Verkamaðurinn - 15.08.1936, Blaðsíða 2
2
VERKAMAÐURINN
Laugardags og sunnudagskvöld kl. 9:
Gull til Singapore.
Aðalblutverkin leika:
€Iark Gablc,
Jean Haerlow,
Wallaec Becry.
Börn fá ekki aðgang.
Sunnud. kl. 5. Aip.sýn. Niðursett verö.
WEEK-ENÐ.
Elliglöp
eða hvað?
Formaður Framsóknarflokks-
ins befir undanfarið skrifað nokkr-
ar greinar í blöð flokksins i til-
efni af verkfalli bænda og verka-
manna í kjördæmi hans. Verk-
fall þetta var gert til að koma í
veg fyrir rangsleitni og ofriki
gagnvart viðurkendum samvinnu-
manni í sveitinni.
Þessi skrif J. J. eru með þeim
hætti að fáir góðir Framsóknar-
menn geta skilið þau eða skrif-
að undir. í síðasta tbl. »Tímans«
veitist hann sérstaklega að göml-
um samherja, Sigurjóni á Laug-
um, fyrir það að hann leiðrétti
framúrskarandi hlutdræga frásögn
J. J. um sámtök bændanna á
móti ofríki því, sem þeir voru
beittir.
Er ekki golt að sjá hvort skrif
J. J. eru sprottin af þröngsýni,
sem færist yfir marga menn með
aldrinum, eða að þessi kunni
framíaramaður fylgist ekki leng-
ur með hinum breyttu viðhorfum
og atvinnuháttum í sveitum
landsins.
Þegar blásnauðir sjómenn í
Rvík lögðu út í fyrsta verkfallið
árið 1915, til þess að rétta hlut
sinn gegn ofríki útgerðarmanna
og braskara, vann J. J. af heilum
huga með sjómönnum, sem urðu
að beita samtökum til að koma
fram málum sínum.
J. J. hefir manna mest unnið
að þvf, að skapa kaupfélög bænda
og ýmiskonar samtök á móti
kaupmannavaldi og braskaralýð
íhaldsins.
Alhliða barátta á móti aftur-
haldsöflum landsins, en fyrir
auknu lýðræði og framfaramálum
bænda mun hafa verið æskuhug-
sjón J. J.
Er því eðlilegt að gamlir sam-
herjar, sem eru trúir æskuhug-
sjón sinni, geti ekki lengur fylgst
með þegar J. J. ræðst á bændur
fyrir það, að láta ekki ofríki,sem
ihaldsmönnum einum er sam-
boðið, viðgangast gagnvart einum
kunnum samvinnufrömuði á
æskustöðvum kaupfélagsskapar-
ins í landinu.
Á síðari tímum hafa atvinnu-
hættir bænda breyst talsvert. Fá-
tækir bændur og bændaalþýða
hefir dálitlar tekjur af launavinnu
við vegagerð o. fl. samfara bú-
skapnum. Af þessum ástæðum
hefir bæudaalþýðan í nokkrum
sveitum landsins stofnað með
sér hagsmunasamtök, sem er
ætlað að koma fram áhugamál-
um bændaalþýðu, hagsmuna- og
menningarlegum, að sínu Ieyti
eins og verkalýður bæjanna
stofnar verklýðsfélög.
Þessi breyttu viðhorf i sveit-
unum, virðist J. J. ekki geta
skilið til hlýtar, enda mundi
hann að öðrum kosti ekki berj-
ast af sllku kappi á móti nauð-
synlegum nútima-samtökum
bænda.
Skrif J. J. eru þó enn alvar-
legra umhugsunarefni fyrir frjáls-
lynt bændafólk. Bæði í »Nýja
dagblaðinu« og »Tímanum« hefir
hann skrifað fjölmargar greinar,
þar sem koma fram uppgjafatil-
hneigingar gamals manns. Er
skemst að minnast þess, að um-
rædd blöð veitast á móti sam-
vinnu- og lýðræðissinnum á
Spáni, sem verða nú að verja
lýðveldið gegn ofbeldi fhalds- og
»Kveldúlfsliði< á Spáni. Þegar
Jónas Þorbergsson gengur úr
Framsókn, þá verðlaunar J. J.
hann með hólgrein, og virðist
þar halda fram sömu skoðun og
Morgunblaðið, að Framsóknar-
menn geti ekki verið hlutlausir!
Þegar bændur gera samtök á mótí
ofbeldi, kallar J. J. það ofbeldi
að hætti Morgunblaðsins.
í næsta blaði verður nánar vikið
að þessari þróun J J. og þeirri
hættu, sem alþýðu landsins stafar
af því, að vinstri menn eins og
J. J. taka upp háttu fhaldsmanna,
samtimis því sem íhaldið hefir
hafið sókn til þess að ná völd-
um í landinu og eyðileggja lýð-
réttindi og hagsmunasamtök
verkamanna og bænda.
Hamslaust ihald.
Fyrir stuttu fékk Pöntunarfé-
lagið í Rvik fyrstu vefnaðarvöru-
sendinguna og opnaði um leið
nýja söludeild fyrir þessar vörur.
Verð þessara vara var svo lágt,
að þær seldust mestallar upp á
nokkrum dögum.
Morgunbl., málgagn stórkaupm.
og okrara, varð viti sínu fjær út
af því, að Pöntunarfél. skyldi fá
innflutningsleyfi, en eins og kunn-
ugt er, munu nær 1500 fjölskyldur
vera i félaginu og gramdist Mbl.
að þetta alþýðufólk gat skapað
sér hagkvæmari kjör, án allra
milliliða.
Morgunbl. hefir skrifað margar
ofstækisfullar greinar um þetta
og krefst að neytendasamtök al-
mennings fái engin innflutnings-
leyfi, en að heildsalarnir (milli-
liðaokrararnir) fái þau.
Samtimis þessum hamskiftum,
sem afhjúpa hið sanna innræti
íhaldsins, skrifar Mbl. um lýðræði
og athafnafrelsi og sjálfstæði.
Þannig eru starfshættir óðra fas-
ista.