Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.08.1945, Side 1

Verkamaðurinn - 04.08.1945, Side 1
XXVIII. árg. Laugardagmn 4. ágúst 1945 28. tbl. Frekleg og svívirðileg valdamisbeiting í þágu Framsóknarafturhaldsins Stjórn S.Í.S. tekur sér dómaravald Reynir að svelta Kaupfélag Siglfirðinga til hlýðni Gervistjórn sú, sem bandalag Framsóknarmanna, Alþýðu- flokksmanna og Sjálfstæðismanna setti á laggirnar og kallar stjórn Kaupfélags Siglfirðinga, hefir krafist að verða sett til valda í félaginu með fógetaúrskurði. Gunnar Pálsson fulltrúi hefir verið skipaður setudómari í málið, en Ólafur Jóhannesson lögfræðingur SÍS sækir það fyrir hönd gervistjórnarinnar. Ragnar Ólafsson lögfræðing- ur er verjandi félagsstjórnarinnar. Dómur mun ganga í málinu innan skamms. Kn stjórn SÍS hefi rekki séð sér fært að bíða eftir þessum dómi. Þann 18. júlí ritar hún kaupfélaginu bréf og tilkynn- ir hátíðlega, að félagið fái engar vörur frá SÍS meðan núver- andi stjórn fari þar með völd. Ástæðuna telur hún þá að stjórnin sé ekki lögleg, og að hún njóti ekki stuðnings meiri- hluta fulltrúanna og annað ekki gáfulegra fleipur færir hún fram máli sínu til stuðnings. Fer hér á eftir bréf SÍS.: Kaupfélag Siglfirðinga, Siglufirði. Þar sem vér teljum hina starfandi stjórn yðar ólöglega stjórn og hún hefir algerlega hafnað öllum sam- komulagstillögum, sem vér höfum gert, og hún hefir ekki stuðning, nema lítils hluta aðalfundarfull- trúa, leyfum vér oss að tilkynna yð- yr, að á meðan sú stjórn annast stjórnarstörf yðar, sjáum vér oss ekki fært að eiga við yður nokkur viðskifti. Jafnframt viljum vér taka fram, að vér álítum hrottvikningar þær á aðaUundarfulltrúum, sem stjórn jtess hefir gert, með öllu ólögmætar og óverjandi og teljum að með þeim, svo og með tilefnislausum bröttvikningum annara félags- manna, hafi brotið í bag við grund- vallarreglur samvinnustefnunnar. Ennfremur álítum vér hina fyrir- varalausu brottvikningu fram- kvæmdastjóra yðar ástæðulausa og hættulega fyrir traust félagsins, eins og á stóð. Með vinsemd og virðingu. S. Kristinsson. Stjórn SÍS tekur dómsvald. Það sem fyrst vekur athygli í sambandi við þetta mál, er að stjórn SÍS liefir tekið sér dómsvald, þar sem binum opinberu dómsté^- unr einum ber. Þessi stjórn leyfir sér, dagana sem málið er sótt og varið fyrir hinum löglega dómara, að segja skilyrðislaust hvor aðil- anna hafi réttinn sín megin, og ekki nóg með það, hún gerir nóg með það, hún gerir beina tilraun til að eyðileggja eitt af sambandsfélög- unum, með því að setja það í við- skiftabann, af því að það eru ekki Framsóknarmenn, með aðstoð sér samboðinna manna, úr Alþýðu- flokknum og Sjálfstæðisflokknum, sem fara með völd í félaginu. Skefjalausri ósvífni og pólitíska misbeitingu þess valds, sem stjórn SÍS hefir er ekki hægt að hugsa sér. * Ætlar SÍS að stela innflutningsleyfum? Eins og kunnugt er annast ^ÍS innflutning fyrir sambandsfélögin og fær í sínar hendur þá innflutn- ingskvota, sem hinum einstöku fé- lögum bera. Neitun þess við að láta Kaupfélag Siglfirðinga fá vörur virðist því þýða, að það ætli sér að stela þeim innflutningsleyfum, sem það hefir fengið vegna Kaupfélags Siglfirðinga og afhenda þau hæfi- lega þægum Framsóknarkaupfélög- um. Að sjálfsögðu verður þetta mál, útaf fýrir sig, athuga#»hjá viðskifta- ráði. Auðvitað krefst Kaupfélag Siglfirðinga þess að fá sinn inn- flutningskvóta í eigin hendur úr höndum SÍS, og ekki er ósennilegt að fleiri kaupfélög geri sömu kröf- ur, eftir að sýnt er að ósvífni og rangsleitni SÍS-stjórnarinnar er tak- markalaus, þegar hún. telur sig þurfa að hlaupa undir bagga með hinum deyjandi afturhaldsöfhtm Framsóknar og Co. SKRÁ yfir gjaldendur í Akureyrarkaup- stað til Lífeyrissjóðs fslands, fyrir árið 1945, liggur frammi til sýnis í skrifstofu bæjarfógetans á Ak- ureyri dagana 2. til 15. ágúst. Kærum út af skránni sé skilað til skattstofunnar innan sarna tírna. Akureyri, 2. ágúst, 1945. Skattstjóri. TILKYNNING Samkvæmt samningi á milli Verkakvennafél. „Fining" og At- vinnurekendafélags Akureyrar hafa félagsbundnar konur forgangsrétt til Vinnu. Þær konur, sem ætla að salta síld eða vinna aðra útivinnu, þurfa því, til að tryggja sér réttindi, að vera í stéttarfélagi og geta sýnt félagsskírteini á vinnustaðnum. — Þær, sem eru ekki nú í félagjnu, geta látið innrita sig og fengið bráðabirgðaskírteini á skrifstofu verklýðsfélaganna, Strandgötu 7, sem er opin alla daga frá kl. 4—Gþá, nema á laugardögum kl. 3—5. Stjórn Verkakvennafél. „Eining“. Undanfarna daga hafa kosninga- úrslitin í Bretlandi, sem kunngerð voru 26. f. m., verið eitt helsta dag- skrármál um allan heim. Hrakfarir þær sem íhaldsflokkurinn bretski hlaut við þessar kosningar munu lengi í njinnum hafðar og hve al- þýðan bretska sýndi glögglega and- úð sína á pólitík hans og fylkti sér einhuga um stefnu þá er Verka- mannaflokkurinn boðaði í utanrík- is- og innanríkismálum Englands. Verkamannaflokkurinn hlaut um fjögur hundruð þingsæti og er það rúml. 200 þingsætum fleira en flokkurinn hafði áður. íhaldsflokk- urinn fékk helmingi færri þing- menn kjörna, eða um 200 og tapaði þannig hátt á annað hundrað þing- sætum- frá síðustu kosningum. Frjálslyndiflokkurinn fór einnig miklar hrakfarir. Verkamannaflokkurinn hefir nú hreinan meirihluta á þingi og um Þrjú ný strand- ferðaskip Ríkisstjórnin hefir í undirbún- ingi að fá smíðuð þrjú ný skip til strandferða. Á eitt þeirra að vera af svipaðri stærð og gerð og Esja, eða 250—300 lesta, og er það eink- um ætlað. að annast vöruflutninga til minni hafnanna. ORÐSENDING Þeir meðlimir Sjómananfélags Akureyrar, sem enn hafa eigi greitt ársgjöld sín til félagsins fyrir yfir- standandi ár, eru hér með vinsam- lega beðnir að gera það sem fyrst. Aðalsteinn Einarsson, gjaldkeri. „Vinnan4 er tímarit verkamanna. 7.-8. tbl nýkomið. — Kaupið „Vinn- una“! — Lesið „Vinnuna"! — Afgreiðslan er á Skrifstofu verklýðsfélaganna. 160 þingmönnum fleira en hinir flokkarnir allir samanlagt. Strax og sýnilegt var hve hrun íhadlsflokksins var gífurlegt, ók Cchurchill til konungs og bar fram lausnarbeiðni fyrir sig og ráðuneyti sitt. Konungur fól Attlee, formanni Verkamannafl., að mynda stjórn, og hefir hann skipað í ráðherrasætin. Hann er sjálfur forsætisráðhexra og landvarnarráðherra; Ernst Bevin, utanríkisráðherra; Hugh Dalton, fjármálaráðherra; Herbert Morri- son, varaforsftisráðherra. Bretski Kommúnistaflokkurinn studdi Verkamannafl. af alefli í kosningunum. Hann bauð hvergi fram, þar sem hætta var á að það gæti valdið tapi Verkamfl. Sérstaka athygli vakti það, að Kommúnista- flokkurinn vann eitt þingsæti í London. Hann hefir nú 2 þing- menn, Paratin og Callacher, sem áður var þingfulltrúi kommúnista. Það tilkynnist hér með, að herra Guðjón Bemharðsson hefur látið af umboðsstörfum fyrir oss, en herra Þórður Sveinsson, kaupmaður, Verzlunin Liverpool, Akureyri, tekið við af honum og biðjum vér háttvirta viðskiptavini vora að snúa sér til hans. — Vér viljum jafnframt vekja athygli á vorum ágætu líftrygg- ingum og þá sérstaklega bamatryggingum. Reykjavík, 1. jtili 1945. Líftryggingafélagið A n d v a k a « I IIIMlllllMIMIMMIMMIl tlMMMIIIMMIIIIMMIMMI tlMIIMIIMIIMMIIIIIMIIIMIMM'IIMIIIIIiMiMIMIMIMMMIIIIMlMMMMMIMtMMIMMMM, Kosniiigarnar í Bretlandi Verkamannaflokkurinn bætti við sig yfir 200 þingsætum. Hlaut hreinan meirihluta í neðri málstofunni. Ihaldsflokk- urinn hlaut hinar rnestu hrakfarir. Clement Attle orðinn forsætisráðherra.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.