Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 16.04.1938, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 16.04.1938, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN NÝJA-BÍÓ Annan i páskum kl. 5 og kl. 9 — 2 sýningar. Tal- og hljómtnynd í 10 þátt- um. — Aðalhlutverkið leikur undrabarnið heimfræga Shftrley Temple ásamt John Boles, Karen Mortey og Bill Bobinson. Þriðjudagskvöid kl 9: í bjðrtu báli. Sannsðgulegar myndir frá striðinu á Spáni. Útgerðarmál Akureyrar (Framh. af 1. síðu). og þá hvernig hún skyidi starf- rækt. Síðan hefir nefndin aflað sér nokknrra upplýsinga um verð og greiðsluskilmála á skipum, bæði togurum og miuni skipum. Eosta nýir togarar í Englandi, 500 smál. stórir, um 700 þús. kr., en 7 til 10 ára gamlir um 150 til 200 þús. kr. Þá er á boðstólum nýtt vélskip i Hollandi rúmar 100 smál. með 225 h.a. dieselvél fyrir um 70 þús. kr. og er það útbúið fyrir botnvörpuveiðar (en mundi henta hér vel til síldveiða og línuveiða). Um tillögur til bæjarstjórnar — um framkvæmdir — komst nefnd- in ekki að neinni sameiginlegri niðurstöðu, og var því vonlitið um frekari árangur fyrst um sinn. Fulltrúar verklýðsflokkanna fengn því málið tekið upp á bæj- arstjórnarfundi s.l. þriðjudag, utan dagskrár. Var eftir nokkrar um- ræður samþykt eftirfarandi tillaga með 9 samhljóða atkv. • Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkir að kjósa 5 manna nefnd til að vinna að því, að aukin verði útgerð héðan frá Akureyri; og athugi hún þá möguleikana fyrir þvi, að nú þegar verði keypt a. m. k. eitt nýtt vélskip, sem hæft væri til útgerðar héðan sumar og vetur. Að öðru leyti skal nefndin sér- staklega vinna að því: 1. Að leita nú þegar undirtekta bæjarmanna um þátttöku i stofn- un hlutafélags til skipakaupa og útgerðar. 2. Að leita eftir opinberum styrk til umgetinna skipakaupa. Sé þá sérstaklega leitað til Fiski- málanefndar. 3. Að leita eftir föstu láni, t. d. úr Fiskiveiðasjóði fyrir svo sem hálfu kaupverði skips. Ennfremur að Ieita eftir nauðsynlegu rekst- ursfé. Jafntramt felur bæjarstjórn fjárhagsnefnd að rannsaka mögu- leika fyrir hlutdeild bæjarsjóðs í ofannefndri hlutafélagsstofnun, t. d. með hlutafjárframlagi eða öðr- um stuðningi«. 1 nefndina voru kosnir þeir Jóhann Frfmann skólastj., Tryggvi Helgason, sjómaður, Jón Hinriks- son, vélstjóri, Svavar Guðmunds- son, banksatj. og Axel Kristjáns- son, kaupmaður. Með þessari ákvörðun hefir rnikili meiri hluti hinnar nýkjörnu bæjarstjórnar tekið undir það, að ekki verði lengur hjá því komist, að gera verði alvarlega tilraun til að vinna hinn gamla grundvaliar- atvinnuveg bæjarbúa — sjávarút- veginn — upp úr þeirri niður- niðslu sem hann er kominn í* Og að þetta verður ekki gert svo nm muni öðruvísi en með al- mennum félagssamtökum með þátttöku og forgöngu bæjartélags- ins. Er þetta ekki að ófyrirsynju, þar sem nú um alllangt ára bil hefir naumast sést skip renna í Akureyrarhöfn með afla. Akureyr- arflotinn, sem er að miklu leyti frá 19. öldinni, hefir að vísu gengið í 2'/2 mánuð yfir síldveiðitímann, en með mikið lakari árangri en veiðifloti annara bæja og þorpa, sem betur er úr garði gerðnr. Mörg skipin eru mönnuð, mann fyrir mann úr öllum áttum — nema héðan frá Akureyri. Afli skipanna flestra, hefir heldur — umfram ait — ekki mátt leggjast upp á Akureyri. Aftur er skipa- floti allra hinna bæjanna og fiski- þorpanna gerðurútö til 10 mán- uði og alstaðar helst til að manna skipin heimamönnum og að skila aflanum i heimahöfn, að svo miklu leyti, sem mögulegt er. 1 þessu er Akureyrarútgerðin ein undantekning. I^ess skal þó geta, að hér eru til útgerðarmeon, sem brjóta þessa reglu. A þessu ári fækkar hérna a. m. k. um 8 skip. Eru nokkur þeirra seld burt en öðrum lagt upp. Er í mörgum þessara skipa lítil eftirsjá, að öðru Jeyti en því, að um 30 sjómenn héðan úr bænum, sem verið hafa á þeim undanfarin sumur, eru nú skip- rúmslausir fyrir næstu vertið. Er þess því að vænta að hin kjörna nefnd, af nýju bæjarstjórn- inni, komi nú fljótt og vel til starfa, og að bæjarstjórn og bæj- armenn alliient leggi hönd að því að í stað hinna átta gömlu skipa sem fara, komi nú, þegar liðin eru rétt 20 ár síðan nýtt skip kom í eign Akureyrar, o. m. k. eitt nýlt Skip á þessu ári, sem veitt gæti 18 sjómönnum bæjarinssæmi- legt skiprúm í 8-9 mánuði árlega. Ætti útgerð eins fullkomins véla- skips að færa 30 heimilum bæj- armanna atvinnu. Og er þess þá von að fleiri komi í kjölfar þess, og að Akureyrarhöfn komist aftur í röð skipahafna, þar sem fiskiskip koma inn með afla sinn, og fara út til veiða, f stað þess að vera höfn bundinna skipa. Það er áreiðanlega tími til þess kominn, að við Akureyringar leys- um þennan gamla atvinnuveg okkar úr fjötrum, því án hans megnm við ekki vera. lðnskólanum verður slitið laugardaginn 23. apríl kl. 8,3o f Iðnskólahús'nu. Að þv{ loknu verður kaffidrykkja og dans að Hótel Akureyri. Aðgöngumiðar verða seldir {Iðnskólanum fimmtudaginn 21. aprjl frá kl. 5,10—7,30. Eldri nemendum skólans er heimil þátt- taka

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.