Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 08.10.1938, Blaðsíða 6

Verkamaðurinn - 08.10.1938, Blaðsíða 6
6 VERKAMAÐURINN Verkakveinalélaiið tining Líftryggingartél. ANDYAKA Hefir mjög hagkvæmar; Persónutryggingar Hjónatryggingar Skólatryggingar Barnatryggingar með fyrirvinnu foreldra. Bónus (ágóði) reiknast eftir tvö ár, svo árlega úr því. Kynnið yður tryggingarkjörin hjá Andvöku, áður en þér tryggið yður og börn yðar annarsstaðar. — UmboðsmaÖur fyrir Akureyri Guðjón Bernharðsson, gullsmiður | heldur fund í Verklýðshiisinu 13. þ. m. kl '8,30 e. h. Fundarefni: 1. Sameining verklýösins 2. Fjdrhagur verklýðsins 3' Barnaheimilissiarfið 4. Frd landsfundi kvenna Sf|érnln. Og hvað segja verkamennirnir i Verklýðsfélaginu um þetta? Eru þeir sama sinnis og Erlingur — eða vilja þeir fá sem flesta stétlarbræður sina i félagið með sér? f>ví verða þeir að svara á næsta fundi. Annars segir »Alþm.c að þess- ar inntökubeiðnir muni vera komnar fram »í sérstflllim tilganoi*, — Já rétt er það. Þessir menn, ásamt mörgum öðrum verka- mönnum, hafa ásett sér að koma því til leiðar, að verkamenn bæj- arins verði allir í EIN U verk- lýðsfélagi. í því skyni heflr Verkam.fél. Ak. hvað eftir annað boðið upp á sameiningu félag- anna. Þvi hefir verið hafnað. Þá hafa meðlimir þess gert tilraun til að framkvæma sameiningu innan Verklýðstélagsins, með þvi að sækja sameiginlega um inn- göngu i það. Þeim hefír verið neitað um inngöngu — að fyrir- lagi félagsforystunnar. En þeir vita, að alvara timanna kretst einingu verkalýðsins — hér á Akureyri sem annarstaðar — og þessvegna gefast þeir ekki upp, en gera enn tilraun til að sam- einast stéttarbræðrum sinum i Verklýðstélaginu. »Alþm « hefír birt svar félags- stjórnarinnar — með þeim en- demis »rökstuðningi«, sem að framan getur — en meðlimir fé- lagsins eiga eftir að segja sitt orð, og þeim er treystandi til að skilja þarfír verklýðssamtakanna betur en núverandi stjórn félags þeirra. í sambandi við erindi frá Um- dæmisstúkunni nr. 5 til bæjar- stjórnar Akureyrar, báru fulltrúar kommúnista fram eftirfarandi til- lögur á síðasta bæjarstjórnarfundi: „Bæjarstjórn Akureyrar skorar eindregið á háttvirta ríkisstjórn að samþykkja að almenn atkvæða- greiðsla kjósenda á Akureyri, er fari fram á þessu hausti, verði látin skera úr um það, hvort áfengisútsala verði höfð hér í bænum, eða ekki“. „í tilefni þess, að lögregluþjón- ar bæjarins eru iðulega kallaðir á Hótel Akureyri, vegna ófriðar og illinda ölvaðra manna, og nætur- verðirnir oft beðnir um að halda þar vörð tímum saman, krefst bæjarstjórn að lögreglustjóri rannsaki orsakir þess, að menn eru svo iðulega ölvaðir, einkum á nefndu hóteli, og ef ekki hótelið getur haldið uppi sæmilegri reglu að jafnaði — án hjálpar lögregl- unnar — þá verði hótelinu lokað“. Samþykti bæjarstjórnin að vísa tillögunum til svokallaðrar lög- gæslumálanefndar. Erlendar fregnir. Stjórn Bandaríkjanna hefir op- inberlega tilkynt sendisveit spönsku stjórnarinnar í Washing- ton að ameríski Rauði krossinn hafi fengið tilkynningu um að sjá um flutninga og skiftingu á 6000 tonnum af mjöli til kvenna og barna í lýðveldishluta Spánar. Skiftingin mun fara fram undir eftirliti Kvekara. Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjastjórnin send- ir opinberlega spanska lýðveldinu gjafir. Yflrvöldin 1 Mexiko hafa ný- lega gert upptækar jarðeignir allmargar auðmanna þar á meðal jarðeignir nær því allra ameriskra auðkýflnga i íylkinu Cbichuahua. Bandaríkjamenn áttu landflæmi i þessu fylki, sem var 25 miljón dollara virði. Einn at stærstu jarðeigendunum var blaðakóngurinn og fasistinn Hearst. Landflæmið er hann átti var rúmlega 400 þús hektarar að stærð.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.