Verkamaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verkamaðurinn - 14.06.1927, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 14.06.1927, Qupperneq 1
9ERK9MÍI9URIHH Útgefandi: Yerklýðssamband fíorðurlands. X*. árg. *|******** " Akureyri" Priðjudaginn 14; Júní 1027. • 46. tbl. „Loforð annarsvegar en svik hinum megina. Flestir lesendur Verkamannsins munu kannast við söguna um Hjálmar Jónsson í Bólu, þegar hann kom úr kaupstaðnum með, eins og hann komst að orði, »dráps klyfjar á hesti sínum, loforð annarsvegar og svik hinum inegin«. Þetta smellna svar Hjálmars. Jónssonar, seni hann gaf ferða- manninum, sem mætti honum og sá engar klyfjar á hestinum, getur all- oft átt að nokkru leyti við í okkar pólitíska lífi. Meginþátturinn í lífi hverrar þjóðar snýst um fjármál hennar, sem og er eðlilegt. Það nær best til einstaklinga þjóðarinnar, sem snertir mest fjárhag þeirra. Það skiftir og ekki litlu fyrir fátækan verkamann, hvort hann þarf að greiða mikið eða lítið í ríkissjóðinn. Hvort gjöldin til ríkissjóðsins verða honum æ þyngri og þyngri dráps- klyfjar með ári hverju og hvort hann flytur með Hjáhnari »Ioforð annars- vegar og svik hinum megin« frá hinum pólitíska kaupvangi og heim í fátæka hreysið. Áður en sú stjórn komst til valda, sem nú pínir alþýðuna með óbæri- legum sköttum, voru málskrafsgæð- ingar þeir, setn að henni standa, sendir út um landið til þess að boða fagnaðarerindi Sparnaðarbanda- lagsins. Það hljómaði ekki illa í eyr- um kjósendanna, ræðurnar um sparnaðinn. Jón Þorláksson, sem sendur var með ströndum fram til að gylla fyrir kjósendum stefnumið Sparnaðarbandalagsins, benti á sj^lfan sig og mælti: »Eg er sá hinn mikli sparnaðarmaður, sem stofnaði Sparnaðarbandalagið á þinginu 1923. Eg vil spara útgjöld ríkis- sjóðsins, svo þið, kjósendur góðir, þurfið sem minst að greiða í ríkis- kassann.« Sumir Iitlu spámennirnir í liði Jóns Þorlákssonar lofuðu líka að spara. Eitt þingmannsefnið lof- aði að spara 2 miljónir kr. á ári af útgjöldum ríkisins. Það var ekki ó- álitlegt að fela þessum mönnum for- sjá ríkisins, sem lofuðu jafn miklu og fögru, ef efndirnar færu eftir því. En hverjar hafa efndirnar orðið á öllum þessum fögru loforðum, munu kjósendur spyrja? Því skal nú reynt að svara. Aðaltakmarki sínu hefir Sparnað- arbandalagshöfundurinn Jón Þor- láksson náð. Hann hefir orðið ráð- herra. Hann hefir orðið hvorttveggja í einu forsætisráðherra og fjármáia- ráðherra. Það mætti því ætla aö þessuin tvígilda ráðherra hefði ekki orðið skotaskuld úr því, að standa við þau loforð, sem hann gaf kjós- endurn af yfirlögðu ráði og með fjálgleik miklum, áður en hann tók við völdurn. En hversu vel hafa loforðin verið efnd? Árið áður en Jón Þorláksson tek- ur við ríkiskassanum, greiðir þjóðin í ríkissjóðinn rúmar 9 miljónir kr. Fyrsta árið sem Jón Þorláksson er við völd, verður þjóðin að greiða rúmlega 11l/2 miljón kr. í ríkiskass- ann. Annað valdaár Jóns greiðir þjóðin rúmlega 17 miljón kr. og þriðja árið tæplega 12 ^2 miljðn. Sparnaðarloforð Jóns Þorláksson- ar hafa því reynst svo herfilegt tál fyrir þjóðina, að í stað þess að spara óþörf útgjöld á þjóðinni, hefir á þessum þremur árum, sem hann hef- ir farið með völd, þjóðin orðið að greiða 14 miljónum — fjórtán milj- HÉR MEÐ TILKYNNIST að jarð- arför elsku drengsins okkar Hallgríms Ó I a fer frarn frá heimili hins látna, Grundargötu 4, Fimtudaginn 16. þ. m., kl. 2. e. h. og hefst með hús- kveðju. Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Árni Hallgrímsson. ónum — kr. meira, en verið hefði, ef gjöldin til ríkissjóðsins hefðu staðið í stl% og verið hin sömu og þau voru árið áður, en Jón Þorláks- son tók við fjármálastjórninni. Sparnaðarloforð litlu spámann- anna í liði Jóns Þorlákssonar hafa eðlilega reynst álíka haldgóð eins og loforð stóra spámannsins. Þing- mannsefnið, sem ætlaði að spara 2 miljónirnar af árlegum útgjöldum ríkissjóðsins, hefir verið með í því starfi Jóns Þorlákssonar að þyngja skattana á borgurum þjóðfélagsins um 4 og 2/3miljónir kr. að meðaltali á ári, frá því litli spámaðurinn varð þingmaður og Jón Þorláksson tók við völdum. Þessum þingmanni, sem ætlaði að spara 2 miljónirnar, hefir ekki velgt við að hækka kaffi- og sykurtollinn um 25% frá því sem hann var áður en sparnaðarmaður- inn!! sá, komst á þing. Sjómennirn- ir og þurrabúðarfólkið, sem mest nota kaffið og sykurinn, eiga meðal annars honum að þakka þá geysi- legu tollhækkun, sem orðið hefir á þessum vörutegundum í höndum nú- verandi stjórnar. Kaupstaðarfólkið á honum líka að þakka, að allur fatnaður sem það kaupir, er 10% dýrari en hann annars myndi vera, vegna tolls sem á hann er lagður,

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.