Alþýðublaðið - 17.10.1963, Síða 5

Alþýðublaðið - 17.10.1963, Síða 5
FRÁ ÁLÞINGI D A G S K R Á 1 sameinaðs Alþingis fimmtu- daginn 17. okt. 1963, kl. 2 miSdegis. Fyrirspurn: Afurðalán vegna garðávaxta /27. mál, Sþ./ (þskj. 27). — llvort leyfð skuli. D A G S K R Á neðri deildar Alþingis fimmtudag- inn 17. okt. 1963, að loknum fundi í sameinuðu þingi. Loftleiðir, frv. /20. mál, Nd./ (þskj. 20). — 1. umr. D A G S K R Á efri deildar Alþingis fimmtudag- inn 17. okt. 1963, að loknum fundi í sameinuðu þingi. 1. Þinglýsingar, frv. /2. mál, Ed./ (þskj. 2) — 1. umr. 2. Ættaróðal og erfðaábúð, frv. /3. mál, Ed./ (þskj. 3) — 1. umr. 3. Nauðasamningar, frv. /4. mál, Ed./ (þskj. 4). — 1. umr. 4. Landskipti, frv. /5. mál, Ed./ (þskj. 5). — 1. umr. 6. Kyrrsetning og lögbann, frv. /6. mál, Ed.t (þskj. 6). — 1. umr. 6. Lögræöi, frv. /7. mál, Edt (þskj. 7). — 1. umr. 7. Aðför, frv. /8. mál, Ed.t (þskj.) 8)..— lumr. 8. Eignaréttur og afnotaréttur fasteigna, frv. /9. mál, Ed.t þskj. 9). — 1. umr. 9. Lögtak og fjárnám, frv. /10. mál, Ed.t (þskj. 10). — 1. umr. 10. Landamerki o. fl., frv. /11. mál, Ed.t (þskj. 11). — 1. umr. 11. Bæjanöfn o. fl., frv. /12. mál, Ed.t (þskj. 12). — 1. umr. Engir samn- ingar enn Framh. af 1 síðu Hvalfirði. Um þetta leyti var dr. Kristinn forseti Atlantshafsbanda lagsins, og undir hans forsæti hefði verið hafizt handa í París um að semja áætlanir og ákveða fjárveit- ingar um fyrrgreindar fram- kvæmdir. Ráðherrann sagði, að slíkar áætl'anir væru aldrei samd- ar nema fyrir lægi samþykki stjórnar viðkomandi lands uin framkvæmdirnar. Gætu menn því getið í eyðurnar hér um afstöðu Framsóknarflokksins til fram- kvæmda í Hvalfirði. Nokkrir af þingmönnum komm- únista hafa flutt þingsályktunartil lögu um þetta máf ,og þykir nú ýmsum, sem Framsóknarmcnn hafi hreinlega stolið frá þeim „glæpnum/* Umræður um þetta mál hófust, er Eysteinn Jónsson (F) kvaddi sér liljóðs utan dagskrár, áður en fundur hófst í sameinuðu þingi og beindi íyrirspurn til utanrík- isráðherra um framkvæmdir í Hvalfirði, sem boðaðar hefðu ver- ið í sumar. Rakti hann aðdrag- anda málsins og skýrði frá þvi, að hann og Þórarinn Þórarinsson hefðu átt umræður við utanríkis- ráðherra, daginn eftir að skýrt var frá því í fréttum útvarpsins. KvaS Eysteinn þetta sanna að dómi Framsóknarmanna, að hér væri um upphaf flotastöðvar að ræða, en flokkurinn liefðj alla tíð verið andvígur auknum hernaðarfram- kvæmdum í Hvaifirði. Bar hann síðan fram svohljóðandi fyrir- spurn: Hefúr ríkisstjórnin í huga að gera, eða hefur hún gert samn- ing við NATO um mannvirkjagerð I Hvaifirði, og hvernig eru þeir samningar? Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisrúðherra (A), kvaðst mundu svara þessari fyrirspurn en sér þætti rétt að gera grein fyrir málinu í heild vegna um- mæla Eysteins Jónssonar. Sagði hann að samkvæmt varnarsamn- ingnum írá 1951 önnuðust Banda- ríkin varnir landsins í umboði At- Guðmundur í. Guðmundsson lantsh^fsbandrvlagains. íslending1- ar legðu til land undir varnar- mannvirki, en Bandaríkin greiddu þann kostnað, sem þau hefðu í för með sér. Hér á landi hefðu ver ið gerðar framkvæmdir á vegum varnarliðsins fyrir þúsundir millj óna íslenzkra króna, og mál varð andi slíkar framkvæmdir hefðu al- drei verið borin undir Alþingi. Atlantshafsbandalagið hefur sjóð, sem kallaður er Infra-Struc- turesjóður, sagði ráðherrann og íslendingar hafa aldre; lagt fram fé í hann. Verkefni þessa sjóðs hefur einkum verið að kosta bygg ingar á flugvöllum, olíuleiðslum, olíugeymum og fjarskiptastöðvum. Árið 1953 var farið fram á að byggð yrði Lóranstöð hér á landi fyrir fé úr þessum sjóði, og veitti þáverandi utanríkisráðherra dr. Kristinn Guðmundsson leyfi til að svo yrði gert, án þess að Al- þingi hefði nokkur afskip'ti af málinu. Árið 1955 var svo farið fram á að leyfi væri veitt til að byggja ýmis mannvirki, m.a. geymslur fyrir sprengiefni og olíugeyma í Hvalfirði og fjárveiting tekin upp til þeirra framkvæmda. Þá var dr. Kristinn Guðmundsson forseti At- lantghafsbandalagsins, og viðtekm venja er að slíkar fjárveitingar eru ekki veittar nema fyrir liggi sam- þykkj viðkomandi ríkis ‘.il fram- kvæmdanna. Þegar vinstri stjórnin ták við völdum féllu verklegar fram- kvæmdir hér á landi á vegum varnarliðsins að miklu leyti niður. Hannibal Valdimarsson, þáverandi félagsmálaráðherra, sagði liér á þingi 7. desember 1956, að ekki væri hægt að ógilda loforð um dvöl varnarliðsins, sem ríkisstjórn in næsta á undan hafði gefið. Var því veitt leyfi fyrir Lóranstöð á Snæfellsnesi, en synjað um marm- virkjagerð í Hvalfirði. Atlantshafsbandalagið hefur oft beðið um að fá að byggja olíu- geyma í Hvalfirði, og umferð vegna þeirra geyma um fjörðinn yrði ekki önnur, en þegar skip kæmu með olíu á þá eða ílyttu olíu þaðan, sem geymd hefði verið tilskilinn hámarkstíma. Núverandi geymar í Hvalfirði væru orðnir gamlir og úr sér gengnir og þörf á að endurnýja þá. Þessi þörf liefði við tvö meginrök að styðjast: í fyrsta lagi hefðu olíubirgðir þarna þýðingu vegna varna landsins og í öðru lagi hefðu þær þýðingu vegna sjávarútvegsins. Tvisvar hefði olíubirgðir hér í landinu þrotíð á vertíð og var þá hægt að grípa til olíunnar, sem geymd er í Hvalfirði. Af athugunum hefði nú komið fram, að aðeins yrði þörf átta geyma, löndunaraðstæðna og tveggja legufæra, og væri þaðf- minna, en gert var ráð fyrir i upphafi og ef ríkisstjórninni sýncil ist svo mundi geiður sérstakur samningur um þetta. Allar fram- kvæmdir varnarliðsins hefðu ver- ið leyfðar hér á landi til þessa án samþykkis Alþingis og breytti þaðT í þessu sambandi engu, þótt féðf til framkvæmdanna kæmi nú frá Atlantshafsbandalaginu, en ekki úr ríkissjóði Bandarikjanna. Meðl þessum orðum lauk ráðhcrrann svari sínu við fyrirspurninni og kvaðst vona, að hann hefði gefiðf gleggri mynd af málinu, en áðui- hefði verið fyrir hendi. Hannibal Valdimarsson (K> ræddi forsögu málsins og skýrðl frá viðræðum sínum við utanríkis • ráðherra í ágúst. Afstaða Alþýðu ■ bandalagsins til þessa máls vær.i sú, að rilcisstjórnin hefði ekki'i heimild til að ganga írá slíkuin Framh. á 13. síðu Fjögur mál voru lögð fram & Alþingi í gær: Frumvarp tií lagíi um breytingu á lögum um Seðla- banka íslands, flutningsmenn: Þóv arinn Þórarinsson o.fl. (Flutt ái síðasta þingi, en varð ekki útrætt),. Frumvarp til laga um vaxtalækkim flutt af öl'lum þingmönnum Framt sóknar í neðri deild. Frumvarp til laga um ráðsí/ifanir til að stuðla að ijafnvægi í byggð landsinw Flutningsmenn: Gísli Guðmunds - son, Skúli Guðmundsson o.fl. Fyrji- spurn frá Páíi Þorsteinssyni o.fl. um framkvæmd þingsályktuuar un.i afurðalán vegna garðávaxta. - WMWWWWMMWMMMMWWWWWWWWiH1 ! > grynnka á skuldunum sínum að megum ekki og getum ekki Ræðu sinni lauk ráðherrann j! kaup sé hækkað og genglið gert okkur leik að því að bregð- með þessum orðum: J! GENGISLÆKKUN EKKI YFIRVOFANDI I umræðunum um efnahags- málin undanfarið hefur Alþbl. oftar en einu sinni bent á, að gengislækkun væri ekki viðun- andi leið til úrlausnar þeim vanda, sem nú steðjar að. Einn- ig hefur komið fram hér í blað inu, að ríkisstjórnin mundi ekki láta fara fram gengislækkun, þrátt fyrir fullyrðingar stjórn- arandstöðunnar um hið gagn- stæða. Morgunblaðið birti í gær úr- drátt úr ræðu, sem Bjarni Bene diktsson, dómsmálaráðherra liafði haldið á Varðarfundi kvöldið áður. í ræðu sinni sagði ráðherr- ann meðal annars: „Það hefur komið í minn hlut oftar en einu sinni, að verja við urkenningu gengisfellingar, vegna þess að gengið var þegar fallið og ekki var önnur úrræði að ræða. Nú mæli ég gegn geng isfellingu, því að krónan er ekki fallin, en hún er í hættu ef ekki er stungið við fótum. Við vitum, að sumir mæla gengisfellingu ætíð bót. Ýmsir atvinnurekendur, sem keypt hafa dýr tæki og eru skuldug- ir, telja gengisfellingu ekki ó- heppilega, og ýmsir þeir, sem komið hafa sér upp íbúðum telja einfaldasta ráðið til að fellt. En einhver verður að borga fyrir verðmætin og eng- inn sleppur svo auðveldlega. Það, sem glíkur maður ætlar að taka af öðrum neyðist þjóð- félagið til að taka af honum. Þeim leik að fella gengið verður að ljúka. Við verðum að hafa þann manndóm að láta hon um ljúka. GENGISLÆKKUN ENGIN LAUSN Ég sé ekki að gengisfelling, eins og nú er ástatt, væri nein lausn. Hinsvegar mundi hún stórskerða traust okkar erlend- is, og þess vegna verðum við umfram allt að beita öllum ráð um til þess að tryggja verð- mæti gjaldmiðils okkar. Við megum ekki og getum ekki gert okkur leik að því að bregð- ast því sameiginlega trúnaðar- trausti, sem gjaldmiðillinn er með einni þjóð.“ HINIR LÆGST LAUN- UÐU. Það er stefna Alþýðuflokks- ins, að til hvaða ráða, sem grip- ið verður, þá verði að vera trygging fyrir því að hinir lægst launuðu fái raunverulegar lcjarabætur. Um stefnu ríkis- stjórnarinnar varðandi þetta sagði Bjarni Benediktsson: ,,Við í stjórninni viðurkenn- um að reyna verður að finna einhver ráð til þess, að þeir sem verst eru settir, fái raui- verulegar kjarabætur, og stj ',i in mun leggja sig alla fram um að það geti orðið.“ Ræðu sinni lauk ráðherrann mcð þessum orðum: „Fyrirfram vil ég ekki telja vonlaust, að andstæðingarnir skilji, að nú er nóg komið í kapphlaupinu um kauphækk- anir. Við munum í lengstu lög leitast við að ná samkomulagi um þau ráð, sem grípa þarf til og leita um þau samstarfs við andstæðingana. En á sama veg og við hljótum að vera þakk- látir fyrir hið mikla traust, sem Viðrcisnarstjórninni var sýnt í kosningunum í sumar, þá ger- um við okkur ljósa hina miklu skyldu, sem á okkar herðum hvílir. Ég treysti því, að livorugur stjórnarflokkurinn víki sér und an þeirri skyldu, heldur verð- um við áfram þess trausts verð ir, scm þjóðin sýndi okkur.“ S” !>: MWMWMMMMMMMtMMMM%MMMMMMMMMMV>MMMMMWW%WMMMMMWMMMt%WMMM%MWMi HMWMMXMM\MMMMWMMMMM%MMMMMMMW> V ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. okt. 1963 ^

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.