Verkamaðurinn - 09.05.1947, Síða 3
VERKAMAÐURINN
3
1
Sí Idarbræðslustöðin
Dagverðareyri h.f.
tilkynnir:
Allir þeir verkamenn, sem hjá oss unnu síð-
astliðið sumar, eru áminntir um að segja til,
hvort þeir ætli sér að vinna hjá oss næsta
sumar, og gera það eigi síðar en 15. maí n. k.
F ramk væmdast jórinn.
TILKYNNING
frá Síldarverksmiðjum ríkisins
t
Ctgerðarmenn og utgerðarfélög, sem óska að leggja
bræðslusíldarafla skipa sinna upp hjá Síldarverksmiðj-
um ríkisins á komandi síldarvertíð, tilkynni það aðal-
skrifstofu vorri á Siglufirði í símkseyti eigi síðar en 15.
maí næstkomandi. Sé um að ræða skip, 'sem ekki hafa
skipt áður við verksmiðjurnar, skal, auk nafns skipsins,
tilgreina stærð þess og hvort það geti hafið síldveiði í
byrjun síldarvertíðar.
Samningsbundnir viðskiptamenn ganga fyrir öðrum
um móttöku síldar.
Síldarverksmiðjur ríkisins
.................................
= « \ j
Heimilisiðnaðarsýning
Vegna þátttöku í Landbúnaðarsýningunni í Reykjavík í
júnímánuði næstkomandi verður heimilisðinaðarsýning hald-
in á Akureyri á vegum Heimilisiðnaðarfélags Norðurlands
dagana 24., 25 .og 26. maí næstkomandi (hvítasunnu). — Upp-
lýsingar gefur varaformaður félagsins, Ragnheiður O. Björns-
son, 1 fjarveru formanns.
Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands.
;, MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIII
IIMMMMMMMMMMMMMMMMIIMHIIMIIIMMmillHHIMMIIIIUIMMM'
Það verður að hefja
stórfelldar framkvæmdir
í hafnarmálum bæjarins
Það mun nú ljóst vera öllum hugs-
andi mönnum, að það andvaraleysi,
sem ríkt hefur í öllum aðgerðum
afturhaldsflokkanna í bæjarstjórn
Akureyrar, getur ekki gengið leng-
ur. Hafnarmannvirki bæjarins hafa
verið og eru í hinni argvítugustu
, niðurníðslu, og hefur meirihluti
bæjarstjórnar aldrei lagt hlustir við
þeim tillögum, sem fram hafa kom-
ið, um stórfélldar framkvæmdir á
hafnargerð bæjarins, hvort heldur
að þær hafa verið bornar fram af
hálfu Sósíalistaflokksins, eða verka-
lýðssamtökum bæjarins. Venjuleg-
asta afsökunarsvarið hefur verið að
peningar væru ófáanlegir til fram-
kvæmdanna. En það virðist vera
léttvæg afsökun fyrir þá menn, sem
staðið hafa þversum gegn öllum
verklegum framkvæmdum af hálfu
bæjarfélagsins, og sem þá einnig
hafa hindrað, að ráðist yrði í stækk-
un hafnarbryggjunnar, að bera því
við, að lán til þeirra framkvæmda
hafi ekki fengist á liðnum árum, á
sama tíma sem smábæir, t. d. Ólafs-
fjörður, Sauðárkrókur, Húsavík,
Akranes o. fl. bæir, hafa fengið stór
lán til hafnarbóta hjá sér. Nei, það
þarf ekki að bera slíkar afsakanir á
borð fyrir Akureyringa, þær verða
ekki teknar alvarlega. Það er fyrst
nú, þegar vitað er að bankastofnan-
ir landsins kippa að sér hendinni
með lánveitingar, þá er farið á stúf-
ana til þess eins, er virðist, að gera
tilraun til að klóra yfir þau víta-
verðu vinnubrögð, sem átt hafa sér
stað í framkvæmdarstjórn hafnar-
málanna, undir forustu Sjálfstæðis-
manna og dyggum stuðningi Fram-
sóknar. Það verður ekki af Fram-
sóknarmönnum skafið, að þeir eiga
að miklu leyti sök á því, ástandi,
sem nú ríkir í hafnarmálum bæjar-
ins, eins og reyndar í öllum fram-
kvæmdarmálum bæjarins, hverju
nafni sem nefnist. Sósíalistaflokk-
urinn lagði á það megináherzlu fyr-
ir síðustu bæjarstjómarkosningaT,
að fenginn yrði duglegur, fram-
kvæmdasamur maður til að gegna
bæjarstjórastarfinu í stað núverandi
bæjarstjóra, sem sýnt hafði í starfi
sínu undanfarin ár, að vera hinn
verkandi hemill á alla eðlilega fram-
takssemi um verklegar framkvæmd-
ir, og þó sérstaklega í hafnarmálum
Eyfirzkir togbátar fara á
jörurnar við Húnvetninga
Fyrir nokkru gerðust þau tíð-
indi, að ekki færri en 9 norðlenzkir
togbátar voru staðnir að veiðum
innan við landhelgislínuna, rétt við
Vatnsnesfjörur. Höfðu bændur þar
á nesinu séð til bátanna innan við
og utan við landhelgislínuna
nokkra daga og gert sýslumanni
sínum aðvart, en hann mun hafa
comið þeim skilaboðum til skip-
anna, að þeim myndi ráðlegast að
halda sig heldur dýpra, ef þau vildu
ekki hafa verra af. En þegar það var
tilgangslaust, sneri sýslumaður sér
til landhelgisgæzlunnar, sem sendi
regar á vettvang flugvél. Þegar flug
vélin kom norður, voru bátarnir í
óezta næði upp við Vatnsnes-
jörur, og tóku skipverjar flug-
mönnunum með miklurn innileik
og hugðu þá vera mundu á ,,sport“-
flugi eða í leit að lendingarstöðum.
Urðu það því ekki lítil vonbrigði
fyrir skipstjórana, er komumenn
ifóru að láta dólgslega og minnast á
einhverja landhelgislínu og laga-
brot í sambandi við hana og buðu
>eim að halda til hafnar, svo hægt
væri að taka mál þeirra fyrir.
Togbátar þeir, sem hér voru að
verki, eru þessir: Njörður og Súlan
frá Akureyri, Andey og Eldey frá
Hrísey, Hannes Hafstein frá Dal-
vík/Njáll frá Ólafsfirði og Gestur,
Geir og Sigurðu frá Siglufirði.
Hafa ráðamenn skipastóls þessa
sýnt virðingu sína fyrir íslenzkri
landhelgi og lögum og gefið erlend-
um veiðiskipum fagurt fordæmi!
Er þetta eflaust gert af vinarhug
og virðingu fyrir ríkisstjórninni.
bæjarins, enda bera þau þess glöggt
vitni Torfunefsbryggjan, Innri
liafnarbryggjan og bæjarbryggjum-
ar á Tanganum.
Framsóknarflokkurinn hafði geng-
ið inn á það við Sósíalistaflokkinn
og Alþýðuflokkinn, þegar bæjar-
málefnasamningurinn var gerður,
að vera með í því að reyna til hlítar
að fá annan mann í stöðuna, en
sveik það á síðustu stundu, er hann
því sömu sökinni seldur, þó að
flokksblað þeirra nú, ,,Dagur“, vilji
ekki kannast við krógann, og vilji
láta líta svo út, sem sökin sé aðeins
hjá bæjarstjóranum einum, óvið-
komandi Framsóknarfl. Nei, þessir
tveir flokkar eru hér samsekir og
hljóta því eðlilega hinn þunga dóm
bæjarbúa fyrir hin svikulu störf sín.
Sósíalistaflokkurinn hefur ávallt
haWið því fram, að nauðsyn bæri til.
þess að hefja hér stórframkvæmdir í
hafnargerð, svo að Akureyri stæði
ekki að baki öðrum stöðum \ þeim
efnum. Hann hefur lagt ríka
áherzlu á í bæjarstjórn um áfram-
haldandi framkvæmdir sjóvamar-
garðsins á Oddeyrartangi, svo að þar
sköpuðust möguleikar til byggingar
dráttarbrautar o. fl.
Verður nú þegar að hefjast handa
til framkvæfda í þessum efnum og
þurfa verkamenn í bænum og
reyndar allur almenningur að fylg -
ast vel með þessum málum, og
hrinda þeim í framkvæmd, hvað
sem það kostar.
Leiðrétting
Eg hefi orðið var við allvíðtæk-
an misskilning hjá bæjarbúum
hvað viðkemur’atkvæðagreiðslu í
Bífstjórafélagi Akureyrar um
vinnustöðvun. Þessi misskilning-
ur er aðallega tvenns konar: I
fyrsta lagi, að deila þessi standi
um hækkun á ökutaxta bifreiða.
Og í öðru lagi, að hér sé um póli-
tískt verkfall að ræða. Vegna
þessa tel eg rétt, að taka fram eft-
irfarandi: Hér er ekki um að
iæða leigugjaW bifreiða, heWur
kaup og kjör launþega í Bíl-
stjórafélagi Akureyrar. Hér er
eingöngu um faglegt mál að
ræða, sem sést meðal annars á
því, að kröfur þær, sem Bílstjóra-
félagið gerði, voru settar fram
áður en vitað var um þær tolla-
hækkanir sem nú eru orðnar að
löghm.
Hafsteinn Halldórsson.
Góður íbúðarbraggi
til sölu. — Tæklfærisverð. —
Upplýsingar hjá
Jóni Ingimarssyni,
Klapparstíg 3. Sírni 544.
Auglýsing
í „Verkamanninum er lesin á 4
—500 heimil'um í bænum.
Auglýsing í Verkamanninum
fer ekki fram hjá neinum, sem
fær blaðið í hendur.
Auglýsing í Verkamanninum
nær til flestra neytendafjöl-
skyWna í bænutm.
Kaupmenn! Auglýsið vörur
ykkar í Verkamanninum — og
vörurnar seljastl