Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.08.1943, Side 1

Verkamaðurinn - 14.08.1943, Side 1
RÚSSAR HEFJA NÝJA SIÓRSÓKN MILLI VYAZMA 06 BRYANSK BARIST 1 ÍITHVERFUM KHARKOV ÁFENGISEITRUN VERÐUR 9 MANNS AÐ BANA í VESTMANNAEYJUM Margir aðrir veiktust alvarlega, en eru nú allir taldir úr hættu Fyrir þremur dögum síðan hóf Rauði lierinn nýja stórsókn miðja vegu milli Bryansk og Vyazma og hefir tjrotist þar í gegnum varnar- línu Þjóðverja á 50 km. langri víg- línu og sótt fram um 20 km. og tekið yfir hundrað bygð svæði sam- kvæmt aukatilkynningu rússnesku , stjórnarinnar í gærkvöldi. Rauði herinn hefir undanfarna daga sótt hratt fram á leiðinni frá Orel til Bryansk og var samkvæmt fregnum í morgun aðeins 6 km. frá Samvinna breska og rúss- neska verkalýðsins Þriðji fundur hinnar sameiginlegu nefndar, sem er skipuð fulltrúum frá bretsku verklýðsfélögunum og verk- lýðsfélagasambandi Sovétríkjanna var haldinn í Moskva á tímabilinu milli 23. júní til 22. júlí. Fulltrúar bretsku verklýðsfélaganna voru með- limir ensk-rússnesku verklýðsfélaga- nefndarinnar, sem hafa verið í heim- sókn í Sovétríkjunum, — Sir Walter Citrine, Mr. A. C. Conley og Mr. H. N. Harrison. Fulltrúar rússnesku verklýðsfélaganna voru: M. M. Shv- ernik, K ,J. Nikolayeva, M. P. Tara- sov, E. M. Savkov og M. M. Falin (ritari nefndarinnar). Á þessum fundi sínum ræddi nefnd- in eftirfarandi mál: 1. Skýrsla Sir Walters Citrine um för hans til Bandaríkjanna í sam- bandi við það verkefni, sem ensk- rússneska verklýðsnefndin hafði falið l honum. 2. Skýrsla bretsku og rússnesku fulltrúanna um starfsemi viðkomandi verklýðssambanda á grundvelli þess samnings sem þau gerðu með sér. 3. Upplýsingar um skipulag og uppbyggingu verklýðsfélaga Sovét- ríkjanna. Nefndin ákvað að halda áfram til- raunum sínum til þess að tryggja samstarf milli nefndarinar og verk- lýðsfélaganna í Bandaríkjunum. Fundurinn ræddi um möguleikana á því að útvíkka nefndina með því að veita inngöngu í hana fulltrúum frá verklýðsfélögum Norður- og Suður- Ameríku og annarra þeirra ríkja sem berjast við hlið ensk-rússneska- ameríska bandalagsins fyrir frelsi af kúgunarklafa nazistanna, m. a. Yugo- slavía, Pólland, Frakkland, Tékkó- slóvakía, Belgía, Holland, Noregur, Grikkland og önnur lönd. Nefndin ræddi einnig spursmálið iim myndun nýrra vígstöðva í Evrópu. borginni Karachev, sem er við járn- brautina milli Orel og Bryansk. Tók Rauði herinn í gær yfir 60 bygð svæði á leiðinni til Bryansk. Rússar hafa nr. a. tekið járnbraut- arbæ 95 km. suður af Bryansk. Á Kharkov-vígstöðvunum virðist ró mestur þunginn og hraðinn í sókn Rauða hersins. Tóku Rúsar í fyrradag járnbrautarbæinn Chu- guev um 40 km. suðaustur af Khar- kov og fregnir í gærmorgun hermdu að Rauði herinn hefði brotist inn í úthverfi Kharkov að norðanverðu og voru harðir bar- dagar háðir þar í gær og nótt. Hafa Rússar sótt yfir 100 km. vestur fyrir Kharkov og eiga skamt eftir ófarið til Sumi og Poltava og hafa járnbrautarlínur á valdi sínu frá Kharkov nema eina línu sem liggur suður til Krasnograd. Var bilið milli herja Rússa suðvestan og suð- austan við Kharkov aðeins um 50 km. í gær. Æskulýðsfylkingin á Akureyri efndi til fundar s. 1. fimtudagskvöld í Verklýðsltúsinu. Gestur Þorgrímsson, Reykjavík, flutti fróðlegt erindi unr Marx og kjarnann í kenningum marxism- ans. Var góður rómur gerður að máli hans. Mikill áhugi var ríkjandi á fund- inum fyrir því, að efla starfsemi Æskulýðsfylkingarinnar hér í bæn- um. Sovétríkjunum ekki boöin þátttaka í Montreal-ráÖ- steínunni ,,Tass“, fréttastofa Ráðstjórnar- ríkjanna tilkynti í gær að Sovét- ríkjunum hefði ekki verið boðið að senda fulltrúa á ráðstefnu í Montreal í Canada. , Á þessari ráðstefnu voru m. a. Churchill og Roosevelt og ýmsir aðrir háttsetfir stjórnmálamenn og herfræðingar Bandamanna. Daily Worker leystur úr útflutningsbanni IJtflutningsbannið, sem bretska íhaldið setti á aðalblað Kommún- istaflokksins, „Daily Worker“, hefir nú vérjð afnumið. F.ru þetta góð tíðindi fyrir alla þá, sem eru á ann- ari skoðun í 'þessu efni, en dr. Göbbels, Hriflu-Jónas og Jóhann Frímann. Nú í vikunni gerðust þeir hörmu- legu atburðir í Vestmannaeyjum, að 9 manns biðu bana af völdum áfengiseitrunar. Þeir, sem létust, voru: Daníel Loftsson, verzlunarmað- ur, Vestmannaeyjum, ókvæntur. Guðmundur Guðmundss,, stýri. maður, Vestmannaeyjum, ókvænt- ur. Þorlákur Sverrisson, kaupmaður, Vestmannaeyjum, var kvæntur og átti börn, meðal barna hans er séra Óskar Þorláksson prestur á Siglu- firði. Árný Jónína Guðjónsd., Sand- felli, Vestmarinaeyjum, var gift og átti börn. Jón Gestsson, verkamaður, Vest- mannaeyjum, kvæntur og átti börn Þórarinn Bernódusson, verka- maður .Vestmannaeyjum, kvæntur og átti börn. Sveinjón Ingvarsson, húsvörður, Hringbraut 146, Reykjavík. Ingvi Sveinbjarnarson, ungur maður frá Akureyri, sem var gest- ur í Vestmannaeyjum. Ólafur Davíðsson, skipstjóri, Vestmannaeyjum. Kvæntur og átti 1 barn. 2 kr. kílóið! Verðið á kartöflum hér í bænum er nú komið upp í 2 kr. kílóið. Við- skiftaráðið og vísitölusérfræðingar Jress munu vafalaust samt finna ráð til að lækka vísitöluna í stað þess að hækka hana í samræmi við hækkandi verð á lífsnauðsynjum. Auk þeirra er létust munu um 20 hafa veikst meira eða minna af völdum áfengiseitrunar en eru nú taldir úr hættu. Málið er enn í rannsókn. En þær upplýsingar sem fyrir hendi eru leiða ótvírætt í ljós að áfengiseitrun þessá fólks mun stafa af því að það hefir drukkið tréspíritus, en hann hefir einmitt rekið í allstórum stil í Vestmannaeyjum að undanförnu. Atburður þessi hefir vakið skelf- ingu um alt land. Eins og allir vita, hafa hvað eftir annað verið birtar aðvaranir í blöðum og út- varpi til manna um að drekka ekki tréspíritus, þar sem hann er afar banvænn og mörg dauðaslys hlot- ist af honum áður hér á landi. Vonandi ætti þessi síðasti hörm- ungaatburður að nægja til þess að enginn láti sér detta í hug að neyta sjórekins vínanda hér eftir eða framkvæma þann glæp að hirða hann í þeim tilgangi að selja öðr- um til að drekka sig í hel. Þjóðverjar flýja frá 7. ameríski herinn tók í gærmorg- un borgina Randazzo á Sikiley eftir mjög harða bardaga. Eftir þennan sigur er talið að lítið muni verða um varnir Þjóðverja á Sikiley, enda eru Jreir byrjaðir að flytja lið sitt þaðan yfir Messina sund og hraða flutningunum nú mjög effir fall Randazzo. Víglínan á Sikiley er nú aðeins um 50 km. löng. FótéönéuliSar úr Rau 8a hemum gera áhlaup.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.