Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.05.1945, Qupperneq 3

Verkamaðurinn - 12.05.1945, Qupperneq 3
VERKAMAÐURINN 3 4 þýskir flugmenn r nauðlenda á Islandi VERKAM AÐURINN. Út&eiandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjóri: Jakob Ámason, Skipagötu 3. — Stmi 466. Blaðnefnd: Rósberg G. Snædal, Eyjólfur Amason, Ólafur Aðalsteinsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 aura eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Verklýðshúsinu. Prentverk Odds Bjömssonar. Ep Hitler kom- inn til Islands? Menn velta því fyrir sér hvort Hitler muni vera dauður. Ýmsar ósamhljóða fregnir hafa borist um fráfall hans. Getgátur hafa komið fram um, að þýskir vísindamenn hafi gerbreytt útliti hans með lækn- isaðgerðum. Einn draumamaður okkar hefir að sögn tjáð kunningj- um sínum að „foringinn" mundi lenda einhversstaðar í Þingeyjar- sýslum. Ef litið er í dálka sumra blaða hér á landi, m. a. ,,Dags“ og „ís- lendings", lítur út fyrir að „foring- inn“ hafi endurholgast hér á landi. Draumur Húsavíkurmannsins er vissulega ekki fjarri lagi, því „for- inginn“ hefir um ma^gra ára skeið átt sinn tvífara þar. Þingmaður Suður-Þingeyinga hefir lagt sig all- an fram til þess „að gert verði hér á landi í lithim stíl“, það sem Hitl- er gerði í Þýskalandi. Meðan Rauði herinn var langt frá Berlín og skoð- anabræður nazista hér á landi höfðu einhverja von um, að „for- sjónin" mundi bjarga „foringjan- um“ á elleftu stundu, þá þótti áróð- ur Jónasar óheppilegur og því var hurðum skelt að hælum honum í Tímanum og Degi, en mjúklega þó í síðarnefndu blaði. En nú er svo komið að Rauði herinn stendur föstum. fótum í Berlín, Prag, Vínarborg og jafnvel stigið fæti sínum á danska grund. Þessar staðreyndir virðast hafa far- ið mjög í taugarnar á vissri mann- tegund hér á landi. Bumbur eru barðar eins og forðum í Berlín „foringjans" og engin orð spöruð til að útmála hina voðalegu rauðu hættu. Þetta kemur engum skygnum manni á óvart. Margt hefir verið mælt fjær sanni en það, að sérfræð- ingar hafi gjörbreytt Hitler í því skyni að gera hann torkennilegan. Það var fyrirfram vitað að vinir nazismans hér og annarsstaðar mundu reka upp ramavein, þegar fjöregg nazistaófreskjunnar yrði brotið. Sannarlega hefir Hitler dulbúist hér eftir bestu getu. Hann hefir brugðið sér í hverskonar gerfi. Áróðri Göbbels er því linnulaust haldið áfram og hefir margfaldast hér síðan Rauði.fáninn blakti yfir Berlín. En engin gerfi munu stoða til að snúa við hjóli tímans né hindra það sem koma skal. Hinn endurholgaði Hitler mun hinsvegar einskis láta ófreistað ti að rétta hlut sinn hér á íslandi. Hann hygst að blekkja menn ti fylgis við sig í hinum nýju dular- klæðum. Hann mun hagnýta sér Frá ameríska setuliðinu hefir blaðinu borist eftirfarandi: Fjórir þýskir flugmenn nauð- lentu á norðurströnd íslands í síð- ustu viku. Þjóðverjarnir voru í flugvél af gerðinni Junkers 88 og komu frá stöðvum í Noregi. Voru þeir sendir til veðurathugana á svæðinu ihilli Jan Mayen og íslands, en vegna vél- arbilunar neyddust þeir til að lenda. Þjóðverjarnir eru nú komnir til Reykjavíkur og hafa hemaðaryfir- völdin yfirheyrt þá. Þrír flugmannanna eru Þjóðverj- ar, en einn þeirra Austurríkismað- ur. Þeir eru á aldrinum frá 23 til 29 ára. Einn þeirra var flugstjóri, annar loftskeytamaður, þriðji veð- urfræðingur og fjórði skytta. — í þessum hóp var enginn háttsettur foringi, þeir voru allir undirfor- ingjar. Þótt engum fanganna væri full- kunnugt um gang og síðustu horfur styrjaldarinnar var þeim ljóst, að Þýskaland hafði um nokkra hríð verið að tapa stríðinu. Það var ósamræmi í svörum þeirra varðandi sambúð þýska hers- ins og norsku þjóðarinnar. Einn sagði, að sambúðin hefði öll tækifæri til blekkinga. Þegar fregnir berast frá San Fransisco um að samkomulag hafi ekki náðst í Póllandsdeilunni, hvíslar hinn dul- búni nazisti því að náunganum, að þetta sé auðvitað alt kommúnistum að kenna og gefur til kynna að deil- unni hljóti að ljúka með þeim hætti að Bretar og Bandaríkjamenn segi Rússum stríð á hendur, því það er heitasta ósk hans sjálfs. Þegar fregn- ir berast frá Ítalíu um að skærulið- ar hafi tekið Mussolini af lífi, þá kvíslar andinn frá Berlín því að þér að Bandamönnum hafi verið þetta mjög á móti skapi. Þegar fregnir berast um að meðlimir dönsku frelsishreyfingarinnar hafi sam- kvæmt leyfi dönsku stjórnarinnar reynt að handtaka kvislinga og aðra nána samstarfsmenn nazista í Dan- mörku og neyðst til að skjóta þá, þegar þeir hafa veitt vopnaða mót- spyrnu, þá umhverfist hinn íslenzki Hitler og telur það „hörmuleg tíð- indi“ sem „blandi lævi sigurfögn- uð“ íslendinga. Það er andinn frá Berlín, sem er a ferðinni, þegar verið er að reyna að berja því inn í fólk, að Sósíal- istaflokkurinn hafi heimtað að Þýskalandi yrði sagt stríð á hendur. Andinn frá Berlín, hinir ís- lensku tvífarar Hitlers og Göbbels, munu ekki'víla fyrir sér að birtast í hverskonar dulargerfum og bregðá sér í allra kvikinda líki til þess að reyna að koma ár sinni sem best fyrir borð. En asninn er ætíð auð- þektur á eyrunum. Fjandskapurinn í garð kommúnista mun gefa þér til kynna hvar uppvakningurinn frá Berlín er á ferðinni. verið allgóð; annar sagði, að orðið hefði að hafa tvöfaldan vörð um flugvélar í herstöð þeirra til þess að koma í veg fyrir að Norðmenn eyðilegðu þær. Við yfirheyrsluna gáfu fangarnir eftirfarandi upplýsingar: Þýskir hermenn í Noregi eru flestir um þrítugt. Nokkrar fjalla- hersveitir, sem komu til Noregs frá Finnlandi, eru þar ennþá, en nokkr- ar hafa verið fluttar til Danmerkur á síðustu sex mánuðum. Einn þeirra sagði, að sambúðin við Norðmenn hefði verið sæmileg; annar sagði, að itöðvar þeirra hefðu verið svo afskektar, að þeir hefðu haft lítið saman við Norðmenn að sælda; en þriðji sagði, að mjög sterkan vörð hefði þurft að hafa um flugvélarnar til þess að hindra að Norðmenn eyðilegðu þær. Enn- fremur, að skemdarstarfsemi leyni- samtaka norskra föðurlandsvina væri mjög almenn í Suður-Noregi. Matarbirgðir hafa stöðugt farið minkandi, bæði hjá þýska hernum og meðal norsku þjóðarinnar. Fangarnir sögðu, að í bréfum frá ættingjum þeirra í Þýskalandi hefði verið minst á matarskort. Matar- skamtur þýskra hermanna í Noregi hefði undanfarið verið súpa, kinda- kjöt og þurkaðar baunir. Einn fanganna sagði, að hann hefði sannfærst um að Þýskalanc hefði tapað styrjöldinni, þegar hann frétti að Hitler hefði látist í stjórnarstöðvum sínum í Berlín. „Foringinn" hefði lofað því, að hvorki Berlín né Vín skyldu nokkru sinni falla í hendur andstæðing- anna, en þá varð augljóst, að það loforð myndi ekki hægt að halda. Það kom greinilega í ljós, að Þjóð- verjar trúðu því, að Hitler hafi dáið hetjudauða. Einn fanganna hafði verið með orustuflugvéladeild í Suður-Frakk- landi, en nokkur hluti hennar var fluttur til Noregs þegar innrásin á meginlandið var gerð. Allir fangarnir sögðu, að star þeirra hefði verið veðurathuganir. Þeim var falið að afla nákvæmra skýrslna um vindhraða, skýjafar og sjólag. Einn fanganna sagði, að pólitísk upplýsingastarfsemi hefði verið haf- in innan þýska hersins seint í júh sl. ár, en fram að þeim tíma hefði verið lítt skeytt um stjórnmálaskoð- aðnir þeirra. Öllum föngunum kom saman um þá skoðun, að vegna vaxandi skorts á hergögnum og matvælum myndi ekki hægt að halda stríðinu lengi áfram. Kaupakonur vantar á heimili hér í Eyja firði og lengra til. Skrifstofa verklýðsfélaganna, Strandg. 7. Sjúkrahússmálið. (Framhald af 1. síðu). ið hefir viðunandi lausnar í fjölda- mörg ár. Spítalanefnd hefir haldið fjölmarga fundi undanfarin ár til að ræða og undirbúa byggingu nýs sjúkrahúss og allan þann tíma kem- ur aldrei frá henni tillaga um að hafa spítalann annarstaðar en þar, sem bæjarstjórnin hefir nú sam- rykt. Spítalanefndin hafði meira að segja lagt blessun sína, eg held alveg ágreiningslaust, yfir þá ákvörðun, að byggja þá nýbygg- ingu, sem þegar hefir verið bygð, sunnan við gamla sjúkrahúsið. Og í viðræðum manna á milli um þetta mál, varð eg aldrei annars var, en að það væri í raun'og veru búið að ákveða með þeim útgreftri og ný- byggingu, sem þegar hefir verið reist sunnan við gamla sjúkrahúsið, að byggja þar hinn fyrirhugaða spi- tala. Tillaga Stefáns Árnasonar á allra síðustu stundu — um að byggja spítalann ofar, alveg uppi á brekk- unni, sunnan Eyrarlandstúns, virt- ist mér eiga æði mikið skylt við fyrri tilraunir Framsóknar til að tefja fyrir eða bindra verklegar framkvæmdir (sbr. m. a. hafnar- mannvirkin, sem ,,Dagur“ reisti á fjórurn dálkum á fremstu síðu í fjórum tölublöðum). Enda er það eitt helsta áhugamál Framsóknar- manna að bregða fæti fyrir núver- andi ríkisstjórn á sviði atvinnu- mála hvar sem þeir geta. Þróun þessa máls undanfarna tvo mánuði bendir líka ótvírætt til þess að Framsók narmenn leggja enga áherslu á að byrjað yrði á spí- talabyggingunni sem fyrst. Nær tveir mánuðir eru nú liðnir síðan bæjarstjórn kaus hina svo- nefndu byggingarnefnd spítalans. Ekki er vitað að nefndin hafi gert neitt af því, sem henni bar að gera samkvæmt samþykt bæjarstjórnar 6. mars sl. Hún hefir ekki komið því í framkvæmd að fá fullgerðar teikningarnar af byggingunni. Hún hefir ekki látið byrja enn á út- greftri lóðarinnar, þó bæjarstjórn væri búin að fela henni það. Hún hefir ekki enn boðið verkið út eða ráðið sérstakan byggingameistara til að hafa á hendi bygginguna fyrir reikning. Hún hefir yfirleitt ekkert gert af því sem er hennar verkefni. Hins- vegar hefir hún í þessa tæpa tvo mánuði, síðan hún var kosin, róið að því öllum árum, að spítalinn yrði ekki reistur þar, sem bæjar- stjórn var búin að samþykkja að hann yrði, og húsameistari og land- læknir hafa einnig ákveðið fyrir sitt leyti. Stefán Árnason og Jakob Frí- mannsson telja sér ekki skylt að taka til greina samþyktir bæjar- stjórnar, ef þær eru ekki gerðar eft- ir forskrift Framsóknar. Nú skyldi einhver halda, að Stefáni Árnasyni hefði verið ein- hver alvara með að byggja spítal- ann vestan gamla spítalans sunnan Eyrarlandstúns, eins og hann lagði til 5. mars. Því fer vitanlega fjarri. Nú er hann kominn með tillögu um að tyggja spítalann á svo- nefndu Bogatúni, sem er vestan (Framhald á 4. síðu).

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.