Verkamaðurinn - 22.11.1941, Blaðsíða 4
%
4
VERKAMAÐURINN
SÓKN BRETA í LIBYU.
(Framhald af 1. síðu).
herafla, er þeir hafa nú yfir að
ráða, til þess að flæma Þjóðverja
og ítali úr Afríku, þá mundi hern-
aðaraðstaða Bandamanna batna
stórkostlega og Bretar m. a. fá
sérstaklega góða aðstöðu til þess
að gera innrás í ítalíu.
Engu skal um það spáð, hvort
þessi sókn er aðeins til þess að
friða þá mörgu í Bretlandi, sem
þafa krafist þess, að nýjar víg-
stöðvar yrðu myndaðar gegn
Þjóðverjum, eða hvort alvara er
að baki hennar. Hvað sem því
líður, þá mun óhætt að slá þvi
föstu, að kröfurnar um nýjar
vígstöðvar munu eiga drjúgan
þátt í því, að þessi sókn var hafin
og má því gera ráð fyrir, að
bretsku þjóðinni takist einnig að
knýja forystuna .til þess að halda
sókninni áfram svikalaust, uns
því marki er náð, að mylja þýska
nazismann mélinu smærra.
ÚTDRÁTTUfí
SKULDABRÉFA.
Hinn 15. nóv. s.l. framkvæmdi
Notarius Publicus útdrátt á
skuldabréfum Verklýðshússins á
Akureyri. Þessi bréf voru dregin
út:
Úr I. flokki: Nr. 10, 21, 30 og 56.
Úr II. flokki*. Nr. 19, 22, 27, 29,
32, 39, 53, 57, 88, 103, 122, 144, 169,
170, 194, 208, 228, 243, 245, 257, 262,
291, 302, 317, 339, 349, 361, 422, 427,
430, 433, 451, 471, 482, 498, 501, 513,
516, 552, 561, 572, 575, 596, 607, 616,
618, 633, 634, 640, 652, 669, 671, 700,
731, 733, 740, 829, 867, 895, 904, 916,
918, 933 og 935.
Útdregin skuldabréf verða inn-
leyst og áfallnir vextir af skulda-
bréfum hússins greiddir laugar-
daginn 21. des. næstk. kl. 5—7 e.
h. á skrifstofu Sósíalistafélags Ak-
ureyrar, Gránufélagsgötu 23.
Akureyri 21. nóvember 1941.
HÚSNEFNDIN.
Alveg sér/ega talleg
erisk
voru tekin upp í dag.
fataefni
Úrva/ atar f/ölbreytt.
B A L D VI N RVEL.
N Ý VERZLTTN.
Höfum opnað verzlun í Aöalstræti 2 (áður Lilliendahls-verzlun)
Höfum þar á boðstólum allskonar vörur með sann-
gjörnu verði, svo sem: Hre/nlæt/s- og vefnað-
arvöru, tóbaks- og sæ/gætisvörur o m. m. f/.
Komið og>reynið viðskiptin.
Virðlngarfyl/st.
Steinþór fensen, Garðar fóhannsson.
Kaupnm hæsta verði:
„Islendingur“ skrifar í gær:
„Við þurfum á auknum sparnað-
arvilja að halda, auknum þegn-
skap og félagslegum þroska. Fyrir
því verður þing og stjórn að taka
í taumana, áður en líf hvers
þegns í þjóðfélagi voru er orðið að
dansi kringum gullkálfinn“.
Það, sem átt er við með því, að
þing og stjórn taki í taumana er
það, að fleiri eða færri verka-
menn, sem nú eru í vinnu hjá
setuliðinu, verði sviftir þessari
vinnu. Blaði „Sjálfstæðis“-flokks-
ins finst það ekki ná nokkurri átt
að hver þegn þjóðfélagsins hafi
aðstöðu til að dansa kringum
gullkálfinn, þ. e. að hafa nóg að
bíta og brenna.
íhaldsblaðið vill hafa heilan
herskara af atvinnulausum mönn-
um, svo hægra sé að kúga menn
menn til að vinna fyrir lægra
kaup og til að selja atvinnurek-
endum pólitíska sannfæringu sína
og'fylgi. „íslendingi11 og útgefend-
um hans er ekkert illa við dans í
kringum gullkálfinn, en það eru
bara fáeinir útvaldir íhaldsmenn,
sem eiga að hafa rétt og aðstöðu
til þess. Það er ekki ætlast til
þess að þeir eigi að sýna þegnskap
og sparnaðarvilja. Þeir, sem eiga
að sýna þegnskapinn, að dómi
„ísl.“, eru verkamennirnir, sem
undanfarin ár hafa verið meira
og minna atvinnulausir. Nú, þeg-
ar þeir loksins hafa fengið nóg að
gera og geta framfleytt fjölskyld-
um sínum á skikkanlegan hátt, þá
þeimtar íhaldið og Framsókn, að
gripið verði í taumana, ef að þess-
ir verkamenn vilja ekki sýna þann
þegnskap, að hætta að vinna hjá
setuliðinu. — Samkvæmt tillögu
Framsóknar á Alþingi, á að banna
fjölda verkamanna og kvenna að
vinna hjá setuliðinu, og ekki mun
íhaldið láta sitt eftir liggja til að
hrinda þessum fögru hugsjónum
Framsóknar í framkvæmd.
Auðvitað verður því ekki neit-
að, að framleiðsla landsmanna er
í nokkurri hættu vegna vinnu hjá
setuliðinu. En meðan framleiðslan
af nauðsynjavörum (matvælum)
er svo mikil, að setuliðinu eru
seldar þessar vörur í stórum stíl,
þá virðist engin ástæða til að fara
að banna verkamönnum að vinna
hjá setuliðinu, vegna þess, að ekki
sé hægt, sökum skorts á vinnu-
afli, að framleiða nóg af matvæl-
um handa þjóðinni sjálfri. Sé
hörgull á einhverjum matvæla-
tegundum í landinu, sem lands-
menn framleiða, og hafa framleitt
handa sér, verður vitanlega fyrst
að byrja á því, að gera þær ráð-
stafanir, að þessar matvælateg-
undir séu ekki seldar setuliðinu.
Annars er, út af fyrir sig,
hörmulegt til þess að vita, að
verkamenn skuli nú fyrst hafa
nóg að gera í mörg ár, þegar
manndrápsvélin malar sem mest.
En þetta er ekki nema eðlileg og
rökrétt afleiðing eða fylgja auð-
valdsskipulagsins. Atvinnuleysi og
styrjaldir eru óaðskiljanlegir
förunautar auðvaldsskipulagsins.
Eftir þessa styrjöld mun geigvæn-
legt atvinnuleysi gera vart við sig
í auðvaldsríkjunum. Það mun
einnig gera vart við sig hér á ís-
landi. Það verður ekki komið í
veg fyrir það, með því að svifta
verkamennina og verkakonurnar
atvinnu hjá setuliðinu nú.
Eina leiðin til þess að útrýma
atvinnuleysinu er, að útrýma
miljónamæringunum, en það
verður ekki gert nema með því
að svifta þá aðstöðunni til að
dansa kringum gullkálfinn meðan
alþýðan er kúguð til að sýna þann
þegnskap og sparnaðarvilja, að
búa við atvinnuleysi, fátækt og
eymd. v
Leikhúsið. Sherlock Holmes verður
leikinn í kvöld og annað kvöld.
Skíðaleista, herrasokka, sjóvelllinga, fingravelll-
inga «{* fleiri prjónavörur. Ennfremur allskonar
skinn. — Leitið lyrst tilboða bjá
Vöruhúsi Akureyrar.
í
Opinn aðcins til Jóla.
Notið tækifærið, kaupið Jólagjafirnar, þar sem úrvalið
er mest.
Virðingarfyllst.
idiatdt
r.
PÖNTUNARFÉLAGIÐ.
SÆNGURVER, stór og lítil,
SVUNTUR, kvenna og barna,
SKRIÐBUXUR.
PÖNTUNARFÉLAGIÐ.
Nýkomið:
SKÁLAR,
POTTAR,
VASKAFÖT,
NÁTTPOTTAR.
Pöntunartéiagii).
Leiðrétting. I klausunni um verðhækk-
un á smjörlíki, á 3. síðu, hefir misprent-
ast »skattfrjálsir og fá aðstoð«, en á að
vera: »skattfrjálsir eða fá aðstoðc,
il