Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.12.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 15.12.1945, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN EINAR BRAGI SIGURÐSSON: "Saklaus er eg - saklaus er eg.. .„ Er klukkan átti þriðjung stundar eftir tíu að morgni þriðjudagsins 13. nóv. sl., stóð eg úti fyrir gamla þinghúsinu í Osló. Sitt hvoru meg- in aðaldyranna stóðu norskir, vopn- aðir piltar. Aðrir tveir gættu bak- dyranna. Fjöldi fólks hafði safnast saman úti fyrir húsinu og reyndi að þrengja sér sem næst dyrunum. Öðru hvoru komu lögreglubílar og óku aftur á bak alveg upp að aðal- dyrunum. Fólkið teygði álkuna og reyndi að koma auga á nokkra menn, sem stigu aftur úr hverjum vagni og gengu undir öflugu lög- reglueftirliti þessa fáu metra frá bifreiðinni inn í húsið. Þetta voru allt Quislingar, sem verið var að flytja frá fangabúðunum til réttar- haldanna. Eg olbogaði mig að dyrunum. „Hafið þér aðgangskort?“ Það er hervörðurinn, sem spyr. Hér fer enginn inn, nema hann hafi áður fengið til þess sérstakt leyfi yfir- valdanna. Og leyfið er torsótt. Eg sýni aðgangskortið og fæ að fara inn. Augu ótal öfundsjúkra Norð- manna fylgja mér inn yfir þröskuld- inn. Við göngum upp á fyrstu hæð og inn eftir löngum gangi. Fyrir enda hans er 6. réttarsalurinn. Þar er fjallað um landráðamál. Á bekkj- um meðfram báðum veggjum gangsins situr fólk, sem bíður þess að réttarsalurinn verði opnaður. Eg tylli mér einnig. Öðru hvoru ganga vopnaðir lögreglumenn fram hjá með smáglæpamenn á milli sín, sem eiga að svara til saka í öðrum deildum réttarins. Þegar klukkan á 10 mínútur eftir í 10, er 6. réttar- salurinn opnaður. Aftur verðum við að sýna aðgangskortið. Allur er varinn góður. Ennþá skortir mikið á fult öryggi í Noregi. Vel gæti hugsast, að Quislingar, sem enn ganga lausir, reyndu að svindla sig inn í réttarsalinn til að valda þar uppþoti, jafnvel morðum, til að koma þeim undan, sem nú eiga að leiðast fyrir rétt. Fyrir öðrum enda réttarsalsins eru borð í vinkil. Fyrir háborði eiga dómendur sæti. Á hægri hönd eru borð og „ponta“ saksóknara, en á vinstri hönd verj- enda. Framan við mitt háborð sitja þaulþjálfaðir hraðritarar. Þeir skrifa orðrétt niður alt, sem sagt er í réttarhöldunum. I hinum enda salarins sitja blaðamenn og aðrir fregnritarar á fremsta bekk, og þar fyrir aftan nokkrir tugir annarra hlustenda, flest lögfræðingar, sem telja sér ávinning af að fylgjast með svo sérstæðum og margþættum landráðamálaferlum. Tveim mínútum fyrir tíu eru tveir fyrverandi ,,ráðherrar“ Quisl- ings, Irgens og Stang, leiddir í sal- inn af fjórum, vopnuðum her- mönnum, sem fylgja þeim til stúku gegnt dyrunum. Tveir her- mannanna taka varðstöðu sitt hvoru megin við stúkuna, en hinir tveir yfirgefa salinn þegar aftur. Nú skulum við líta á „ráðherr- ana“ lítillega. Þeir eru báðir klæddir dökkbláum fötum, í mjall- hvítum, stífuðum skyrtum og á gljáfægðum skóm, eins og þeir séu hingað komnir til að taka á móti fálkaorðunni. Hinn eldri, Kjeld Stube Irgens, er maður við aldur. Hann er nostursnyrtinn. Hár- kamburinn milli breiðra kollvik- anna er greiddur og strokinn af slíkri nákvæmni, að ekketr hár er aflaga. Á stóru gyðingsnefinu ber hann svört hornspangargleraugu. Hann færir sig löturhægt úr svört- um vetrarfrakkanum, brýtur hann saman, strýkur úr hverri hrukku og kemur honum haganlega fyrir á bekknum. Öll þessi hárnákvæma hirtni verður hálfkátbrosleg á þess- ari stund og þessum stað, enda þótt snyrtimenska sé vissulega góður eig- inleiki. Hver er maðurinn? Hann hefir lengst af verið sjómaður. Hef- ir yfir 20 ár verið skipstjóri á stærstu skipum Norðmanna, þar á meðal bæði „Stavangerfjord“ og „Oslofjord“. Það kemur skemtileg- ur glampi í augun, þegar hann skýrir frá skipstjórnartíð sinni og skipunum, sem hann hefir stjórnað. Það er auðsætt, að hann ann þeim, og það fer ekki hjá því, að maður hefði getað unnað honum þess að fylgja hinu fornkveðna: „Skósmið- ur, haltu þig við leistinn", því að maðurinn virðist ekki hinnar sömu glæpamannanáttúru, sem lesa má úr hverjum andlitsdrætti annara Quislinga. F.g gat ekki að því gert, að þarna þóttist eg hafa fyrir sjón- um nákvæmlega sömu manngerð- ina og eg hafði kynst æði víða heima. Hér var það skipstjóri. Þar voru það úrmakarar, hagldabrauð- gerðarmenn, kontórséffar, sagn- fræðingar, tannlæknar, sjónleikja- brasarar í símstjórastöðum, búðar- holueigendur og uppgjafa bæjar- stjórar. Allir áttu það sameiginlegt, að þeir báru í lijarta óslökkvandi þrá til að komast í þann valdasess, sem alþjóð hafði ekki talið þá hæfa til að skipa. Og þarna bauðst tæki- færið. Flokkur, sem ekki átti nein- um ærlegum ntanni á að skipa, hafði brotist til valda. Og slíkur flokkur gat sameinað sína þörf hinni áragömlu þrá þessara smá- borgaralegu karla með því að gera þá að þægum brúðum á hinu póli- tíska leiksviði. Hann er giftur, en barnlaus. Hinn yngri, Axel Heiberg Stang, er maður nær þrítugu en fertugu, holdtálgaður, eins og kyndari, með lítið hár, þjófslegt. flögrandi augna- tillit, sem ekki leynir því, að mað- urinn ber talsvert óhreint í pokan- um. Hann er háður þeim kæk að rykkja hausnum aftur með hátt- bundnu millibili og toga um leið ofsalega í hálsmálið á skyrtunni, eins og það sé að kæfa hann. Hann er af auðugum ættum, telur sig eiga hálfa aðra miljón í löndum og laus- um aurum, á konu og þrjú börn, ung. Báðir reyna að vera rólegir. Þeir skygnast um í salnum snöggvast, en, þrátt fyrfr alt, er eins og þeim ógni að sjá í augu áheyrendanna, því að þeir horfa ekki aftur í salinn oftar. t Móðir mín, INGIBJÖRG BJÖRNSSON, andaðist í morgun. Fyrir hönd bama hinnar íramliðnu, Ragnheiður O. Björnsson. Þegar ljósmyndarar blaðanna búa sig undir að mynda þá, rétta þeir úr sér, kippa í jakkana og reigja hausinn aftur, svo að alþjóð skuli sjá, að hér standi menn, sem bera höfuðin hátt! Á slaginu 10 ganga dómendur í salinn, allir rísa úr sætum og standa, þangað til dómsforseti hefir með þungu hamarshöggi tilkynt, að þeir skuli setjast. Þá hófst ákæran. Stang var ákærður fyrir að hafa látið Terbo- ven tilnefna sig sem „kommissarisk statsrád" 25. sept. 1940 og fyrir að hafa látið Quisling tilnefna sig sem „ráðherra" í ríkisstjórn sinni 1. fe- brúar 1942, en sem kunnugt er, lýsti Quisling því yfir þann dag, að stjórn hans væri hin „löglega" stjórn Noregs. Allir ráðherrar hans unnu honum hollustueið og voru því samábyrgir um öll ódæðisverk, sem framin voru í nafni og skjóli stjórnarinnar, og hljóta að verða dæmdir samkvæmt því, en ekki ein- göngu fyrir eigin gerðir. Fnnfrem- ur var Stang ákærður fyrir virka þátttöku í Nasjonal Samling, um að hafa rekið heiðvirða Norðmenn, sem áður störfuðu í ráðuneytinu, og safnað um sig nazistaskrípum, sannkölluðum rónalýð. Þá hafði hann sjálfur verið virkur þátttak- andi uni 7 vikna skeið x Finnlands- styrjöldinni, en auk þess hvatt unga Norðmenn til að gerast sjálf- boðaliðar. Honum tókst að fá nokkur þúsund æskumanna tíl þeirrar fásinnu. Sjö hundruð þeirra komu aldrei aftur, og verður Stang að teljast ábyrgur fyrir lífi þessara æskumanna, þó að sú ábyrgð sé auðvitað einskisverð. Hann hafði reynt að gagnsýra íþróttasamtökin af nazisma, en sú tilraun strandaði á öflugri mótspyrnu íþróttamanna. Skátahreyfingin var bönnuð og skátarnir hvattir til að ganga í æskulýðsfélög nazista. Reynt var að koma á vinnuþjónustu, og allmarg- ir unglingar, piltar og stúlkur, voru send til Þýzkalands til að læra að vinna og öðlast hinn holla, þjóð- lega anda. Er syndaregistrið hafði verið les- ið upp, spurði dómsforseti: „Viður- kenni þér yður hegningaiverðan fyrir þetta?“ „Eg viðurkenni að hafa verið i „Nasjonal Samling" og hafa hvatt norska æskumenn til að fara til 'Finnlands,“ svarai' Stang. „Já, en viðurkennið þér, að þér verðskuldið hegningu fyrir það?“ „Já," muldrar Stang niður í bringu sér. „Ber að skilja þetta svar svo, að þér hafið vitað þá að þér voruð að fremja hegningarvert athæfi?" spyr dómsforseti. „Nei., alls ekki. F.g hefi sannfærst um það síðan," „Þá viðurkennið þér yður ekki hegningarverðan." Sakirnar, sem Irgens var borinn, voru allar á annan veg. Hann var aðeins ákærður þátttöku í NS og fyrir að hafa látið tilnefna sig sem „kommisarisk stadsrád" og síðan sem „ráðherra." Sem slíkur var hann samábyrgur um aðgerðir stjórnarinnar. Aðspurður, hvort hann viður- kendi sig hegningarverðan, .svaraði hann ákveðið, án þess að blikna: „Nei, alls ekki.“ Hagelin, binn mesti glæpamaður af ráðherrum Quislings, er nú hefir verið dæmdur til dauða, svaraði: „Eg er saklaus.“ Þýskur Gestapomaður, sannur að því að hafa misþyrmt yfir 20 Norð- mönnum og drepið suma, svaraði: „Eg viðurkenni mig hegningar- verðan fyrir sumt.“ Hinn svonefndi „Marokko-Jen- sen,“ sem hafði skotið og pínt nokkra tugi Dana af einskærri morðfýsn og kvalaþorsta, gaf þetta svar: „Eg er gjörsamlega saklaus. Eg hefi alltaf breytt eftir bestu sann- vizku. „Ganz unschuldig! Ganz un- schuldig!“ lirópa stríðsglæpamenn- irnir í Núrnberg Belsen, Dachau, Sachenhausen, Nauengamme. Þetta er athyglisverð og jafnframt voveifleg staðreynd. Allir reyna þessir menn, sem eru sekir um stærri glæpi en orð fá lýst, að berja það fram, að þeir séu saklausir. Og því ber ekki að leyna, að afsakanir þeirra eru teknar til.greina um of. Það nægir að vitna til þess, að stór- glæpamaðurinn, Stang, er látinn sleppa við dauðarefsingu, að því er virðist, eingöngu vegna þess, að hann hefir ekki, svo vitað sé. drepið mann með eigin hendi, en hin veg- ar sannur að því að eiga óbeina sök jafnvel á hundruðum mannslífa. Raunar mun ekkert geta forðað hinum mestu stríðsglæpamönnum frá því að gjalda fyrir glæpina með lífi sínu. En þúsundir föðurlands- svikara, nazista og samstarfsmanna þeirra, ganga ennþá lausir. Aðrar þúsundir hýrast ennþá innan fang- elsismúranna, en munu sleppa það- an út eftir nokkxa mánuði eða nokkur ár. Því fer fjarri, að tekist hafi að uppræta íiið nazistiska eðli þeirra. Hérna niðri í Kaup- mannahöfn halda þeir nazistafundi í fangelsisgörðunum og syngja naz- istasöngva. Þeir trúa því, að þeir eigi blómaskeið sitt enn þá ólifað. „Þegar við slepprum út, þá....“ Þannig hljóða ógnanir þeirra. í Noregi sitja þeir um dómarana, sem fjalla um landráðamálin. Hérna á dögunum var tvívegis gerð tilraun að kveikja í spjaldskrá yfir (Framhald á 8. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.