Verkamaðurinn - 22.12.1948, Side 7
Að þora
í stað þess
að þrá
Eftir
Kristján frá Djúpalæk
! Frá Hliðskjálf: ég lít yfir heiminn, og sjá:
| Hatur og ágengni manna og þjóða.
i Hve torfær er vegurinn vagni hins góða
1 og vegruðningsmenn sínum tjöldum slá,
| í stað þess að munda af harðfylgi haka
1 og horfa fram, en ekki til baka.
| Að þora í stað þess að þrá.
\ Mér gengur að hjarta hver tálmun og töf
1 á tímans hálfrudda framtíðarvegi,
I og mér finnst svo langt síðan lýsti af degi,
§ og lagt var frá myrkursins yztu nöf,
j en smávægir sigrar í sókninni miklu.
í Hvað segir að leggja á grunnvöðum stiklu,
| er brúa skal heimsálfna höf?
í Ég vil þangað, sem stríð er af hetjum háð,
| til að hasla völl fyrir sannleikans þegna
i og vekja þann kraft, sem mannsálir megna
i mest fram að leggja, til styrktar dáð.
i Hlekkina mola, og hvert böðulsvald brjóta
i á bak, svo vér megum frelsis njóta.
i Steinaldarteikn skal af storðu máð.
Vér sigrum ei heiminn á málþingum, menn,
þó moðhausar jórtruðum tuggum velti,
en hirða ei um, þó að hundruð svelti.
Heimskir þeir eru og gauð í senn.
Vér skjálfum af ótta við atóm og sprengju.
þó ísland, vort land, hinir vígólmu fengju,
þá sátum við hjá og sitjum enn.
r„ imiiiiiihiiiími
IHIIII
Vér bíðum í fylking með frækorn smátt
í fálmandi höndum, en sáum því eigi
í sífrjóan akur. Á sannleikans vegi
við silumst áfram, til ráðs er fátt.
Hver teigur er plægður plógjárni óttans,
þar plægir hann niður þýlyndið, flóttans
sáðkorn, við fjöldann í sátt. i
Hvers virði er hlutverk hins geltandi garms, |
þegar gestur nálgast með illt í huga?
Það er annað að langa og annað að duga
að afstýra losti vors mesta harms.
Sé illgresið rótslitið upp, með hörðu,
fær ilmjurtin lífsrúm á vorri jörðu.
Hinn blikandi draumur hvers barms.
Vort sáðkorn er frelsis og flugsins þrá
til fegurra mannlífs í óháðu ríki.
Hvar börn vorrar jarðar ei steli né sníki,
en standi fast sínum rétti á.
Og framtíð mun sanna, ef sigur vér fáum,
að sæðið er gott, er vér niður stráum
— þegar vér þorum að sá.
Ég bið ekki um ruður, hvar ríkur fer,
en réttlæti íslenzku fólki til handa.
Um fagnandi alþýðu allra landa,
sem eigin framtíð í hendi ber.
Fjöreggið dýrasta: Frelsi vors anda,
fegurð í dagsönnum vinnandi handa.
Að axið sé þess, sem upp það sker.
Því hrópa ég, bræður, við tímann í takt:
Talið þið minna, vinnið þið heldur.
Þú og ég erum þrællinn seldur,
en þrællinn á líka sitt vald og magt.
Göngum á hólm við þann Glám er oss ægir,
sé gæfan með, okkar brjóstvit nægir.
Annars skal atgeiri lagt.
Mig dreymir um hugsandi, djarfan lýð,
sem dagsverkið innir af hendi með gleði,
en þorir að leggja sitt líf að veði
við landsins heillir á hverri tíð.
Ég hrópa á skapara landsins vors ljósa,
á landvættir allar, sem frelsi þess kjósa,
til hjálpar að heyja það stríð.
Flutt á 10 ára afmæli Sósíalistaflokksins 10. okt. 1948.
7
i»t»MtiiimiMM'HiimimiiimiimuiMMiiiMm«uiimmiimniimiuiMiMiiiiimiiiiiiiiimimiiiiiiimimmiiiMiiiMiiiii