Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 27.10.1936, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 27.10.1936, Blaðsíða 1
VERKAItlAÐURIim Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XVIV. árg. Akureyri, þriðjudaginn 27. október 1936. 86. tbl. Verkamannafélag Húsavlkur kiefst pess É úfHokunar- Þingmálafundurinn. átai verði fell úr Itip aipýðusambandsins. Á síðasta fundi Verkamanna- félags Húsavikur voru kosnir fulltrúar á Alþýðusambandsþing- ið. Kosnir voru: Árni Jónsson, formaður félagsins og Björn Kristjánsson. Fundurinn sam- þykti tillögu þess efnis, að full- trúum félagsins væri falið að beita sér fyrir þvi á þinginu, að útilokunarákvæðið yrði afnumið úr lögum Alþýðusambandsins og að allir meðlimir þess nytu sömu réttinda innan sambandsins eða félaga þess. Ennfremur samþykti fundur- inn að fela fulltrúunum að beita sér fyrir stuðningi Alþýðuflokks- ins á þingi með kröfu Húsvik- inga um að sildarbræðslustöð verði bygð á Húsavik. Óreiðan Iijá íhaldinti í Ve§(mannaeyjum. Relknlngarnlr 1934 falsaðir. Eins og skýrt hefir verið frá áður hér í blaðinu fól rikisstjórn- in tngólfi Jónssyni lögfræðingi að rannsaka stjórn ihaldsins i Vestmannaeyjum. Hefir Ingólfur nylega lokið þessari rannsókn sinni og hefir orðið áskynja um margskonar óreiðu hjá ihaldinu á fjárreiðum bæjarins o. fl. 1 tilefni af niðurstöðu rann- sóknarinnar heflr atvinnumála- ráðuneytið sent bæjarstjóranum i Vestmannaeyjum áminningar- bréf. í bréfinu vitir ráðuneytið m.a. hin óreglulegu fundahöíd bæjar- stjórnarinnar, að fjárhagsáætlun bæjarins hefir ekki verið samin á réttum tfma, Iögum samkv., jafnvel ekki fyr en komið hefir verið fram á það ár, sem hún gildir fyrir, að bókfærslan sé i megnasta ólagi og jafnvel algjör- lega röng, eins og t. d. færslan á skuld rafveitunnar við h. t. Shell (árið 1934), að brotin hafa verið Iög um launagreiðslur og að vöruávísanir hafa verið færð- ar sem peningagreiðslur. En hvernig skyldi það nú vera með bæjarstjórnina hér á Akur- eyri? Ætli það væri yanþörf á þvi að láta Ingólf framkvæma samskonar rannsókn hér? Franska alpýðutylkingin órjúfandf. Flokksþing radicalsósíalislafl. í Frakklandi er nýafstaðið. Var samþykt í lok þingsins að flokk- urinn skyldi halda áfram að styðja frönsku alþýðufylkinguna. Þingmaður íhaldsins hér á Ak- ureyri, Guðbr. fsberg, boðaði til þingmálafundar í Samkomuhús- inu í gærkveldi. Hóf þingm. umræður með stuttri ræðu, er hann kallaði stjórnmálayfirlit. í ræðu sinni vék hann að hinni margumtöluðu 100 milj. króna skuld landsins við önnur lönd. Að sögn ísbergs átti íhaldið engan þátt i þessari skuldasöfnun held- ur einstakir lausamenn, eins og t. d. sjómenn, sem eyddu öllu sínu fé i tóma vitleysu enda tæki almenningsálitið ekki sérlega hart á slíkum mönnura. Lagði ræðum. áherslu á að almenningur yrði að spara ennþá meira til þessað greiða vexti og afborganir af skuldunum og virtist hafa alveg sérstakan áhuga fyrir að hér skapaðist samskonar ástand og verið hefði hér oít áður þegar þjóðin hefði soltið þrátt fyrir alla sparsemi. Ræðum. forðaðist al- gjörlega að minnast á íslands- bankamálið eða önnur fjársvika- mál íhaldsins. Hann mintist ekki einu orði á að Kveldúlfur skuld- aði Landsbankanum um 5 milj. króna. Hann sá enga aðra leið út úr atvinnuleysisvandræðunum og fjárkreppunni en að almenn- ingur sparaði ennþá meira lífs- nauðsynjar sinar. Þegar hann hafði lokið máli sinu var áheyrendum tilkynt að enginn fengi að svara eða gera athugasemdir við ræðu þingm. heldur yrði nú byrjað á umræð- um um bæjarmál. Kom þarna greinilega í Ijós hin fasistiska þróun ihaldsins og ennfremur

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.