Verkamaðurinn

Issue

Verkamaðurinn - 01.10.1938, Page 4

Verkamaðurinn - 01.10.1938, Page 4
4 VERKAMAÐURINN eftir að sjúklingurinn fer af hæl- inu, er honum ætlað að vera virk- ur þegn í þjóðfélaginu og alveg sleppt af honum hendinni, er það því alveg undir aðstæðum hans í þjóðfélaginu komið, hvort honum tekst að halda þeim bata, er hann hefir fengið með langri hælisvist. Meginþorri þess fólks, sem fyr- ir veikinni verður, hefir átt við harla erfið lífsskilyrði að búa, ill húsakynni og annað það sem fá- tæktinni er samfara. Það er því ljóst, að þegar fólk, eftir að hafa haft góðan aðbúnað í langan tíma, hverfur aftur til fyrra líf- ernis, í basl og flestum tilfellum atvinnuleysi, sækir fljótlega í sama horfið aftur. Þessu fólki þarf að hjálpa til að fá atvinnu við sitt.»hæfi eða veita því styrk og hafa jafnframt eftirlit með að allur aðbúnaður sé þannig að heilsunni stafi ekki hætta af honum. Hér eru það bæir og ríki, sem eiga að ryðja brautina og verða gerðar ákveðnar tillögur í þá átt af framkvæmdanefnd Sambands íslenzkra berklasjúkl- inga. Takmarkið er alger útrýming berklaveikinnar á íslandi. 20. þ. m. hélt Jafnaðarmanna- flokkurinn í Amsterdam og hin frjálsu fagfélög afarfjölmennan mótmælafund gegn uppgjafapóli- tík Osloríkjanna í Genf og gegn svikum Chamberlains við tjekk- neska lýðveldið. Formaður Jafn- aðarmannaflokksins, Vorrink, sagði m. a. í ræðu er hann flutti: „Osloríkin með Holland í broddi fylkingar hafa verið rekin ves- ældarlega á flótta“. — — — „Chamberlaíns friður er ekki okkar friður“. Á þeim tveim mánuðum, sem liðnir eru síðan uppreistarmenn hófu gagnsókn við Ebro-fljótið hafa fallið og særst um 50.000 manns úr liði þeirra á þessum slóðum. Vígstöðvarnar eru nær alveg þær sömu og fyrir 2 mánuð- um. Kartöflugeymsla. Móttaka á kartöflum í kartöflugeymslu bæjarins hefst 3. okt. n.k. og verður daglega tekið á móti kartöflum frá þeim, sem geymslurúm hafa pantað, frá kl. 3 til 6,30 síðdegis. Peir, sem geymslurúm hafa pantað, verða að leggja kart- öflurnar inn til geymslu fyrir miðjan október, annars verður plássið öðrum leigt. Kartöflurnar aðeins mótteknar gegn greiðslu geymslugjalds- ins sem er 2 og 3 krónur fyrir hvern kassa eftir stærð. Þeir, sem kartöflur leggja inn til geymslu,^verða sjálfir að koma þeim fyrir í geymslukössunum. Akureyri, 28 seplember 1958. Bæ|ar$ljörinn. SKÓLATÖS K U R og aðrar SKÓLAVÖRUR eru nú komnar í verzlun mína. Einnig allar SKÓLABÆKUR. Pantanir utan ai landi afgreiddar um hæl gegn póstkröfu. Bókaverzlun Gunnl. Tr. Jónssonar. Hafnarstræti 110 Akureyri. L Ö G T A K. Samkvæmt úrskurði eítir kröfu umboðsmanns Brunabótafélags íslands á Akureyri, verða ógreidd brunabófagföld í bæn- um, gjaldfallin 15. október 1937, tekin lögtaki að liðnum 8 dögum frá birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar 28. sept. 1938. Sig. Eggerz. Ábyrgðarmaður: Þóroddur Guðmundsson Prentverk Odds Björnssonar.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.