Alþýðublaðið - 29.11.1963, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 29.11.1963, Blaðsíða 11
. • 1 Körfuknattleiksmót Reykjavikur: Ármann sigraði -inga 67:50 ÁRMANN sigraSi KR verð- skuldaS í meistaraflokki karla i Reykjavíkurmótinu í körfu- knattleik í fyrrakvöld. Loka- tölurnar urðu 67 stig1 gegn 50, en í hléi hafði Ármann yfir 34 -23. Eftir leik KR gegn KFR á dögunum og sigur ÍR yfir Ármanni (þá vantaði Ármenninga að vísu Birgi) var búizt við því, að hinir ungu KR-ingar myndu sigra Ármann. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Ármenningar höfðu yfirtökin i leiknum frá upphafi og þeir léku mun betur nú gegn ÍR í fyrsta leik sínum á mótinu. Bæði félög- in beittu svæðisvörn, þar til í lok- in, að KR-ingar léku maður á mann. Það gekk þó miklu ver, því þegar 5 mínútur voru til leiksloka hafði Armann 5 stig yfir, en mun- urinn var 17 stig í lokin. Sigur Ármanns var verðskuldað- ur, þeir léku vel og hittu ágætlega. Beztur var Birgir Birgis, en hann skoraði alls 14 stig, Sigurður Ing- ólfsson 16 stig og Davíð Helgason 14. Kr-ingar sýndu góða spretti, en á milli var allt í handaskolum. Einar Bollason skoraði flest stig eða 16 og Kolbeinn 14. Heimsfrægir íþróttamenn: ay Silvester 25 ára afmælis- hátíð Skíðaráðsins jWWWWWWWWWWM 2. desember 1938 var Skíðaráð Reykjavíkur stofnað í íþöku við Menntaskólann í Reykjavík. Erindisbréf Skíðaráðs Reykja- víkur var dags. 16. 11. 1938 — og undirritað af forseta íþróttasam- bands íslands, hr. Benedikt G. Waage. Fyrstu fulltrúar í Sldðaráði Reykjavíkur voru: Steinþór Sigurðsson, formaður, tilnefndur af ÍSÍ. Kristján Ó. Skagfjörð, varafor- maður, tilnefndur af ÍSÍ. Einar B. Pálsson, fulltrúi, Knatt spyrnufél. Reykjavíkur. Eiríkur Bech, fulltrúi, Knatt- spyrnufél. Reykjavíkur. Sigurður Magnússon, fulltrúi, Glímufélaginu Ármann. Þórarinn Arnórsson, fulltrúi, í- þróttafélags Reykjavíkur. Þorgerður Þorvarðardóttir, full- trúi, íþróttafél. kvenna. Síðan hafa verið haldnir um 460 bókaðir fundir og Iiefur Skíðaráð Reykjavíkur síðustu árin haft þá venju, að hittast einu sinni i viku. Fyrsti formaður Skíðaráðs Reykja- víkur var Steinþór heitinn Sig- urðsson, menntaskólakennari og var hann formaður ráðsins frá 1938-1947 eða þar til hann var skipaður formaður Skíðasambands íslands 1947. Georg Lúðvíksson, KR annaðist formannsstörfin um tíma eftir brottför Steinþórs. Aðrir formenn hafa verið: Ól. Þorsteinsson, Á. 1947-’49 Ragnar Þorst. ÍR 1949-’50 Har. Björnsson, KR 1950-’51 Hörður Björnsson, ÍR 1951-’52 Ragnar Ingólfsson, 1952-’54 Óskar Guðm., KR 1954-’56 Úlfar Skæringsson, ÍR 1956-’58 Fr. EHen Sighvatsson, ÍK 1958- og er enn formaður. Eins og stendur eru 7 félög með fulltrúa í Skíðaráði Reykjavíkur: Ármann: Sig. R. Guðjónsson, Framh. á 13. síðu I mörg ár var háð kapphlaup milli kringlukastara heimsins um að kasta 60 metra. Fortune Cor- dien kastaöi 59,91 m. 1953 og flest ir voru þeirrar skoðunar, að hann yrði fyrstur allra til aö ná þessu marki, en það fór á annan veg. Sá, sem fyrstur allra náði þessu sögulega takmarki var Bandaríkjamaðurinn Jay Silvest- er, 27 ára gamall. Sil'vester er meðalmaður á hæð og vegur 100 kíló. Hann kastaði kringlunni 60,56 m. árið 1961, en síðan hafa allmargir náð þessu marki. Silv- ester bætti þennan árangur iinn og á nú bezt 62,28 m. í fyrra var hann ekki í „formi“ eins og sagt er, en þó reikna margir með því, aff hann vdrffi skeinifliættur á Olympfuleikjunum í Tokío. X fyrra tók hinn hraustíegi Tcast ari að æfa og keppa í kringlu- kasti og kúluvarpi samhliða og hefur bezt náð í síðarnefndu grein inni 18,73 m. Þetta virðist hafa eyðilagt fyrir honum í kringlu- kastinu, keppnin er orðin svo hörð, að ekki veitir af að halda sig að einni grein', til að vera á toppnum. Þaff virðist nú vera orðin venja að Bandaríkjamenn sigri þrefalt í kringlukasti á Olympíuleikum og allt virffist benda til þess, að þannSg geti f^riff næsta haust. Helztu keppinautar Silvesters mn að komast í Bandaríkialiðið eru, a.uk A1 Dertes, heimsmethafans <62,44 m.) þeir Bob Humpreys, sem kastaff hefur lengst 62 m. rétta, Rink Babka, sem enn hefur 60 m. í kroppnum og einnig nokkr ir ungir og efnil'egir kastarar, sv» sem Dave Weil (22 ára), Georg Passey (23 ára), Georg Schwartz (22 ára) og Ken Johnstone (21 árs). Beztu kringlukastarar Evrópu sem helzt gætu veitt Bandaríkja- mönnum keppni í Tokio, e.ru komnir yfir þrítugt. Rússinn Trus enjev (61,64 m.) er 33 ára, Scec- senyi (60,66 m.) 31 árs og Buk- hant er 32 ára. Jafntefli Osló 28. nóv- — NTB. Danir og Norðmenn gerðu jafn- tefli í handknattleik í Njardhallea í kvöld 14 mörk gegn 14. í hléi var staðan 9-7 fyrir Norffmenn. UWWWWWWWWWW) Ísland-Noregur í Álasundi 1965 í FRÉTT frá norsku frétta- stofunni NTB á miffvikudag segir, að möguleikar séu á því, að ísland og Noregur leiki landsleik í knattspyrnu í Álasundi 1965 í tilefni 50 ára afmælis knattspyrnuráðs Sunnmöre. í fréttaskeytinu segir, að gengið verði frá þessu á ársþingi norska knatt spyrnusambandsins. Awmwwwwwwmwi KnaHfDvrna erlendis ★ ALLMARGIR leikir fóru fram í Evrópubikarkeppninni í vikunni. Norrköping og Milan gerffu jafn- tefli í Norrköping, 1 mark gegn 1 Inter frá Milanó sigraði í Monoco með 1-0. Þá gerffu Eindhoven, Hol- landi og Spartak, Búlgaríu jafn- tefli 0-0. Eindhoven sigraffi í fyrri leiknum og fer því í „kvartfinal”. Galatsary, Tyrklandi sigraði Zii- rich, Sviss með 2-0, en Svisslend- ingar sigruðu í fyrri leiknum með sömu markatölu og aukaleikur verffur að fara fram. Partizan, Júgóslavíu sigraði Jeunesse ’d Luxemburg með 6-2 og heldur á- fram keppni á betra markahlut- falli. Leik Tottenham og Manches- ter Utd. var frestaff vegna þoku. ★ Everton sigraði Glasgow Ran- gers í úrslitaleik óformlegrar fé- lagakeppni Bretlandseyja með 3-1. Leikurinn fór fram á Ibrox og á- horfendur voru um 70 þúsund. ★ England sigraði Vestur- Þýzka- land í landsleik 23 ára leikmanna og yngri meff 4-1. Hlnn stæðilegi kringlukastari, Jay Silvester. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 29. nóv. 1963 |.|j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.