Alþýðublaðið - 17.10.1963, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 17.10.1963, Qupperneq 3
Maudling og Butler Lundúnum, 16. okt. (NTB - Reuter) HAROI.D Macmillan forsætlsráð- herra Breta hélt í dag áfram við'- ræðum sínum við forystumenn í- haldsflokhsins um eftirmann sinn. Stjórnmálamenn segja, að bæði innan ríkisstjórnarinnar og eins úti í flokksröðunum hafi tekizt að ná nokkuð almennu satnkomulagi. Ekki verffur þó vitað um nafn eft- irmannsins fyrr en eftir helgi. Enn sem fyrr er einkum bent á þrjá líklega en það eru Butler vara- forsætisráðherra (60 ára), Hails- ham vísindamálaráðherra (56 ára) og Mandling fjármálaráðlierra (46 ára). Macmillan átti í dag tal við of- angreinda þrjá menn og einnig við utanríkisráðherrann Home, er margir telja líklegan. Einnig átti hann tal við aðra tvo ráðherra, sem taldir eru líklegir, en það eru lain Macleod, Ieifftogi íhalds- manna í neffri deildinni og Ed- ward Heath varautanríkisráð- herra. Fyrstu upplýsingar af hálfu hins opinbera þykja benda til þess að Butler sé enn sterkastur, en stjarna Mandling fer hækkandi. Elisabet drottning mun senni- lega biðja eftirmann Macmillan aff mynda nýja rfkisstjórn fyrir helgi, að því er upplýst var af kunnug- um í kvöld. Búizt er við að hin endanlega ákvörðun um nýja for- sætisráðherrann verði ekki tekin fyrr en á fimmtudagskvöld. I»vi getur hugsast að Macmillan fari ekki til konungshallarinnar fyrr en á föstudag til að leggja fram lausnarbeiðni sína og benda á eft- irmann sinn. Flestir stjórnmálaritarar í Lund Únum telja, að valið standi milli Reginald Mandling fjármálaráð- herra og R. A. Butler varaforsæt- isráðherra. Svo er að sjá sem lík- ur Home og Hailsham fari minnk- andi, einkum vegna þess að hinn fyrrnefndi er aristokrat og ligg- ur því vel við höggi hjá jafnaðar- mönnum, en hinn síðarnefndi er fulltrúi íhaldssömustu aflanna í flokknum, þó mót vilja sínum! Símalagningaskipið Edouard Svenson kom til Reykjavíkur í gærdag. Skip þetta hefur unnið að viðgerð á símaþræð inum milli íslands og Græn- lands. Þurfti það að koma til lands til að sækja einhverja varahluti, en mun hafa farið strax út aftur. WtMVMtMMMMMMMtMMIM Enn er barizt á landamærum IN KANZLARI Bonn, 16. okt. (NTB - Reuter) KONRAD Adenauer lét í dag af embætti sem kanslari Vestur- Þýzkalands, en um leiff tók fyrr- New York, 16. okt. (NTB - Reuter) FYRSTI geimfari heimsins, Juri Gagarin, neitaði því í dag, að dauðaslys hefði átt sér stað við framkvæmd flutnings á geimför- um út í geiminn. RÓM 16. okt. (NTB-Reuter) Biskupar frá Englandi og Wales lögðu í dag fram tillögu um stofnsetningu samkundu er þeir kölluðu „þing“ Á því þingi sitja biskupar úr öllum heimi og stjórni kirkjunni ásamt páfanum. NEW YORK 16. okt. (NTB- AFP) — Stjórnmálanefnd Alls- herjar þingsins samþykkti i eimj, hljóði ályktun er hvetttr állar þióð ir til að staðsetja ekki kjarnvopn í himingeimnum. Tillagan vnr lögð fram af Mexíkó af hálfu þeirra 17 ríkja er tekið hafa þátt í af- vopnunarráðstefnunni í Genf. vcrandi efnahagsmálaráffherra hans Ludvig Erhard við embætt- inu. Við kosninguna í þinginu fékk hinn 66 ára gamli Erhard 21 atkvæði fleiri en Adenauer fékk, er hann var endurkjörinn til emb- ættisins í fjórða sinn árið 1961. Erhard fékk samtals 279 atkvæði, en 180 atkvæði voru á móti. 24 þingmenn greiddu ekki atkvæffi og 1 atkvæði var ógilt. Erhard þurfti 250 atkvæði til kjörsins. Er forseti þingsins Eugen Ge- rotenmainer kunngerði kosninga- úrslitin reis Erhard úr sæti og til- kynnti að hann tæki kosningu. — Fagnaði þingheimur honum þá með lófataki. Adenauer klappaði nokkrum sinnum með hinum þing- mönnum stjórnarflokkanna. Er- hard var strax umkringdur af fólki er vildi samfagna honum. Adenau- er stóð nokkra stund fyrir utan hópinn og spjallaði við samþing- mann sinn en ruddi sér svo leið til Erhard og óskaði honum til hamingju. Síðar sama dag vann Erhard eið að stjórnarskránni, en áður hafði hann gengið á fund Hein- rich Liibke, forseta Vestpj'-f’ýifJca* lands og mc^£kj(5| ,skjöí, er stað- festu kjör hans sem forsætisráð- herra. Einn þeirra, er mest börð- ust gegn kosningu Erhard var A- denauer sjálfur. Að hans skoðun vantar Erhard ýmsa þá eigin- leika, sem forsætisráðherra þarf að hafa. En kristilegir demókratar, er tapað hafa þó nokkrum kosning- um undanfarið, eru á þeirri skoð- un að prófessor Erhard sé sá, er bezt geti tryggt framgang flokks- ins. Ekki er talið að skipti þessi boði neina verulega breytingu í stjórnmálum Vestur-Þýzkalands, a. m. k. ekki í náinni framtíð. A- denauer var þekktur fyrir ein- ræðiskenndar ákvarðanir, en Er- hard hefur lýst yfir, að hann vilji færa út samstarfið milli ráðherr- anna og ríkja með það sjónarmið í huga sem meirihluti flokksins hefur samþykkt. Ludwig Erhard varð efnahags- málaráðherra í fyrstu ríkisstjórn Adenauers árið 1949 og mun vera hlynntari samvinnu við Breta og Bandaríkjamenn en Adenauer var. Getur því farið svo, að utanríkis- ráðherra hans, sem vafalaust verð- ur áfram Gerhard Schröder, muni fá tækifæri til meiri samruna við áðurgreind ríki. Erhard mun leggja ráðherralista sinn fyrir á fimmtudag. Ekki er sá ,listi kur^> vi§t, að Mende, fonngi frjálsra demókrata mun taka sæti vara- kanslara. Er ríkisstjórn Erhard tekur við, mun allt verða í megin- atriðum sem áður. Styrkleikahlut- föll flokkanna — 16 kristilegir demókratar — verður sem áður og aðeins þrjú ráðuneyti fá nýja yfirmenn. COLOMB BECHAR, Alsír 16. okt. (NTBl-Reuter) — Bardagar halda áfram milli hersveita Alsír og Marokkó á hinu umdeilda landa mærasvæffi í Sahara-eyðimörkinni aff því er málsvari alsírsku stjórn arinnar tilkynnti í dag. Margir Marokkómenn hafa veriff drepnir og margir hafa veriff teknir til fanga, en tap Alsírmanna er dráp eins manns. Af hálfu Marokkómanna er sagt að Alsirmenn hafi orðið fyrjr miklu tjóni. Talsmaður stjórnar- innar sagði, að Alsírmennirnir hefðu gert mótárás í morgun, en Marokkómenn hefðu haldið stöðv um sinum og ekki misst neitt land Einnig lagði talsmaður þessi, ráð herra í ríkisstjórninni, áherzlu á að ekki ríkti eiginlegt stríðsá- stand milli ríkjanna tveggja. Marokkó sendi í dag stríðsvagna út í eyðimerkurhéraðið Ouarzaz- ate, en þar eru marokkanskar sveitir við alvæpni. Eru þar um 4 þúsund marokkanskir hermenn Þá skýrði Upplýsingaþjónusta Marokkó frá því í dag að alsírskar herflugvélar hefðu varpað sprengj um á marokkönsku héruðin fyrir vestan alsírska bæinn Colomb Bechar. Ekki er vitað um íjón af árásum þessum. í Alsír er skýrt frá því að mikið aðstreymi sjálfboðaliða sé í her inn. Eru það bæði ungir Serkir og afdankaðir skæruliðar. Brezk bílalest stöðvuð í qaer BERLÍN og LONDON 16. okt. (NTB-Reuter). — Brezk herbíla- lest, sem í eru 9 bílar og 28 her- menn, var í dag stöðvuff við sovézkt varffhlið í Babelsberg rétt viff Berlín. Fékk hún ekki aff halda á- fram fyrr en eftir níu klukkustund ir. Brezku h<(rmejia|iniír neiituðu aþ fara út úr bííunum er sovézk ir hermenn kröfðust þess og hófst þóf þetta með því. Hugðust hinir sovézku telja Bretana en ninir síðarnefndu voru ekki á því. Var síðan í skyndingu stöðvuð brezk bílalest er átti að fara frá Vestur- Berlín litlu síðar og ákveðið að hún biði afdrifa liinnar fyrri. At- burður þessi líktist í öllu hinum bandarísku fyrir nokkrum dögum síðan. Er skemmst frá því að segja að Bretar mótmæltu atburöi þess um. I London kallaði Home utan ríkisráðherra sovézka sendifuil- trúann fyrir sig og brýndi fyrir honum hve þýðingarmikið værí að nauðsynleg skref væru stigin til að hindra að jafn aívarlegir at- burðir' endúrtækju sig. Nokkru síð ar kom tilkynning um að bílaiestin gæti haldið áfram. Málsvari brezka liersins f Vest ur-Berlín sagði í dag, að vitaskuid hefði bílalestin átt að fá að halda áfram með eigin skilmálum, það er að segja, að hermennirnir hefðu ekki þurft að fara út úr bílunum til talningar. — Lítil bandarísk bílalest með 4 bíla og 8 hermenn kom til Vestur-Berlínar í morgun og var ekki reynt að stöðva hana. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. okt. 1963 3 5 { •< t \ -j V hk ~ • i' K ' *. •: i I

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.