Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.12.1948, Blaðsíða 8

Verkamaðurinn - 22.12.1948, Blaðsíða 8
S TEINGRIM UR A ÐALS TEINSSO N: Verðmætasta eign verklýðssamtakanna í hinu borgaralega þjóðskipulagi, þar sem öll hin meiriháttar fram- leiðslutæki eru persónuleg eign ein- staklinga eða félaga, sem rekin eru í gróðaskyni, og hið vinnandi fólk á alla sína lífsafkomu undir því, að fá að \ inna baki brotnu við þessi tæki, er hin daglega hagsmunabarátta vinnustéttanna sá grundvöllur, sem verklýðssamtökin hvíla á. Hækkandi kaup, hóflegur vinnutími, bætt vinnu- skilyrði og aukið öryggi við vinnuna eru mál, sem taka jafnt til aflra vinn- andi manna og kvenna, án tiflits til mismunandi sjónarmiða í ýmsum öðr- um efnum. Um þessi og önnur slík mál hafa líka verklýðsfélögin verið mynduð. Og allsberjarsamband þeirra — Alþýðusamband Islands — hefur fyrst og fremst það hlutverk, að veita þeim aukinn styrk og að samstiffa bar- áttu þeirra í þessu dægurstriti fólks- ins. En þó þessi beina hagsmunabarátta sé grundvöllur verklýðssamtakanna, þá eiga þau vissulega jafnframt annað og æðra markmið. Það væri vesöl framtíðarsýn fyrir fjölmennustu stétt þjóðfélagsins, þá stétt, sem stendur undir öffun þjóðar- teknanna, sem skapar þjóðarauðinn — ef hún hefði ekkert annað að keppa að, en það að berjast á morgun, eins og í dag, hatrammri baráttu fyrir því einu, að fá fullnægt frumstæðustu þörfum lífsins. Íslenzka verklýðsstéttin, sem er ung og ört vaxandi, lætur sér ekki nægja slíkt sjónarmið. Baráttan fyrir full- nægingu hinna frumstæðu lífsþarfa er henni jafnframt vegur að sköpun nýrra þjóðfélagshátta, þar sem ekki verði lengur þörf hinnar daglegu baráttu einstaklinganna fyrir lífsviðurværi sínu, vegna þess að fyrsta boðorð þjóð- félagsins sjálfs verður það að skapa öllum þegnum sínum skilyrði til ör- uggrar og stöðugt batnandi afkomu. Framtíðarmark og mið íslenzku verklýðssamtakanna er að afnema nti- verandi arðránsskipulag auðstéttanna, sem gerir einn ríkann af fátækt og striti fjölda annarra — og í staðinn að byggja upp í landi sínu þjóðskipulag bræðrafagsins, þar sem framleiðslu- tækin eru félagseign, og hönd hjálpar hendi til að ná ,sem beztum árangri í aflri nytsamlegri framleiðslu — vegna þess, að allir njóta ávaxtanna, eins og þeir hafa til sáð — þjóðskipulag sósíal- ismans, sem nú er alveg víst að leysa mun af hólmi þjóðskipulag hins borgaralega auðvalds, í hverju landinu af öðru — aðeins spurning um tíma, hvenær það verður í hverju landi fyrir sig. En einmitt vegna þess, að íslenzka verklýðsstéttin á sér slíkt framtíðar- mark, þá er henni ekki nóg að eiga mörg og góð verklýðsfélög, og öflugt samband þeirra, sem vinna eftir getu að hinum beinu og daglegu hagsmuna- málum stéttarinnar — heldur er lienni höfuð nauðsyn að eiga sér einnig átta- vita, sem vel dugar í hverju „galdra“- veðri (,,Finnagaldur“, ,,Tékkagaldur“ o. s. frv) áróðurs og blekkinga, sem felmtri slegin og pólitískt feig yfir- stétt byrlar upp á vegferð sinni — sóitulistiskan jlokk, sem að sjálfsögðu styður, eftir megni, ve^klýðsfélögin, í dægurbaráttu þeirra — enda er jafnan meginhluti meðlima slíks flokks íólk, sem á afkomu sína undir því, að sú barátta takist sem bezt — en sem jafn- framt, fyrir pólitískan þroska og vak- andi hugsjónaeld, hefur ávalt loka- takmarkið fyrir augum — flokk, sem veit, að dægurbaráttan er grundvöllur fyrir bættri afkomu vinnustéttanm á 8 Frá Borðeyrardeilunni.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.