafði hann átt við, þegar hann sagði að ég staðhæfði of mikið í sambandi við hið fjar- stæðukennda tilboð frú Merri- drew? Auðvitað hafði ég mótmælt — hver hefði ekki gert það? Og þó . . . þegar ég hugsaði rólega um það, fór ég sjálf að undrast hvers vegna þetta kjánalega mál hafði gert mig svo æsta og reiða. Hvers vegna hafði ég ekki bara hlegið að því — eða máð það úr huga mínum? Venjulega reidd ist ég ekki við annað fólk, nema ég væri reið við sjálfa mig . . . eins og Doris sagði hið eftir- minnilega kvöld, þegar Colin bað mín. Þótti mér þetta ef til vill ekki jafn leitt og ég lét? Gat það verið, að innst inni langaði mig til að taka tilboðinu? Var ég kannske raunverulega að leyna löngun minni til að kynnast því munaðarlífi, sem frú Merridrew gat veitt mér, með öllum mínum mótmælum og reiði? En það var hræðilegt — og það gat ekki verið satt. Ég gróf andlitið { koddann, en svefninn vildi ekki miskunna sig yfir mig. Var mér kannske ekki illa við frú Merridrew — fyrir utan þá meðaumkun, sem ég mundi hafa með hverjum þeim, er væri gamall og einmana? Frú Merri- drew var sjúk, og átti skammt eftir ólifað — en burtséð frá því, var hún aðeins eigingjörn, heimtufrek og drottnunargjörn gömul kona, sem engum gazt vel að, ekki heldur niér. Auðvitað hafði Colin Masters rangt fyrir sér, ef hann hélt, að reiði mín ætti að leyna dulri löngun ,til að grípa græðgislega þetta gullna tækifæri. Það sýndi aðeins hvað liann þekkti mig lít ið og skildi mig illa. Ég svaf órólega, og. vaknaði 35 þreytt og döpur í bragði. Síðdegis næsta dag beið mín miði á skrifborðinu minu frá einum læknanna, sem var á stofu gangi. Hann bað mig að færa sjúklingnum frú Merridrew ein- hverja bók — eitthvað, sem gæti uppörvað sjúklinginn, skrifaði hann, sem virðist afar niðurdreg inn. — Ég skal sannarlega upp- örva hana, hugsaði ég herská, um leið og ég tók bók niður úr hillu. Frú Merridrew þurfti ekki að {- mynda sér, að hún gæti snúið mér svona í kringum sig. Ég yrði að biðja Colin um að tala við hana, og útskýra fyrir henni hvað liún gerði mér mikinn ó- greiða með þvi að krefjast svona mikils af tíma mínum. Ég varð undrandi, þegar ég sá yfirhjúkrunarkonuna koma út frá frú Merridrew. Hún stanzaði mig og virti mig hugsandi fyrir sér. — Masters læknir hefur á- hyggjur af frú Merridrew, góða min, safði liún. Eins og þér vitið, þoldi hún upskurðinn ágæt lega, en henni fer ekki vel fram. Læknirinn er viss um, að það er sálarástand hennar, sem varnar batanum. — Hún leit á bókina, sem ég hélt á. — Ég hefast um, að hún hafi lesið orð af öllum þeim bókum, sem hún hefur fengið lánaðar. Mig langar til að biðja yður um að vera hjá henni dálitla stund, og tala við liana. Hún hefur greinilega tekið ástfóstri við yð ur, og ef til vill getið þér tek ið við, þar sem við gefumst upp. — En er það ekki dálítið í mót sögn við fyrri skipan yðar? Eg vissi, að þessi spurning var mjög ósvífin, en ég gat ekki var izt að spyrja. — Jú, svaraði hún rólega, en þér munið, ungfrú Martin, að ég sagði yður að það skipti mestu máli, að sjúklingunum liði vel. Ég bið yður, með tilliti til vinnu yðar hér, að gera það, sem þér getið fyrir þessa kónu í dag. Masters læknir fullyrðir, að það sé mjög áríðandi að einhver örvi áhuga og lífsafl þessarar konu. Viljið þér gera það, sem þér get ið?_ Ég vissi varla hverju ég átti að svara. Eftir allt, sem hafði gengið á, eftir alla gagnrýnina og aðfinnslurnar, sem ég hafði orðið að þola, var ég beðin — eða réttara sagt skipað — að tala við frú Merridrew. Ég sagði yfirhjúkrunarkonunni með illa dulinni óþolinmæði, að ef henni fyndist þetta vera hluti af skyld um mínum hér á sjúkrahúsinu, skyldi ég gera það — en að- eins samkvæmt skipun hennar. Henni hefur áreiðanlega fundizt ég vera eigingjörn nöldurskjóða, en mér stóð alveg á sama. Frú Merridrew leit varla upp, þegar ég kom inn. Satt að segja hnykkti mér við að sjá breyting una, sem hafði orðið á henni. Það var eins og hún hefði skropp ið saman — andlit hennar var ekki lengur feitt, það var hvap kennt, og hendur hennar, sem fitluðu eirðarlaust við rekkju- voðirnar, skulfu. Augu hennar voru ekki lengur hvöss og þrjóskuleg, heldur afar döpur. Grömja mín hvarf eins og dögg fyrir sólu, og ég fylltist með- aumkun. — Mig langar ekki í bók, sagði hún hljómlaust — þér getið far ið aftur með hana. Ég gekk að glugganum. Ég sá Colin ganga yfir húsagarðinn og ástúðarbylgja fór um hjarta mittj. Á þessari stundu vildi ég gerá allt, sem í mínu valdi stæði, tij að geðjast honum. Ef hann óskf aði eftir, að ég teldi kjark t þessa gömlu konu, þá mundi ég •gera það. ,i — Talið þér við mig, sagði hún. Þeir segja, að ég geti farið að fara heim, Shirley, en mig langar ekki til þess. Ég reyndi að tala við liana, ég sagði henni frá vinnu minni á The Grange, og hinum dásam- legu fjársjóðum, sem bókasafá ið þar geymdi. Hún reyndi ekki einu sinni að látast hafa áhuga á því. — Segið mér eitthvað um fjöl skyldu yðar, sagði liún þreytu- lega. Ég sagði henni frá móður minni, frá dauða föður míns — ég reyndi að koma henni til að hlæja að bernskubrekum Harr- ys. Ég ýkti hégómagirni Dorisar, sérvizku hcnnar í klæðaburði og snyrtingu, sagði henni frá löng un hennar til að verða leikkona — allt þetta, sem hver ungling ur í heiminum þekkir af eigin reynslu. Hún kinkaði nokkrum sinnum kolli, og brosti jafnvek — Ég gæti kostað þennan Háfry ykkar á góðan listaskóla, sagði hún allt í einu. Ég þóttist ekki heyra það. — Móðir yðar þyrfti nauðsyn lega á hvild að halda, sagði hún skömmu seinna, þegar ég var að tala um Doris. Ég gæti séð henni fyrir utanlandsferð. Ég veit um stað í Svisslandi, sem getur gert kraftaverk í svona til fellum eins og hennar. Ég dró andann djúpt. Ég varð að hætta að tala um fjölskyld- una, það var alveg greinilegt. Ég leit aftur niður í húsagarðinn og kom aftur auga á Colin. Ég snéri mér áköf að frú Merridrew. Ég er bara að lireinsa skátalúðurinn minn. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 10. okt. 1963 15. ^

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.