Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 21.12.1926, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 21.12.1926, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN J -----------v Verkamadurinn óskar öllum lesendum sínum nær og fjær gleðilegra jóla. ------------------------r Kristnir jafnaðarmenn. Eitt vopnið, sem beitt er í baráttunni gegn jafnaðarstefnunni, er það, að jafnaðarmenn séu vantrúaðir guðleys- ingjar. Sumt fólk gleypir við þessu, og ýmsir menn meðal burgeisastéttarinn- ar íslensku látast vera mestu guðsmenn, þótt verk þeirra beri þess lítinn vott. Mig langar til að setja hér kafla úr grein, sem Sigb. Á. Gíslason cand. theol. skrifar í 25. tbl. Bjg.rma þ. á. og heitir »Kristinn jafnaðarmaður«. S. Á. G. er allra manna hér lendra kunnugastur um þessi mál, og er þar með talinn í hópi þröngsýnna kirkjutrúarmanna. En einmitt vegna þekkingar hans á þess- um málum hefir hann óbrjálaða útsýn yfir þau og styðst við staðreyndir. S. Á. G. hefur fymefnda grein á þessa leið: , »Sumir halda að jafnaðarmenn hljóti að vera andstæðingar kirkju og krist- indóms, — en ætli það sé ekki mis- skilningur? Þar sem klerkar og aðrir leiðtogar kristilegra félaga snúast öndverðir gegn verkalýðsfélögunum, þar hafa verka- mannaleiðtogarnir að vísu oftast nær srxúist öndverðir gegn »kirkjunni« og telja hana vinnukonu auðsafns og aft-\ urhalds, en síst er afturhaldið blíð- málla um klerka, sem gerast jafnaðar- menn. Þegar til baráttu hefir komið á slíkum grundvelli, hefir margur sak- laus orðið að bergja beiskar dreggjar af syndum feðra sinna, eins og dæmin sanna á Rússlandi. Svipað hefir jafnvel komið í ljós við suma mannúðarstarfsemi, sem ekkert þurfti að koma stéttaríg við. Er mér t. d. minnisstætt, er eg fyrir 20 árum kom á r.okkra stúkufundi í Gautaborg f Svíþjóð, hvað templarar þar voru for- viða á að eg skyldi vera guðfræðingur, og »þó vinna með templurum«. »Vér munum ekki eftir að nokkur guðfræð- ingur hafi komið á stúkufund hjá okk- ur fyrri,« sögðu þeir. Goodtemplarafé- lagið í Svíþjóð var þá, sem nú, fjölment mjög, en klerkastéttin vildi ekki við því líta, og fyrir bragðið var það frem- ur lítill .kirkjuvinur. Nú er þetta breytt orðið. Sænska þjóðkirkjan styð- ur nú yfirleitt drengilega bindindis- og bannstefnuna, og er í fullri samvinnu við templarafélagið sem önnur bind- indisfélög. Alveg eins voru margir danskir klerkar um það leyti »gjörsam- lega forviða« á að við séra Fr. Fr. vor- um templarar. Samúð vekur sanngirni. Þar sem klerkar sýna umbótastarfsemi verka- manna fulla samúð, mæta þeir sann- gimi. Enda þótt vantrúarmenn, meir og minna háværir, kunni samt að vera í verkamannahóp, þá er það ekki annað en tíðkast í öllum stjómmálaflokkum, og afskaplegur misskilningur og hættu- legur að ætla að afturhaldssamir stór- efnamenn séu sannir kirkjuvinir, þótt þeir varpi fé í kristileg félög, er þeir ætlast til í staðinn, að þeir eigi vís at- kvæði félagsmanna og geti sigað klerk- um gegn verkalýðsfélögum. Ýmsir leiðtogar enskra jafnaðar- manna eru svo heitir trúmenn of svo ákveðnir trúvakningaprédikarar að mörgum »kirkjuvini« hérlendis mundi finnast nóg um.* Meðan jafnaðarmenn voru í miklum minni hluta í Danmörku og alment lít- ilsvirtir, þá hömuðust þeir gegn öllum »æðri stéttum« og þar á meðal klerka- stéttinni. Síðari árin hafa ýmsir dansk- ir klerkar sýnt verkalýðsfélögunum fulla samúð; sumir hafa reynt að efla skipulagsbundna samvinnu meðal vinnuveitenda og verkamanna (»Kriste- lig Dansk Fællesforbund«) og nokkrir aðrir beinlínis starfað í jafnaðar- mannafélögum«. * »Svæsnir heimatrúboðsmenn« eða kann ske »ofsatrúarmenn«, myndu sum- ir þeirra nefndir hér á landi, færu þeir hér tmt og prédikuðu svipað og heima. Á eftir þessu telur S. Á. G. upp marga af áhrifamönnum meðal jafnað- armanna í öðrum löndum, sem í orði og verki sýna hvar þeir standa í trúarefn- um. Sést á því, að vantrúaðra og guð- leysingja-nafnið, sem mótstöðumenn jafnaðarstefnunnar eru að reyna að sverta jafnaðarmennina með í augum alþýðu, sem er fáfróð um þessa hluti, er sleggjudómanafn, sem ekki ber að taka tillit til. Sagan mun á sínum tíma fella réttan dóm í þessu máli. Og eg er ekki hrædd- ur við hann. Bæði einstaklingar og flokkar munu dæmdir eftir verkum þeirra, því af þeim þekkjast þeir best. Samtíðin villist oft á yfirskini guð- hræðslunnar, en framtíðin ekki. Jafnaðarmaður. A veiðum. íiialdi-burgeiiarnir eru að Uta ganga um bseinn þeaaa dagana með undir- akriftaskjðl, þar sem kjðsendur eru látnir skora á Jakob Karlsion að gefa kost á sér við iböndfarandi kosningar. Er einkum ilseðst eftir að fá verkafólk til að ikrifa cpp á þeiai skjðl. Er astluniA að nota sét persónulegar vinssldir Jakobs til að negla fólkið fyrirfram. Láti Jakob undan, á svo að setja á liata með honum einbverja þá, sem verst koma fram gagnvart verkafólkinu, og láta hann bera þá inn f bnjarstjórnina. Þar sem vitanlegt er að Jakob er ekki fhaldsmaður, eim og burgeisarnir vilja vera láta, þá er þetta greinlleg uppgjöf frá íhaldsins hálfu, og áþreif- anieg játning um það, að það viti sig feigt, ef það fnr ekki að láni per- sónulegt fylgi msnna, og enginn »gæðingur« þess ié liklagur til að safna um sig sveit kjósenda. Verkafólki til athugnnar, skal þess getið, að feður þessara undirskrifta- skjala eru þeir vinnukaupsndur, sem mest hafa reynt undanfarin ár til að spilla Jakob við verkafólkið; fá hann til að gjalda jafn lágt kaup og þeir hafa viljað vera láta. Nú ntla þeir að

x

Verkamaðurinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-1313
Tungumál:
Árgangar:
52
Fjöldi tölublaða/hefta:
3062
Gefið út:
1918-1969
Myndað til:
22.12.1969
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Halldór Friðjónsson (1918-1927)
Jakob Árnason (1943-1946)
Rósberg G. Snædal (1946-1947)
Þórir Daníelsson (1947-1951)
Jakob Árnason (1951-1952)
Ásgrímur Albertsson (1952-1953)
Þorsteinn Jónatansson (1956-1969)
Hjalti Kristgeirsson (1961-1962)
Kristján Einarsson (frá Djúpalæk) (1962-1965)
Ábyrgðarmaður:
Halldór Friðjónsson (1926-1927)
Erlingur Friðjónsson (1930-1931)
Einar Olgeirsson (1931-1933)
Steingrímur Aðalsteinsson (1933-1934)
Þóroddur Guðmundsson (1934-1938)
Steingrímur Aðalsteinsson (1939-1943)
Jakob Árnason (1951-1952)
Þórir Daníelsson (1954-1954)
Jakob Árnason (1954-1956)
Björn Jónsson (1955-1956)
Þorsteinn Jónatansson (1961-1969)
Ritnefnd:
Stjórn Verkalýðssambandsins (1928-1931)
Erlingur Friðjónsson (1930-1931)
Jón G. Guðmann (1930-1931)
Einar Olgeirsson (1930-1931)
Steingrímur Aðalsteinsson (1939-1943)
Jakob Árnason (1939-1943)
Geir Jónasson (1939-1939)
Jóhannes Jósefsson (1942-1943)
Jóhannes Jósefsson (1951-1952)
Þórir Daníelsson (1951-1954)
Ásgrímur Albertsson (1951-1952)
Jakob Árnason (1952-1953)
Sigurður Róbertsson (1952-1953)
Björn Jónsson (1954-1956)
Þórir Daníelsson (1955-1955)
Einar Kristjánsson (1955-1956)
Útgefandi:
Verkalýðssamband Norðurlands (1926-1938)
Sósíalistafélag Akureyrar (1939-1965)
Alþýðubandalagið í Norðurlandskjördæmi eystra (1961-1969)
Hnikarr hf. (1969-1969)
Efnisorð:
Lýsing:
Verkalýðs- og bæjarmál á Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað: 90. tölublað (21.12.1926)
https://timarit.is/issue/175626

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

90. tölublað (21.12.1926)

Aðgerðir: