Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.11.1941, Page 2

Verkamaðurinn - 01.11.1941, Page 2
2 VERKAMAÐURINN Við getum neytt Hitl- er til að senda nokkrar hersveitir vestur á Tom Wintringham: bóginn. Bretska Ijónið hefir nú notið þægilegr- ar hvíldar í rúma fjóra mánuði. At- hafnaleysi Bretlands í styrjöldinni gegn Þýskalandi Hitlers, síðan nazistarnir réð- ust á Sovétríkin, vekur æ meiri undrun og gremju meðal almennings í lýðræðis- ríkjunum, m. a. er hretska stjórnin nú gagnrýnd meira en nokkru sinni áður í ensku blöðunum fyrir athafnaleysi hersins. Hér fer á eftir ein af þessum greinum, en hún birtist í byrjun þessa mánaðar í blaðinu vDaily Mirror, en það er eitt af helstu ihaldsblöðunum í Bret- landi og hefir til skamms tíma verið mjög fjandsamlegt Sovétríkjunum. Þetta blað birtir nú stöðugt kröfur um að bretski herinn verði látinn berjast gegn Hitler í stað þess að sitja hjá. Það eru nokkrar mjög skilnings- daufar manneskjur í þessu landi, Þær halda að styrjaldir verði unnar með því að berjast. Og þær segja það — jafnvel þó að þær eigi það á hættu, að verða kallaðir „náttúrlegir atvinnu- krabbar“. Þannig voru ummælin, sem hr. Churchill notaði í nýafstaðinni ræðu sinni, um þá, sem gagnrýna stjórnina. Og í þessari ræðu, dróg hann fram aðra hlið málsins, með allri sinni mælskusnild. En það er til önnur. Látið mig reyna að draga fram þessa aðra hlið, ekki sem sönnun gegn hr. Churchill, heldur sem útlistun á þeirri staðreynd, að næstum því öll bretska þjóðin, og allur bretski herinn (að undan- teknum nokkrum þreyttum iier- foringjum) vill að her okkar hefji sókn. Á stríðstímum, þekkja stjórn- irnar staðreyndirnar, leyndarmál- in. Og fólkið, sem þær stjórna, gerir það ekki. Þessvegna —segja sumir — verða stjórnirnar að móta stjórnaraðferðir sínar og halda fast við þær, hvort sem þær eru vinsælar eða ekki. Og þær verða að hafna gagnrýni fáfræð- inganna. Þetta eru gamalkunn rök. Það eru líka léleg rök. Menn- irnir, sem stjórna Bretlandi hafa í þjónustu sinni ráðunauta, sem kunna skil á einstökum atvikum — sæg af atriðum. En þeir eru útilokaðir frá glögg- um skilningi á styrjöldinni í heild, sumpart vegna þekkingar sinnar á einstökum atriðum. Hér er ein alkunn og mikilvæg staðreynd: nazistar hafa ekki gert sprengjuárásir í stórum stíl á Bretland síðan þeir réðust á Rúss- land. Hr. Churchill skýrir þessa stað- reynd með slagorðinu: „Skortur óvinarins er í loftinu“. Bretska þjóðin lítur svo á, að þessi vanmáttur sé tækifæri til árásar, til athafna. Churchill lítur ekki svo á. Hann heldur rök- semdafærslu sinni áfram: „Það er mjög alvarlegur skortur, en að öðru leyti er frumkvæðið áfram í höndúm hans (óvinarins). Við höfum ekki afl til að taka það frá honum. Hann hefir herdeildirnar, hann hefir vopnin. ... “ Hér stangast skoðanir Churc- hills við tilfinningar þjóðarinnar, sem hann hefir forustu fyrir. Hún finnur að við höfum mátt til að taka frumkvæðið frá óvin- inum. Hver einasti maður veit, að við höfum ekki fengið og getum ekki fengið her, sem er jafn stór og þýski herinn. Það er ekki málið, sem um er að ræða, spurningin er hvort her- afli sá, sem við höfum núna, verði best notaður með því að hafa hann í varnarstöðu, aðgerðaleysi eða til árásar. Og það er baráttu- eðlishvöt bretsku þjóðarinnar, sem segir: „Til árásar“. Hver er herafli okkar? í fyrsta lagi floti okkar. Hann hefir næst- um því eingöngu verið notaður til va'rnar. Hann vinnur ötullega að því, að tryggja flutningana á mat- vælabirgðum okkar, hráefnum og hergögnum frá Ameríku og öðr- um hlutum heimsins. Skipum nazista og ítala er hald- ið fast upp að ströndum þeirra. Flotinn getur að litlu leyti háð virkilegar sjóorustur. Samt getur sjóher verið spjótkastið í árás. Flotinn getur notað herinn sem spjótsodd. Einsamall getur flotinn litlu áorkað í sókn. í sambandi við hinn „harðfenga og kvika“ her okkar getur hann stungið í liða- mótin á hertýgjum nazistanna. Þá er það flugherinn. Hann hef- ir raunverulega yfirráðin í loft- inu, ekki aðeins í okkar eigin lofti, heldur að nokkrum hluta yf- ir Evrópu Hitlers. Hann er í sókn gegn Þýskalandi „í heimahögum þess“. En þessar sprengjuárásir vinna ekki og geta ekki unnið stríðið, þó þær geti reynt á og ruglað óvini okkar. Þær geta ekki unnið, af því þær eru ekki í samvinnu við annan herafla. „Skortur óvinarins í loftinu" er að þakka þeirri staðreynd, að loftfloti hans er að berjast á aust- urvígstöðvunum. Hann er notaður sem hluti af loft- og her„dýrahóp“. Og þessi „dýrahópur“ er — við skulum kannast við það — ennþá að leggja undir sig lönd. Að taka frumkvæðið frá óvinin- um þýðir ekki að neyða allan her hans og flugher til að hörfa undan. Það þýðir, að þvinga hann til að senda liðsmenn frá megin- hemum, þar sem hann er nú að berjast, ekki af því að Hitler hefir ákveðið að senda þá, heldur af því, að við höfum ákveðið eitt- hvað, sem þvingar hönd hans. Hver venjulegur maður í Bret- landi veit, að við höfum liðsafla, sem er fær um að gera þetta. Með því að sameina flota okkar og flugher, litlum hluta af her okkar, gætum við veitt nægilega þung högg til þess að draga fjölda þýskra flugsveita og nokkrar her- deildir frá núverandi starfi þeirra hjá Leningrad og í Ukrainu. Verjendur herstjórnarinnar halda því fram, að það myndi vera gagnslaust að gera þetta, af því að við gætum ekki eins og nauðsynlegt væri, „fest í sessi hvern unnin sigur“. Svarið við þessari röksemd er auðvelt. Rauði herinn mundi ann- ast festingu sigursins einhvers- staðar annarstaðar. Gefum þeim góðan árangur og gerum okkur rellu út af festing- unni (hvílíkt orð!) þegar við höf- um séð hversu langan tíma það tekur okkur að ná þessum árangri. Aðrir segja: „Gott og vel, auð- vitað verðum við að hjálpa Rúss- landi, en....“ Þetta er ekki spurningin um að hjálpa Rúss- landi. Það er spurningin um, hvort við eigum að hjálpa okkur sjálfum. Hr. Churchill ræddi um hugs- anlegar herferðir nazista til Egyptalands, til Gibraltar eða til Bretlands. Hann var með getgát- ur um, að þýski herinn hefði styrk til að framkvæma allar þess- ar herferðír, ef að hann tæki sér varnarstöðu á rússnesku vígstöðv- unum. Ræðum þetta í hreinskilni. Ef Þjóðverjar hverfa að því, að taka sér varnarstöðu og Rússar hefðu jafnframt hægt um sig, þá mundu Þjóðverjar hafa afskaplegan her- afla, sem þeir gætu sparað. Og hvers vegna ætti Rauðí her- inn að hefja árás í þessu tilfelli? Hann kynni að vera ófær um það, hann gæti haft hernaðarleg- ar ástæður til að gera það ekki. En hann mundi að líkindum ráð- ast á Hitler til að lina þrýstinginn á okkur — ef við, áður, hefðum ráðist á Hitler og létt þrýstingn- um af Rauða hernum. Þetta er svo einföld staðhæfing, að hversdagslegu fólki er þetta augljóst, • jafnvel þó að sérfræð- ingum sé það ekki. „Eg mun klóra þér á bakinu, ef þú klórar mér“. Eða öllu heldur: „Eg mun klóra í bakið á Hitler, þegar hann snýr því að mér, ef þú vilt gjöra það sama, þegar hann snýr sér við“. Að lokum eitt atriði: Hr. Cþurchill talaði um að stjórnin fyrir „Verka- íí annmn. Flokksfélagar og aðrir velunnar „Verkamannsins!“ Sósíalistafélag Akureyrar hefir ákveðið að hefja fjársöfnun fyrir „Verkamanninn" til þess að tryggja áframhaldandi útgáfu blaðsins. Útgáfukostnaður blaðsins hefir aukist stórum vegna dýrtíðarinnar og er því óumflýj- anlegt, að hefja sérstaka fjársöfn- un til þess að standa straum af hinum aukna útgáfukostnaði. Hinsvegar hafa velunnarar blaðs- ins haft stöðugri atvinnu undan- farið, en um margra ára skeið. Með tilliti til þess og ennfremur með tilliti til þess að við lifum nú á þeim tímum, sem úrslitabarátta er háð um velferð mannkynsins í framtíðinni, er þess að vænta, að vinir blaðsins leggi, hver eftir sinni getu, fram nokkurt fé til styrktar blaðinu. Sigrar til að tryggja mönnum betri og fegurri framtíð verða ekki unnir án fórna. Miljónir manna fórna nú lífi sínu til að tryggja lokasigur- inn yfir villimensku nazismans. Vegna þessara miklu fórna hafa ógnir og skelfingar styrjaldarinn- ar færst fjær okkur íslendingum. Þjóðir Sovétríkjanna og hinir mörgu andstæðingar fasismans i herteknu löndunum heyja nú fórn- fúsa baráttu fyrir frelsi og lýð- ræði, gegn nazisma og afturhaldi, óréttlæti, ofbeldi og kúgun. Hér á íslandi er líka háð barátta gegn þeim sömu öflum og fóstrað hafa fasismann. íslensk alþýða getur ekki sigrast á þessum öflum nema með því að leggja meira og minna að sér. Enginn sigur kemur af sjálfu sér, engin barátta verður háð án vopna. Blöðin eru m. a. vopn í þeirri harðvítugu baráttu, sem nú er háð um víða veröld. M. a. eru nú kosningar í aðsigi hér til þings og bæjarstjórna. „Verkamaðurinn“ heitir á ^lla velunnara sína, en neinu sinni, að bregða nú drengilega við. Flokksfélagar, sem enn hafa ekki tekið söfnunarlista, geta fengið þá hjá ritstj. blaðsins. Árangurinn af söfnuninni verð- ur birtur í næstu tölublöðum. væri ábyrg fyrir því, að stemma stigu fyrir innrás, eða brjóta hana á bak aftur, þegar hún kæmi, hann sagðist ekki geta „mulið í duft eða leyft að eyða hinum hagvönu, þjálfuðu baráttueining- um“ hers okkar. Þessar einingar skortir eitt: Ekki vopn — heldur orustu, og von um orustu. Gefum þeim þetta og þær munu læra meira af því, heldur en af þjálfun í tvö ár enn.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.