Alþýðublaðið - 17.10.1963, Side 6

Alþýðublaðið - 17.10.1963, Side 6
l£r það skiltið, sem hefur lokkað dúfurnar að, og kemur þeim til að halda, að það sé ofurlítið samkvæmi hjá staurnum? Eða skyldu Jkannski finnast þar fáeinir brauðmolar? VANDAMAL UMFERDARINNAR Roskin kona hafði orðið fyrir bíl og málið kom fyrir rétt. Dóm- arinn bað hina ákærðu að lýsa atburðinum með eigin orðum. — Eg gekk úl á götuna, sagði hún, og sá þá að hann kom á móti mér. Þá gekk ég til vinstri og þá beygði hann til vinstri. Ég reyndi að forða mér til hægri, en þá æpti hann Stattu kyrr kerling, og ég gerði það — og þá ók hann á mig. Hér er ein af sárafáum myndum af Sonny Liston þar sem = hann er með svolítið manneskjulegt bros á andlitinu. Hann bros- ; ir yfirleitt ekki, jafnvel ekki einu sinni þegar hann er með : faliegu konunni sinni, en það er hún, sem er þarna með honum I á myndinni. Nú er kominn út listinn. yfir tuttugu mest umtöluðu menn heimsins í september. Efstur er Kennedy (Krústjov verður að sætta sig við annað sætið hafandi verið toppmaður mánuðum saman). Að nafnið Wallace skuli finnast á listanum, gefur til kynna, að kyn- þáttaóeirðirnar haldi áfram í Ala- bama. Kennedy hefur reynt að láta hart mæta hörðu en enn þá hefur hann ekki unnið neinn meiri háttar sigur yfir misréttismönnum. í utanríkismálum hefur honum mistekizt tilraun sin til að milda einræð'sstjórnarhætti Diems í Suður-Vietnam. Aftur á móti batnar sambandið við Sovétríkin stöðugt, eftir ræður forsetans og Gromykos hjá Sameinuðu þjóð- unum og vinsamlegar samræður Gromykos við Home lávarð og Rusk. Jafnframt hefur öldunga- deildin samþykkt samninginn um bann við kjarnorkuvopnatilraun- SKEMMTILEG BARNAHUS Danskur trésmíðameistari hefur hafið framleiðslu smáliúsa handa börnum. Dag nokkurn þegar hann hafði ekkert að gera handa mönnum sínum, fékk hann liugmyndina af þessum smáhúsum — og eftir ótrúlega skamman tíma var þetta orðið að talsverðu fyrirtæki. Ib Bentzsen, en svo heitir smiðurinn, framleiðir um það bil 600 hús á ári, svo segja má, að hann sé all umvifamikill fasteignasali, þótt hvert hús kosti ekki nema frá 1200 upp í 3600 krónur. Eftir- spurn er geysileg bæði frá fjölskyldum og bamaleikvöllum. Mynd- in er af Ib Bentzsen þar sem hann er að leggja síðustu hönd á eitt húsa sinna, en eins og sjá má af myndinni, framleiðir hann margar gerðir þer ara húsa. ir stjórn 1 . nýja kanslara Erhards, hafa teki ' ialsvert rúm í dálkum blaða sít.-. :tliðinn mánuð. — Að lokum mú refna U Thant, sem setti 18. þing í-ameinuðu þjóðanna og kom meö þá tillögu að fækkað yrði hermönnum í Kongó af fjár- hagsástæðum. ÞANNIG lítur listinn út. (röð fyrra mánaðar í svigum): 1 ( 2) J. F. Kennedy 105 p Framh. á 13. síðu Krjústsjov hélt í september á- fram ferð sinni um Júgóslavíu. Blaðadeilum og landamæragrein- um með honum og Kínverjum linnti ekkert. Naumast er hann heldur ánægður með kornuppsker una hjá sér. í þriðja sæti á þessum lista er de Gaulle sem enn einu sinni hef- I ur farið sínar eigin brautir í stór- | veldapólitikinni, að þessu sinni með því að leggja fram sína eigin kjarnorkuvarnaáætlun sem nær til Evrópu eingöngu. De Gaulle fékk einnig Adenauer í heimsókn og loks er hann lagður af stað í fyrirlestr?ferð um Frakkland og hefur verlð hundsaður af Suður- Frökkum sumum hverjum. Aðrir stóratburðir í september í fáum orðum: Títo fór að lokinni heimsókn Krústjovs í langa Suður- Ameríkuför' — í Alsír hefur and- staðan gegn einflokkskerfinu /ax- ið mjög. — Vangaveltur um utan- ríkisstefnu Vestur-Þýzkalands und Hattur keisarsdrottningarinnar Þetta er nýi hausthatturinn keisaradrottningarinnar í íran. Hann er úr dökkgrænu velúr og með stönguðum satinböndum með ljósari Ifti Skapnaðurinn ber nafnið Barthet. Kann nú að lesa og skrifa! STERKASTI maður heims- ins, boxarinn Sonny Liston, hefur að undanförnu verið á ferðalagi um Evrópu, og eins og ævinlega hefur hann ver iö i fylgd með eiginkonu sinni, Geraldine, sem annast hann eins og móðir barn sitt — og leiðbeinir honum í hví vetna — „nema elcki innan í hringnum, því að hver er sú eIginkona, sem vill sjá mann inn sinn búa sig undir að vera sleginn niður í gólfið?' ‘— Geraldine er falleg og fjör leg negrastúlka, sem hefur haldið furðulegri tröllatryggð við Liston sínn. Til að mynda er það í frásögur færandi, að bún kvæntist honum, þegar hann var óþekktur með öllu I og notaði krafta sína einvörð | ungu til slagsmála — og fór \ svo að sjálfsögðu beint í = fangelsið á eftir. Hún segir, að hann hafi nú I nýlega lært að lesa og skrifa, I en að öðru leyti sé hann með i öllu hjálparvana sakir mennt i unarleysis síns og hæfileika- i skorts. En hann fylgir konu i sinni eins og tryggur hundur i og ber óskorað traust til henn | ar. Það var þó ekki hún, sem i fékk hann til þess að stunda I box, heldur fangelsisprestur- | inn. Prestur var sannfærður | um að þetta væri eina leiðin | til að bjarga Liston frá að | verða morðingi. —- Jæja, hvernig var ræðan þfn? spurði konan, þegar kaup- sýslumaðurinn kom heim frá ráð- stefnunni. — Hvaða ræðu áttu við? spurði maðurinn. Þá, sem ég hafði und- irbúið, þá, sem ég flutti eða þá, sem ég hélt með svo miklum glæslbrag yfir sjálfum mér í bfln- um á leiðinni heim? í febrúar síðastliðnúm voru um það bil 3500 negrar fluttir burt úr héraðinu Besterspruit í nágrenni Vryheid, þaðan, sem þeir hafa átt heimili og landeignárrétt síðan 1905. Um það bil 2000 manns, sem gátu sannað, að þeir hefðu vinnu í Vryheid, voru fluttir í tjald- búðlr í Afríkuhluta borgarinnar. 1500 til viðbótar voru fluttir í tjaldbúðir hjá Mondholo, sem er í 45 km. fjarlægð og þeir urðu á eigin spýtur að. leita eftir skaða- bótum til ríkisins. Ekki var einu sinni séð fyrir hinum nauðsyn- legustu hreinlætisskilyrðum. Afríkumenn, sem finnast án leyfis á svæðum hvítra manna, eru kallaðir fyrir dómstól og eru ým- ist dæmdir í sektir eða fangelsi. Unglingar, sem óhlýðnast reglun- um, má dæma til hýðingar. Vegabréfakerfið veldur fórnar- iömbum sinum oft miklum þján- ingum, þegar hjón eru skilin gegn vilja sfnum eða mæður með korna börn fangelsaðar. Jafnframt þessu "eta liðið mánuðir án þess, að vandamenn fómarlambanna fái af beim nokkrar fregnir — allt vegna hess eins, að persónuskllríki hafa fyrir tilviljun glatazt Hýðingu er beitt í refsingar- skyni við ýmsum yfirsjónum. — Opinberar tölur gefa til kynna, að 850.000 högg hafa verið veitt sl. 10 ár. Upp á síðkastið hefur árlega I verið útdeilt 80,000 höggum til 17 | þúsund manna. Fjöldi þeirra, sem | nú er refsað með hýðingu, er átta sinnum hærri en fyrir 20 árum síðan. André Reymond Schwab búsett ur í Epinal í Frakklandi, hefur verið dæmdur f 1200 króna sekt og 15 daga fangelsi fyrir að móðga de Gaulle forseta. Schwab, sem er 24 ára gamall, var nýlega á bíó þar sem forsetinn kom skyndilega í ljós á tjaldinu, og slapp þá út úr honum mjög óviðeigandi athuga semd (sem ekki er nánar sagt frá). Fyrir framan dómarann gaf ungi maðurinn þessa skýringu:, . — Eg hugsaði ekki nákvæmléga um hvað ég sagði, en sagði það, sem ég hugsaði. 0 17. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.